Morgunblaðið - 27.05.2017, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 27.05.2017, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017 Hlíðarsmára 6, 201 Kópavogi Sími 564 6464 fasthof.is Austurströnd 10 - Verð aðeins 125 þúsund á fermeter Gott 335,9 fm atvinnuhúsnæði, skiptist í 165,3 fm iðnaðar- eða verslunarhúsnæði á jarðhæð og 170,6 fm vörugeymslu í kjallara. Efri hæðin skiptist í verslunarsal, herbergi með vaski, flísalagða snyrtingu og bakrými þar sem er kaffistofa með innréttingu. Úr bakrýminu er steyptur stigi niður í kjallara og í verslunarsalnum er op fyrir hringstiga í kjallara. Neðri hæðin er tvískipt, annars vegar undir verslunarsalnum og svo undir bakrýminu. Húsnæðið er laust til afhendingar. Verð aðeins 42 milljónir. Upplýsingar veitir Guðmundur í síma 899 9600. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Pílagrímaganga er ganga á áfanga- stað eins og aðrar göngur. Auk þess er hún ganga inn á við og ganga með sjálfum sér,“ sagði séra Halldór Reynisson, starfandi rektor í Skál- holti. Á morgun verður genginn fyrsti áfangi pílagrímagöngu frá Strandarkirkju heim í Skálholt. Gengið verður frá Strandarkirkju að Þorlákskirkju í Þorlákshöfn. Leiðin er um 18 kílómetrar og liggur með sjónum. Áfangar göngunnar eru fimm og verður Halldór fararstjóri, ásamt öðrum, í fjórum áföngum. „Gangan hefst með helgistund í kirkjunni hvaðan haldið er af stað. Á leiðinni stöldrum við nokkrum sinn- um við og þar verða stuttar íhuganir. Hluti leiðarinnar verður genginn í þögn. Hugsunin er sú að hver gangi þann kafla með sjálfum sér, annars ganga allir saman sem samfélag,“ sagði Halldór. Þegar göngunni allri lýkur á Skál- holtshátíð síðar í sumar fara píla- grímarnir úr skónum fyrir utan kirkjuna og ganga berfættir inn kirkjugólfið. Pílagrímar biðja með fótunum Halldór er nýkominn úr píla- grímagöngu á Spáni ásamt séra Sig- urði Árna Þórðarsyni. Þeir gengu frá borginni Astorga til Santiago de Compostela. Leiðin er um 270 km og er hún síðasti þriðjungurinn af einni þekktustu pílagrímaleið í Evrópu, frá St.-Jean-Pied-de-Port í Frakk- landi til Santiago de Compostela á Spáni. Þeir gengu leiðina á hálfum mánuði. „Pílagrímaganga er ákveðin að- ferð til að iðka trú og andlegt líf. Hún er öðru vísi en að sitja í kirkju eða samkomuhúsi. Oft er sagt um píla- gríma að þeir biðji með fótunum,“ sagði Halldór. Hann sagði að hefð væri fyrir píla- grímagöngum hér á landi frá miðöld- um. „Skálholt var helsti pílagríma- staður Íslendinga á miðöldum. Íslenskir pílagrímar gengu líka suð- ur til Róms eins og sagt var þá um að fara til Rómar, til Santiago á Spáni og jafnvel alla leið til Jórsala (Jerú- salem). Þess sjást merki í okkar fornbókmenntum. Guðrún Þorbjarn- ardóttir fór til Rómar. Auður Vé- steinsdóttir, kona Gísla Súrssonar, fór einnig suður til Rómar ásamt Gunnhildi mágkonu sinni, ekkju Vé- steins Vésteinssonar. Þær komu aldrei til baka,“ sagði Halldór. „Helstu óvinirnir í Njálssögu, þeir Kári Sölmundarson og Flosi Þórð- arson, gengu báðir iðrunargöngu til Rómar. Pílagrímaganga kallast því aldeilis á við okkar fornu íslensku menningu.“ Þátttakendur fá leiðsögn Hægt er að velja að ganga staka leggi pílagrímagöngunnar frá Strandarkirkju til Skálholts. Þátt- takendur í pílagrímagöngunni mæta á eigin bílum á áfangastað hvers leggjar. Þaðan er þeim ekið í rútu á upphafsstað göngunnar. Heimamenn koma á fund píla- grímanna á gönguleiðinni og segja frá því sem fyrir augu ber og segja sögur af svæðinu. Skipuleggjendur pílagrímagöng- unnar frá Strandarkirkju heim í Skálholt eru Ferðafélag Íslands, Suðurprófastsdæmi og undirbún- ingsnefnd sveitarfélaga á svæðinu. Ferðafélagið annast skráningu í ferðirnar. Gangan er með síðu á Facebook sem heitir Pílagrímaleið. Einnig eru nánari upplýsingar á vef- síðunum skalholt.is, pilagrimagong- ur.is og pilagrimar.is. Pílagrímarnir biðja með fótunum  Fyrsti áfangi pílagrímagöngu frá Strandarkirkju heim í Skálholt genginn á morgun  Leiðin verður gengin í fimm áföngum  Pílagrímagöngur tíðkuðust hér á miðöldum  Andlegt og líkamlegt ferðalag Ljósmynd/Halldór Reynisson Pílagrímar Heimamenn hitta pílagrímana og segja frá því sem fyrir augun ber. Myndin var tekin í fyrra. Áfangar pílagrímagöngunnar 2017 frá Strandarkirkju heim að Skálholti eru: 28. maí Strandarkirkja – Þor- lákskirkja í Þorlákshöfn, 18 km. 11. júní Þorlákskirkja – Eyrar- bakkakirkja, 19 km. 25. júní Eyrarbakkakirkja – Hraungerðiskirkja í Flóa, 24 km. 9. júlí Hraungerðiskirkja í Flóa – Ólafsvallakirkja á Skeiðum, 15 km. 25. júlí Ólafsvallakirkja á Skeið- um – Skálholtsdómkirkja, 17 km. Fimm áfangar PÍLAGRÍMAGANGAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.