Morgunblaðið - 23.05.2017, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017
flísar fyrir vandláta
PORCELANOSA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri
borgarstjórnar, hvetur til þess að
Reykjavíkurborg nýti heimildir m.a.
um rafræna atkvæðagreiðslu í sam-
ræmi við ákvæði laganna og blandi
íbúakosningum ekki saman við
framkvæmd borgarstjórnarkosn-
inga. Helga telur að sparnaður við
að halda tvennar kosningar á sama
tíma sé óverulegur miðað við þá
áhættu sem tekin er við að flækja
framkvæmd borgarstjórnar-
kosninganna sjálfra.
Það var stjórnkerfis- og lýðræðis-
ráð borgarinnar sem óskaði um-
sagnar Helgu um tillögu ráðsfull-
trúa Framsóknar og flugvallarvina
um að fram færi íbúakosning í
Reykjavík samhliða borgarstjórnar-
kosningum árið 2018. „Tillagan er
svohljóðandi:
„Stjórnkerfis- og
lýðræðisráð
Reykjavíkur-
borgar sam-
þykkir að leggja
til við Borgar-
stjórn Reykjavík-
ur að fram fari
íbúakosning í
Reykjavík sam-
hliða borgar-
stjórnarkosningum 2018. Stjórn-
kerfis- og lýðræðisráði verði falin
undirbúningur og að leggja fram til-
lögur að spurningum sem lagðar
yrðu fyrir borgarbúa í kosning-
unum.“
Á fundinum var samþykkt að vísa
tillögunni til umsagnar skrifstofu
borgarstjórnar og er óskað eftir því
að í umsögninni komi fram sundur-
liðun á kostnaðarmati vegna stakra
íbúakosninga annars vegar og kosn-
inga samhliða sveitarstjórnar-
kosningum hins vegar.
Fram kemur í svari Helgu að
raunkostnaður vegna kosninga í
Reykjavík, hvort sem um er að
ræða eitt eða tvö kjördæmi, hafi
verið á á bilinu 75 til 80 milljónir
króna. Þar sé launakostnaður lang-
stærsti liðurinn, um 45 mkr., en þar
er ótalinn kostnaður við þóknanir
yfirkjörstjórna. Gera megi ráð fyrir
að kostnaður við að halda íbúakosn-
ingar samhliða geti orðið allt að 40
milljónir króna til viðbótar, að
mestu launakostnaður. Helga segir
að nauðsynlegt sé að hafa tvöfalda
kjörskrá og tvo kjörkassa inni í
hvorri kjördeild. Talning þyrfti að
fara fram á tveimur stöðum ef telja
ætti á sama tíma. Það yrði töluverð-
um erfiðleikum háð að manna slíka
framkvæmd með reyndu fólki.
Mælir gegn íbúakosningu
Slík kosning samhliða borgarstjórnarkosningum rándýr
Helga Björk
Laxdal
Sigtyggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á
fundi í síðustu viku að leggjast gegn
aukinni móttöku á spilliefnum á lóð-
inni Klettagarðar 9 í Sundahöfn.
Fyrirtækið Efnaráð ehf, sem áður
hét Sindraportið hf. og þar áður
Hringrás hf. hafði sent til Umhverf-
isstofnunar starfsleyfisumsókn um
að taka á móti 2.000 tonnum af spilli-
efnum og sóttmenguðum úrgangi og
4.000 tonnum af raf- og
rafeindatækjaúrgangi til endur-
vinnslu. Umhverfisstofnun sendi fyr-
irspurn til skipulagsstjóra Reykja-
víkur sem framsendi erindið stjórn
Faxaflóahafna til umsagnar.
Fyrir stjórnarfundinn var lagt
fram minnisblað Gísla Gíslasonar,
hafnarstjóra Faxaflóahafna, og Hild-
ar Gunnlaugsdóttur, skipulagsfull-
trúa. Niðurstaða þeirra var svohljóð-
andi:
„Hafnarstjórn hefur þegar álykt-
að um að starfsemi Sindraportsins
hf./Hringrásar ehf. skuli flytja af lóð-
inni Klettagarðar 9 og hefur lóðar-
leiguhafi tekið jákvætt í flutning
starfseminnar gegn ákveðnum fyr-
irvörum um nýtt athafnasvæði fyrir
starfsemina. Á síðustu árum hafa
komið upp atvik á lóðinni og liggur
m.a. fyrir ítarleg skýrsla Slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins um bruna
sem þar hafa orðið. Þessi atvik mæla
eindregið gegn því að starfsemin þar
verði aukin. Það á einnig við um mót-
töku á spilliefnum. Fyrirtækið Efna-
rásin ehf. mun vera dótturfélag
Hringrásar ehf., en hvorugur aðilinn
er beinn handhafi lóðarleiguréttinda
heldur munu þeir hafa lóðina og
mannvirki á henni að leigu frá
Sindraportinu hf.“
Lögmaður Sindraportsins sendi
Faxaflóahöfnum bréf í desember síð-
astliðnum þar sem fyrirtækið lýsti
sig tilbúið til að taka upp viðræður
um flutning Sindraportsins.
Fram kemur í minnisblaði Gísla
og Hildar að náist ekki samkomulag
um flutning starfseminnar af lóðinni
Klettagarðar 9, þá falli gildandi lóða-
leigusamningur úr gildi árið 2023,
eða eftir 6 ár.
„Með hliðsjón af framangreindu
er lagst gegn því að fyrirtækinu
verði veitt aukið starfsleyfi og heim-
ilað að auka þannig við starfsemi á
lóðinni,“ segir í minnisblaðinu.
Hafna aukinni starfsemi
Efnaráð ehf. sótti um leyfi til að taka á móti alls 6.000 tonnum af spilliefnum og
raftækjaúrgangi í Klettagörðum Stjórn Faxaflóahafna vill þessa starfsemi burt
Morgunblaðið/Ómar
Úrgangur Efninu er safnað saman í Klettagörðum áður en það er sent úr landi. Þarna hafa komið upp eldsvoðar.
„Okkur finnst vanta jákvæðar frétt-
ir frá Vestmannaeyjum. Ég tel að
það sé gott fyrir vini okkar í 101 að
vita að við erum oft að gera ágætis
hluti,“ segir Ómar Garðarsson, rit-
stjóri blaðsins Frétta í Vestmanna-
eyjum. Starfsmenn útgáfunnar
Eyjafrétta eru í dag að ganga frá 64
síðna blaði sem fer í aldreifingu á
höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag
og er einnig dreift með Morgun-
blaðinu út um landið auk þess sem
Eyjafréttir dreifa því sérstaklega í
heimabyggðinni og um Suðurland.
Ómar segir að ritstjórnin hafi um
tíma haft áhuga á að gefa út blað
með jákvæðum fréttum af mannlífi
og atvinnulífi í Vestmannaeyjum og
dreifa sem víðast. Segist hann strax
hafa fundið fyrir miklum velvilja og
fyrirtækin hafi gert ritstjórninni
kleift að ráðast í
þetta með aug-
lýsingum og
beinum styrkj-
um.
„Við erum að
kynna samfélag-
ið okkar og segja
frá því sem hér
er að gerast.
Fáum meðal
annars ungt fólk
til að segja frá því hvers vegna það
býr í Eyjum og utanaðkomandi til
að segja frá kynnum sínum af
staðnum. Við segjum frá atvinnulíf-
inu og vekjum athygli á Vest-
mannaeyjum sem áfangastað ferða-
fólks. Ég von að það komist til skila
hvað við erum flott hérna,“ segir
Ómar. helgi@mbl.is
Blaðinu Fréttum
dreift á fastalandinu
Finnst vanta jákvæðar fréttir úr Eyjum
Ómar
Garðarsson
„Við fylgjumst
með gangi mála,
en ég á ekki von
á niðurstöðum úr
sýnatöku nærri
því strax,“ segir
Sigrún Ágústs-
dóttir, sviðsstjóri
á Umhverfis-
stofnun, spurð
um gangsetningu
Kísilmálmverk-
smiðju United Silicon í Helguvík.
Kristleifur Andrésson, fram-
kvæmdastjóri öryggis- og umhverf-
ismála hjá fyrirtækinu, segir að
gangsetning á ofni verksmiðjunnar
fari hægt en vel af stað.
„Það getur tekið nokkra daga og
upp í tvær til þrjár vikur að ná ofn-
inum í full afköst. Þangað til kross-
um við fingur og fylgjum áætlun
ráðgjafafyrirtækisins Multiconsult
en starfsmaður þeirra er hér og
fylgist með gangi mála,“ segir
Kristleifur og bendir á að ekki finn-
ist nein lykt í verksmiðjunni sjálfri.
Ofn verksmiðjunnar
fer hægt af stað
United Silicon í
Helguvík.
Opið hús verður á Hraunkoti í Aðal-
dal í S-Þingeyjarsýslu á fimmtudag,
uppstigningardag, frá kl. 13 til 16.
Hjónin Kolbeinn Kjartansson og
Tora Katinka Bergeng hyggjast
safna fé til styrktar barnaheimili í
Kenía, en þar alast upp stúlkur sem
misst hafa foreldra úr alnæmi.
Hingað til hafa þær þurft að flytja á
heimavist þegar þær fara í mennta-
skóla en nú stendur til að byggja
menntaskóla hjá barnaheimilinu og
bjóða börnum í þorpinu líka upp á
frekari skólagöngu. Hjónin heim-
sóttu barnaheimilið í febrúar, hrif-
umst af starfinu og vilja leggja sitt
af mörkum. Á Hraunkoti er fjöl-
breytt dýralíf, kýr, naut og kálfar,
kindur og nýfædd lömb, hænur,
hundur og hestar og nýlega fædd-
ust sex kanínuungar. Þá verða hest-
arnir til taks og teymt undir þeim
sem vilja fara á bak. Aðgangseyrir
er 1.000 krónur á mann og innifalið,
fyrir utan það að fá að heilsa upp á
dýrin, er kaffi, vöfflur og djús.
Ferð til fjár
fyrir börnin
Vor Nýfædd lömb í Hraunkoti.