Morgunblaðið - 08.03.2017, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 08.03.2017, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017 Elsku hjartans Lóa mín. Þá er þínu jarð- neska lífi lokið. Margs er að minnast í okkar samskiptum. Við bjuggum í sama húsi í 12 ár á Laufásvegi 10 í Stykkishólmi. Á þeim tíma var ansi barnmargt við götuna okk- ar. Þú varst mín stoð og stytta í öllu. Saumaskapurinn var þitt fag og allt lék í þínum höndum. Þá þurfti ég oft að skreppa upp til þín með eitthvað sem ég þurfti aðstoð með. Alltaf tókstu mér vel og gafst þér tíma. Eftir að ég missti Axel þá komst þú á hverju kvöldi til mín því þá var ég ein í húsi. Ég man okkar ferðir þegar þið Njáll tókuð mig með. Fyrst til Kanarí og tvisvar í sumarbú- stað á Akureyri. Einu sinni fór- um við hringinn um landið okkar og gistum á hótelum. Alltaf svaf ég í sama herbergi og þið á dýnu. Honum Njáli mínum fannst nú ekki leiðinlegt að keyra. Elsku Lóa mín, þakka þér hvað þú varst góð við börnin mín og þá sérstaklega Röggu. Guð varðveiti þig. Snemma lóan litla í lofti bláu „dírrindí“ undir sólu syngur: „lofið gæsku gjafarans – grænar eru sveitir lands, fagur himinhringur. (Jónas Hallgrímsson) Þín Auður. Elsku hjartans Lóa frænka mín. Nú er þinni lífsgöngu lokið og margs er að minnast og margt að þakka. Áttum við einstakt samband alla tíð frænkurnar, oft var hringt á milli og heimsóknir ófá- ar hjá okkur, og alltaf var þér sérstaklega umhugað um mig og mína. Samvinna okkar á hótelinu þar sem þú reyndir að kenna ungri frænku að vinna og veittir henni tilsögn inn í lífið, heim- sóknir man ég eftir sem krakki á Laufásveginn og síðar á Borg- arbrautina í Hólminum. Margar góðar stundir átti ég í Fannborginni hjá ykkur Njáli eftir að þið fluttuð þangað og þegar þið skelltuð ykkur á rúnt- inn og komuð í kaffi í Borgarnes. Þú varst dugleg að hjálpa mér og heimsækja þegar Atli minn lifði og var stutt í stríðnina hjá ykkur þegar þú komst til hans og greip hann þá næstu sprautu og við fylltum af vatni og hann spraut- aði á þig, þá var hlegið og vænt- anlega takið þið upp fyrri iðju nú Guðríður Þórðardóttir ✝ Guðríður Þórð-ardóttir, Lóa, fæddist 12. apríl 1928. Hún lést 10. febrúar 2017. Útför Lóu fór fram 21. febrúar 2017. þegar þið hittist á ný. Við minnumst þess við Óli þegar þú eitt sinn sast hjá honum eina kvöld- stund, að þú fékkst þér sígó og þar sem þú varst frekar eld- hrædd settist þú á eldhúsborðið við vaskinn og beint á kókosbollu, að þessu hlóguð þið mikið þetta kvöld og oft síðar. Þú varst einstaklega gestrisin og fannst alveg ómögulegt ef við ætluðum ekki að þiggja neitt, þó svo þú ættir nú frekar lítið með kaffinu að eigin sögn, það voru nú reyndar oftast nokkrar teg- undir samt, smákökur, pönnsur og eina sanna brúntertan hennar Lóu. Þegar Óli fermdist bakaðir þú smákökur sem honum fannst svo góðar og hef ég reynt að baka þær fyrir strákana, en al- veg sama hvað ég reyni, eftir þinni leiðsögn og með þig í sím- anum á meðan ég baka, þá verða þetta ekki Lóu-kökurnar segja þeir, en ekki skal ég nú gefast upp á að reyna. Ekki náðir þú að koma til mín á nýja heimilið okk- ar Snæþórs en þá tók ég bara upp vídeó og sýndi þér svo að þú gætir nú fylgst með hvað stelpan þín var að bralla og varstu bara nokkuð hrifin af því. Elsku Lóa, minningarnar eru ótal margar og gæti ég lengi haldið áfram en ég mun alla tíð geyma þær og þig í hjarta mínu, nú ertu komin aftur í faðm Njalla og til alls fólksins okkar sem tek- ur þér fagnandi. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Ég og strákarnir mínir þökk- um fyrir yndislega frænku og yljum okkur nú við góðar minn- ingar og biðjum Guð að blessa minningu þína og fjölskyldu þinnar. Nú kveð ég þig eins og þú kvaddir mig alltaf: Bless, gullið mitt. Þín Sædís Björk, Ólafur Þór og Snæþór Bjarki. Mín hjartans æskuvinkona, hún Ásdís, er farin, eftir baráttu við erfitt krabbamein. Hún tókst á við veikindin af slíku æðruleysi, hugrekki og húmor að stundum varð manni orðfall. Það hefði svo sem ekki átt að koma sérstaklega á óvart, þann- ig manneskja var hún og þannig tókst hún á við það sem að hönd- um bar. Hún var mögnuð kona, stórgáfuð, skemmtileg, fyndin, góðhjörtuð og endalaust trú og trygglynd. Allar mínar æsku- minningar tengjast Ásdísi sterkt, allt frá fimleikaæfingum á Næputúninu til óteljandi stunda uppi í risi í Miðstrætinu þar sem við spáðum í spil og hlustuðum á tónlist. Rúmlega tvítug flutti hún til Danmerkur og þótt við byggjum hvor í sínu landi stóran hluta ævi okkar slitnaði strengurinn á milli okkar aldrei og þótt liði stundum langt á milli samfunda var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Ég er svo þakklát fyrir að hafa náð að kveðja þig, elsku Ásdís, takk fyr- ir allar okkar dýrmætu stundir. Elsku Kjartan, Guðni, Lilja, Bergdís, Berta, Hilmir og fjöl- skyldur, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Helga Auðardóttir. Ásdís var í forystuhlutverki meðal stelpnanna í hverfinu og þar sem ég var ný í götunni þá varð Ásdís sú sem maður leit upp til, sú sem allt gat og vissi. Bergdís og ég urðum bestu vin- konur og eins mikið og Ásdís unni systur sinni þá var hún hæstánægð með þessa fram- vindu mála og fann fyrir ný- fundnu frelsi frá því að vera eldri systir. Eitthvað sem á full- orðinsárum við hlógum allar mikið að. Þingholtin voru einn stór leikvöllur og minningin um vorkvöld úti á götu í Miðstræti er full af leik og lífsgleði. Ásdís var hugrökk og þorin og maður horfði uppnuminn á hana fara í margföld flikk- og heljarstökk á Næputúninu. Eitt sinn horfðum við á hana fara allt Miðstrætið í einu hraðskreiðu handahlaupi vegna þess að einhver sagði að hún gæti það ekki. Þegar hún svo vann til verðlauna á Íslands- meistaramótinu í fimleikum ætl- aði allt um koll að keyra hjá okk- ur á áhorfendapöllunum. Brosmild, örugg og hnarreist gerði hún hverja æfinguna á fætur annarri með glæsibrag og var fimleikadeild KR til mikils sóma. Heimili Guðna og Lilju var öllum opið og þar fann maður fyrir samheldinni fjölskyldu. Minningarnar úr Miðstræti ein- kennast af hlátri og ærslagangi, Bergdís með sinn smitandi hlát- ur og Ásdís með sína fyndnu kaldhæðni. Partíin urðu ófá og blönduðust vinahópar systkin- anna oft saman. Þegar ég hugsa til baka velti ég fyrir mér hvern- ig Guðni og Lilja höfðu þolin- mæði í allt þetta vinaflóð sem þarna fór inn og út úr húsi í mörg ár. Ásdís hafði mikinn sannfæringarkraft og lék sér gjarnan að okkur Bergdísi. Eitt sinn sannfærði hún okkur um að draugur hefði fært hluti úr stað inni í svefnherbergi og stóreygð- ar trúðum við hverju orði. Nokkrum árum seinna var ég ennþá að velta þessum draug fyrir mér, svo sannfærandi var Ásdís Mjöll Guðnadóttir ✝ Ásdís MjöllGuðnadóttir fæddist 29. október 1972. Hún lést 28. janúar 2017. Útför hennar fór fram 6. mars 2017. Ásdís. Samveran var ekki alltaf frið- sæl og okkur lenti oft saman, gjarnan eins og þver- móðskulegir kettir í störukeppni og frið- arsinninn Bergdís á milli. Ásdís hafði yf- irleitt betur þar sem hún var orð- heppin og rökföst og hver sem henni mætti mátti eiga von á að sitja eftir orðlaus. Hún hafði sterka réttlætiskennd og stóð upp fyrir þá sem minna máttu sín og varð ég nokkrum sinnum vitni að því hvernig hún stóð upp fyrir systkini sín. Ásdísi voru ekki alltaf gefin auðveld spil í lífinu og vann hún úr þeim á sinn máta og eins vel og hún gat. Mér varð ljóst að þetta blákalda hugrekki sem ég sá í henni sem barni hafði hjálp- að henni í gegnum sérstaklega erfiða kafla í lífinu. Ásdís var hlý og óspör á falleg orð við þá sem henni þótti vænt um og ég dáðist að sambandinu sem hún átti við Kjartan son sinn. Hún hafði skilning á mannlegu eðli og hún gat með góðu valdi á íslenskri tungu komið hlutum í orð á markvissan og skemmtilegan hátt. Hún var ekki hrædd við að tala um erfiða hluti og með kímni og kaldhæðni sá hún tragíkómískar hliðar lífsins og fékk mann oft til að tárfella af hlátri Ég tek hattinn ofan fyrir þessari hugrökku, kláru og skemmtilegu konu og þakka það að hafa fengið að vera samferða henni og hennar sérlega góða fólki. Halla Gunnarsdóttir. Hvernig getur það verið að ég sé að skrifa minningargrein um hana Ásdísi mína sem ég hef þekkt frá því hún fæddist og fylgst með vaxa og dafna og verða ung og falleg kona? Já, hvernig? Þrátt fyrir harða baráttu og lífsvilja varð hún að láta í minni pokann fyrir vágestinum sem á hana herjaði. Það er erfitt að sætta sig að þessi frábæra unga manneskja skuli hafa kvatt okk- ur. Það er mikið lán í lífinu að eiga góða vini. Ég og mín fjöl- skylda höfum verið svo heppin að eiga Lilju og Guðna, foreldra Ásdísar, að bestu vinum. Mikill samgangur hefur alltaf verið milli fjölskyldnanna. Börnin okk- ar voru á sama reki og alltaf mikil ánægja að hittast, oft beðið um að fá að gista og alltaf of snemma farið heim. Ásdís var alltaf hress og ræðin lítil stúlka sem gaman var að hafa í kring- um sig. Hún var aðeins árinu yngri en Hanna mín og var sér- stakt samband þeirra á milli. Hugmyndaflugið í leikjum var mikið og alltaf gleði og gaman. Margar voru ferðirnar sem þessar fjölskyldur fóru saman sem allir nutu, ungir sem þeir eldri. Sameiginleg áramót fjöl- skyldnanna til áratuga voru allt- af tilhlökkunarefni og var Ásdís alltaf með okkur þangað til hún flutti til Danmerkur en væri hún á landinu um hátíðirnar kom hún með gleði sína og hlátur í hópinn okkar og allt var eins og það átti að vera. Í minningunni standa allar dýrmætu samverustundir þessara tveggja fjölskyldna sem í tímans rás hafa einhvern veg- inn orðið að einni samheldinni fjölskyldu. Þar mun elsku Ásdís mín alltaf eiga sinn sess. Í Danmörku kaus hún að búa og þar fæddist ljósið í lífi henn- ar, hann Kjartan Helgi. Sam- band þeirra var alveg sérstakt og dýrmætt og mun hann alltaf njóta þess þótt hún hverfi hon- um um sinn. Allar mínar bestu hugsanir sendi ég til hans núna á þessari erfiðu stundu og bið hon- um allrar blessunar í framtíð- inni. Mínum elskulegu vinum, allri fjölskyldunni, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Fuglinn sefur suður í mó sefur kisa í værð og ró, sefur, sefur dúfan. Sofðu líka sætt og rótt, sofðu vært í alla nótt, sofðu litla ljúfan. (Freysteinn Gunnarsson.) Þorgerður Guðfinnsdóttir. Hún Ásdís vinkona mín var ein af þessum konum sem skáld- sögur eru skrifaðar um. Kona sem hafði stóran karakter í litlum kroppi og lifði mikið, þótt hún lifði stutt. Ásdís hefur eflaust verið jafn bláeyg og önnur börn þegar hún kom inn í þennan heim en þegar við kynntumst, korter í gelgju, var hún strax orðin stúlkan sem sá lífið aðeins öðrum augum en við hin. Við bröltum samferða eftir þroskabrautinni og mynd- uðumst við að leysa lífsgátuna, eins og gengur. Einhverra hluta vegna var það þó alltaf Ásdís sem sá lengra undir yfirborðið, klófesti kjarna málsins. Það var í henni dýpt sem gat á stundum varpað skugga en gaf Ásdísi skilning sem okkur skorti. Sem fullorðin kona hafði Ás- dís hnífskarpa sýn á heiminn og var óhrædd við að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Við áttum sjaldan yfirborðskenndar og innihaldslausar samræður. Eftir spjall við Ásdísi, hvort sem það var í tragikómískum ungmeyja- trúnaði uppi á lofti í Miðstrætinu eða erfiðari samræðum yfir lönd og höf um alvöru fullorðins- vandamál, leið mér alltaf eins og hún hefði opnað mér nýja sýn og ég hefði stækkað dálítið í leið- inni. Af þessu mætti kannski skilja mig þannig að Ásdís hafi verið einhver dýrlingur, en því fór dásamlega fjarri. Hún var ynd- islega ófullkomin og því auðvelt að finna með henni samhljóm og láta sér þykja ofur vænt um hana. Við Ásdís vorum að ein- hverju leyti með áþekkar krumpur á okkar karakter, sem er kannski sá strengur sem tengdi okkur umfram annað. Hún var gjarnan líflínan sem ég þurfti á að halda og það er sárt að hafa ekki getað komið henni til bjargar þegar hún tókst á við sitt síðasta verkefni. Í veikindum sínum sýndi Ásdís okkur hvernig hægt er að vera í sömu andránni endalaust sterk og ósköp veik- burða. Hún dansaði á þeirri línu af reisn og æðruleysi konu sem vissi hver hún var og hvað hún vildi. Auðmýkt og umburðarlyndi Ásdísar gagnvart sjálfri sér og öðrum öfluðu henni margra ást- vina sem syrgja hana sárt, þótt sárasti missirinn sé elsku Kjart- ans, Lilju, Guðna, Hilmis, Berg- dísar og Bertu. Þegar tómleikinn hellist yfir þykir mér gott að treysta því sem Ásdís trúði sjálf, að hún sé ennþá hérna einhvers staðar, horfi yfir öxlina á okkur, hlæi með okkur þegar við tökum okkur of alvarlega og sé tilbúin að hlusta þegar við þurfum á henni að halda. Takk fyrir sam- fylgdina, elsku vinkona. Sjáumst hinum megin. Berglind. Elsku besta vinkona mín hef- ur kvatt okkur. Þegar ég fyrst frétti af veik- indum Ásdísar minnar hugsaði ég, nei, það getur bara ekki ver- ið, hún hlýtur að sigrast á þessu, hversu litlar sem líkurnar eru taldar. Hún var bara þannig gerð, sterk og dugleg. Afneitun mín stóð lengi á hversu alvarleg staðan var. Ásdís kvartaði ekki. Hún tók á móti þessum sjúk- dómi með miklu æðruleysi og ákvað fyrst og fremst að njóta þess tíma sem henni var gefinn. Við kynntumst þegar hún fæddist, ég þá rúmlega eins árs. Við ólumst upp hvor í sinni fjöl- skyldunni en eftir því sem árin líða og verða fleiri þá eru þessar tvær fjölskyldur sem ein. Ófáar hafa þær verið samverustund- irnar. Frá því að við fæddumst fram á fullorðinsár kvöddum við gamla árið og fögnuðum því nýja saman. Það voru veislur í lagi, pabbarnir okkar sáu um að gera þetta hin eftirminnilegustu kvöld með annál, frumsaminn kveð- skap og söng. Gaman er að hverfa aftur í tímann og rifja upp leikina okk- ar. Prinsessuleikurinn okkar þar sem höllin var blokkin sem fjöl- skyldan mín bjó í og hásætin voru póstkassarnir sem hægt var að sitja á. Þar sátum við hlið við hlið og horfðum yfir hall- arsalinn og bjuggum okkur til ævintýraheim. Við þrömmuðum stigana upp og niður og drógum á eftir okkur alltof stóra kjóla af mömmu sem við létum eins og væru skreyttir eðalsteinum eins og sannir hefðarkjólar. Þegar árin liðu breyttust leik- irnir okkar og við tóku löng kvöld og nætur þar sem við mös- uðum út í eitt og létum okkur dreyma. Það var eina slíka nótt fyrir tuttugu árum sem ég hitti manninn sem mér gengur við hlið í dag og þakka ég henni ávallt fyrir samtalið sem við átt- um þessa nótt. Þegar Ásdís flutti til Dan- merkur fækkaði þessum kvöld- um og nóttum. En þegar við hittumst var alltaf eins og við hefðum hist síðast í gær. Við tókum upp þráðinn þar sem frá var horfið. Ég naut þess að hlusta á sögurnar hennar og dáðist að hugrekki hennar og viðhorfi til lífsins. Hún þurfti að takast á við ýmislegt sem mark- aði líf hennar en það fallegasta og besta sem hún skilur eftir sig er yndislegi sonur hennar, hann Kjartan Helgi. Hann var hennar besti vinur og þau áttu einstakt samband móður og sonar. Hann stendur nú á tímamótum sem enginn óskaði eftir en með bak- landið sitt og góða fjölskyldu hefst nú nýtt ævintýri með nýj- um áskorunum. Fallega Ásdís mín með brosið sitt og dillandi hlátur. Hún sleppti takinu á þessu lífi um leið og hún var tilbúin, líkt og hún stjórnaði því sjálf. Ég vil trúa því að hún sé hoppandi og skoppandi í kringum okkur núna eins og hún sagðist myndi gera. Elsku Kjartan Helgi og fjöl- skylda. Nú hefst nýr kafli. Sagt er að ástvinir sæki þá sem kveðja þessa jarðvist. Ég trúi því að pabbi hafi tekið á móti Ás- dísi með útbreiddan faðminn og sínar hlýju hendur ásamt öllum ástvinunum sem nú þegar hafa kvatt. Við hin verðum læra að feta áfram lífsins veg án okkar ástkæru Ásdísar. Hanna Rún. Elsku hjartans vinkona, takk fyrir alla gleðina og hláturinn, takk fyrir hugrekki þitt og æðruleysi og húmorinn sem aldrei brást þér. Við munum ljósið þitt og hlýjuna og skuggana líka, við berum minningu þína áfram og söknum þín sárt. Elsku Kjartan, Lilja, Guðni, Berta, Bergdís og Hilmir, við samhryggjumst ykkur af öllu hjarta. Áslaug Guðrúnardóttir, Gréta María Bergs- dóttir, Guðrún D. Guð- mundsdóttir, Guðrún Vilmundardóttir, Katrín Halldórsdóttir, Margrét Jensdóttir, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Sólveig Arnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.