Morgunblaðið - 27.05.2017, Page 30

Morgunblaðið - 27.05.2017, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017 Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. ✝ PálmarÞorgeirsson fæddist 15. október 1951 í Reykjavík. Hann lést 20. maí 2017 að heimili sínu að Vesturbrún 15, Flúðum. Foreldrar hans eru Þorgeir Sveins- son, f. 16. júní 1927, bóndi á Hrafnkelsstöðum, Hrunamannahr., Árn., d. 25. nóvember 1997, og Svava Páls- dóttir, f. 20. apríl 1928, frá Dalbæ, Hrunamannahr., Árn, bókavörður og húsfreyja á Hrafnkelsstöðum. Systkini Pálmars eru Hrafnhildur, f. 18. desember 1952, Brynhildur, f. 1. maí 1955, Sveinn Sigurður, f. 18. febrúar 1958, d. 8. ágúst 2008, Aðalsteinn, f. 4. febrúar 1961. Pálmar kvæntist þann 9. nóv- ember 1974, Ragnhildi Þór- arinsdóttur, garðyrkjubónda, f. 21. mars 1953 á Spóastöðum, Biskupstungum, Árn. Foreldrar hennar voru Þórarinn Þorfinns- son, f. 20. ágúst 1911, bóndi á Spóastöðum, d. 28. nóvember 1984, og Ingibjörg V. Guð- mundsdóttir, f. 12. júní 1916, frá Innri Hjarðardal, Önund- arfirði, húsfreyja á Spóastöðum, d. 13. janúar 2014. Börn Pálm- ars og Ragnhildar eru: a) Lára Bryndís Pálmarsdóttir, f. 7. jan- úar 1977, maki Bragi Þór Gísla- son, sonur þeirra Bjarki, f. 2010. Barnsfaðir Kristján Bjarnason, sonur þeirra Aron, f. 2002. Börn Braga eru Díana Brá og Davíð Andri. b) Rúnar Pálmarsson, f. 24. febrúar 1981, sambýliskona hans er Tinna Rúnars- dóttir, barn þeirra Telma, f. 2014. c) Svavar Geir Pálmarsson, f. 18. júlí 1988. Pálmar og Ragnhildur hafa búið á Flúðum nær alla sína bú- skapartíð. Pálmar var eigandi flutningafyrirtækisins Flúða- leiðar ehf, og rak það frá árinu 1980, en saga samfelldra vöru- flutninga í Hrunamannahreppi nær allt aftur til ársins 1924. Hann vann áður ýmis störf til sjós og lands, aðallega þó í vinnuvéla- og verktakavinnu af ýmsu tagi víða um land. Pálmar var virkur félagi í vélsleðasveit- inni, síðar Ferðafélaginu Fann- ari og Björgunarfélaginu Ey- vindi frá upphafi, enda mikill áhugamaður um vélsleðamenn- ingu. Ragnhildur kona hans rekur garðyrkjufyrirtækið SR grænmeti og hefur Pálmar tek- ið æ virkari þátt í þeim rekstri síðustu árin. Útför hans verður gerð frá Skálholtskirkju í dag, 27. maí 2017, og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi. Ég trúi ekki að þú sért farinn. Farinn til Sveins bróður þíns og afa Þorgeirs. Það fyrsta sem kemur upp í huga mér er þakklæti, þakklæti fyrir samband okkar og hversu náin við vorum og ég finn ekki fyrir einu né neinu sem ég hefði viljað sagt hafa eða breyta í okk- ar samskiptum. Ég er svo glöð að ég sagði í síðasta samtali okk- ar að ég vildi óska að þú værir nær mér og gætir skotist til okk- ar á Skagann en það var þegar ÞÞÞ á Akranesi var að hífa heitapottinn sem ég var að fá, yfir bílskúrinn og inn í garðinn sem er hinumegin við. Þú hefðir nú viljað sjá hann Óla Þórðar að verki með græjurnar sínar, það er ég viss um. Þú varst alltaf langflottastur. Reyndar ekki góður bissness- maður en vinur vina þinna með eindæmum og það gat enginn sagt þér hver væri stór við- skiptavinur upp á afslátt, þú ákvaðst það sjálfur hverjir væru stórir viðskiptavinir og hverjir ekki. Þú varst með ótrúlega skipu- lagshæfileika en stundum í hamaganginum gleymdir þú að tala og maður átti bara að vita hvernig þú vildir hafa hlutina og skildir síðan ekkert í því af hverju maður las ekki hugsanir. Þá var ekki sjaldan bíbbað á mann úr lyftaranum og höndin komin á loft með einhverjar bendingar og svo var bíbbað oft- ar ef maður var ekki alveg að skilja en ekkert verið að eyða of mörgum orðum í hlutina. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir að Aron gat verið hjá ykk- ur mömmu í fyrrasumar og þú kenndir honum að það skipti miklu máli að mæta í vinnu á réttum tíma og vera samvisku- samur í vinnu. Hann mun búa að þeim fjársjóði alla tíð. Ég er aftur á móti ekki eins skipulögð og það þótti þér nú stundum mjög erfitt, sérstaklega í brúðkaupi okkar Braga þar sem við hlógum svo að þér þegar þú varst með þessa gullsetningu sem gleymist aldrei: „Það hefði nú verið betra ef þetta hefði ver- ið gert í gær!!“ Þú alveg að fara á taugum yfir óskipulaginu á meðan við tilvonandi brúðhjón vorum alveg salíróleg yfir þessu öllu og á endanum átti ég víst að hafa sagt: „Pabbi, þetta brúð- kaup hefst ekki fyrr en ég kem.“ Svo gastu nú líka stundum talað og sagt svo nákvæmlega frá að við vorum öll löngu búin að missa þráðinn þegar þú varst búinn að segja sögu alveg í smá- atriðum og hef ég stundum stað- ið mig að því vera nákvæmlega eins. Mikið finnst mér þetta skrítið og finnst svo erfitt að trúa að ég geti ekki bara hringt í þig og spurt ráða eða spjallað. Bjarki sá ljósar hliðar í allri sorginni, að nú þyrfti hann bara að tala við ömmu þegar hann kæmi í sveitina um að fá lyftarann lán- aðan. Sorgin er erfið en ég veit líka að þú gerðir allt með stæl og þetta líka og er ég þakklát fyrir að fyrst þetta þurfti að gerast að þú hafir ekki þurft að þjást. Minning þín lifir um yndisleg- an pabba, afa og tengdapabba. Þín dóttir, Lára Bryndís. Elsku pabbi. Það er sárt og erfitt að skrifa minningarorð um þig. Þetta gerðist svo snöggt og við engan veginn tilbúin að kveðja þig. Þú varst langflottastur. Sagðir það reyndar fulloft um sjálfan þig, en þú varst ekki að ýkja. Mér þykir svo vænt um minningarn- ar sem við eignuðumst, sérstak- lega síðustu árin. Þú varst svo góður afi og pabbi. Við ræddum um allt og þú hafðir skoðun á öllu. Þegar þú sast við endann á stofuborðinu og braust endann á dúknum eftir borðinu og varst að fara yfir málin. Skipulag var eitthvað sem þú elskaðir. Hlut- irnir voru stundum svo fárán- legir að þínu mati og þú varst með lausnirnar. Ég var nú ekki alltaf sammála þér og við gátum rökrætt tímunum saman. Tíminn fyrir jólin var alltaf eins. Þú við stofuborðið í seríun- um. Búinn að hringja í mig á hverjum degi til Reykjavíkur og segja að þetta væri nú allt að koma, búinn að yfirfara tvær seríur og bara sex eftir. Magnað að jólin koma alltaf 24. desember á hverju ári og það virtist koma þér á óvart ár hvert. Það voru ansi margir hlutir sem þú ætl- aðir að vera búinn að gera í gær. Það var svo gaman að koma heim og finna hvað þið mamma tókuð vel á móti okkur og hlýjan var auðfundin. Sama hvort það var ég, Tinna og Telma eða ég með stóran vinahóp eftir mið- nætti. Þú varst alltaf til í eitt- hvert skrall og smellpassaðir inn í vinahópana sem ég kom með heim. Það var gaman að heyra þig tala um gamla tíma og hvað þú varst mikill töffari. Þú varst svo hissa á mér að ég var ekki farinn að klæða mig til að vera klár á ball klukkan níu að kvöldi. Hann var sko klár upp úr klukk- an sex hérna í gamla daga og mættur áður en það opnaði. Ég mun sakna þess að geta ekki tekið utan um þig og sagt þér hvað mér þykir vænt um þig. Þú varst kominn á svo góð- an stað í lífinu. Þið mamma sam- an í baráttunni. Þú varst vinnu- þjarkur og mín fyrirmynd í svo mörgu. Fráfall þitt minnir mig daglega á það að lífið er núna, en ekki á morgun eða á næsta ári. Ég finn svo fyrir nærveru þinni. Gæfi mikið fyrir eitt knús enn. En minningin lifir, elsku pabbi minn. Mamma er hér með okkur eins og klettur og við stöndum saman í sorginni. Við hugsum vel um mömmu og pössum upp á hana fyrir þig. Guð geymi þig og ég bið að heilsa Sveini og afa Þorgeiri. Þinn sonur Rúnar. Elsku stóri bróðir minn og besti vinur okkar er farinn frá okkur. Kletturinn okkar og svo margra annarra er ekki lengur á sínum stað. Ekkert verður aftur eins og það á að vera í þessu lífi. Skarðið sem hann skilur eftir er óendanlega stórt, og ekkert kemur þar í staðinn, aldrei. Svo sterkur hlekkur í keðjunni okkar er brostinn. Fjölskyldan verður ekki söm, erfitt er að halda áfram, það er stór skafl fram undan, ófæra á lífsins leið. Bróðir er órjúfanlegur hluti af tilverunni, frá vöggu til grafar, manns eigið sjálf er mótað í æsku og uppvexti. Hver hefur sitt hlutverk í systkinahópnum, allar hefðir eru þekktar og vitað hver getur hvað best. Við elstu systkinin, með eins árs aldurs- mun, vorum samferða og geng- um í takt í gegnum lífið. Ung- lingsárin voru blómatími í heiminum og við vorum algjör- lega samtaka í að njóta hans sem best, með öllum tiltækum ráðum, alveg án takmarkana. Við deildum áhuga á músík, skemmtanahaldi og skralli – og misstum ekki af balli. Svo var setið úti í sumarnóttinni og farið yfir stöðuna og möguleikana. Í raun fórum við svo aftur í þenn- an farveg á seinni gelgjunni, svona upp úr miðjum aldri og héldum ómetanlegu trúnaðar- sambandi til enda. Skilningur okkar á svo mörgu var samur, byggður á reynslu, uppeldi og minningum, þurftum ekki endi- lega orð, vissum hvað hinu leið, svo gott og dýrmætt að eiga sama reynsluheim. Þegar Gummi minn kom í spilið varð samvera og samgangur enn meiri og vinátta þeirra félaga varð góð og sönn. Þeir deildu áhuga á fjallaferðum og fjöl- mörgu öðru, ánægju- og sam- verustundir virtust óendanlegar – og ekki nærri búið að tala út. Við erum nú bæði að missa okk- ar besta vin og erfitt verður að komast af án hans, hins ómiss- andi hluta daglegs lífs, gleði- stunda og alls sem skiptir máli. Lífsstarf hans var byggt á því að reka fyrirmyndarfyrirtæki með bestu mögulegu þjónustu á öllum mögulegum – og ómögu- legum – tímum og við alls konar aðstæður, en ekkert óx honum í augum. Heiðarleiki, traust, vin- semd og vilji til að leysa hvers manns vanda var það viðmót sem allir mættu, og aldrei farið í manngreinarálit. Allir í kringum hann nutu góðs af góðu verklagi og frábæru skipulagi, allt var sett í ferli og fékk farsælan endi. Starfsmenn hans hafa ekki síður notið góðs af samveru við höfð- ingjann væna, sem rétti þeim hjálparhönd sem þurftu, studdur af gæðakonunni Ragnhildi. Það eru alltaf einhver góðverk í gangi á Vesturbrún. Gestrisnin takmarkalaus og alltaf tími til að spjalla, jafnt við unga sem aldna. Sannkallaður gleðigjafi og allra vinur, enga átti hann óvini. Það er martröð líkast, að hann sé farinn héðan svo skyndi- lega, allt of fljótt og án fyrirvara. En allt sem liðið er, lifir áfram með okkur, minningarnar getur enginn frá okkur tekið – vandi þó að minningabanki fjölskyldu og vina er að mestu geymdur í höfði hans. Góðmennið, sem gengið er, hefur áhrif langt út yfir þessi tímamót, lifir áfram í börnunum sínum og með okkur öllum, jafnt á gleði og sorgar- stundum. Hittumst í bláhimni, Hrafnhildur systir þín og Guðmundur (Gummi). Við systkinin eignuðumst svo sannarlega góðan vin og félaga þegar yngsta systir okkar Ragn- hildur kom með Hreppastrákinn hann Pálmar í Spóastaðafjöl- skylduna, ljúfmenni hið mesta, öllum gleðigjafi hvar sem hann fór. Stórt skarð er nú komið í þessa kynslóð fjölskyldunnar okkar þegar við horfum á eftir yngsta tengdasystkininu hverfa svo óvænt. Pálmar mágur okkar fæddist og ólst upp á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi, einni af bú- sældarlegustu sveitum sunnan- lands, sonur Þorgeirs Sveinsson- ar bónda þar í þriðja ættlið frá 1888. Það er staðarlegt heim að Hrafnkelsstöðum að líta, þar rennur Litla-Laxá við túnfótinn, í austri lágreist Hreppafjöllin, í norðri Kerlingarfjöll, vestar Blá- fell og Tungnafjöllin. Í Hruna- mannahreppi hefur löngum þótt blómlegt menningarlíf sem mót- aði æsku sveitarinnar og lífsvið- horf. Í þessu umhverfi ólst Pálmar upp og gekk í barnaskól- ann á Flúðum. Eftir fermingu tók brauðstritið við, vinnu þurfti Pálmar að sækja að mestu utan- sveitar, fór á vetrarvertíð, vann á vinnuvélum hjá hinum ýmsu verktökum í virkjunum og vega- gerð, með öðru sem til féll. Þau Ragnhildur settu saman bú sitt í kjallaranum í Steinahlíð hjá Önnu og Guðmundi. Fljót- lega var svo farið að byggja hús- ið á Vesturbrúninni sem varð að vera flott og stórt í sniðum eins og allt sem Pálmar kom nálægt og þar er útsýnið það sama og á æskuheimilinu. Þar hafa þau bú- ið alla tíð síðan, alið upp börnin sín þrjú, heimilið gestkvæmt og öllum opið, þar hallaði ekki á hjá hjónunum. Pálmar var hrókur alls fagnaðar hvort sem var á fjölskylduþorrablóti eða í stóð- réttum í Skagafirði. Eftir að móðir okkar Ingi- björg var orðin ekkja bjó hún hjá þeim í nokkra vetur við gott atlæti, var Pálmar tengdamóður sinni ákaflega góður og laginn við að létta henni breyttar að- stæður. Fyrir þann tíma verðum Pálmar Þorgeirsson✝ Þóra Ásgeirs-dóttir fæddist í Hrappsstaðaseli í Bárðardal, Suður- Þingeyjarsýslu, 19. janúar 1925. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Hlíð 15. maí 2017. Foreldrar hennar voru Ásgeir Kristjánsson, f. 15.8. 1891, d. 13.4. 1985, og Jóna Sig- urlaug Einarsdóttir, f. 10.12. 1894, d. 6.10. 1984. Systkini Þóru eru Guðmundur, f. 13.7. 1923, d. 26.3. 1983, Vilborg, f. 21.10. 1926, Hólmfríður, f. 22.6. 1927, Ásdís, f. 2.1. 1928, Karl, f. 15.1. 1933. Þóra giftist 1958 Steingrími Kristjánssyni, f. 27.11. 1917, d. 30.6. 1993, bónda á Litluströnd og eignaðist með honum fjóra syni. Þeir eru: 1) Birgir, f. 23.5. 1959, búsettur í Mývatnssveit. 2) Finnur, f. 28.12. 1960, búsettur á Akureyri. Maki hans var Sigríð- ur Helgadóttir, þau skildu, þau eiga tvö börn, nú- verandi sambýlis- kona er Erla Sig- urgeirsdóttir. 3) Kristján, f. 22.4. 1962, búsettur í Mý- vatnssveit, maki Jó- hanna Harpa Sig- urðardóttir og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn. 4) Egill, f. 18.9. 1963, d. 26.4. 2015, maki Unnur Hreiðarsdóttir búsett á Akureyri og eiga þau eina dóttur. Þóra ólst upp í foreldrahúsum á Akureyri. Hún fór snemma að vinna og vann víða sem kaupa- kona frá unga aldri og var starfs- maður í Lindu í nokkur ár. Árið 1957 kynntist hún Steingrími Kristjánssyni frá Litluströnd og flytur hún í Mývatnssveit þar sem þau voru með búskap á Litluströnd til 1992 eða þar til þau flytja til Akureyrar. Útför Þóru fer fram frá Skútu- staðakirkju í dag, 27. maí 2017, og hefst hún kl. 14. Þóra Ásgeirsdóttir var fædd 19. janúar 1925 að Hrappsstaða- seli í Bárðardal en flutti ung til Akureyrar, þar sem hún ólst upp. Starfaði hún meðal annars á Hótel KEA, hjá Lindu og á Laugum í Reykjadal, en þar kynntist hún honum Steina sín- um. Þóra flutti á Litlu-Strönd í Mývatnssveit þar sem Steini bjó. Eignuðust þau fjóra syni, þá Birgi, Finn, Kristján og Egil. Steini var söngmaður mikill og hafði yndi af búskapnum og var snyrtimennskan í fyrirrúmi á þeim bæ. Þóra sinnti langflest- um hússtörfum og var þar nóg að gera enda stórt heimili. Þóra var engin venjuleg húsmóðir og var hún ávallt bakandi, eldandi og þrífandi eða að prjóna, ef tími gafst sinnti hún einnig úti- verkum. Við móðir mín fórum reglulega saman á árunum 1962- 1971 og héldum til í eina til tvær vikur og var það dásamlegur tími, útsýnið og fegurðin var ein- stök og í minningunni var alltaf blíða í Mývatnssveit. Þóra og Steini fluttu til Akureyrar á efri árum og ferðuðust þau til út- landa. Birgir elsti sonur þeirra tók við búskap sem síðar varð skógrækt. Það var Þóru mikið áfall þeg- ar Steini lést snögglega á Litlu- Strönd þar sem þau voru stödd og átti hún mjög erfitt með að komast í gegnum fráfall eigin- manns síns enda voru þau mjög samrýnd, en Þóra bjó svo vel að hún átti ávallt góða að og voru synir og tengdadætur hennar stoð og stytta alla tíð. Var ég mjög lánsamur að þekkja þessa fjölskyldu alla mína ævi. Það var mikil sorg þegar Egill yngsti sonur Þóru féll frá í blóma lífsins eftir harða baráttu við erfið veik- indi. Nú verður það svo að Þóra mín verður jörðuð í sveitinni sinni hjá Steina sínum og Agli. Hvíl í friði, elsku Þóra mín, þín verður sárt saknað. Vilborg Ásgeirsdóttir, Þórarinn Kjartansson. Þóra Ásgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.