Morgunblaðið - 27.05.2017, Page 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017
VINNINGASKRÁ
4. útdráttur 26. maí 2017
90 10470 18070 29278 39915 48031 59887 71348
163 10543 18114 29492 39943 48237 60104 72041
201 10967 18390 29912 39987 48307 60325 72162
364 11296 18527 30210 40215 49065 60510 72213
986 11427 18649 30236 40520 49140 60579 72490
1212 11491 18853 30855 41253 49394 60734 72511
1509 12214 19904 30957 41465 49798 61279 72937
1599 12439 19951 31222 41490 49930 61323 73179
1700 12775 19978 31733 42132 50517 61569 73570
1722 12858 20624 32371 42148 50967 61862 74331
1900 13195 21023 32479 42217 51210 62076 74866
2476 13196 21051 32543 42252 51380 62155 74899
2693 13305 22161 32611 42289 51897 62234 75563
2800 13923 22430 32619 42422 52085 62720 75859
3579 14272 22779 32684 42564 52113 63609 75868
3631 14326 23071 33289 42594 52560 63944 75956
3700 14558 23293 33724 42642 52738 64255 76010
3921 14881 23533 33855 42719 52953 64983 76137
4754 15493 23706 34128 43023 53564 65176 76507
5144 15550 24949 34140 43099 54121 65250 76705
5174 15712 25073 34632 43674 54255 65371 77295
5269 15724 25086 35111 43778 54553 65566 78037
5731 15975 25447 35422 43791 54901 66132 78088
6893 15988 25717 35548 43929 55755 66211 78180
6949 16305 25733 36012 43947 55997 66435 78226
7040 16474 25903 36277 44147 56149 66682 78415
7482 16741 26241 36879 44420 56482 67352 78469
7686 16832 26271 37162 44465 56552 67504 78518
7786 16949 26325 37293 44497 56622 68465 79203
8308 17044 26366 37417 44700 56678 68632 79421
8946 17137 26746 37973 45226 57318 69616 79971
9058 17261 26779 38399 45464 57896 70060
9166 17276 27201 38670 46096 57942 70330
9678 17387 27355 38704 46254 58464 70801
9760 17556 28175 38751 47163 58671 71015
10076 17808 28218 39769 47407 58883 71064
10459 17851 28876 39844 47771 59771 71296
3060 13184 22417 35390 47585 54220 63581 73728
3098 14614 23525 36299 47895 54796 63673 74400
3808 16229 23717 36504 48359 57173 64309 74979
3946 16602 24866 36546 48427 57245 66369 75266
4353 16905 24974 36724 48891 57675 68825 75412
5229 17016 25055 37953 50659 58130 70177 76961
5814 17237 25320 38863 50991 59107 70351 78651
5854 18885 26169 41699 51047 60083 70522 79512
6022 19205 27278 41760 51136 60267 70529 79885
7192 20294 29177 45530 51331 61007 71510
10565 21545 29866 46431 51973 61759 71613
11753 22152 30114 46556 53619 62518 71840
12074 22302 31845 46675 54057 63567 73315
Næsti útdráttur fer fram 1. júní 2017
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
7857 16510 58269 78106
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
5047 12107 26329 42710 51058 66865
5175 14132 27787 45550 54145 74475
5386 17152 28955 46064 56485 75555
11403 23257 41858 49723 63713 75849
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
1 6 8 0 4
Húsamygla og aðrar
afleiðingar raka-
skemmda hafa áhrif á
heilsu um 25% fólks,
sumir bíða varanlegt
heilsutjón. Heilsuskað-
inn er í sumum til-
vikum mjög alvarlegur.
Þess vegna verða fyrir-
tæki og einstaklingar
að bregðast kröftug-
lega við þegar grunur
er um rakaskemmdir og myglu í hús-
næði.
Íslandsbanki flutti höfuðstöðvar
sínar af Kirkjusandi vegna húsa-
myglu. Verkfræðistofan Efla, sem
meðal annars sérhæfir sig í húsa-
myglu ætlar að flytja af sömu
ástæðu. Einnig velferðarráðuneytið,
Vodafone og fleiri.
Vitað er að margar af byggingum
Landspítalans við Hringbraut eru
illa rakaskemmdar og sýktar af
húsamyglu. Myglu verður einnig
vart í Fossvogsspítala og víðar í hús-
næði LHS.
En viðbrögð þeirra sem sjá um
húsnæðismál LHS eru á annan veg
en vænta mætti af þeim sem sjá um
sjálft þjóðarsjúkrahúsið. Lág-
marksfé er sett í viðhald en stefnt að
viðbyggingum á Hringbraut á næstu
árum.
LHS er stærsti vinnustaður lands-
ins með um 4.500 starfsmenn, um
680 inniliggjandi sjúklinga á höf-
uðborgarsvæðinu og fjölda aðstand-
enda í heimsókn daglega. Vitað er af
læknum og fleiri heilbrigðisstarfs-
mönnum sem hafa orðið að hætta að
vinna á LHS og aðra sem ekki hafa
komið heim eftir nám og vinnu er-
lendis vegna húsnæðisvandamála
spítalans.
Í stað þess að taka kröftuglega á
málinu og stefna á nýtt
og betra húsnæði, sem
er hagkvæmari og betri
lausn, er stefnt að við-
byggingu meðferð-
arkjarna sem hefja á
árið 2018 og ljúka árið
2023. Í framhaldinu á
að endurgera sumt
gamla húsnæðið á
svæðinu en fjarlægja
annað. Ætla má að end-
urgerðin taki um 12 ár.
Þetta þýðir að um 20 ár
munu líða þar til nýr
Landspítali verður í rauninni tilbú-
inn við Hringbraut. Allan þennan
tíma verður húsnæði spítalans
heilsuspillandi fyrir hluta lands-
manna og hætt við að gamla hús-
næðið smiti það nýja og að vandræð-
in haldi áfram.
Eftirspurn eftir sjúkrahúsþjón-
ustu vex um 1,7% á ári. Sá spítali
sem nú er á teikniborðinu við Hring-
braut verður um 40% of lítill þegar
hann loks verður tilbúinn. Ekki verð-
ur hægt að loka Fossvogsspítala þeg-
ar og ef meðferðarkjarninn kemur
við Hringbraut því þá mun eft-
irspurnin hafa aukist það mikið.
Hagræðingin af sameiningunni er
því í vindinum. Ekki verður heldur
auðvelt um vik að stækka húsnæði
spítalans á lóðinni við Hringbraut
vegna þrengsla og hæðartakmark-
ana. En ef byrjað verður á nýjum
stað má byggja stærra og hentugra
húsnæði á skemmri tíma.
Sýnt hefur verið fram á að það er
hagkvæmara að byggja nýjan spítala
á betri stað en Hringbrautin er. Ef
það verður ekki gert núna er hætt
við að það muni dragast í marga ára-
tugi og þar með sá árangur sem að
hefur verið stefnt með sameiningu
sjúkrahúsanna á einn stað.
Nú sjá flestir að áformin varðandi
Hringbraut eru vanhugsuð. En málið
er keyrt áfram að því er virðist af ótt-
ast við að ef slakað verði á pressunni
um uppbyggingu við Hringbraut
muni framkvæmdir dragast úr
hömlu. Svo langt gengur þetta að
reynt er að slá á raddir þeirra sem
benda á það hversu vanhugsuð bygg-
ingaráformin eru. En það ætti öllum
að vera ljóst að óttinn er óþarfur.
Mikill meirihluti þjóðarinnar vill að
heilbrigðismálin fái forgang og sam-
kvæmt viðhorfskönnunum er sterk-
ur stuðningur við betri spítala á betri
stað.
Ef fram heldur sem horfir mun
þjóðarspítalinn starfa í heilsuspill-
andi húsnæði næstu áratugi. Alvar-
legur skortur verður fljótlega á
sjúkrarýmum sem ekki mun fjölga
með meðferðarkjarnanum. Umferð-
armálin við Hringbraut eru og verða
erfið. Fyrirhuguð „Borgarlína“ er
áhugaverð, en hún mun kosta tugi
milljarða, koma of seint og breytir
ekki öllu. Betra er að hafa sjúkra-
húsið nær fólkinu til að stytta leiðir
að og frá. Afleiðingin verður meðal
annars sú að fólk sem er viðkvæmt
fyrir húsasóttum og langri bið eftir
aðgerðum, mun í vaxandi mæli leita
sér lækninga erlendis með tilheyr-
andi kostnaði og raski.
Flytur ekki Landspítalinn
vegna myglu?
Eftir Guðjón
Sigurbjartsson » Íslandsbanki flutti
höfuðstöðvar sínar
vegna húsamyglu. Vel-
ferðarráðuneytið og
Vodafone einnig. Verk-
fræðistofan Efla ætlar
að flytja af sömu
ástæðu.
Guðjón Sigurbjartsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
starfar með Samtökum um betri spít-
ala á betri stað.
betrispitali@betrispitali.is
Bílar
Þann 18. maí sl birt-
ist hér í blaðinu grein
frá formanni stjórnar
Strætó, Heiðu Björgu
Hilmisdóttur, um þau
markmið sem stjórn
Strætó vinnur eftir til
að ná því markmiði að
gera almennings-
samgöngur að alvöru
valkosti fyrir íbúa höf-
uðborgarsvæðisins.
Strætó BS er samlagsfélag í eigu
sveitarfélaganna á höfuðborg-
arsvæðinu í hlutfalli við íbúafjölda
og stjórn félagsins er skipuð fulltrú-
um sveitarfélaganna. Árið 2009
gerði ríkið samkomulag við sveit-
arfélögin á höfuðborgarsvæðinu um
að leggja fram einn milljarð í árlegt
framlag til uppbyggingar almenn-
ingssamgangna til ársins 2018 og þá
voru jafnframt sett markmið um að
almenningssamgöngur myndu
aukast í 8% af ferðum en eins og
fram kemur í grein Heiðu hefur
þetta markmið ekki náðst og ein-
ungis 1% aukning hefur orðið á ferð-
um sem farnar eru með Strætó á
þessu tímabili. Nýtt markmið svæð-
isskipulags höfuðborgarsvæðisins er
síðan að árið 2040 verði hlutdeild al-
menningssamgangna 12% á höf-
uðborgarsvæðinu.
Sýna þarf fjárhagslegan
ávinning
Ekki liggur fyrir með hvaða hætti
þessu markmiði verður náð en vonir
eru bundnar við að samstaða náist
meðal sveitarfélaga
höfuðborgarsvæðisins
um legu Borgarlínu
sem nú er í kynningar-
og samráðsferli hjá
sveitarfélögunum á
höfuðborgarsvæðinu.
Tilgangurinn með
Borgarlínu er að skapa
forgang fyrir almenn-
ingssamgöngur á
ákveðnum stofnleiðum
sem ætti að leiða til
þess að flýta ferðum og
auka áreiðanleika í
kerfinu og styðja þannig við mark-
mið um aukningu í þessum ferða-
máta.
Samráð við notendur
er nauðsynlegt
Að baki liggur mikil vinna sér-
fræðinga en fram undan er kynning-
arferli og þar skiptir miklu að ná
samstöðu meðal íbúa og notenda
enda eru það þeir sem á endanum
munu bera kostnaðinn með einum
eða öðrum hætti úr sameiginlegum
sjóðum. Ávinningurinn af Borgarlín-
unni, ef vel tekst til, ætti að koma
fram í sparnaði á fjárfrekum fram-
kvæmdum við aðra samgöngukosti
en þennan ávinning þarf að sýna
þannig að verkefnið fái þann al-
menna stuðning sem sóst er eftir af
þeim aðilum sem hafa borið hitann
og þungann af undirbúningi þess.
Formaður stjórnar Strætó leggur
áherslu á að Strætó verði raunhæfur
samgöngukostur fyrir alla, umhverf-
isvænn og fljótleg og örugg leið til að
komast á milli staða. Jafnframt segir
hún að um leið og lega Borgarlínu
verði samþykkt muni leiðakerfi
Strætó verða breytt til samræmis.
Af þessu er ljóst að miklu skiptir að
umfjöllun um endanlega valkosti á
legu Borgarlínu fái vandaða umfjöll-
un.
Lega borgarlínu gæti
bætt Strætósamgöngur
Nú þegar sjáum við merki þess í
auknum umferðarþunga á höfuð-
borgarsvæðinu að nauðsynlegt er að
bæta þjónustu við almennings-
samgöngur þannig að fleiri sjái sér
hag í að nýta þann valkost. Íbúar
vilja valkosti í samgöngumálum,
sumir vilja tileinka sér bíllausan líf-
stíl og mörg heimili freista þess að
komast af með einn bíl og nota jafn-
framt Strætó eða hjólasamgöngur til
vinnu. Mikilvægt er að þróa áfram
núverandi leiðakerfi þannig að fyrr-
greindu markmiði um fjölgun far-
þega verði náð og vinna að aðlögun
leiðakerfisins þannig að notendum
fjölgi. Lega Borgarlínu mun mögu-
lega gefa kost á betri Strætó ef sátt
næst um legu hennar þannig að sam-
eiginlegir hagsmunir heildarinnar
verði hafðir að leiðarljósi.
Mun Borgarlína
fjölga farþegum Strætó?
Eftir Helgu
Ingólfsdóttur » Tilgangurinn með
Borgarlínu er að
skapa forgang fyrir al-
menningssamgöngur á
ákveðnum stofnleiðum.
Helga Ingólfsdóttir
Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafn-
arfirði og formaður umhverfis- og
framkvæmdaráðs.