Morgunblaðið - 08.03.2017, Side 25
verið smeykir og órólegir um
borð nema hann, sem fannst
þetta mjög þægileg tilfinning.
Það má segja að Jói hafi siglt
einhvern veginn svona gegnum
líf sitt.
Svo fórum við á gelgjuna og
leiðir skildi að sinni; ég fór inn í
mitt skammdegisþunglyndi en
Jói fór að drekka eins og sjó-
manna þá var siður, varð ofur-
töffari og barn brátt á leiðinni.
Þrátt fyrir það fékk Jói verðlaun
á landsprófi fyrir frábæran
námsárangur, þótt hann hefði
dottið í það eftir hvert einasta
próf.
Svo náðum við saman aftur
vinirnir nokkrum áratugum
seinna og það var alltaf svaka-
lega gaman að hitta Jóa, hann
sagði afar skemmtilega frá, mest
sögur á eigin kostnað, en ein-
hvern veginn er það svo að þær
sögur gera sig ekki í minning-
argrein. Jói var ekki bundinn af
neinu eða neinum, það var ekk-
ert í heiminum sem bögglaðist
fyrir honum. Þetta eru góðir eig-
inleikar til þess að verða
skemmtilegur vinur en kannski
ekki eins góðir eiginleikar til
þess að verða fyrirmyndar eig-
inmaður og faðir; samt voru syn-
irnir sífellt í huga hans. Það síð-
asta sem Jói sagði við mig, eftir
að honum höfðu hlotnast slysa-
bætur var: „Nú get ég farið og
heimsótt drengina mína í Dan-
mörku.“ En Jói var orðinn of
veikur og vannst ekki tími til
þess.
Þótt Jói sé farinn þá lifa samt
æskuminningarnar. Ég votta að-
standendum innilegustu samúð
mína.
Andrés Magnússon.
Jói, góði og fallegi vinur.
Brottför þín var svo óvænt en
um leið svo viðbúin.
Mér er orða vant og ég leyfi
mér að fá þessi orð lánuð:
Síst vil ég tala um svefn við þig.
Þreyttum anda er þægt að blunda
og þannig bíða sælli funda
það kemur ekki mál við mig.
Flýt þér, vinur, í fegri heim.
Krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
(Jónas Hallgrímsson.)
Farðu vel, kæri.
Aðalsteinn Jónsson.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45,
Útskurður 2 kl. 13, postulínsmálun 2 kl 13, söngstund við píanóið kl.
13.45, Bókaspjall Hrafns Jökulssonar kl. 15.
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Handavinna m/leiðb. kl. 8.30-
16.30. Stóladans m/Þóreyju kl. 9.30-10.10. Heilsugæslan kl. 13-14.
Opið hús/m.a. spiluð vist og bridge kl. 13-16. Ljósbrotið –
prjónaklúbbur m/Guðnýju Ingigerði kl. 13-16.
Áskirkja Aðalfundur Safnaðarfélags Áskirkju verður í Dal, neðra
safnaðarheimili kirkjunnar þann 20. mars kl. 19.30. Allir velkomnir og
tökum með okkur gesti. Stjórnin
Boðinn Vatnsleikfimi kl. 9, handavinnustofa opin frá 9 - 15. Leshópur
kl. 15 í Bjartasal.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa 9-16. Morgunkaffi 10-10.30.
Leikfimi með leikfimikennara 10.30-11.20. Prjónaklúbbur 13-16.
Glerlist 13-16. Spiladagur, frjáls spilamennska 12.45-16. Opið kaffihús
14.30-15.30.
Breiðholtskirkja Starf eldri borgara kl. 13.15. Handavinna, spjall og
spil. Allir hjartanlega velkomnir.
Bústaðakirkja Í dag fáum við heimsókn frá eldriborgurum í
Akraneskirkju, falleg stund í kirkjunni hjá okkur og kaffihlaðborð í
safnaðarsal á eftir. Við fáum góða gesti til þess að skemmta okkur yfir
kaffinu. Hlökkum til að sjá ykkur.
Dalbraut18-20 Handavinnusamvera kl.9, verslunarferð í Bónus
kl.14.40.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Herraklúbbur kl.10.15. Postulíns-
málun kl.13. Kaffiveitingar kl.14.30-15.30. Nánari upplýsingar í síma
411-2550. Verið öll velkomin.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi/Lindargata 59 Bókband kl. 9-17.
Handavinna m/leiðsögn kl. 9-12. Ferð í Bónus: rúta v/Skúlagötu
kl.12.20 Upplestur, framh.saga kl. 12.30-13. Myndlistarnarnámskeið
kl. 13.30-16.30. Dansleikur m/Vitatorgsbandi kl.14-15.
Garðabæ Opið og heitt á könnuni í Jónshúsi frá 9.30-16. Vatnsleik-
fimi hefst á ný eftir frí. Kvennaleikfimi í Sjálandsskóla kl. 9,
stólaleikfimi í Sjálandsskóla kl 10 og kvennaleikfimi í Ásgarði kl 11.
Leir/glernámskeið í Kirkjuhvoli kl 13. Zumba fyrir félagsmenn FEBG í
Kirkjuhvoli kl 16.30
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Útskurður
m/leiðbeinanda kl. 9-12. Söngstund m/Kára kl. 10.30-11.30.
Útskurður/Pappamódel m/leiðb. kl. 13-16. Félagsvist kl. 13-16.
Gjábakki Kl. 9, handavinna, kl. 9.30 Boccia, kl. 9.30 glerlist, kl. 13
félagsvist, kl. 13 Gler- og postulínsmálun. Skemmtikvöld í félags-
miðstöðinni Gjábakka í kvöld 8. mars. Húsið opnar kl. 19.30 og Sigga
Kling heldur uppi stuðinu kl. 20, áætlað að skemmitkvöldi ljúki 22.
Kaffi og meðlæti í boði.
Grensáskirkja Samvera eldri borgara kl. 14. Verið velkomin.
Guðríðarkirkja Félagsstarf fullorðina 8. mars kl. 13.10. Helgistund í
kirkjunni. Eldri borgarar úr Árbæjarkirkju heiðra okkur með nærveru
sinni. ÁstvaldurTraustason þenur harmonikkuna og við brestum í
söng. Sr. Karl fer með gamanmál og svo verður sýndur línudans.
Kaffi og meðlæti að hætti Lovísu.
Gullsmári Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, postulínsmálun kl. 13, kvenna-
bridge kl. 13, línudans kl. 16.30, línudans byrjendur kl. 17.30,
hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum. Allir velkomnir!
Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 -16, morgunkaffi
og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi. Zumbadans og
líkamsrækt með Carynu kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45. Samverustund
kl. 10.30, lestur og spjall, matur kl. 11.30. Línudans kl. 13.30, kaffi kl.
14.30. Félagsmiðstöðin er öllum opin óháð aldri og búsetu og allir eru
velkomnir.
Hæðargarður 31 Qigong kl. 6.30. Við hringborðið kl. 8.50, upples-
trarhópur Soffíu kl. 9.30. Stafaganga-ganga með Björgu kl. 10,
línudans með Ingu kl. 10.15, framhaldssagan kl. 11. Prjónahópur kl. 13,
hláturjóga kl. 13.30, tálgun í ferskan við með Valdóri kl. 14.30,
síðdegiskaffi kl. 14.30. Bókmenntahópur kl. 19.30. Allir velkomnir í
Hæðargarð óháð aldri og búsetu. Nánar í síma 411-2790.
Korpúlfar Glerlistanámskeið kl. 9 í Borgum, gönguhópar ganga frá
Borgum kl. 10 og kl. 10 frá Grafarvogskirkju og kl. 10 inni í Egilshöll.
Keila kl. 10 hjá Korpúlfum í Egilshöll. Korpúlfabingó kl. 13 í Borgum.
Qigong kl. 16.30 í Borgum. Skráðir í leikhsúferð í Þjóðleikhúsið að sjá
HÚSIÐ hittast kl. 18.30 við Borgir og fara saman á einkabílum kl. 18.45
frá Borgum, sýningin hefst kl. 19.30.
Neskirkja Krossgötur kl. 13.30. Borg og byggð, skipulag, verkefni og
áskoranir. Hilmar Þór Björnsson, arkitekt, er afkastamikill í sínu fagi
og hefur sterkar skoðanir á því hvernig á að skipuleggja byggð í
þéttbýli. Hann er annar höfundurinn að Grandahverfinu hér í Vest-
urbænum.
Seltjarnarnes Leir, Skólabr. kl. 9. Botsía, Gróttusal kl.10. Kaffispjall í
króknum kl.10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Handavinna, Skóla-
braut kl. 13.Timburmenn, Valhúsaskóla kl.13. Vatnsl. í sundlauginni kl.
18.30. "Óvissuferð" Harpa og Ský í dag. Lagt af stað frá Skólabraut kl.
13.30. Ath. síðasti skráningard. á morgun fimmtudag vegna
leikhúsferðar á Ellý í Borgarleikhúsinu nk. fimmtudag. S. 893 9800.
Sléttuvegi 11-13 Kaffi, spjall og blöðin kl. 10 / Framhaldssaga kl.
10.10 / Handavinna kl 13 / Kaffi og meðlæti 14.30-15.30
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði,
Stangarhyl 4, kl. 10 - Söngvaka kl. 14 stjórnendur: Sigurður Jónsson
píanóleikari og Karl S Karlsson. Allir velkomnir. Söngfélag FEB
kóræfing kl. 16.30 stjórnandi Gylfi Gunnarsson.
Félagslíf
Samkoma kl. 20 í Kristni-
boðssalnum. Ragnar Gunnars-
son segir frá ferð til Keníu.
Ræðumaður Ragnar Gunnars-
son. Allir velkomnir.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
HELGAFELL 6017030819 VI
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Aðalfundur Lóðafélagsins að
Móhellu 4, Hafnarfirði
verður haldinn kl. 16.30 í
veitingastaðnum Kænunni við
Óseyrarbraut 2, Hafnarfirði,
fimmtudaginn 16. mars 2017
Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra og fundar-
ritara
2. Skýrslur stjórnar
3. Endurskoðaðir reikningar lagðir
fram til samþykktar
4. Stjórnarkosning
5. Kosning skoðunarmanna
6. Lögð fram fjárhagsáætlun til
næsta árs
7. Tillögur stjórnar um
mánaðargjöld
8. Önnur mál
9. Reikningar liggja frammi í
veitingastaðnum Kænunni við
Óseyrarbraut 2, Hafnarfirði,
á milli kl. 16.30 til 18.30,
þriðjudaginn 14 mars 2017
www.mohella.is
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
VIÐHALD
FASTEIGNA
Lítil sem stór verk
Tímavinna eða tilboð
℡
544 4444
777 3600
jaidnadarmenn.is
johann@2b.is
JÁ
Allir iðnaðarmenn
á einum stað
píparar, múrarar, smiðir,
málarar, rafvirkjar
þakmenn og flísarar.
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Viðhalds-
menn
Tilboð/tímavinna
s. 897 3006
vidhaldsmenn.is
vidhaldsmenn@gmail.com
Hreinsa
þakrennur
og tek að mér ýmis
konar húsaviðhald.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Atvinnublað alla laugardaga
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ?
Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is
fasteignir
Snæju enda lífsglöð og fé-
lagslynd með eindæmum og
hrókur alls fagnaðar með
skemmtilegar sögur og frásagn-
ir af mönnum og málefnum.
Snæja var gæfukona jafnt í tón-
listinni sem einkalífinu en Kaj,
eiginmaður hennar og börnin
þrjú studdu hana ætíð, bæði í
leik og starfi.
Snæja er sannur örlagavaldur
í mínu lífi, heilladísin sem veifar
sprotanum og dásamlegir hlutir
gerast. Lítil ástarsaga á fögru
sumarkvöldi á Sauðárkróki árið
1990 er fallegur vitnisburður um
töfra hennar þegar hún kynnti
mig fyrir systursyni sínum,
Andra Kárasyni, núverandi eig-
inmanni mínum.
Ég kann Snæju ómældar
þakkir fyrir að sýna mér inn í
töfraheim sönglistarinnar og
styðja mig ætíð með ráðum og
dáð. Arfleifð Snæju endurspegl-
ast sterkt í öllu því sem ég hef
tekið mér fyrir hendur. Mín
gæfa hefur verið að sinna söng-
kennslu, kórstjórn og söng, líkt
og minni gamli góði kennari og
söngmóðir.
Við fjölskyldan kveðjum elsku
Snæju með söknuði í hjarta en
minningar ylja. Við vottum
elsku Lollu, Dittu og Snæbirni,
barnabörnum og barnabarni
okkar innilegustu samúð. Guð
styrki ykkur í sorginni. Minn-
ingin lifir.
Sem dropi tindrandi
tæki sig út úr regni
hætti við að falla
héldist í loftinu kyrr
þannig fer unaðssönnum
augnablikum hins liðna.
Þau taka sig út úr
tímanum og ljóma
kyrrstæð, meðan hrynur
gegnum hjartað stund eftir stund.
(Hannes Pétursson)
Ingibjörg Guðjónsdóttir.
Snæja, „söngmamma mín“
eins og ég kallaði hana, er horfin
yfir móðuna miklu. Eftir situr
söknuður og harmur en jafn-
framt þakklæti fyrir að hafa
fengið að vera undir verndar-
væng hennar frá því við kynnt-
umst í stiganum í Söngskólanum
í Reykjavik.
Rúmlega tvítug var ég í þann
mund að syngja inn á plötu með
Kristni Sigmundssyni lög eftir
Jóhann Helgason og var ég laf-
hrædd við að syngja, óreynd
söngkona, með stórum lista-
mönnum. Ég tjáði Snæju raunir
mínar og kvöldið eftir var hún
komin með mér á upptökustað
og sleppti ekki hendinni af mér
eftir það. Platan varð metsölup-
lata, gull og platínu, en án
Snæju hefði ég aldrei getað
sungið þessi brothættu ljóð. Ég
útskrifaðist síðar undir leiðsögn
hennar frá Tónlistarskólanum i
Garðabæ eftir ógleymanlegar
stundir við söng og nám, sem
náði langt út fyrir skólatíma, því
Snæja var kennari af lífi og sál
og lét ekki klukkuna ráða. Á
þessum tíma kynntist ég einnig
yndislegu fjölskyldunni hennar,
sem studdi hana einatt. Hún var
rík af ást og kærleika, gleði og
endalausri ástríðu fyrir öllu sem
hún tók sér fyrir hendur. Ég var
sannarlega heppin að kynnast
þvílíkri fyrirmynd.
Sönggyðjan hafði gefið Snæ-
björgu einstaka rödd og hefði
hún getað orðið skær stjarna á
erlendri grund ef hún hefði kært
sig um enda voru henni boðin
hlutverk eins og Aida á Scala,
sem hún afþakkaði. Íslensku
fjöllin, Skagafjörðurinn og fjöl-
skyldan toguðu sterkar í hina
ungu efnilegu óperusöngkonu.
Snæbjörg kom heim og hóf þeg-
ar að yrkja þann garð sem nú
skartar óteljandi rósum.
Eftir lokapróf hvatti Snæja
mig til að fara utan í frekara
nám og hélt ég til Ítalíu. Í fríum
kom ég heim og lét Snæju tékka
á mér og er hún heyrði að mér
hafði ekki farið fram eins og hún
vildi ráðlagði hún mér að skipta
um kennara en er hún heyrði
framfarir hvatti hún mig til dáða
og þannig studdi hún ávallt við
sinn gamla nemanda.
Iðulega er ég kom heim að
syngja bað ég Snæju um að
fylgjast með undirbúningi og
var ómetanlegt að geta leitað í
hafsjó hennar af fróðleik jafnt á
íslenskum sönglögum svo og er-
lendum enda reynsla hennar
óendanleg sem kennara auk
þess að vera ein glæsilegasta óp-
erusöngkona síns tíma. Margar
sögur hef ég fengið af tónleik-
um, er hún söng á Íslandi, og
hvarvetna heillaðist fólk upp úr
skónum og sérstaklega með arí-
unni Vissi d’arte úr óperunni
Toscu e. G. Puccini. Er ég fékk
fregnir af láti hennar var ég ein-
mitt við æfingar á Toscu og á
frumsýningu helgaði ég Snæju
hlutverkið og ég fann að allt
sem hún hafði gefið mér flæddi
fram af vörum mínum og ég hef
aldrei sungið hlutverkið eins vel
á ævinni. Þannig lifir hún áfram
í söng og list á meðal allra okkar
sem fengum að njóta leiðsagnar
hennar, og við munum öll halda
verki hennar á lofti og miðla
áfram af þeirri ástríðu, sem hún
gæddi okkur.
Megi Guð styrkja ættingja
hennar, blessa verkin hennar og
leiða hana á veg hins eilífa
söngs.
Halla Margrét Árnadóttir.