Morgunblaðið - 27.05.2017, Qupperneq 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017
Alexander Gunnar Kristjánsson
agunnar@mbl.is
Vinna er hafin í utanríkisráðuneyt-
inu við umsókn Íslands að Geimvís-
indastofnun Evr-
ópu. Þetta
staðfestir Jóna
Sólveig El-
ínardóttir, for-
maður utanrík-
ismálanefndar, í
samtali við Morg-
unblaðið.
Jóna Sólveig á
von á að ferlið
taki nokkur ár en
viðbúið er að Ís-
land fái fyrst áheyrnaraðild að
stofnuninni áður en til fullrar að-
ildar kemur. Aðspurð segist hún
telja að þverpólitísk samstaða sé á
Alþingi um aðildina og enginn hafi
enn sett sig upp á móti henni.
Umfangsmikið samstarf
á öllum sviðum vísinda
Um hálft ár er síðan Alþingi sam-
þykkti þingsályktunartillögu um
umsókn en fyrsti flutningsmaður
hennar var Helgi Hrafn Gunn-
arsson, þáverandi þingmaður Pí-
rata. Hann bindur miklar vonir við
aðildina. „Margir fá það á tilfinn-
inguna að við ætlum að taka fullt af
erlendum gjaldeyri, setja hann í
geimflaug og skjóta honum út í
geim,“ segir Helgi. Slíkt sé þó ekki
raunin heldur sé um að ræða sam-
starf á nær öllum sviðum vísinda.
Aðildarríkjum stofnunarinnar er
að miklu leyti í sjálfvald sett hvaða
verkefnum þau taka þátt í og fjár-
magna og segir Helgi að Íslend-
ingar gætu lagt sérstaka áherslu á
málaflokka sem standa okkur nærri.
Nefnir Helgi sem dæmi rannsóknir
á jarðskjálftum, bráðnun jökla og
önnur jarðvísindi. Þá segir Helgi
mikil tækifæri felast í úrvinnslu
gagna enda krefst hún mikils
reikniafls og þar er Ísland í sér-
stöðu með gott aðgengi að ódýru
rafmagni.
Mikilvægt að skapa
hátæknistörf
Framlag Íslands til stofnunar-
innar kemur til með að ráðast af því
hve virkan þátt Íslendingar taka í
valfrjálsum verkefnum hennar en í
greinargerð með frumvarpinu segir
að gera megi ráð fyrir um 275 millj-
ónum króna á ári sé miðað við að
þátttaka Íslands verði í meðallagi.
Í greinargerðinni er minnt á mik-
ilvægi þess að skapa á Íslandi há-
launastörf sem krefjast sérfræði-
menntunar. Undanfarin ár hafi flest
ný störf á Íslandi verið láglauna-
störf innan ferðaþjónustunnar eða
byggingariðnaðarins en á sama tíma
og fjöldi fólks sæki í þau störf frá
öðrum löndum flytjist hámenntað
fólk úr landi vegna skorts á atvinnu-
tækifærum. „Fólk sem fer út í veru-
lega hátækni leitar út fyrir land-
steinana. Það fer til Bandaríkjanna
eða Evrópu þar sem spennandi at-
vinnutækifæri eru til staðar,“ segir
Helgi en það er von hans að aðild
Íslands að stofnuninni geti spornað
við þessari þróun.
Aðild að geimvísindastofnun undirbúin
Snýst um miklu meira en geimflaugar Mikilvægt að skapa vel launuð hátæknistörf hér á landi
Mynd/European Space Agency
Framtíðarsýn Þetta útsýni gæti
blasað við íslenskum geimförum
innan nokkurra ára.
Helgi Hrafn
Gunnarsson
Alexander Gunnar Kristjánsson
agunnar@mbl.is
Ian Riseley, verðandi forseti Alþjóða-
samtaka Rótarý, er staddur hér á
landi til að kynna sér Rótarý-starfið
hérlendis. Hann heimsótti Guðna Th.
Jóhannesson, forseta Íslands í gær
og lét vel af. Hann þakkaði Guðna
fyrir velvild í garð samtakanna, en
forsetanum var nýlega veitt viður-
kenning samtakanna. Riseley tekur
formlega við embætti forseta sam-
takanna 1. júlí næstkomandi. Að-
spurður segist hann hafa ákveðið að
kynna sér þau svæði sem fólk í hans
stöðu hefði minni kynni af og því
hefði stefnan verið sett á Ísland.
Fyrr í vikunni heimsótti Riseley
Björgvin í Noregi, Árósa og Hels-
inki.
Rótarý-samtökin eiga uppruna
sinn í Bandaríkjunum. Þau voru
stofnuð árið 1905 en hafa síðan
dreifst um allan heim. Markmið sam-
takanna er að leiða saman leiðtoga úr
viðskiptalífinu og annars staðar frá
til að stuðla að friði og bæta heiminn.
Þá hefur félagið frá því á áttunda ára-
tugnum lagt áherslu á að uppræta
mænusótt, með góðum árangri, en
búist er við að sjúkdómnum verði al-
gjörlega útrýmt innan örfárra ára.
Meðlimir félagsins eru um 1,2 millj-
ónir, þar af 1.240 hér á landi. Auk al-
þjóðlegrar hjálparstarfsemi einbeita
samtökin sér einnig að starfi í heima-
byggð. Íslensku samtökin styrkja til
dæmis árlega nemendur í framhalds-
skólum til skiptináms auk þess að
styrkja unga tónlistarmenn og af-
reksnemendur í framhaldsskólum.
Ljósmynd/Markús Örn Antonsson
Á Bessastöðum Juliet og Ian Riseley, Guðni Th. Jóhannesson, Guðmundur
Þorvarðarson og Svava Halldórsdóttir.
Forseti Rótarý-hreyfingarinnar á Íslandi
Heimsótti Guðna Th. Jóhannesson á Bessastaði í gær
Segir markmiðið alltaf að stuðla að friði og bæta heiminn