Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Lögfræðingafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 31. maí 2017 í húsnæði LMFÍ, Álftamýri 9, kl. 17.00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Fyrir fundinum liggur fyrir tillaga um heildar- endurskoðun á lögum félagsins, sjá nánar á heimasíðu: www.logfraedingafelag.is Stjórn LÍ. Lögfræðingafélag Íslands Álftamýri 9, 108 Reykjavík. www.logfraedingafelag.is Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Fellsbraut 4, Svfél. Skagaströnd, fnr. 213-8848, þingl. eig. Sigurbjörg Írena Rúnarsdóttir, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 29. maí nk. kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra 22. maí 2017 Tilkynningar Samþykkt breyting deiliskipulags Ægis- brautar - Vallholts 5 Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti 11. apríl 2017 breytingu á deiliskipulagi Ægisbrautar vegna Vallholts 5.Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulags- laga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn sveitarstjórnar. Deiliskipulagið er samþykkt með þeirri breytingu að bíla- stæðum var fjölgað úr 12 í 16. Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðar- nefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagins í B-deild Stjórnartíðinda. Sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gönguhópur 1 kl. 10.15, vatns- leikfimi í Vesturbæjarlaug kl. 10.50, tálgað í tré kl. 13, postulínsmálun kl. 13, jóga kl. 18. Boðinn Brids og kanasta kl. 13. Borgir Sundleikfim kl. 7.30 með Brynjólfi í Grafarvogssundlaug og sundleikfimi aftur kl. 13.30 í dag. Botsía kl. 9 í Borgum, helgistund kl. 10.30 í Borgum, leikfimi í Egilshöll kl. 10.30 og heimanámskennsla kl. 16.30 í dag í Borgum. Ljósmyndaklúbbur Korpúlfa kl. 16 í Borgum. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Lesið og spjallað kl. 10.30. Botsía kl. 10.40-11.20. Hjúkrunar- fræðingur með viðveru frá kl. 11-11.30. Bónusrútan kemur kl. 12.30. Leshópur hittist kl. 13-14.30. Gönguhópur kl. 13.30, tekinn léttur hringur um hverfið. Opið kaffihús kl. 14.30-15.30. Bústaðakirkja Engin samvera er á miðvikudaginn en tekið er á móti munum þann dag milli kl 15-16, fyrir handavinnusýninguna sem er á uppstigningadag. Minnum á messuna kl. 14 á uppstigningardegi, séra Kristín Pálsdóttir og Hólmfríður djákni þjóna fyrir altari. Glæður syngja undir stjórn Ástu Haraldsdóttur. Kaffihlaðborð í boði kirkjunn- ar á eftir í safnaðarsal, allir hjartanlega velkomnir. Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera kl. 9, félagsvist kl. 14. Fella-og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Krisínar djákna og Arnhildar organista. Síðasta samvera eldri borgarastarfsins. Við gerum okkur glaðan dag og grillum pylsur og Þorvaldur kemur með nikkunna. Verið velkomin Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Landið skoðað með nútímatækni kl. 13.50. Kaffiveitingar kl. 14.30-15.30. Nánari upplýsingar í síma 411 2550. Verið öll velkomin. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bútasaumur kl. 9-12, glerbræðsla kl. 9- 13, handavinna kl. 13-15, félagsvist kl. 13.30-16.30. Allir velkomnir í félagsvistina, verð 200 krónur og verðlaun fyrir efstu sæti. Verið vel- komin á Vitatorg, Lindargötu 59, sími 411 9450. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma 617 1503. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.45. Stóla- jóga í Jónshúsi kl. 11. Qi-gong í Sjálandsskóla kl. 9.10. Karlaleikfimi í Sjálandsskóla kl. 13. Botsía í Sjálandsskóla kl. 13.45. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl 14.45. Félagsvist kl. 20. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramikmálun kl. 9-12. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16. Leikfimi gönguhóps- ins kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.45 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og jafnvægisæfingar. Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Gullsmári Myndlist kl. 9, botsía kl. 9.30, ganga kl. 10, kanasta kl. 13. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9– 14. Morgunleikfimi kl. 9.45. Jóga kl. 10.10– 11.10. Hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, jóga kl. 9, 10 og 11. morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30. Opin vinnustofa frá kl. 13, tálgun. Helgistund kl. 14, séra Ólafur Jóhannsson, kaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, thai chi kl. 9, leikfimi kl. 10, Spilastund með nemendum úr Réttarholtsskóla kl. 11 og göngutúr kl. 13 með þeim. Bónusbíll kl. 12.40, brids kl. 13, Kríur myndlistarhópur kl. 13, bókabíll kl. 14.30, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir í Hæðargarð, nánar í síma 411 2790. Selið Sléttuvegi Selið er opið kl. 10 til 16 í dag. Upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi og gott að kíkja í spjall og lesa blöðin. Hádegismatur er kl. 11.30-12.30 og kaffi og meðlæti kl. 14.30-15.30. Nánari upplýs- ingar hjá Maríu í síma 568 2586. Allir hjartanlega velkomnir í Selið óháð aldri og búsetu. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi kl. 7.15. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Pútt á Eiðistorgi kl. 10.30. Karlakaffi í safnaðarheimilinu kirkjunnar kl. 14. Handverkssýning eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi opnar í Salnum á Skólabraut nk. fimmtudag 25. maí kl. 15. Sýningin verður svo opin föstudag og laugardag kl. 14-18. Sölubásar og vöfflukaffi. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Skák kl. 13, allir velkomnir. Fjörður, Flateyjardalur og Siglufjörður 13.–16. ágúst. Ekið frá Reykjavík til Akureyrar. Á öðrum degi er ekið norður Flateyjardalsheiði allt út á Flateyjardal. Á þriðja degi er haldið út í Fjörður (Hvalvatnsfjörð) um Leirdalsheiði (á velútbúnum fjallabílum). Á fjórða degi er ekið aftur ti- Reykjavíkur en um Eyjafjörð, Ólafsfjörð og Siglufjörð. Upplýsingar í síma 588 2111 Vesturgata 7 Fótaaðgerð kl. 9. Glerskurður (Tifffanýs) kl. 13-16, Vigdís Hansen. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Vélar & tæki Vinnulyftur ehf Eigum á lager nýjar skæralyftur frá Skyjack og bómulyftur frá Niftylift. eyvindur@simnet.is, sími 774 2501 www.skyjack.is. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald VIÐHALD FASTEIGNA Lítil sem stór verk Tímavinna eða tilboð ℡ 544 4444 777 3600 jaidnadarmenn.is johann@2b.is  JÁ Allir iðnaðarmenn á einum stað píparar, múrarar, smiðir, málarar, rafvirkjar þakmenn og flísarar. ✝ Guðný Krist-jánsdóttir fæddist 22. júlí 1932 í Glaumbæ í Reykjadal. Guðný lést á Hjúkrunar- heimilinu Hlíð 15. maí 2017. Hún var dóttir hjónanna Kristjáns Jónssonar frá Úlfsbæ, f. 22.7. 1900, d. 1.6. 1976, og Evu Tómasdóttur frá Brett- ingsstöðum, f. 11.5. 1907, d. 27.5. 1982. Guðný átti tvö systkini, þau Erlu Kristjánsdóttur, f. 8.4. 1929, d. 7.4. 2016, og Erlend Kristjánsson, f. 22.9. 1934, d. 26.4. 2007. Guðný ólst upp í Glaumbæ hjá foreldrum sínum en árið 1950 hóf hún sambúð með eft- irlifandi maka sínum, Brynjari Axelssyni. Foreldrar Brynjars voru Sveina Jóhanna Randíður Jakobsdóttir, frá Akureyri, f. 15.11. 1911, d. 7.11. 1967, og Aksel Oshaug frá Melbu, Nor- egi, f. 9.8. 1900, d. 27.2. 1966. Guðný og Brynjar bjuggu fé- lagsbúi með foreldrum hennar en síðar tóku þau alfarið yfir bú- skapinn og bjuggu hefð- bundnum búskap í Glaumbæ þar til árið 1979 að þau brugðu búi og og fluttu til Akureyr- ar. Þann 19. nóv- ember 1955 giftust Guðný og Brynjar. Þeirra börn eru fjögur. 1) Kristín, f. 29.1. 1951, hennar börn eru Sveina Björk, Guðný og Sunna Hlín. 2) Jón Kristján, f. 21.8. 1952, hans börn eru Margrét, Hulda Guðný, Brynja Herborg og Andri Freyr. 3) Lilja, f. 7.3. 1961, maki Helgi Erlendsson, hennar börn eru Ja- nus Þór, Ingibjörg, Birgir, Halla og Alexander. 4) Valþór, f. 24.4. 1963, maki Valdís Lilja Stef- ánsdóttir, börn Eva Kristín, Brynjar, Þórgnýr og Stefán. Guðný vann ýmis störf með- fram búskap, en lengst af vann hún við mötuneyti Laugaskóla. Á Akureyri fékkst hún við ýmis störf, fyrstu árin á mokka- deild Sambandsins, síðar á Sjúkrahúsinu á Akureyri en seinustu starfsárin vann hún í Glerárskóla. Útför Guðnýjar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 23. maí 2017, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jæja mamma mín, nú ertu far- in, laus við verkina og farin í Sumarlandið. Auðvitað verður maður að sætta sig við það, þó sárt sé, en þegjandi verður því ekki tekið, það væri nú annað- hvort, strákur sem átti mömmu eins og þig þegir ekki þegar í boði er að tala svolítið um þig, við þig. Nú get ég sagt það sem þú átt skilið án þess að þú hreyfir mótmælum eða drepir málum á dreif þegar einhver ætlaði að þakka þér eða koma þér í þá stöðu að þurfa að þiggja, því ef einhver lifði eftir þeirri einföldu speki að sælla er að gefa en þiggja þá varst það þú og fyrir það vil ég þakka þér af alhug, það held ég nú. Allir ættu að eiga mömmu, flestir eiga hana, því miður ekki allir, ég var þó einn af þeim heppnu, ég fékk eina alveg ein- staka og þar að auki fékk ég að hafa þig lengur en flestir og fyrir það er ég þakklátur. Ég, Valdís og okkar börn fengum svo ríku- lega að njóta þinnar skilyrðis- lausu ástar og manngæsku, ekki sóttist þú eftir veraldlegum gæð- um eða metorðum heldur deildir þú öllu, gafst allt sem þú áttir og alltaf var til nóg og þegar hóp- urinn stækkaði þá stækkaði hjartað með, alltaf tími og pláss. Fórnfýsi, gleði, hlátur, jákvæðni, umhyggja – já umhyggja, fyrir öllum sem þú kynntist á lífsleið- inni. Gamla sveitunga eða aðra sem komu lengra að og þurftu að dvelja á Sjúkrahúsinu þurftir þú að heimsækja, athuga hvort eitt- hvað væri sem hægt væri að að- stoða með, nú ekki var þá verra að fá fréttir af fólkinu í leiðinni. Þú ræktaðir vini og fjölskyldu og varst til eftirbreytni í þeim efn- um, það held ég nú. Endalokin eru ekki í okkar höndum og mig grunar að þú hafir ætlað að hafa þau öðruvísi, þér fannst þú þurfa að sjá um pabba lengur, en örlögin höguðu því öðruvísi og nú syrgir pabbi þig en við reynum eftir bestu getu að styðja hann og hlúa að honum, hann er samt svo sterk- ur, þrátt fyrir sinn sjúkdóm, og nú þarf hann ekki að hafa áhyggjur af þér, þrátt fyrir að þér fyndist það nú hreinasti óþarfi, þá hafði hann það nú samt. Fyrir tæpum 70 árum lædduð þið lófum ykkar saman og enn hélt hann þegar þú fórst, það var sorglegt en um leið svo fallegt. Góða ferð mamma. Þinn sonur Valþór. Einu sinni slóst ég við ömmu mína með pappakassa þangað til kassarnir liðuðust í sundur. Einu sinni fékk afi ekkert kjötfars af því að við amma ákváðum á sama tíma að klína því hráu í andlitið hvor á annarri. Einu sinni pissaði ég smá á mig eftir að ég varð hálf fullorðin því amma kitlaði mig svo hrikalega í miðjum átökum. Þetta hljómar svolítið eins og við amma höfum ekki verið sáttar. Þvert á móti amma var ein af bestu vinkonum mínum. Hin ljúfa bernskuminning er góðviðri í Reykjadal, ys og þys í Glaumbæ og hlýr faðmur ömmu og afa eftir langan dag úti. Síðar fluttu þau til Akureyrar og eins erfitt og mér þótti að kveðja Glaumbæ þýddi þetta fleiri sam- verustundir. Samverustundir sem ég fæ aldrei þakkað. Amma var alltaf til staðar, þegar for- eldrar mínir þurftu pössun, á 17. júní þegar þurfti að hvíla sig milli dagskrárliða, á öskudaginn þeg- ar hægt var að gista hjá ömmu og afa og hitta síðan öskudags- liðið fyrir utan Mokkadeildina. Síðast en ekki síst veturinn sem ég bjó hjá þeim afa í Skarðshlíð 40. Ó, þvílíkur vetur. Hlátur og meiri hlátur. Gestagangur, og aumingja afa var þvælt þegar okkur ömmu langaði í eitthvað gott. Kvöldin með Geir og Gunnu þegar ég var spæld í að baka am- erískar og síðan var setið og spjallað og hlegið. Oft hætti ég við plön með vinkonunum til að eyða frekar tíma með þeim gömlu. Amma var einstakur kar- akter, hláturmild, ákveðin og vin- ur vina sinna. Síðast en ekki síst var hún Amma með stóru A-i. Elsku amma, passaði mig, hún passaði börnin mín og studdi mig alla tíð. Að leiðarlokum er þakk- læti mér efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa átt einstaka ömmu, þakklæti fyrir að hafa þó fengið að hafa hana svona lengi, samt er ég svo ekki reiðubúin að sleppa. Elsku amma, nú situr þú í sumarlandinu, syngur með Erlu systur þinni, tuðast með Evu langömmu og öllum hinum sem farnir eru á undan. Þangað til næst, góða ferð og hafðu hjart- ans þakkir fyrir allt og allt. Elska þig ávallt. Guðný Jóhannesdóttir. Guðný Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.