Morgunblaðið - 27.05.2017, Page 28

Morgunblaðið - 27.05.2017, Page 28
28 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017 Aðventkirkjan í Reykjavík | Í dag, laugardag: Biblíufræðsla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður: Gavin Anthony. Barna- starf. Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Í dag, laugardag: Samvera kl. 12. Heimsókn frá Suðurhlíðarskóla. Aðventsöfnuðurinn á Suð- urnesjum | Í dag, laugardag: Biblíufræðsla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður: Stefán Rafn Stef- ánsson. Aðventsöfnuðurinn í Árnesi | Í dag, laugardag: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Jóhann Þorvaldsson. Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Í dag, guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Björgvin Snorrason. Biblíufræðsla kl. 11.50. Skemmtilegt barna- og unglingastarf. Umræðuhópur á ensku. Súpa og brauð eftir samkomu ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarmessa kl. 11, sr. Bára Friðriksdóttir flytur hug- vekju og þjónar fyrir altari. Guðmundur Ómar Óskarsson organisti. Kirkjukór- inn leiðir almennan söng. Kaffi á eftir. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Sig- urður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Hljómfélagið syngur undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Orgelleikari Magnús Ragnarsson. Kaffisopi í Ási eftir messu. Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Magnús Ragnarsson leikur á orgelið. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir ásamt sínu fólki. ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Leikmannaguðsþjónusta í umsjá Arnór Bjarka Blomsterberg, guðfræðings og æskulýðsfulltrúa kirkjunnar. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Bald- urssonar. Meðhjálpari er Sigurður Þór- isson. Hressing og gott samfélag á eftir. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson. Org- anisti Örn Magnússon. Kór Breiðholts- kirkju syngur. Kaffi eftir stundina. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11, prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Hljómsveitin Ávextir andans leiðir safnaðarsöng. Súpa í safnaðarsal að messu lokinni. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku, kl. 15 á litháísku (7. maí en síðan ekki aftur fyrr en í júlí) og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudags- messa. DÓMKIRKJAN | Kveðjumessa séra Hjálmars Jónssonar kl. 11, en hann hefur þjónað Dómkirkjunni síðan 2001. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Systurnar Herdís og Ingibjörg Ragnheiður Linnet leika á trompet. Ragnhildur Gísladóttir og Margrét Hannesdóttir syngja ein- söng. Karlakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar, einsöngvari Árni Geir Sigurbjörnsson. Samvera og veitingar í Safnaðarheim- ilinu, bílastæði við Alþingi. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón- usta sunnudaginn 28. mars kl. 11. Prestur Kristinn Ágúst Friðfinnsson þjónar og prédikar. Organisti er Matt- hías Harðarson. Kirkjukórinn syngur. Kaffisopi eftir stundina FRÍKIRKJAN Reykjavík | Minningar- og þakkarstund í Fríkirkjunni sunnu- dag 28. maí kl. 14. Árleg minningarguðsþjónusta vegna þeirra sem látist hafa úr alnæmi hér á landi. Kveikt verður á kertum til að minnast þeirra er látist hafa. Minningarstund þessi er alþjóðleg og heitir á ensku Candlelight Memorial Day. Boðið verður upp á veitingar í Safn- aðarheimili Fríkirkjunnar að athöfn lok- inni. GLERÁRKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng und- ir stjórn Valmars Väljaots. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Graf- arvogskirkju syngur og organisti er Há- kon Leifsson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til Gídeonfélagsins. Messuhópur þjón- ar. Félagar úr kirkjukór Grensáskirkju syngja. Organisti Ásta Haraldsdóttir. Prestur er Ólafur Jóhannsson. Mola- sopi eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarheim- ili | Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrr- um þjónandi presta klukkan 14 í há- tíðasal Grundar. Séra Vigfús Þór Árnason þjónar. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage org- anista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sig- urjón Árni Eyjólfsson, tónlistarflutn- ingur í umsjá Ásbjargar Jónsdóttur, tónskálds og söngkonu, og Unnar Birnu Bassadóttur, fiðluleikara og söngkonu. Kirkjuvörður Lovísa Guð- mundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgi- stund kl. 11. Hljómsveit leikur. Ferm- ingarbörn næsta vetrar boðin velkom- in ásamt með foreldrum. Prestar sr. Jón Helgi Þórarinsson og sr. Þórhildur Ólafs. Kaffisopi í safnaðarheimilinu eftir stundina. HALLGRÍMSKIRKJA | Fjöl- skyldumessa kl. 11. Sumarhátíð Hall- grímskirkju í umsjá Ingu Harðardóttur æskulýðsfulltrúa og starfsfólks barna- og unglingastarfsins. Sr. Birgir Ás- geirsson þjónar fyrir altari. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurð- ardóttur. Organisti er Hörður Áskels- son. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Reið- hjólamessa kl. 10. Við byrjum við Hjallakirkju kl. 10 og hjólum þægileg- an hring um hverfið. Allir sem vilja vel- komnir með. Síðan hefst helgistund í Hjallakirkju kl. 11. Þau sem ekki vilja eða geta hjólað koma beint þangað. Eftir stundina verður léttur hádegis- verður í safnaðarheimili kirkjunnar. hjallakirkja.is HÓLANESKIRKJA Skagaströnd | Messa 27. maí kl. 13 þar sem kór Hólaneskirkju syngur undir stjórn Hug- rúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista. Arna Rún Arnarsdóttir og Bylgja Hrund Ágústsdóttir verða fermdar. Sr. Bryn- dís Valbjarnardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Meðhjálpari er Steindór Runiberg Haraldsson. KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudags- kvöld kl. 20 verður kvöldmessa. Ung- mennakórinn Vox Felix syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Prestur er Erla Guðmundsdóttir. KOLAPORTIÐ | Messa kl. 14 í Kaffi Porti. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Org- anisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Graduale Nobili tekur lagið fyrir kirkju- gesti. Kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Sara Gríms- dóttir leiðir sögustund fyrir yngstu kyn- slóðina á sama tíma. Strax að messu lokinni hefst kynning- arfundur fyrir fermingarbörn næsta vetrar og foreldra þeirra. Vorhátíð Kvenfélags Langholtssóknar hefst kl. 12. Margt verður á boð- stólum og auðvelt að gera góð kaup til styrktar góðu málefni. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kjartan Sigurjónsson organisti og Harpa Þor- valdsdóttir sjá um tónlistina. Kaffi og samvera í safnaðarheimilinu á eftir. Miðvikudagur 31. maí kl. 12. Kyrrðarstund. Tónlist, hugvekja, alt- arisganga og fyrirbænir. Súpa og sam- vera í safnaðarheimilinu á eftir. Fimmtudagur 1. júní. Félagsmiðstöðin Dalbraut 18-20 kl. 14. Helgistund með sr. Davíð Þór Jónssyni og Arngerði Maríu Árnadóttur org- anista. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Kl. 11 Sunnudagaskóli, kl. 20 Óskalög Ósk- ars Einarssonar. Við fögnum fimm- tugsafmæli Óskars Einarssonar, tón- listarstjóra Lindakirkju. Hann mun standa fyrir tónleikum í tilefni afmæl- isins þar sem fram koma Kór Linda- kirkju og Gospelkór Fíladelfíu ásamt fjölda einsöngvara og hljóðfæraleik- ara. Miðaverð er aðeins kr. 3.000 og er hægt að kaupa miðana á midi.is. Allur ágóði rennur til ABC hjálp- arstarfsins. Athugið að kvöldguðs- þjónusta fellur niður að þessu sinni. MOSFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta og árleg kirkjureið Hestamannafélags- ins Harðar verður 28. maí kl. 14. Ræðumaður er Hákon Hákonarson, formaður Hestamannafélagsins Harð- ar. Karlakórinn Stefnir syngur undir stjórn Sigrúnar Breiðfjörð. Organisti er Kjartan Jósefsson. Sr. Arndís G. Bern- hardsdóttir Linn þjónar fyrir altari. Hópreið verður til og frá kirkju. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Barn borið til skírnar og ungmenni fermt. Félagar úr Kór Neskirkju syngja. Stjórnandi og organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafs- son. Kaffi á Torginu. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Jazz- messa 28. maí kl. 14. Sr. Pétur Þorsteinsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Ágústa Eva Erlendsdóttir söngkona syngur við undirleik Baldvins Snæs Hlynssonar. Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum. Við hlökkum til að eiga saman góða stund í kirkjunni sem og í maulinu á eftir. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í Kristniboðssalnum Háaleit- isbraut 58-60, 3. hæð. Ræðumaður sr. Kjartan Jónsson. Túlkað á ensku. Barnastarf. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir organisti Tómas Guðni Eggertsson, Kór Seljakirkju syngur. Ath. guðsþjón- ustunni verður útvarpað á Rás 1. SELTJARNARNESKIRKJA | Gælu- dýrablessun í dag laugardag kl. 11. Fræðslumorgunn kl. 10 á sunnudag. Auður Styrkársdóttir, stjórnmálafræð- ingur og forstöðumaður Kvenna- sögusafns Íslands, talar. Konan á bakhliðinni: Valgerður Jóns- dóttir biskupsfrú og allar hinar konur Íslands. Guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur þjónar og organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Eygló Rún- arsdóttir leiðir almennan safn- aðarsöng. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfnina. ORÐ DAGSINS: Þegar huggarinn kemur. (Jóh. 15) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hólmavíkurkirkja ✝ Elva M. Ólafs-dóttir fæddist 11. mars 1932 á Siglufirði. Hún lést á Vífilsstöðum 7. maí 2017. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Stefán Einarsson, lögreglumaður, f. í Sveinungsvík í Svalbarðssókn í Þistilfirði, N- Þing., 24. desember 1902, d. 30. nóvember 1980, og kona hans Steinunn Ísaksdóttir hjúkrunarfræðingur, f. í Fyr- irbarði í Fljótum, Skagafirði, 2. desember 1890, d. 17. desem- ber 1962. Systkini Elvu: Ólöf Ólafs- dóttir, f. 24. september 1925, d. Guðjóni Indriðasyni vélstjóra 2. desember 1960. Hann fædd- ist á Siglufirði 31. desember 1937 og lést 15. október 2004. Foreldrar hans: Indriði Sig- urjón Guðjónsson, f. 28. maí 1906, d. 4. júní 1983, og kona hans Þóra Árnadóttir, f. 22. apríl 1907, d. 10. júlí 1958. Börn Elvu og Guðjóns eru: Heimir Guðjónsson, f. 3. apríl 1969. Maki: Ragnhildur Elín Lárusdóttir, f. 30. júlí 1978, og eiga þau saman dótturina Ástu Lovísu Heimisdóttur, f. 9. mars 2014. Börn Heimis: Haukur Heimisson, f. 30. apríl 1988, Baldur Búi Heimisson, f. 20. febrúar 1997, og Hilmir Freyr Heimisson, f. 4. ágúst 2001. Ólafur Guðjónsson, f. 30. sept- ember 1971. Maki: Lísbet Ósk Karlsdóttir, f. 4. júlí 1973. Börn þeirra: Guðjón Karl Ólafsson, f. 5. september 1999, og Elva Björk Ólafsdóttir, f. 26. nóvember 2005. Útför Elvu var gerð í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. 29. ágúst 2009. Maki: Ólafur Helgi Jónsson, f. 1925, d. 2016, og Jóhann Ísak Veigar Ólafs- son, f. 19. júlí 1933, d. 28. ágúst 1935. Hálfsystir Elvu: Fjóla Steinsdóttir, f. 15. október 1916, d. 12. desember 1997. Maki: Lúðvík Jósefsson, f. 1914, d. 1994, og Bjarnveig Ólafs- dóttir, f. 30. janúar 1924, d. 23.mars 1964. Maki: Sigurjón Jónsson, f. 1923, d. 1991. Elva ólst upp á Siglufirði, flutti ung til Reykjavíkur og bjó alla tíð í Vesturbænum. Elva vann stærstan hluta starfsævinnar hjá Pósti og síma. Elva giftist Ástkær móðir mín er látin. Þegar við bræðurnir komum í heiminn hætti mamma að vinna og gaf okkur allan sinn tíma og það veitti sjálfsagt ekki af. Það sem einna helst situr eftir úr barnæskunni er að mamma var alltaf til staðar, sama hvort um var að ræða nám, íþróttir eða góð ráð um lífið og tilveruna. Í hverfinu var þekkt að á Neshag- anum væri mamma sem ætti alltaf brauð, kex og mjólk og oft- ar en ekki var heimili okkar fullt af vinum sem leið vel í návist hennar. Í æsku minni var ég ansi uppátækjasamur og þá var alltaf hægt að leita til mömmu sama hvort skammastrikin voru stór eða lítil. Ekki voru ung- lingsár mín mömmu auðveldari en hún tók á því sem að höndum bar með umhyggju og festu. Óhætt er að segja að ég eigi mömmu flest að þakka. Hún kenndi mér vinnusemi, trygg- lyndi og síðast en ekki síst að gefast aldrei upp. Þegar Lísbet kom inn í fjölskylduna tók mamma ósköp vel á móti henni og voru þær bestu vinkonur alla tíð. Þegar við eignuðumst Guð- jón Karl bjuggum við á Neshag- anum og ósjaldan rölti hann nið- ur til ömmu og afa og leið honum nánast hvergi betur enda komið til móts við allar hans óskir. Dóttir okkar, hún Elva Björk, var í miklu uppáhaldi hjá mömmu og það var gagnkvæmt. Mamma hugsaði alltaf afar vel um barnabörnin sín og sinnti þeim eftir fremsta megni. Þegar heilsu mömmu hrakaði var það hennar heitasta ósk að fá að dvelja heima eins lengi og mögu- legt væri. Þeir sem til þekkja vita að mamma var mikill nagli og er skemmst frá því að segja að hún bjó heima hjá sér þar til í upphafi árs 2017 og kvartaði ekki þó oft hafi hún þurft að taka á því. Mamma var fram á síðustu daga með allt á hreinu og eitt af því síðasta sem hún sagði var að segja Lísbet að drífa sig að skutla Elvu Björk á jazzballettsýninguna í Borgar- leikhúsinu, hún mætti ekki verða of sein. Nám Guðjóns Karls var henni ofarlega í huga og kallaði hún hann tíuna sína. Kveðju- stundin var falleg og friðsæl og það er ég viss um að mamma og pabbi eru núna á góðum stað að spjalla um barnabörnin og fót- bolta og þá sérstaklega hvor sé betri, Messi eða Ronaldo. Bless, mamma mín, og takk fyrir allt saman. Hvíldu í friði. Ólafur. Elva M. Ólafsdóttir ✝ Gunnar Eiríks-son fæddist á Grjóti í Þverárhlíð 23. janúar árið 1924. Hann lést 17. maí 2017. For- eldrar hans voru Kristjana Björns- dóttir, f. 11. nóv- ember 1885, d. 8. mars 1954, og Ei- ríkur Ólafsson, f. 28. apríl 1893, d. 23. ágúst 1982. Gunnar átti tvö systkini, Ólaf, f. 13. september. 1921, d. 21. ágúst 2005, og Ingi- björgu, f. 13. september 1921, d. 10. maí 2009. Gunnar ólst upp á Grjóti í Þver- árhlíð og vann ýmis störf meðfram bú- skap á Grjóti. Árið 2005 fluttist hann á dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi, nú Brákarhlíð. Útför hans fer fram frá Borgar- neskirkju í dag, 27. maí 2017, og hefst athöfnin kl. 14. Jarðsett verður í Norðtungukirkjugarði í Þverárhlíð. Nú er vinur okkar Gunnar á Grjóti fallinn, eftir stutta bana- legu, allt varð að gerast hratt sem að honum sneri, líka brott- hvarf hans úr þessu lífi. Vissu- lega er ákveðið tómarúm við fráfall hans því nú er allt Grjótsfólkið horfið frá þessari jarðvist, enginn Eiríkur, enginn Óli, engin Imba og loks enginn Gunni, en minningin lifir um þetta ágæta fólk. Gunnar var heimilisvinur okkar á Hamri alla tíð og oft var til hans leitað þegar taka þurfti til hendi hvort sem var í byggingarvinnu, slátrun eða fjárböðun svo lítið eitt sé talið því hraustur var Gunni og handtakagóður. Á Grjóti var ákveðin verka- skipting, Imba sá um innan- hússverk og stundum úti, Óli sá um kindurnar og Gunni um kýrnar, og þar var mikils um vert að lítið raskaðist út frá fyrirframgerðum ramma því öll röskun sem oft verður á bæjum fór ekki vel í okkar mann. Er leið að lokum búskapar á Grjóti kom tími sem Gunna var erfiður því hann var vissulega áhyggju- maður, depurð og kvíði gerðu vart við sig á þessu tímabili en eftir að hann flutti árið 2005 á Dvalarheimili aldraðra í Borg- arnesi, nú Brákarhlíð, birti aft- ur til og flestum virtist hann una hag sínum vel, laus við áhyggjur og naut þess að rúnta um á skutlunni sinni og lagði þá gjarnan við Nettó því þar var helst fréttavon og mestar líkur að hitta fólk úr sveitinni því það var Gunna mikils virði. Að lokum, starfsfólki Brák- arhlíðar skulu þakkir færðar fyrir umönnun og hjúkrun þessa vinar okkar. Vertu kært kvaddur, góði vinur. Karen og Þórarinn. Gunnar Eiríksson Jósefína Björnsdóttir ✝ JósefínaBjörnsdóttir fæddist 31. mars 1924. Hún lést 7. maí 2017. Jósefína var jarðsungin 19. maí 2017. Þegar ég lít til baka til barnæsk- unnar og unglings- áranna og sé mína kæru frænku og ná- granna Ínu í Galta- nesi þá fyllist ég þakklæti og gleði í hjarta yfir öllum þeim stundum sem ég átti forðum í Galtanesi. Ég minn- ist stundanna við Jósefína Björns- dóttir, fyrrum hús- freyja í Galtanesi í Víðidal. matarborðið þar sem glatt var á hjalla og rausnarlega veitt, meðal vina og frænda. Ég get enn fund- ið ilminn og bragðið – ég get enn fundið gleðina – ég get enn fundið kærleikann og kátínuna frá öllum þeim stundum sem ég átti í Galtanesi forðum. Þökk sér þér, kæra frænka Ína, að hafa gefið mér þetta nesti sem ég hef æ bor- ið síðan í hjarta mér. Farðu í guð- sfriði og þökk fyrir allt. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til frændsystkina okkar; Þórðar, Dýrunnar og Bjössa og þeirra fjölskyldna. Kveðja frá frændum og ná- grönnum. Bræðurnir frá Þórukoti, Grímur og Magnús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.