Morgunblaðið - 27.05.2017, Side 6

Morgunblaðið - 27.05.2017, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017 Sama hvar þig ber niður er alltaf eitthvað að sjá. Fljúgum saman á ævintýralegar slóðir. airicelandconnect.is Gömul íslensk frímerki hafa átt óvenju góðu gengi að fagna á upp- boðum erlendis að undanförnu. „Við höfum selt frímerkjaefni frá Íslandi fyrir um 157 milljónir króna á síðustu mánuðum,“ segir Steinar Eyþórsson hjá sænska uppboðshús- inu Postiljonen AB í Malmö í Sví- þjóð. Hann kemur hingað til lands eftir nokkra daga til að kanna hvort enn séu hér verðmæt söfn sem áhugi er á að selja. Næsta uppboð er í september. Steinar hvetur áhugasama til að nýta sér milligöngu Postiljonen sem er leið- andi á heimsvísu í sölu á íslensku frímerkjaefni. Skildingabréf á 18 milljónir Íslensku frímerkin á uppboðum fyrirtækisins koma ýmist héðan að heiman eða frá norrænum söfn- urum. Mörg íslensku frímerkjanna sem seld hafa verið á síðustu upp- boðum Postiljonen hafa verið keypt af íslenskum söfnurum og þar með snúið aftur heim. Meðal þess sem selst hefur á uppboðum Postiljonen eru fjögur svonefnd skildingabréf, með fyrstu frímerkjum sem gefin voru út á Íslandi og aðeins voru notuð um skamma hríð. Fengust yfir 12 milljónir króna fyrir hvert þeirra, og eitt seldist fyrir tæpar 18 millj- ónir. „Verð hefur aldrei verið jafn hátt á íslenskum frímerkjum,“ segir Steinar, en þess beri að geta að um mjög sérstaka safngripi hefur verið að ræða, bæði sjaldgæfa og vel með farna. Ber þar hæst frímerkja- safn Indriða heitins Pálssonar, fyrrum forstjóra Skeljungs. Frímerkjasöfnun var almenn fyrr á tíð, en er nú orðið bundin við þrönga hópa. „Meðalaldur safnara er ansi hár á Norðurlöndum,“ segir Steinar. Yfirleitt séu safnararnir karlmenn yfir sextugu. Oft sé um að ræða menn sem safnað hafi frí- merkjum sem börn eða ungir menn og taki upp þráðinn þegar þeir eigi meiri frítíma en áður og aukapen- inga til að leggja í söfnunina. gudmundur@mbl.is Hafa selt frímerki fyrir 157 milljónir Ljósmynd/Postiljonen Frímerki 3 aura par, stimplað með hinum afar sjaldgæfa kórónustimpli Staður, seldist fyrir 756 þús. kr., 11 sinnum hærra en ásett byrjunarverð.  Mikill áhugi á gömlum íslenskum frímerkjum á uppboðum hjá Postiljonen AB í Malmö í Svíþjóð „Fólk er sífellt stoppandi og takandi af stað og það er þegar ökutæki gefa frá sér mest af mengandi efnum,“ segir Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, um mengun á framkvæmdasvæðinu við Miklu- braut. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg og segir að hefði vilji verið fyrir hendi hefði verið mjög einfalt að halda umferð í eðli- legu horfi. „Mér finnst þetta vera hálfgerð leti og uppgjöf af hálfu Reykjavíkurborgar,“ segir Run- ólfur. Hann segir mjög brýnt að tímaáætlun Reykjavíkurborgar vegna framkvæmdanna standist. „Við höfum nú ekki góða reynslu af tímaáætlunum borgarinnar en það er mjög mikilvægt að hún standi í þetta sinn,“ segir Runólfur. Hann telur að með framkvæmdunum sé verið að senda mikið magn af út- blæstri á Hlíðasvæðið sem skerði lífsgæði íbúa á svæðinu svo um mun- ar. Framkvæmdir á svæðinu eiga að standa fram eftir ágústmánuði en að þeim loknum stendur til að gera framkvæmdir á akstursleiðinni í austur. Runólfur segir að Reykja- víkurborg verði að leggja höfuðið í bleyti fram að framkvæmdum í haust. „Ég vona að menn hlusti á rýnihópinn sem var búinn að vara við þessu og átti sig á að þetta er fá- ránlegur frágangur sem stendur,“ sagði Runólfur. aronthordur@mbl.is Mengun við Miklubrautina Morgunblaðið/Golli Vegaframkvæmdir Við Klambratún á Miklubraut.  FÍB gagnrýnir Reykjavíkurborg „Hér er bara verið að framlengja úr- ræðið um ráðstöfun séreignarsparn- aðar, sem fólk hefur getað nýtt sér, um tvö ár eða til júníloka árið 2019,“ segir Jarþrúður Hanna Jóhanns- dóttir, sérfræðingur hjá Ríkisskatt- stjóra, spurð um breytingar lögum um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð. „Úrræðið mun áfram nýtast öll- um, ekki bara þeim sem eru að kaupa sér sína fystu fasteign. Þá er það einnig opið þeim sem ekki hafa nýtt sér úrræðið enn.“ Þeir sem nú þegar nýta sér úr- ræðið verða þó að taka afstöðu til þess hvort þeir hafi í hyggju að nýta úrræðið áfram fyrir júnílok ellegar mun ráðstöfun þeirra ljúka þá. Framlengt til júní- loka 2019

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.