Morgunblaðið - 23.05.2017, Page 27

Morgunblaðið - 23.05.2017, Page 27
ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017 http://uni.hi.is/bjorntho/ritaskra. Auk heimspekinnar er Björn mik- ill áhugamaður um sögu og sam- félagsmál og hefur setið í stjórn Öldu, félags um sjálfbærni og lýð- ræði, frá stofnun þess 2011: „Ég fylgist vel með fréttum og ástandi mála nær og fjær og hef þungar áhyggjur af stöðu lýðræðisins í sam- tímanum, þ. á m. þeim heilaþvotti sem samfélagsmiðlar fá fólk til að iðka og útbreiða. Auk þess hef ég yndi af að rækta garðinn minn og njóta lífsins í faðmi fjölskyldunnar í friði fyrir massa- túrisma. Ég leyfi mér að dreyma um betri heim þar sem ekki er allt falt og fegurðin, sköpunin og hin sanna lífsgleði blómstrar. Þá má geta þess að ég hef mikinn áhuga á knattspyrnu, er óforbetran- legur KR-ingur og liðtækur badmin- tonspilari í hópi jafningja.“ Fjölskylda Eiginkona Björns er Sigrún Alba Sigurðardóttir, f. 26.2. 1973, lektor í menningarfræði við Hönnunar- og arkitektúrdeild LHÍ. Foreldrar hennar: Hjónin Sig- urður Ingvarsson, f. 5.7. 1935, d. 2.8. 2015, sölustjóri hjá Flugleiðum, og Kirsten Friðriksdóttir, f. 8.5. 1942, kennari og alþjóðafulltrúi við VÍ. Dætur Björns og Sigrúnar: 1) Snædís Björnsdóttir, f. 21.6. 1999, menntaskólanemi; 2) Matthildur Björnsdóttir, f. 15.5. 2003, grunn- skólanemi, og 3) Lena Charlotta Björnsdóttir, f. 13.5. 2009, grunn- skólanemi. Systkini Björns eru Vilhjálmur Þorsteinsson, f. 30.12.1965, hugbún- aðarhönnuður og fjárfestir í Reykja- vík, og Þórdís Katrín Þorsteins- dóttir, f. 24.10. 1971, lektor í hjúkrunarfræði við HÍ, í Reykjavík. Hálfbróðir Björns, samfeðra: Við- ar Þorsteinsson, f. 1.9. 1979, doktor í samanburðarbókmenntafræði, bú- settur í Reykjavík. Stjúpbróðir Björns: Orri Vé- steinsson, f. 22.12. 1967, prófessor í fornleifafræði við HÍ, í Reykjavík. Foreldrar Björns: Þorsteinn Vil- hjálmsson, f. 27.9.1940, prófessor í eðlisfræði og vísindasögu í HÍ, og Ingibjörg Björnsdóttir, f. 10.7. 1940, fv. fulltrúi í Norræna húsinu í Reykjavík. Þau skildu. Maki Þorsteins er Sigrún Júlíus- dóttir, f. 3.2. 1944, prófessor í félags- ráðgjöf við HÍ, en maki Ingibjargar var Ólafur H. Óskarsson, f. 17.3. 1933, d. 24.10. 2011, skólastjóri og landfræðingur í Reykjavík. Úr frændgarði Björns Þorsteinssonar Björn Þorsteinsson Dóróthea Kristín Möller húsfreyja í Stykkishólmi Jón Júlíus Bjarnarson verslunarm. í Stykkishólmi Charlotte Kristjana Jónsdóttir húsfreyja í Rvík Björn Magnússon pr. á Borg á Mýrum og prófessor í guðfræði, í Rvík Ingibjörg Björnsdóttir fyrrv. fulltrúi í Norræna húsinu Ingibjörg Brynjólfsdóttir húsfreyja á Prestbakka Vilhjálmur Þorsteinsson hugbúnaðarhönnuður og fjárfestir í Rvík Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir lektor í hjúkrunarfræði við HÍ Viðar Þorsteinsson doktor í samanburðar- bókmenntafræði í Rvík Sigríður Vilhjálmsdóttir kennari í Rvík Svanlaug Vilhjámsdóttir kennari í Rvík Magnús Björnsson starfsmannastj. Flugfélags Íslands Dóróthea M. Björnsdóttir símavörður hjá Flugleiðum hf. Jón Kristinn Björnsson vélaverkfr. í Rvík Ingi Ragnar Brynjólfur Björnsson deildarstj. við Landsbankann dr. Björn Björnsson prófessor í guðfræði við HÍ Jóhann Emil Björnsson forstj. Ábyrgðar Oddur Borgar Björnsson yfirverkfræðingur hjá Fjarhitun Björn H.R.O. Björnsson pr. á Höskuldsstöðum á Skagaströnd og á Hálsi í Fnjóskadal, rith. og þýðandi Sigurður Oddsson prentsmiðjustj. á Akureyri Geir Sigurðsson prentsmiðjustj. Oddur Sigurðsson jarðfræðingur Ragnar Sigurðsson augnlæknir Oddur Björnsson rith. í Rvík Hilmar Oddsson kvikmynda- gerðarm. í Rvík Jón Gíslason formaðurÆttfræðifélagsins María Jónsdóttir húsfr. og kennari á Stóru-Reykjum Gísli Jónsson b. og hreppstj. á Stóru-Reykjum í Flóa, af ætt Einars Benediktssonar skálds Kristín María Gísladóttir húsfreyja í Rvík Vilhjálmur Þorsteinsson verkam. í Rvík Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor í eðlisfræði og vísindasögu Sigríður Vigfúsdóttir húsfr. á Húsatóftum Þorsteinn Jónsson b. á Húsatóftum á Skeiðum Magnús Bjarnarson prófastur og oddviti á Prestbakka á Síðu Oddur Björnsson prentmeistari og prentsmiðju- stj. á Akureyri Kjartan Ragnars fæddist áAkureyri 23.5. 1916 og ólstþar upp og í Bárðardal. For- eldrar hans voru Ragnar Friðrik Ólafsson, stórkaupmaður og ræðis- maður á Akureyri, og k.h., Guðrún Jónsdóttir húsfreyja. Meðal systkina Kjartans voru Ólafur Ragnars, kaupmaður á Siglu- firði, faðir Gunnars Ragnars, fyrrv. framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyringa; og Guðrún Ragnars, móðir Sunnu Borg leikkonu. Eiginkona Kjartans var Ólöf Þor- grímsdóttir húsfreyja og eignuðust þau Áslaugu blaðamann, móður Andrésar blaðamanns og Kjartans borgarfulltrúa; Bergljótu listmálara; Kjartan hrl.; og Rögnu hjúkrunar- fræðing. Kjartan lauk stúdentsprófi frá MA 1936, lögfræðiprófi frá HÍ 1942 og öðlaðist hrl.-réttindi 1958. Hann stundaði nám á vegum SÞ 1949 og 1955 og á vegum Nató 1958 og 1959. Kjartan sat ráðstefnur á vegum Institut International des Sciences Administratives í Lissabon 1949, í Belgíu 1952 og í Haag 1954. Hann hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegri ritgerðasamkeppni SÞ 1955 og dvaldist um skeið í aðalstöðvum SÞ í boði samtakanna. Kjartan var aðstoðarmaður í fjár- málaráðuneytinu 1942-44, fulltrúi þar 1944-56, fulltrúi í utanríkisráðu- neytinu 1956-60, fyrsti sendiráðsrit- ari við sendiráð Íslands í Stokkhólmi 1960-65 og í Ósló 1965-70, var fulltrúi í utanríkisráðuneytinu 1970- 72, deildarstjóri þar 1972-83 og sendifulltrúi í utanríkisþjónustunni 1983-85 er hann lét af störfum. Þá stundaði hann málflutningsstörf í Reykjavík er hann bjó þar. Kjartan sat í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyris- sjóðs barnakennara 1946-61 og var áheyrnarfulltrúi hjá Afríkustofnun Norðurlanda, vegna aðstoðar við þróunarlönd Afríku. Kjartan var riddari sænsku Norð- stjörnuorðunnar, riddari fyrsta stigs norsku St. Olavsorðunnar og riddari íslensku fálkaorðunnar. Kjartan lést 7.1. 2000. Merkir Íslendingar Kjartan Ragnars 85 ára Anna Hjaltested Ásmundur Valdemarsson Jónína Gunnarsdóttir 80 ára Barði Sigurhelgi Theódórsson Inger Ragnarsdóttir Kristján Ásmundsson 75 ára Elín Guðrún Hafberg Ottó B. Jakobsson Runólfur G. Þórðarson Sverrir Sigurðsson Valgarður Jóhannesson 70 ára Einar Guðberg Jónsson Gordon Peter Kincla Grétar Eggert Ágústsson Guðgeir Ellert Magnússon Gunnar Halldór Gíslason Ingibjörg U. Guðnadóttir Magnús Árnason Pálrún Hrönn Ingjaldsdóttir 60 ára Arinbjörn Guðbjörnsson Arvydas Gudziunas Banyen Hoisang Björn Pálsson Guðbjörg Guðmundsdóttir Guðrún Björg Magnúsdóttir Hermann Karlsson Jóhann Gunnarsson Knútur Grétar Hauksson Kristín Jónsdóttir Stefán Örn Bjarnason Vladimir Antonov Þorsteinn Alexandersson 50 ára Ásdís Ármannsdóttir Benedikt H. Franklínsson Berglind Guðmundsdóttir Bergrós Guðmundsdóttir Cristovao M. De Seabra Einar Ásgeirsson Guðbjörg Stefánsdóttir Haraldur Magnússon Harpa Hjaltested Herdís Erlendsdóttir Óskar Heimir Kristjánsson Rolandas Minkauskas Sigríður A. Þórðardóttir Sigríður H. Ingólfsdóttir Svafar Ragnarsson Tómas Jóhannesson 40 ára Aldís Magnúsdóttir Arnar Hafliðason Ásdís Bjarnadóttir Birgir Brynjarsson Dagný Ósk Halldórsdóttir Fouzia Aana Hanna Dóra H. Másdóttir Helga Sigurðardóttir Hrönn Harðardóttir Kanokwan Wijitjan Karen Ósk Guðmundsdóttir Magnús Þór Þorvaldsson Merseda Begic Oddlaug S.A. Árnadóttir Pawel Janusz Buczak Roald Viðar Eyvindsson Vilborg Magnúsdóttir 30 ára Andris Apinis Ari Birgir Ágústsson Ármann Ó. Kristjánsson Benedikt Friðriksson Bjarki Þór Guðjónsson Bylgja G. Guðnýjardóttir Ebba Sif Möller Guðríður H. Sigurðardóttir Helgi Þór Magnússon Laura M. Sylvia Heininen Linda Karen Hafnadóttir Sidonie S. S. Schmitt Til hamingju með daginn 30 ára Sölvi lauk MA- prófi í myndlist frá Kon- unglegu listaakadem- ínunni í Kaupmannahöfn og er myndlistarmaður og húðflúrnemi. Maki: Ingibjörg Þor- steinsdóttir, f. 1988, sál- fræðingur. Foreldrar: Guðrún Ósk Ólafsdóttir, f. 1959, hjúkr- unarfræðingur í Reykja- vík, og Snæbjörn Arn- grímsson, f. 1961, útgefandi í Danmörku. Sölvi Dúnn Snæbjörnsson 30 ára Ólafur ólst upp í Garðabæ, býr þar, lauk verkfræðiprófi frá Chalmerf í Gautaborg og er verkfræðingur hjá Eflu. Maki: Sara Jóhannesdóttir, f. 1987, starfar að mark- aðsmálum hjá Eskimos. Dætur: Katla Lena, f. 2010, og Hekla, f. 2014. Foreldrar: Ingi Stefán Ólafsson, f. 1959, rekstrar- stjóri, og Birna Ágústs- dóttir, f. 1963, bæjar- starfsmaður. Ólafur Ágúst Ingason 30 ára Kári ólst upp í Vestmannaeyjum, býr í Kópavogi, lauk BSc-prófi í tölvunarfræði frá HÍ og er forritari hjá Hugsmiðj- unni. Maki: Guðlaug Jökuls- dóttir, f. 1987, verkfræð- ingur hjá Icelandair. Foreldrar: Yngvi Sigur- geirsson, f. 1955, skip- stjóri og smiður, og Oddný Garðarsdóttir, f. 1956, fyrrv. meðhjálpari í Landakirkju og húsfreyja. Kári Yngvason SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á VEFSÍÐUNNI OKKAR www.skornirthinir.is ÖRUGG SKREF ÚT Í LÍFIÐ í fyrstu skónum frá Biomecanics Biomecanics-skórnir auðvelda börnum að taka fyrstu skrefin. Aukinn stuðningur frá hliðunum bætir jafnvægi og eykur stöðugleika. Börnin komast auðveldar áfram og af meira öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá. Sandalar Verð 6.995 Stærðir 18-24

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.