Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 143. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Svona er verðlagið í Costco 2. Hjólreiðamaður fannst … 3. Breytti hraðbankanum í … 4. Skeljungur mun ekki keppa … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ibsen-kvartettinn kemur fram á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30, en hann skipa Kári Árnason Ibsen á trommur, Snorri Sigurðarson á trompet, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa. Hljómsveitin mun leika djassstandarda og frumsamið efni eftir Kára og er aðgangur ókeypis. Kvartettinn Ibsen leikur á djasskvöldi  Bandaríska raf- tónlistarkonan og slagverksleikar- inn Amy Knoles heldur raftónleika í Seyðisfjarðar- kirkju annað kvöld kl. 21. Á tónleik- unum flytur Amy tvö verk, „Crazy N*****“ og verkið 9:8:7:5:4:3:1 sem er andsvar Amy við fyrra verkinu. Tvö raftónverk flutt í Seyðisfjarðarkirkju  Sýning um Sigvalda Kaldalóns verður opnuð í Þjóðarbókhlöðu á morgun en upphafleg gerð hennar var sett upp á vegum Snjáfjallaseturs í Dalbæ á Snæfjallaströnd 2004 og síðar á Ísafirði og Hólmavík. Á sýningunni má m.a. hlýða á hljóðritanir á tón- list Sigvalda sem varðveittar eru í Hljóðsafni Lands- bókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Sýning um Sigvalda Á miðvikudag Norðaustan 8-13 m/s norðvestantil, en annars norðlæg eða breytileg átt, 3-8. Sums staðar þokuloft við norður- ströndina, en annars skýjað með köflum og úrkomulítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægari vindur og rigning með köflum, eink- um suðaustanlands, en þurrt og bjart að mestu um landið norð- anvert. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast inn til landsins. VEÐUR Fjölnismenn komu mörg- um á óvart í gærkvöldi og lögðu Íslandsmeistara síð- ustu tveggja ára í FH að velli í Kaplakrika í Hafn- arfirði. Lauk þá 4. umferð Pepsí-deildar karla og hafði Valur betur gegn erkifjendum sínum í KR á Hlíðarenda 2:1. Þá skoraði Bolvíkingurinn Andri Rún- ar Bjarnason þrennu fyrir Grindavík gegn ÍA á Skag- anum. »2, 3 Fjölnismenn komu á óvart Milos Milojevic var í gær ráðinn þjálf- ari karlaliðs Breiðabliks í knatt- spyrnu, aðeins þremur dögum eftir að hann hætti störfum hjá Víkingi í Reykjavík. Hann tekur við af Arnari Grétarssyni, sem var rekinn úr starfi fyrr í þessum mánuði. Frumraun Milosar með Breiðablik verður leikur gegn Víkingum frá Ólafsvík í Pepsi- deild karla á sunnu- daginn kemur. »1 Milos var aðeins at- vinnulaus í þrjá daga Selfyssingurinn Viðar Örn Kjart- ansson stóð uppi sem markakóngur ísraelsku A-deildarinnar í knatt- spyrnu á fyrsta tímabili sínu með Maccabi Tel-Aviv en deildakeppninni lauk á sunnudaginn. Viðar hefur þá orðið markakóngur í þremur löndum en hann afrekaði það einnig hér á Ís- landi með Fylki og síðar þegar hann lék í Noregi. »1 Viðar varð markakóngur í ísraelsku deildinni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja@mbl.is Hollvinafélag Austurbæjarskóla í Reykjavík stendur á laugardaginn fyrir sýningu á munum skólans allt frá stofnun hans. Verður gestum boðið að líta inn milli klukkan 10 og 15 og gefst fólki þá tækifæri til að kynna sér sögu skólans í gegn- um þá muni sem Hollvinafélagið hefur varðveitt. Sumarið 1995 hófst vinna við breytingar á skólanum, sem hefur starfað frá árinu 1930, og við þær breytingar endaði mikið af munum í ruslinu. Guðmundur Sighvatsson, þáverandi skólastjóri Austurbæj- arskóla og núverandi formaður Hollvinafélagsins, bjargaði, ásamt nokkrum starfsmönnum skólans, bókum og öðrum hlutum sem þóttu ómetanlegir. „Við tókum bara úr gámunum það sem verktakar voru búnir að henda,“ segir Guðmundur. Fljótlega hófst vinna við að flokka bækurnar og tókst Arnfinni U. Jónssyni, þáverandi formanni félagsins, að fá 500 þúsund króna styrk til þess að ljúka við flokkun bókanna, ásamt því að ræða við ýmsa aðila tengda skólanum í gegnum tíðina, til þess að fá fleiri muni í safnið. Mikill áhugi á að gefa gamla muni Markmið sýningarinnar nú er að Hollvinafélagið geti sótt um fleiri styrki svo hægt sé að koma upp skólamunastofu, auk þess sem til stendur að skrifa sögu skólans. Þetta er þó ekki fyrsta sýningin sem félagið heldur. Á 80 ára af- mæli skólans árið 2010 var haldin sýning og komust þá færri að en vildu. „Margir voru sárir yfir að kom- ast ekki á þá sýningu og þess vegna ákváðum við að setja hana upp aftur núna,“ sagði Sigrún Lilja Jónasdóttir, gjaldkeri félagsins. Fyrir tveimur árum var háaloftið í Austurbæjarskóla tekið í notkun og síðan þá hefur fólk sem vill leggja verkefninu lið sent Hollvinafélaginu gjafir. Öllum frjálst að ganga í félagið Öll vinna sem lögð er í verkefnið er unnin í sjálfboðavinnu, en í fé- laginu eru rúmlega 100 manns. Í fyrstu var ekki vitað hvernig ætti að koma þessu öllu upp og voru margar hugmyndir lagðar fram. Á endanum tókst þó sátt um hvernig standa ætti að þessu, og afrakst- urinn verður til sýnis næstkomandi laugardag. Saga skólans á sýningu  Ómetanlegum munum var bjarg- að úr ruslinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hollvinir Stjórn Hollvinasamtaka Austurbæjarskóla. Frá vinstri eru Guðmundur Sighvatsson formaður, Pétur Haf- þór Jónsson, Dagný Marinósdóttir, Sigrún Lilja Jónasdóttir gjaldkeri og Nína M. Magnúsdóttir ritari. Hollvinafélag Austurbæjarskóla var stofnað 6. febrúar árið 2010 og hafa umsvif þess, allt frá stofnun, beinst að sögu skólans og varð- veislu muna í eigu hans. Félagið starfrækir skólamunastofu í skól- anum, þá einu sinnar tegundar á landinu. Hvatinn að stofnun fé- lagsins er sú langa og merka saga sem Austurbæjarskóli býr yfir, en skólinn var stofnaður árið 1930. Öllum er frjálst að ganga í félagið gegn 2.000 króna árgjaldi og vonast fé- lagsfólk til þess að sem flestir gangi til liðs við það svo hægt verði að styðja við hið mikla og mikilvæga starf sem félagið innir af hendi, því þótt mikið hafi verið gert er enn mikið verk fyrir höndum. Gamlir hlutir öðlast nýtt líf MIKILVÆG VARÐVEISLA MUNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.