Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 7. M A Í 2 0 1 7 Stofnað 1913  129. tölublað  105. árgangur  FRÁBÆRT VIÐSKIPTA- TÆKIFÆRI RÓSA RÆKTAR BLÍÐA RISAKETTI „HUNDAR KATTASTOFNSINS“ 12ANTON MÁNI Í CANNES 47 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Strókur Ungir menn veipa á Laugaveg- inum. Strókurinn byrgir sýn.  „Þær forsendur sem gefnar eru í frumvarpi ráðherra eru úreltar og byggja á hræðsluáróðri en ekki vís- indum,“ segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir um frumvarp heilbrigðisráðherra um að fella veipur (rafrettur) undir sömu regl- ur og tóbak. Guðmundur bendir á að ekkert bendi til þess að veipunotkun auki notkun á tóbaki, sé hættuleg eða skaðleg heilsu fólks. Þvert á móti benti allt til þess að veipurnar hafi dregið stórlega úr hefðbundnum reykingum og bæti þannig heilsu fólks. Fjöldi þeirra sem veipa hér á landi og hafa hætt að reykja er til dæmis 63% þeirra sem veipa, sam- kvæmt óbirtri rannsókn land- læknis. »22 Rafrettufrumvarp sagt byggjast á úreltum forsendum Fimm kostir skoðaðir » Svonefnd Rögnunefnd kann- aði á sínum tíma kosti þess að hafa flugvöll á Bessastaðanesi, Hólmsheiði, Hvassahrauni eða Lönguskerjum auk breyttrar útfærslu flugvallar í Vatnsmýri. Ólafur Þór Ólafsson, formaður Svæðisskipulags Suðurnesja, segir hugsanlegan flugvöll í Hvassa- hrauni myndu verða á helsta vatns- verndarsvæði Suðurnesjamanna. Því sé ekki víst að leyfi verði veitt fyrir flugvelli. „Tilfinning okkar hér suður frá er sú að eitt og annað muni koma upp í slíkri skoðun og að erfitt sé að vera með flugvöll á vatnsverndarsvæði. Allt neysluvatn á Suðurnesjum rennur þarna undir og við hér suður frá hljótum að fara vandlega yfir það hvaða mannvirki geta risið á slíku svæði,“ segir Ólafur Þór, sem er líka forseti bæjarstjórnar í Sandgerði. Icelandair Group vinnur nú að greiningu á flugskilyrðum í Hvassa- hrauni. Sú vinna hófst eftir að svo- nefnd Rögnunefnd taldi hraunið besta kostinn fyrir innanlandsflug. Hefur síðan jafnframt verið rætt um að nota svæðið fyrir millilanda- flug. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri hyggst í haust efna til sam- keppni um nýja umferðarmiðstöð í Vatnsmýri sem verði tengd með lest við flug í Keflavík eða Hvassa- hrauni. baldura@mbl.is »4 Hentar ekki fyrir flugvöll  Neysluvatn fyrir Suðurnes er sótt í Hvassahraun Mörg erlend ungmenni koma hingað til lands til starfsnáms. Þau vinna að- allega við ferðaþjónustu, á gisti- og veitingastöðum og einnig hjá bænd- um. Störfin eru ólaunuð en ung- mennin fá fæði og húsnæði og þurfa að fá uppáskrift vinnuveitanda um að hafa verið hér í starfsnáminu. Í mörgum tilvikum ganga starfs- nemarnir í almenn störf án þess að vera tryggðir og njóta almennra réttinda á vinnumarkaði. Heldur hefur dregið úr því að erlend ung- menni vinni hér sem sjálfboðaliðar á almennum vinnumarkaði. Verkalýðshreyfingin gerði tals- verðan skurk í því í fyrrasumar að reyna að leiðrétta stöðu útlendra sjálfboðaliða og starfsnema á vinnumarkaði og er enn að því, að sögn Halldórs Grönvold, aðstoðar- framkvæmdastjóra ASÍ. „Mér sýnist lítið sem ekkert hafa breyst og kannski hafa heldur versnað, ef eitthvað er,“ sagði Hall- dór. „Almenn skoðun okkar er sú að ef fólk er á vinnumarkaði þá eigi að greiða því laun.“ ASÍ lagði í fyrra fram tillögur um fyrirkomulag vinnustaðanáms og starfsnáms. »2 Ástandið verra  Erlendir starfsnemar ekki tryggðir Börnin í frístundaheimilinu Tjörninni skemmtu sér vel á Kassabílarallýi Tjarnarinnar sem hald- ið var á Ingólfstorgi í gær. Börn úr 2. bekk kepptu. Margra daga undirbúningur lá að baki og mikil spenna í loftinu. Strákar úr Undralandi og stelpur úr Skýjaborgum sigruðu. Kassabílarnir knúðir áfram með handafli Morgunblaðið/Kristinn Magnússon  Frímerkjaefni frá Íslandi hefur verið selt fyrir um 157 milljónir króna hjá sænska uppboðshúsinu Postiljonen AB í Malmö á síðustu mánuðum. „Verð hefur aldrei verið jafnhátt á íslenskum frímerkjum,“ segir Steinar Eyþórsson hjá upp- boðshúsinu og getur þess um leið að um sérstæða safngripi hafi verið að ræða. Íslensku frímerkin sem seld eru á uppboðum koma ýmist frá Íslandi eða frá norrænum söfn- urum. Íslenskir safnarar hafa keypt mörg íslensku frímerkjanna sem boðin hafa verið upp hjá Post- iljonen og þar með ratað til heima- landsins. »6 Hátt verð á íslensk- um frímerkjum Jón Þórisson Stefán E. Stefánsson Söluferli Kaupþings á Arion banka er í uppnámi þar sem vogunarsjóð- urinn Och-Ziff Capital Management Group, sem tilkynnt var um í mars síðastliðnum, að keypt hefði 6,6% hlut í Arion banka af Kaupþingi, hef- ur ekki lagt fram beiðni til Fjármála- eftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í bank- anum. Och-Ziff er einn stærsti eig- andi Kaupþings. Heimildir Morgunblaðsins herma að það sé komið til vegna þess að fyr- irtækið telji alþjóðlega orðspors- áhættu felast í því ef Fjármálaeft- irlitið hafnar beiðninni. Och-Ziff er skráð á markað í kauphöllinni í New York og er eitt stærsta fyrirtæki heims á sviði sérhæfðrar eignastýr- ingar. Fyrirtækið hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar á síðustu miss- erum, meðal annars í tengslum við gríðarháar sektargreiðslur sem fyr- irtækið var dæmt til að greiða vegna mútuhneykslis sem teygir sig til fimm Afríkuríkja. Mun fyrirtækið hafa fengið óform- leg skilaboð frá íslenskum eftirlits- aðilum um að hætta væri á að það yrði ekki metið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka. Hökt í sölu Arion banka  Och-Ziff mun ekki fara með virkan eignarhlut í bankanum eins og ætlað var MOch-Ziff hættir ekki á … »10 Óttast mat FME » Och-Ziff á meira en 10% í Arion banka með beinum og óbeinum hætti vegna eign- arhlutar síns í Kaupþingi. » Ósennilegt er talið að FME heimili fyrirtækinu að fara með svo stóran hlut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.