Morgunblaðið - 27.05.2017, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 27.05.2017, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íslensk repju-olía var í vik-unni notuð í fyrsta skipti til að knýja fiskiskip. Skinney-Þinganes á Höfn í Horna- firði gerir skipið út. Fyrir- tækið hefur áform um að kanna möguleikana á að rækta repju í Flatey á Mýrum eins og fram kom í frétt í Morgunblaðinu í gær og nýta hana sem eldsneyti á skip fé- lagsins. Markmið til lengri tíma væri að nota repjuolíu sem eldsneyti á skipaflota landsins. Repjuolían var sett um borð í skipið Þinganes sem fór á humarveiðar á fimmtudag. Var dísilolía blönduð hreinni repjuolíu í hlutföllunum 95 á móti fimm. Jón Bernódusson, skipa- verkfræðingur á Samgöngu- stofu, hefur átt frumkvæðið að tilraunum og rannsóknum á að nota repjuolíu sem elds- neyti á skip á Íslandi. Í viðtali í Morgunblaðinu fyrir fimm árum benti Jón á að sérstaklega væri brýnt að finna nýjan orkugjafa í stað jarðolíu áður en siglingaleiðir opnuðust vegna bráðnunar íssins á norðurskautinu. „Þegar farið verður að sigla Norðaustur-Atlantshafsleið- ina og norður fyrir Síberíu mun umræðan snúast að 90- 95% hluta um umhverfismálin og hættuna á um- hverfisslysum,“ sagði Jón í viðtal- inu. „Ekki er verið að ræða um skipin sem slík enda verða notuð skip sem styrkt eru sérstaklega til siglinga í ís. Ef skip strandar á heimskautasvæðunum og ol- ían fer í sjóinn er fjandinn laus, ef olían er jarðdísill.“ Í viðtalinu rekur Jón kosti repjunnar og segist sann- færður um að hún sé einfald- asta lausnin á umhverfis- vanda norðurslóðasiglinga til framtíðar. Hægt sé að nota lífdísil úr repjuolíu eða repju- olíuna sjálfa. Hún geti komið í stað jarðdísils án þess að breyta þurfi vélum. Þá sé hún lífræn afurð, sem leysist upp í náttúrunni á innan við þremur vikum og skilji ekki eftir nein spjöll á náttúru. Hrein repjuolía var notuð á Þinganes. Olían er það hrein að 400 lítrar af henni voru settir á eldsneytistanka skips- ins, en 20 lítrar skildir eftir til að nota í eldhúsi skipsins og mötuneyti útgerðarinnar. Áform Skinneyjar-Þinga- ness um að kanna forsendur til að rækta repju til að nota á skip fyrirtækisins sýna að al- vara býr að baki. Tilraun þessi er aðeins eitt skref á langri leið. En forsenda þess að komast í mark er að leggja af stað. Tilraunir með að nota repju í stað jarðdísils gefa góð fyrirheit} Róið á repju Grímuklæddirmenn vopn- aðir vélbyssum réðust á rútu með kristnum koptum, sem voru á leið í heimsókn í klaust- ur suður af Kaíró í gær. Árásarmennirnir voru á þrem- ur pallbílum, óku að rútunni og hófu skothríð. 28 manns létust í árásinni. Sagði í frétt- um í Egyptalandi að meðal hinna látnu væri fjöldi barna. Vígamenn hryðjuverka- samtakanna Ríkis íslams hafa ítrekað ráðist á kristna menn í Mið-Austurlöndum. Á pálma- sunnudag, 9. apríl, voru 45 manns vegnir í sprengjuárás- um á kirkjur í Alexandríu og Tanta í Egyptalandi. Í desem- ber í fyrra voru 29 drepnir í kirkju Péturs og Páls postula. Fleiri árásir hafa verið gerðar í nafni Ríkis íslams. Kristnir menn hafa einnig átt undir högg að sækja í Írak og Sýrlandi. Þar hafa verið að verki bókstafstrúarmenn, ým- ist í nafni Ríkis íslams, hryðju- verkasamtakanna al-Qaeda, eða und- ir öðrum merkj- um. Markmiðið er að sundra og skapa úlfúð og tor- tryggni, fá yfirvöld til að sleppa sér þannig að fólk rísi upp. Forysta Ríkis íslams seg- ir hreint út að grimmilegur glundroði og villimannsleg ódæðisverk séu betri en stöðugleiki þar sem vantrú ræður ríkjum. Hryðjuverkin bera þessu vitni. Á mánudag var framið blóð- ugt hryðjuverk í Manchester í Englandi, sem eðlilega var slegið upp í fréttum. 22 menn létu lífið í árásinni. Þar af voru sjö börn undir 18 ára aldri. Þótt fréttir af ódæðinu í Egyptalandi í gær verði ekki jafn áberandi er rétt að hafa hugfast að sami ásetningur býr að baki, sama ofstæk- isfulla hugmyndafræðin og sama lítilsvirðingin gagnvart lífi annarra og því sem öðru- vísi er. Ríki íslams beinir spjótum sínum að kristnum mönnum í Mið-Austurlöndum} Ódæðisverk í Egyptalandi M ér finnst umræður um smekk- vísi hafa verið heldur lítið áberandi hér á landi und- anfarin ár, og áratugi jafnvel, en smekkvísi, sem andstæðan við smekkleysi, er nokkuð sem er til þess fall- in að gera samfélag okkar fegurra og betra í dagsins önn. Öllum er gefinn smekkur, rétt eins og frelsið er öllum gefið. Það var mér því sérstakt fagnaðarefni þegar ég tók eftir því að umræður um smekk höfðu skyndilega risið upp í kjölfar opnunar bandarísku heildversl- unarinnar Costco nú í vikunni. Velta sumir því nú fyrir sér hvort það sé nógu fínt að láta sjá sig í búðinni, að gefa sig múgæsingi á vald og leyfa sér að sogast inn í það sem þarna hefur verið í gangi síðustu daga. Hvað þýðir það að bíða í röð til að geta mögulega keypt ódýra hluti og mikið af þeim? Er það græðgi, eða ráð- deildarsemi? Er mikil smekkvísi í því fólgin að hamstra hluti og gorta svo af því á Facebook? Myndi mér verða tekið fagnandi ef ég kæmi heim með heilan fíl úr Costco, þegar ég ætlaði rétt að skjótast út eftir mjólkurpotti? Fjallað er um smekk og fagurfræði í nýútkominni bók Gunnars J. Árnasonar listheimspekings, Ásýnd heims- ins, um listir og fagurfræði í hugmyndaheimi nútímans, en meðal þess sem þar er rakið er hvernig smekkvísin hefur þróast í gegnum aldirnar. Meðal annars er farið yfir það hvernig umræða um smekk hafi verið ein af þeim leiðum sem konum stóðu til boða til að taka þátt í samfélaginu, þegar þær þurftu að búa við ýmsar hindr- anir að öðru leyti. Eins og fram kemur í bók- inni þá birti breski heimspekingurinn og gagnrýnandinn Joseph Addison (1672 - 1719 ) röð greina í breska blaðinu Spectator þar sem hann lýsir þýðingu vandaðs smekks fyrir hinn nútímalega upplýsta borgara. „Smekk- vísi var í því fólgin að finna til ánægju af réttu tilefni, ekki eingöngu til að slökkva nautnaþörf með öllum tiltækum ráðum. Ómenntaður lýður gerði engan greinarmun á því hvað gladdi hann, en ólíkt honum leitaði hinn smekkvísi maður ekki fullnægju hvar sem hana væri að finna.“ Þá sagði Addison smekkvísina eina helstu vörnina gegn smekk- leysi. „Ef smekkvísi var til marks um siðfág- un og dyggð, þá var smekkleysi til marks um óhóf, taumleysi, öfgar, græðgi og almennt dómgreindarleysi.“ 43.000 manns þegar síðast var talið skoða og deila nú myndum og upplýsingum í gríð og erg úr Costco á Facebook-síðunni Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð, og er ég þar á meðal. Mér finnst það ekki bera vott um neina sérstaka fágun af minni hálfu að skruna í gegnum síðuna mörgum sinnum á dag og dásama í huganum alla þessa ofgnótt varnings sem þarna er að finna, og láta mig hlakka til að komast í dýrðina. Ég leitaði reyndar lengi að góðri ástæðu til að kaupa mér kort í versluninni, en það sem á endanum varð til þess að ég ákvað að kaupa mér Costco-kort var þegar mynd var deilt af ein- um lítra af grískri jógúrt á ótrúlegu verði. Gríska jóg- úrtin varð mér að falli. tobj@mbl.is Þóroddur Bjarnason Pistill Gríska jógúrtin varð mér að falli STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Ekki verður deilt um árangurveipunnar (rafrettunnar) íbaráttunni við tóbaksreyk-ingar. Hún er óumdeil- anlega besta skaðaminnkunartæki gegn reykingum sem nokkurn tímann hefur komið fram,“ segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir. Þá segir hann að út frá fjölda rannsókna sem liggi fyrir sé ekkert sem bendi til þess að veipur séu hættulegar eða skaðlegar heilsu fólks heldur þvert á móti batni heilsufar allra sem byrji að veipa og hætta að reykja hefðbundið tóbak. „Veipur eru fyrir þá sem reykja og vilja hætta reykingum. Það er fjöldi rannsókna sem sýna að veipurn- ar hafi jákvæð áhrif á t.d. astma- sjúklinga sem hætta að reykja. Þetta snýst allt um það að hjálpa fólki að hætta að reykja og með þeirri aðferð sem því hugnast best. Við verðum að vinna út frá þeim forsendum.“ Eina þekkta aukaverkunin af notkun veipa er að sögn Guðmundar möguleg erting í hálsi í fáum tilvikum, en slíkt megi leysa með einföldum hætti. „Komi slíkt tilfelli upp er þetta bara spurning um að stilla blönduna betur sem fer í veipuna.“ Læknaráð Íslands segir í um- sögn sinni um frumvarp heilbrigðis- ráðherra að hætta sé á aukinni nikó- tínfíkn sem leitt geti til aukinnar neyslu hefðbundins tóbaks. „Læknaráð Íslands tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í frum- varpi að aukin notkun rafsígarettna geti rutt braut til níkotfínfíknar og þannig til hefðbundinnar tóbaks- neyslu þar sem með þeim sé líkt eftir reykingum og þær gerðar eðlilegar,“ segir í áliti ráðsins. Þá eru bæði Læknaráð Íslands og Embætti landlæknis sammála um að setja þurfi skýrar reglur um heim- ild til sölu, markaðssetningar og notk- unar á rafsígarettum og áfyll- ingarílátum. Þá segir enn fremur í áliti land- læknis að tryggja þurfi eftirlit með veipum. „Embætti landlæknis telur nauð- synlegt að sett verði lög sem taka á innflutningi, sölu og markaðssetningu á rafsígarettum og tryggja eftirlit með slíkum vörum,“ segir í áliti land- læknis, en með þessu telur landlækn- isembættið að tryggt sé að á markaði séu viðurkenndar og öruggar vörur. Gamalt og úrelt viðhorf Guðmundur Karl er ekki sam- mála þeim sjónarmiðum sem sett eru fram í álitum Læknafélags Íslands og Embætti landlæknis. Frumvarpið setur að hans sögn veipur í hóp með hefðbundnu tóbaki og það séu stór- skaðleg og hættuleg skilaboð út í samfélagið. Að vara við fíkn í veipum, ásamt öðrum nikótínvörum, er heldur ekki byggt á vísindum að hans sögn. „Fíkn af hreinu nikótíni er ein- faldlega ekki mælanleg í rann- sóknum, ef nokkur. Það er allt annað en nikótín í tóbaki sígaretta sem er þar eitt efna ásamt 7-10 þúsundum annarra efna sem mörg hver eru til- sett til að auka á fíkn þess. Þess vegna er leyfð sala nikótínlyfja allt frá 12 ára aldri í Bandaríkjunum og Bretlandi, slíkt væri ekki leyft ef ein- hver fíkn væri af þeim og sama á við um hreint nikótín í veipunum.“ Þá segir Guðmundur Karl óttast að breyting á lögum um tóbaksvarnir muni senda þau skilaboð út í sam- félagið að veipurnar séu jafn skaðleg- ar og hefðbundnar reykingar. „Þær forsendur sem gefnar eru í frumvarpi ráðherra eru úreltar og byggja á hræðsluáróðri en ekki vís- indum,“ segir hann og bendir jafn- framt á að ekkert bendi til þess að veipunotkun auki notkun á tóbaki. Þvert á móti bendi allt til að veip- urnar hafi dregið stórlega úr hefð- bundnum reykingum. Fjöldi þeirra sem veipa hér á landi og hafa hætt að reykja eru t.d. 63% þeirra sem veipa (birt með leyfi úr óbirtri rannsókn Landlæknis). Deilt um ágæti og áhættu rafrettunnar Veipur Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti svokallaðs veipufrumvarps. Meginmarkmið frumvarps heilbrigðisráðherra er annars vegar að setja ákvæði í lög um heimildir til innflutnings, sölu og markaðssetningar á rafsígarettum og eftirlit með slíkum vörum og hins vegar að setja ákvæði um heimildir til notkunar þeirra. Þannig er með frumvarpinu lagt til að sömu reglur gildi um sölu og markaðssetningu á rafsígarettum og áfyllingarílátum og gilda um tóbak samkvæmt gildandi lögum og að sömu reglur gildi varðandi heimildir til notkunar rafsígarettna og gilda um annað tóbak, þ.e. óheimilt verði að nota rafsígarettur í þjónusturýmum stofnana, fyrirtækja og fé- lagasamtaka, svo sem á veitinga- og skemmtistöðum. Meginefni frumvarpsins EINS OG ANNAÐ TÓBAK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.