Morgunblaðið - 27.05.2017, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017
✝ Solveig G. Sig-urjónsdóttir
fæddist í Snæ-
hvammi í Breiðdal
2. September
1932. Hún lést á
dvalarheimilinu
Uppsölum í Fá-
skrúðsfirði 14. maí
2017.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurjón
Jónsson, bóndi og
skáld í Snæhvammi, f. 5. febr-
úar 1896, d. 10. nóvember
1981, og Oddný Elín Vigfús-
dóttir, húsmóðir frá Eydölum í
Breiðdal, f. 9. janúar 1899, d.
28. janúar 1971. Systkini Sol-
veigar eru: Þórður Sigfús, f.
1927, d. 1986; Jón Snær, f.
1929, d. 2008; Sigurbjörg Ás-
laug, f. 1930, d. 2001; Oddný
Edda, f. 1939 d. 2000. 17. októ-
ber 1954 giftist Solveig Frið-
riki Júlíusi Sólmundssyni, f.
12. febrúar 1930, d. 23. ágúst
1998, frá Laufási í Stöðv-
arfirði. Foreldrar hans voru
Sólmundur Kristján Sigurðs-
son, sjómaður og smiður í
Laufási við Stöðvarfjörð, f. 19.
júlí 1897, d. 31. maí 1936, og
Guðrún Auðunsdóttir hús-
Auðunni Friðrikssyni, börn
þeirra eru Friðrik Júlíus, f.
1999, Dýrunn Elín, f. 2001, og
Halla Björk dóttir Jósefs,
f.1985.
Solveig ólst upp í Snæ-
hvammi og gekk þar í skóla
því þar var farskóli um tíma.
Síðar fór hún í skóla á Breið-
dalsvík. Veturinn 1950-1951
stundaði Solveig nám í Hús-
mæðraskólanum á Hallorms-
stað. Um tvítugt fluttist hún til
Stöðvarfjarðar og hóf þar sam-
búð í Skuld með Friðriki Sól-
mundssyni, sem var vélstjóri
og einn af stofnendum Varðar-
útgerðarinnar. Þau bjuggu
alla sína búskapartíð á Stöðv-
arfirði og ólu þar upp börn sín.
Byggðu sér fyrst húsið Sunnu-
hvol, þangað sem þau fluttu
árið 1965, en síðar minnkuðu
þau við sig og byggðu sér hús
að Grenimel 11 árið 1985.
Solveig málaði myndir,
skrifaði ljóð og söng í kirkju-
kórnum á staðnum. Hún vann
ýmis fiskvinnslustörf gegnum
tíðina, lengst af í harðfisk-
framleiðslu sem þau hjónin
komu á fót. Einnig í saltfiski
og við síldarsöltun.
Eftir andlát Friðriks 1998
bjó Solveig ein að Grenimel 11
uns hún fluttist árið 2012 að
dvalarheimilinu Uppsölum á
Fáskrúðsfirði.
Útför hennar fer fram frá
Stöðvarfjarðarkirkju í dag, 27.
maí 2017, klukkan 14.
móðir, f. 11. nóv-
ember 1897, d. 16.
september 1951.
Börn Solveigar og
Friðriks eru: Sig-
urjón Snær, f. 17.
mars 1953, kvænt-
ur Kristínu
Jóhannesdóttur,
barn þeirra er
Arnar Snær, f.
1985; Sólrún, f. 10.
febrúar 1955, gift
Ríkharði Valtingojer, börn
þeirra eru Kári Snær, f. 1981,
kvæntur Hugrúnu Malmquist
Jónsdóttur, börn þeirra eru
Jónína, f. 2006, Ríkharður, f.
2008, Sólrún, f. 2012, d. 2012,
Jón, f. 2013, og Rósa, f. 1983,
áður gift Zdenek Paták, barn
þeirra er Emil, f. 2007; Áslaug,
f. 27. október 1959, áður gift
Garðari Harðarsyni, börn
þeirra eru Hilmar Örn, f. 1980,
og Alda Rut, f. 1983; Sólmund-
ur, f. 29. september 1967, áður
kvæntur Guðrúnu Rakel
Brynjólfsdóttur, börn þeirra
eru Hildur, f. 1991, og Agnes,
f. 1997, nú kvæntur Hafdísi
Lúðvíksdóttur, barn þeirra er
Petrea Mist, f. 2005. Solveig, f.
12. febrúar 1970, gift Jósef
Ég sat við rúmið þitt
og bláleitar æðaberar
hendur þínar
hvíldu máttlitlar í mínum.
Ég hlustaði
á þungan
andardráttinn.
Hann minnti á hafið.
Ég hugsaði
að kannski værir þú núna
hlaupandi berfætt
í sandfjöru bernsku þinnar
með flaksandi hárið
í sólskini.
Ég hugsaði
um þig
og þessar hendur
sem áður voru
sterkar og hlýjar
og unnu svo margt.
Þær tíndu blóm,
teiknuðu og máluðu,
prjónuðu og saumuðu,
flettu bókum,
skrifuðu ljóð
og struku gítarstrengi,
flökuðu fisk,
söltuðu síld,
hnoðuðu deig og reiddu fram mat,
sáðu fræjum í mold,
og héldu húsinu hreinu.
Hendurnar þínar
sterkar og hlýjar
struku koll,
leiddu fyrstu sporin,
þerruðu tár af kinn
og leiðbeindu um svo margt.
Á degi allra mæðra
endaði lífsgangan þín
og ekki er fleira að starfa fyrir þig
á þessari jörð.
Elsku mamma,
megir þú hvíla í friði.
Ég þakka þér
fyrir allt.
Sólrún Friðriksdóttir.
Elskuleg tengdamóðir mín,
Solveig eða Solla eins og hún
var alltaf kölluð, andaðist að
morgni 14. maí, 84 ára. Hún
var fædd 2. september 1932 og
hefði því orðið 85 ára í haust.
Ég kom hingað á Stöðvarfjörð
2. september, daginn sem þú
varst fimmtug, og vissi þá ekki
að ég ætti eftir að vera hér
svona lengi, en árin eru að
verða 35 í haust. Kom bara til
að vera einn vetur, en örlögin
eru svona. Þú varst yndisleg
kona sem tók mér vel frá byrj-
un sambands míns og sonar
þíns Sigurjóns. Þið hjón, Frið-
rik og Solla, voruð mér alla tíð
góð og yndislegir tengdafor-
eldrar og eins afi og amma fyr-
ir son minn Arnar Snæ, sem
þótti ofurvænt um ykkur. Því
miður dó Friðrik allt of fljótt,
sá mikli ljúflingur og gleðigjafi.
Solla var mikil handavinnu-
kona, prjónaði, saumaði og
heklaði. Sumarhúsið hennar
veitti henni mikla gleði enda
var hún með græna fingur og
hafði gaman af að rækta jurtir
og blóm. Góðar minningar
fylgja veru með ykkur hjónum í
sumarbústaðnum, og mikið
þótti syni mínum gott og gam-
an að vera þar með ykkur og
okkur. Fyrsta sumarið sitt, þá
fimm mánaða, svaf hann eins
og engill í hreina loftinu í sum-
arhúsinu hjá ömmu og afa.
Elsku tengdamamma, þín
verður sárt saknað, ljúfa og
góða kona, Guð og allir góðir
blessi minningu mína um þig,
elsku Solla mín.
Arnar sonur minn og við
hjónin eigum ekkert nema góð-
ar og ljúfar minningar um þig,
mín kæra.
Hvíldu í friði, mín kæra
elskulega tengdamamma í
Sumarlandinu.
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Þín tengdadóttir,
Kristín.
Mér fannst gott að koma í
Sunnuhvol þegar ég var lítil,
þar var bjart, huggulegt og
notalegt. Solla tók alltaf hlý-
lega á móti mér og Frissi sagði
einhverja skemmtilega brand-
ara. Í Sunnuhvoli voru margir
fallegir munir sem Solla hafði
búið til, því hún Solla frænka
mín var mikil handavinnukona.
Hún var dugleg, samviskusöm
og vandvirk. Ég á ennþá fal-
legar jólagjafir sem hún bjó til
og sendi mér þegar ég var lítil.
Eitt sinn þegar ég var í kring-
um tvítugt langaði mig að
prjóna mér trefil með ákveðinni
aðferð og ég bað mömmu um að
kenna mér. Mamma var ekki
alveg viss hvernig þetta ætti að
vera en sagði strax að þessa að-
ferð myndi Solla örugglega
kunna og hringdi í Sollu systur
sína. Solla sagðist líka þurfa að
rifja þetta upp en nokkrum
dögum seinna sendi hún trefil
til okkar. Hún þurfti ekki lang-
an tíma til að hugsa þetta, eld-
snögg að klára einn trefil til að
sýna okkur. Solla var mér
ávallt góð, hún leyfði mér alltaf
að finna að hún hafði áhuga á
því að mér og mínum gengi vel.
Þegar ég sit hér og skrifa
þessar fáu línur geri ég mér
grein fyrir að þau eru öll búin
að kveðja, systkinin frá gamla
bænum í Snæhvammi. Bænum
sem stóð fyrir ofan veginn og
er farinn. Ég man þó sögurnar
sem sagðar voru frá lífinu þar.
Þó að þessi systkini hafi verið
ólík áttu þau svo sannarlega
sameiginlega strengi. Þau voru
öll listræn, hagmælt, ljúfmenni
og með indælan húmor sem
meiddi engan. Ég minnist þess
að þegar þau hittust var kær-
leikur og kátína í kringum þau.
Þessi Sigurjóns- og Oddnýjar-
börn eiga á einhvern hátt part í
mér. Kjarna sem mér þykir af-
ar vænt um.
Brynja
Baldursdóttir.
Í garðinum í Laufási er fal-
leg stafafura sem mér þykir
mjög vænt um. Það eru víst
orðin þó nokkur ár síðan ég að-
stoðaði mömmu við að gróð-
ursetja þessa furu. Þá smá-
vaxna plöntu í potti sem Solla
og Frissi höfðu komið með fær-
andi hendi í Laufás. Þannig er
það í minningunni þegar þau
komu í heimsókn Solla systir
mömmu og Frissi, ávallt fylgdi
eitthvað með; fiskur, svartfugl,
blóm, eða eitthvað annað smá-
legt.
Gamli bærinn í Snæhvammi
stóð í fallegum hvammi í
brattri fjallshlíð, þar yfir gnæfa
ein tignarlegustu fjöll hins
austfirska jarðlagastafla, og við
túnfótinn svo fjaran. Það er
sérstætt til þess að hugsa að
þrátt fyrir að gamli bærinn hafi
verið löngu horfinn fyrir mína
tíð, þá hefur mér ávallt fundist
hann hafa verið hluti af tilveru
minni. Það eru ákveðin kafla-
skil í okkar lífsins sögu, nú
þegar þau systkinin frá Snæ-
hvammi eru öll farin frá. Jörðin
kallar á börnin sín, segir í einu
kvæða Sigurjóns afa.
Blessuð sé minning Sollu
frænku.
Páll Baldursson.
Það urðu kaflaskil hjá fjöl-
skyldunni í Skuld þegar Friðrik
móðurbróðir (Frissi) kynnti
unnustu sína og verðandi eig-
inkonu, Solveigu Sigurjónsdótt-
ur frá Snæhvammi, árið 1952.
Krökkunum bauð hann á neðri
hæðina með stríðnisglampa í
augum til þess að sjá fallegu
kisuna sína. Það var ekki laust
við smá feimni hjá sumum, en
það átti eftir að breytast eftir
að kynnin urðu meiri. Frissi og
Solla bjuggu á neðri hæðinni en
foreldrar okkar á efri hæðinni
næstu tíu árin með þeim hætti
að aldrei bar skugga á. Mikill
samgangur var á milli hæða og
ófáar ferðirnar á neðri hæðina,
ýmist til að fá eitthvað lánað til
skamms tíma, fara í leiki eða
leita ráða, til dæmis með náms-
verkefni. Maður kom aldrei að
tómum kofanum hjá Sollu enda
var hún hafsjór af fróðleik.
Fjölskyldurnar fluttu svo í ný
húsakynni í byggðarlaginu en
vinskapurinn og samgangurinn
hélt áfram, enda stutt á milli
húsa í litlu bæjarfélagi. Það var
mikið áfall þegar Frissi féll frá
1998, sextíu og átta ára gamall,
enda mikill fjölskyldumaður.
Solla bar harm sinn í hljóði en
missirinn var mikill enda voru
þau mjög náin og samstíga í
öllu sem þau tóku sér fyrir
hendur. Solla flutti á hjúkrun-
arheimilið Uppsali árið 2012.
Móðir okkar flutti einnig þang-
að alfarið um áramótin 2013-
2014. Þær voru mjög nánar alla
tíð og nutu samverunnar þar þó
að áhugamálin væru ólík. Solla
kvaddi svo þessa jarðvist 14.
maí, á afmælisdegi móður okk-
ar sem lést fyrir einu og hálfu
ári. Við viljum þakka Sollu fyr-
ir góð kynni og vitum að það
verður tekið vel á móti henni á
nýjum stað. Við vottum börnum
þeirra og afkomendum samúð.
Vinarkveðja, systkinin frá
Skuld,
Sólmundur, Viðar
og Sólveig.
Solveig
Sigurjónsdóttir
✝ SteingrímurDalmann Sig-
urðsson fæddist á
Dalabæ í Úlfs-
dölum í Eyjafirði
4. janúar 1942.
Hann lést á
Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja 19.
maí 2017.
Foreldrar hans
voru Sigurður
Bjarni Jón Jak-
obsson, f. 24. júní 1901, d. 1.
október 1980, og Þórhalla
Hjálmarsdóttir, f. 4. september
1909, d. 8. desember 1988.
Systkini Steingríms eru: Halla
Kristmunda, f. 1936, Þórður
Rafn, f. 1943, Sigurður Helgi,
Steingrímur ólst upp á Dala-
bæ í Úlfsdölum til átta ára ald-
urs en árið 1950 flutti hann
með foreldrum sínum til Siglu-
fjarðar. Steingrímur byrjaði til
sjós 15 ára gamall. Lauk hann
vélstjóranámi árið 1959 og ár-
ið 1964 útskrifaðist hann frá
Skipstjóra- og stýrimannaskól-
anum. Hann stundaði sjó-
mennsku mestallan starfsaldur
sinn, lengst af sem skipstjóri á
Bjarnarey VE 501. Bjargaði
hann tveimur skipsfélögum úr
sjónum árið 1978 og 1981, en
fyrir það var hann heiðraður
af þáverandi forseta Íslands,
frú Vigdísi Finnbogadóttur, og
sæmdur afreksmerki hins ís-
lenska lýðveldis. Er hann hætti
til sjós fór hann að starfa hjá
Siglingastofnun sem skipaeft-
irlitsmaður í Vestmannaeyjum
og var þar til 69 ára aldurs.
Hann var greindur með Park-
insonsveiki árið 2006.
Útför Steingríms fer fram
frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum í dag, 27. maí
2017, klukkan 11.
f. 1948, og Jak-
obína Ólöf, f. 1931,
d. 2009. Stein-
grímur kvæntist
Guðlaugu Ólafs-
dóttur frá Hvann-
eyri í Vestmann-
eyjum 8. desember
1962. Börn þeirra
eru: 1) Sigurður
Ólafur, f. 1962,
Helgi Þór, f. 1966,
maki Ulla Schjörr-
ing, f. 1970, 3) Sædís, f. 1970,
maki Sigurður Ó. Ólafsson, f.
1962. 4) Sigurrós, f. 1980,
maki Bogi Hreinsson, f. 1980.
Barnabörn Steingríms eru 15
talsins og langafabörnin fjög-
ur.
Mig langar til að minnast
gamla skipstjórans míns. Ég
byrjaði á sjónum með honum
haustið 1978 á Suðurey á síld-
inni, þá var ég að verða 16 ára
gamall og rétt búinn með gagg-
ann. Það voru mikil umskipti frá
skólasetunni, frystihúsavinnunni
og því að vera kominn á sjóinn
þar sem menn voru harðir í horn
að taka og vinnuharkan mikil. Í
mínum huga var Steingrímur
mesta hörkutólið enda sá sem
stjórnaði öllu um borð. Stein-
grímur var mín fyrirmynd í líf-
inu, harður og réttsýnn. Eitt-
hvað hefur kallinn séð í manni
því eftir síldina á Suðurey bauð
hann mér að koma með sér yfir á
Bjarnareyna sem var hans bátur
á síldina en þó með því skilyrði
að ég væri á netunum líka, þar
með voru örlögin ráðin. Ég var
með honum um tíu ára skeið á
Bjarnarey, fyrst sem háseti og
síðar sem stýrimaður, alveg þar
til að ég varð sjálfur skipstjóri og
má því segja með réttu að ég hafi
verið alinn upp hjá Steingrími.
Hann sótti um fyrir mig í stýri-
mannaskólann og kenndi mér öll
þau fræði sem sjómennskan er
og var ég honum ævinlega þakk-
látur fyrir. Mér er mjög minn-
isstætt þegar við vorum saman í
siglingunum á árunum í kringum
áttatíu, það var einn skemmtileg-
asti kaflinn í mínu lífi, þetta voru
góðir tímar hjá okkur báðum,
maður var ungur í hinum stóra
heimi en það var alltaf passað
upp á mann, ég vissi að ég var í
góðum höndum. Það var agi og
regla hjá Steingrími enda voru
aldrei neinar uppákomur hjá
okkur eins og tíðkaðist víða í
siglingunum á þessum tíma. Þeg-
ar leiðir okkar á sjónum skildi og
ég tók við sem skipstjóri, hélt
samstarf okkar að sjálfsögðu
áfram en þá var það aðallega í
gegnum talstöðina, ég bar mikla
virðingu fyrir Steingrími og ég
veit að hún var gagnkvæm. En
það var ekki bara sjómaðurinn
Steingrímur sem var mín fyrir-
mynd, heldur var það líka fjöl-
skyldufaðirinn, mér fannst sam-
band hans og Guðlaugar alltaf
mjög einstakt, þau voru alltaf
svo ánægð með hvort annað,
heimilið fallegt og hamingja
þeirra augljós. Veikindi Stein-
gríms voru erfið og það var ekki
auðvelt að horfa upp á hreysti-
mennið verða sjúkdómnum að
bráð. En minningin lifir um ljúf-
menni sem gat verið hrjúfur á yf-
irborðinu.
Andrés Þorsteinn
Sigurðsson.
Steingrímur
Dalmann
Sigurðsson
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar
GUÐRÚNAR HELGU KARLSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir fá starfsmenn Eirar 3. hæð
norður fyrir einstaka þjónustu og umönnun.
Kristín G. Jónsdóttir
Inga Dóra Jónsdóttir Valur Valtýsson
Guðjón Már Jónsson Ólafía Þórunn Stefánsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
INGIBJÖRG ARNGRÍMSDÓTTIR,
Holtateigi 5, Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð miðvikudaginn
24. maí. Útförin verður auglýst síðar.
Gunnar Kristinsson
Gígja Gunnarsdóttir Ólafur Halldórsson
Úlfar Gunnarsson Vilborg Jóhannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn