Morgunblaðið - 27.05.2017, Qupperneq 35
þegar við sátum og spjölluðum.
Það skipti aldrei máli hvort það
væri eldhúsborð eða Atlantshaf á
milli okkar. Eftir vetur kom sum-
ar og þú gafst mér afskorna
bóndarós og við settumst út á
svalir til að fá smá sól á nebbann.
Og þú varst sól, amma. Amma á
Sunnuvegi. Amma á Sólarvegi.
Húsið sem afi hannaði þannig að
allir gluggar sneru í suður. Og sól-
in sem þú varst hlýjaði manni á
höndunum og stakk svo upp í
mann einu hálf-rauðu, hálf-grænu
jarðarberi úr garðinum. Af því að
allt sem þú komst nálægt óx svo
fallega, við afleggjararnir í fjöl-
skyldunni og afleggjararnir í
moldinni.
Svo loka ég augunum og sé þig
fyrir mér fyrir nokkrum vikum.
Þegar ég kíkti í heimsókn eins og
svo oft og sagði þér í framhjá-
hlaupi að ég væri í vandræðum
með að finna mér hvít föt til að
syngja í á popptónleikum. Þér
fannst það náttúrulega ekki
ganga svo þú, níutíu og fimm ára,
lánaðir mér hvíta skyrtu af þér.
Þannig varstu, amma. Sextíu og
sex ára aldursmunur skipti ekki
máli hjá okkur vinkonunum. Og
þú varst líka besta vinkona mín.
Alltaf. Þó að sólin sé sest skilur
hún eftir sig minningar sem lifa,
hlýjuna sem gleymist aldrei og of-
urfallegt ljós til að lýsa manni
veginn. Þangað til næst, bæjó
spæjó, elsku amma.
Melkorka Sigríður.
Því meir sem amma gaf af tíma
sínum, því meir virtist hún eiga af-
lögu. Það er mikilvægt unglingi
sem vantar einhvern til að hlusta
á heimatilbúnar hugleiðingar sín-
ar um tilveruna. Þá var það alltaf
amma sem hjálpaði manni að
greiða úr flækjunni og sjá sólskin-
ið á ný. Í samtölum við ömmu kom
glöggt fram hversu næm hún var
á mannskepnuna þótt fjölmargar
kynslóðir skildu okkur að. Tvítug
kynntist hún manninum í lífi sínu
og saman byggðu þau sér hús í
jaðri stærsta skrúðgarðs borgar-
innar; í Laugardalnum, sem var
svo sem viðeigandi þar sem allt
blómstraði í höndunum á ömmu.
Þegar við skondruðumst á ferðum
okkar um Grasagarðinn gat hún
nefnt hverja einustu jurt með
nafni eins og hún væri gamall
kunningi.
Þegar afi teiknaði húsið þeirra
hugsaði hann borðstofugluggann
þannig að vetrarsólin næði inn um
gluggann á afmælisdegi ömmu,
21. janúar. Þá kom vorið á Sunnu-
vegi 25. Það hlaut að vera þess
vegna sem alltaf var svo bjart yfir
henni, töldum við, svo mikil feg-
urð. Amma var vön að mála þá
veggi sem þurfti að mála og þegar
hún var á níræðisaldri kom ég að
henni þar sem hún var búin að
draga fram stól til að lappa upp á
sólgulan vegg. Því til hvers væri
lífið ef ekki er nægilega mikið af
birtu í því?
Arndís Lóa.
Okkur systkinin langar til að
minnast og kveðja elsku ömmu
okkar með nokkrum orðum.
Amma á Sunnó eins og við köll-
uðum hana var falleg bæði í útliti
og innræti. Hún hafði einlægan
áhuga á öllu sem við gerðum og
fylgdist vel með fólkinu sínu og
var stolt af því. Áður fyrr voru all-
ir saman komnir á aðfangadags-
kvöld hjá henni og afa. Þvílíkt fjör
og góður matur og stóra stofan
þeirra full af pökkum. Við höldum
í hefðina og borðum sama mat um
jólin og rifjum upp góðar minn-
ingar. Hún bakaði heimsins bestu
rjómapönnsur og oftast átti hún
súkkulaðirúsínur og ávaxtahlaup
falið í skáp, sem hún hélt að okkur
þætti gott. Það var alltaf notalegt
og gaman að vita af ömmu og afa í
Suðurkotinu sínu þegar við vorum
fyrir austan. Hún var yndisleg
amma og við kveðjum hana með
söknuði og djúpu þakklæti fyrir
allt.
Bjarni Óskar, Guðný Vala, Ey-
rún Anna og Elín Lára.
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017
✝ Guðni ÓskarGestsson fædd-
ist í Vest-
mannaeyjum 28.
janúar 1929. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut í Reykjavík
4. maí 2017.
Foreldrar hans
voru Gestur Gísla-
son, f. 26. júlí 1906,
d. 4. ágúst 1994, og
Guðrún Ragnhildur Guðmunds-
dóttir, f. 17. janúar 1906, d. 12.
október 1984. Systkini Guðna
sammæðra: Sigurgeir, f. 1931,
d. 1940, Haraldur Sigurgeir, f.
1942, d. 1942, Karítas, f. 8. jan-
úar 1944, og Sigurrós, f. 1947,
d. 1947. Systkini samfeðra: Sól-
rún, f. 14. desember 1930, Gísli,
f. 25. maí 1941, og Sigrún Edda,
f. 15. desember 1947, d. 24. júlí
2003. Guðni kvæntist 28. janúar
1953 Guðbjörgu Stellu Ög-
mundsdóttur, f. 11. október
afabörn. c) Ögmundur Jón, f.
28. maí 1966, maki Elísabet G.
Þorsteinsdóttir, f. 3. ágúst 1967,
börn þeirra eru: 1) Guðbjörg
Stella, f. 5. ágúst 1991. 2) Fjóla
Ósk, f. 3. ágúst 1994. 3) Krist-
ófer Örvar, f. 1. apríl 1996.
Guðni Óskar ólst upp í Vík í
Mýrdal. Hann stundað hefð-
bundið nám við Víkurskóla og á
unglingsárum flutti hann til
Reykjavíkur, þar gekk hann í
Austurbæjaskólann og fermdist
í Dómkirkjunni. Guðni starfaði
lengi sem bifvélavirki á bíla-
verkstæði Verslunarfélags
Vestur-Skaftfellinga og árið
1972 hóf hann að keyra vöru-
bíla hjá Kaupfélagi Vestur-
Skaftfellinga og lauk þar starfs-
ferli sínum. Guðni og Stella
keyptu árið 1958 húsið Fögru-
brekku í Vík í Mýrdal og
bjuggu þau þar til ársins 2009
en þá fluttu þau til Reykjavík-
ur. Guðni var mikill útivist-
armaður og hafði gaman af
veiðiskap. Einnig hafði hann
yndi af ferðalögum með eig-
inkonu og fjölskyldu bæði inn-
anlands og utan.
Útför Guðna fór fram í kyrr-
þey frá Lindakirkju í Kópavogi
11. maí 2017.
1933. Foreldrar
hennar voru Ög-
mundur Ólafsson f.
6. júní 1894, d. 29.
september 1995, og
Guðrún Jónsdóttir,
f. 17. maí 1899, d.
16. mars 1992.
Börn Guðna og
Stellu eru: a) Guð-
rún Dröfn, f. 18.
mars 1954, maki
Sigþór Ingvarsson
sonur þeirra er Guðni Hans, f.
9. ágúst 1995. b) Sigrún Harpa,
f. 12. mars 1958, sambýlis-
maður Guðmundur Þ. Ragn-
arsson, f. 19. október 1957.
Dóttir Sigrúnar Hörpu og
Bjartmars Guðlaugssonar er
Elma Björk, f. 12. desember
1978, maki Orri Pétursson, f. 7.
júní 1973, börn þeirra eru: 1)
Tristan Máni, f. 20. júní 2007. 2)
Sara Mist, f. 29. júní 2011. 3)
Styrmir Orri, f. 31. október
2013. Guðmundur á 3 börn og 5
Af þér er ég kominn undursamlega
jörð:
eins og ljós skína augu mín á blóm þín
eins og snjór lykja hendur mínar um
grjót þitt
eins og blær leikur andardráttur minn
um gras þitt
eins og fiskur syndi ég í vatni þínu
eins og fugl syng ég í skógi þínum
eins og lamb sef ég í þínum mó.
Að þér mun ég verða undursamlega
jörð:
eins og sveipur mun ég hverfast í
stormi þínum
eins og dropi mun ég falla í regni þínu
eins og næfur mun ég loga í eldi
þínum
eins og duft mun ég sáldrast í þína
mold.
Og við munum upp rísa undursamlega
jörð.
(Jóhannes úr Kötlum)
Kærar þakkir, stóri bróðir,
fyrir hlýjuna og húmorinn.
Þinn
Gísli Gestsson.
Elsku pabbi minn, það er tóm-
legt að hitta þig ekki eða tala við
þig daglega eins og ég hef gert
undanfarin ár. Ég sakna þín, nú
eru kaflaskipti í lífinu en hjarta
mitt er fullt af þakklæti, ég er svo
þakklát fyrir að hafa átt svona
góðan og yndislegan pabba. Sam-
skipti okkar einkenndust af
hreinskilni og miklum kærleika.
Svei mér þá ef þér tókst ekki að
láta okkur þrjú systkinin halda
að þú elskaðir hvert og eitt okkar
mest, sem er ótvíræður hæfileiki.
Þegar ég hugsa til baka til
barnæskunnar eru sunnudagarn-
ir þegar við vorum heima í Vík-
inni eftirminnilegir, þá tókstu þér
alltaf frí og gerði eitthvað
skemmtilegt með okkur, við fór-
um í bíltúra og stundum var farið
að veiða í Heiðarvatni eða Dyr-
hólaósnum. Alltaf fengum við
systkinin að taka þátt í öllu sem
þið mamma voruð að gera, enda
hefur það komið sér vel. Lært
hjálparleysi var ekki í boði og þú
sagði alltaf að stelpur gætu gert
það sama og strákar.
Þegar ég var unglingur gafstu
mér tvö heilræði „ef þú ferð eftir
hjartalaginu þá vegnar þér vel,
því sök bítur sekan“ og svo réttir
þú fram höndina og sagðir „þú átt
eitt fjöregg, ef þú missir það þá
brotnar það, passaðu það“. Það
var alltaf gaman að ræða við þig
um lífið og tilveruna, þú varst
fljótur að greina kjarnann frá
hisminu. Fyrir stuttu þegar þú
varst heima vorum við að ræða
málin, þá spurði ég þig að því
hvort ég hefði átt að vera strákur,
þá snérir þú þér snöggt að mér
og sagðir „já en það eru bestu
mistökin sem ég gerði í lífinu“.
Er hægt að fá meira hrós?
Mikið er ég þakklát þér og
mömmu hvað þið voruð dugleg að
aðstoða mig með Elmu Björk
þegar ég var að klára að mennta
mig og koma okkur upp heimili.
Eftir að þið fluttuð til Reykjavík-
ur tókuð þið líka þátt í að aðstoða
með hennar börn þegar á þurfti
að halda, þetta er ómetanlegt í
öllum skilningi.
Ég get ekki sleppt að minnast
á samband ykkar Guðmundar,
þar ríkti vinátta og gagnkvæm
virðing, þú þakkaðir honum mik-
ið og oft fyrir það hvað hann var
ykkur mömmu hjálplegur og sér-
staklega góður afi langafabörn-
unum sem er aðdáunarvert. Þú
varst alltaf þakklátur fyrir allt
sem fyrir þig var gert.
Fyrir fjórum árum fórum við
og Guðmundur í síðustu veiði-
ferðina okkar saman upp á
Ferjukotseyrar, þessi dagur er
ógleymanlegur. Þú hafðir varla
sofið í tvær nætur af spenningi og
dagana fyrir dundað við að fara í
gegnum veiðidótið. Það var svo
gaman, myndin sem var tekin af
okkur í veiðigallanum segir
meira en mörg orð.
Ég vil trúa því að við hittumst
síðar, ég ætla að nota sömu
kveðjuna sem þú notaðir svo oft
„ég bið að heilsa yfir hópinn“.
Guð geymi þig, elsku pabbi
minn, og takk fyrir allt og allt.
Þín dóttir,
Sigrún Harpa.
Elsku besti afi minn.
Ég var ekki nema 4 ára gömul
þegar ég stóð við hliðina á þér
inni á Múlakaffi og sagði öllum að
ég ætti besta afa í heimi. Ég sagði
það þá og er enn í dag sannfærð
um að ég átti besta afa í heimi.
Þetta eru skrýtnir dagar, ég veit
ekki hvað ég á að mér að gera í
hádeginu því ég sakna þess að
koma ekki og hitta þig. Þessar
stundir okkar í hádeginu á spít-
alanum voru mér svo kærar. Mik-
ið langar mig að heyra þig segja
einu sinni enn: „Guð blessi þig,
elskan mín.“
Þrátt fyrir sorgina er ég þakk-
lát fyrir að hafa verið svo heppin
að eiga afa eins og þig. Ég naut
forréttinda og var eina barna-
barnið ykkar ömmu til 13 ára ald-
urs, hjá ykkur eyddi ég stórum
hluta æskunnar. Þig munaði ekki
um að koma á vörubílnum og
sækja mig eftir skóla á föstudög-
um og leggja af stað aftur með
mig í bæinn frá Vík kl. 5 á mánu-
dagsmorgnum svo ég næði á rétt-
um tíma í skólann. Allt til þess að
við gætum átt helgina saman.
Þú varst stóri kletturinn í lífi
mínu, gladdist með mér yfir sigr-
um stórum sem smáum, veittir
mér styrk þegar á móti blés og
elskaðir mig svo heitt. Þú varst
svo hlýr. Þú taldir mér trú um að
ég gæti allt, það væri bannað að
gefast upp og til þess að ná ár-
angri þyrfti maður að leggja á
sig. Þú hikaðir ekki við að leggja
á þig fyrir mig og fannst ekki
mikið mál að koma keyrandi úr
Vík til að gera við Skodann minn
úti á bílaplani í Teigaselinu í
frosti. Þú lofaðir mér að halda
bílnum gangandi og auðvitað
stóðstu við það, því þú lofaðir
engu sem þú gast ekki staðið við.
Við áttum margar skemmti-
legar stundir saman, þú hafðir
alltaf gaman af því þegar ég var
að grínast í þér og ég gat alltaf
látið þig hlæja. Mesta fjörið var
oft í vörubílnum, þá söng ég fyrir
þig og mér var alveg sama hversu
langt við þurftum að fara með
vörur því það var alltaf svo gam-
an. Þegar ég komst á unglings-
árin var minna um söng en meira
spjallað um tískuna og tíðarand-
ann og ég þurfti að eignast hitt og
þetta. Þegar við komum svo í
Teigaselið kysstir þú mig bless
og oftar en ekki laumaðir þú að
mér peningum sem þú varst
hættur að getað notað. Hún stóra
þín kunni lagið á þér.
Ég veit að þú gerðir allt fyrir
mig og ég vona að ég hafi getað
launað þér það þegar þú þurftir á
mér að halda. Síðustu stundina
okkar geymi ég í hjarta mér, þú
horfðir í augun á mér með fallegu
bláu augunum þínum og ég söng
fyrir þig lagið okkar í síðasta
skipti.
Alveg eins og afi sinn
bísperrtur montrassinn
það er nú ekki sem verst.
Hann skopast að sjálfum sér
lætur allt eftir þér
sem þér þykir best.
(Höf. Bjartmar.)
Takk fyrir að vera alltaf til
staðar fyrir mig, fyrir alla aðstoð-
ina með börnin og fyrir að vera
börnunum mínum ómetanlegur
langafi. Þú varst stoltur af þeim
og sagðir oft að jafnvel þó að við
hefðum getað lagt inn pöntun, þá
hefðum við aldrei náð að panta
svona eintök.
Sara gerði ferðalagið þitt svo
fallegt. „Mamma, nú fer afi í
Fjarskaland þar sem allt er svo
fallegt, þá getur hann valið sér
ævintýrið sem hann vill vera í.“
Við minnumst þín á hverjum degi
með þakklæti fyrir að hafa fengið
að vera samferða þér í gegnum
lífið. Við vitum að þú vakir yfir
okkur og við pössum ömmu fyrir
þig.
Góða ferð í Fjarskaland, elsku
hjartans afi minn, í Fjarskalandi
er fallegt. Veldu þér ævintýri við
hæfi og þegar við hittumst aftur
treysti ég að þú hafir hlutverk
fyrir mig.
Þín
Elma.
Guðni Óskar
Gestsson
Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna fráfalls
eiginmanns, föður, afa og langafa,
GEIRHARÐS JAKOBS
ÞORSTEINSSONAR
arkitekts.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á V4
hjúkrunarheimilinu Grund fyrir einstaka alúð
og umönnun síðastliðin 3 ár.
Guðný Helgadóttir
Þorsteinn, Helgi, Kormákur
og Halldóra Geirharðsbörn
tengdabörn, afa- og langafabörn
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
ÞÓRARINS BJARNASONAR,
Stekkjarhvammi 46,
Hafnarfirði.
Kristín Karólína Stefánsdóttir
Bjarni Þórarinsson
Ragnhildur Þórarinsdóttir Sigurður Þorsteinn Guðjónss.
Guðbjörg Þórarinsdóttir Bjarni Antonsson
og barnabörn
✝ Kjartan LárusPétursson fædd-
ist í Eskifjarðarseli 1.
nóvember árið 1930.
Hann lést 2. apríl
2017.
Hann var sonur
Lovísu Jóhanns-
dóttur, frá Áreyjum,
og Péturs Kjart-
anssonar.
Lovísa var áður
gift Friðriki Eyjólfs-
syni og áttu þau tvö börn; Jó-
hönnu og Karl og eru þau bæði
látin.
Var Kjartani komið, á öðru
ári, í fóstur til þeirra hjóna Auð-
bergs Benediktssonar og Guð-
rúnar Sigríðar Sveinsdóttur í
Bröttuhlíð og þar eignaðist hann
fóstursystkinin Svein, Línu og
Gunnar. Þau eru nú öll látin.
Kjartan stundaði sjóinn frá
unglingsaldri. Hann varð bóndi
að Eyri í Reyðarfirði og síðar
Áreyjum Reyðarfirði. Gerði hann
oftast út trillu ásamt búskapnum.
Dótturina Hafdísi eignaðist
Kjartan með Guðrúnu Sveins-
dóttur. Hafdís er búsett í Reykja-
vík, gift Gunnari Þórðarsyni og
eiga þau þrjú börn og fjögur
barnabörn. Guðrún lést árið
1991.
Um 1950 kynnt-
ist Kjartan
danskri stúlku,
Sigríði Maríu
Níelsdóttur. Sig-
ríður og Kjartan
giftu sig 9. júlí árið
1953. Fæddust
þeim fjórar dætur.
Kjartan og Sigríð-
ur skildu. 1) María
Lovísa, sem búsett
er í Reykjavík, í
sambúð með Leó Óskarssyni og á
María einn son og eitt barnabarn.
2) Guðrún Jóhanna, búsett á Eg-
ilsstöðum. Á hún fjögur börn
með Svavari Valtýssyni, sem hún
áður var gift og barnabörnin eru
fjögur. 3) Karen Auðbjörg, bú-
sett á Reyðarfirði, gift Þórði
Sveinssyni, eiga þau þrjú börn og
fimm barnabörn. 4) Anna Jörg-
ína, búsett í Reykjavík. Var gift
Óskari Guðmundssyni, er lést af
slysförum. Áttu þau saman tvo
syni. Anna á tvö barnabörn. Síð-
ar giftist Anna, Osi Carvalho og
eiga þau tvö börn.
Sambýliskona Kjartans seinni
árin var Guðríður Valdimars-
dóttir og bjuggu þau á Eskifirði
lengst af.
Útför Kjartans fór fram frá
Eskifjarðarkirkju 9. apríl 2017.
Dugandi eljumaður og indæll
drengur hefur kvatt okkur og það
er sannur söknuður í huga okkar
Hönnu. Alveg sérstaklega minn-
ist Hanna þeirra ljómandi sam-
skipta við síldarsöltun heima, þar
sem Kjartan var hinn vaski og
verkfúsi maður eins og alls stað-
ar, lipur mjög og elskulegur í
annríki daganna. Við síðustu
samfundi þeirra talaði hann ein-
mitt um það hvað hann hlakkaði
til að fara að róa frá Mjóafirði á
trillunni sinni í sumar. Alltaf
sama iðjusemin, alltaf jafn tilbú-
inn til vænna verka. Kjartan var
af kjarnafólki kominn úr Kálkin-
um svokallaða í Reyðarfirði og
eignaðist beztu eðliskosti fólksins
síns. Hann var gjarnan glaðbeitt-
ur í framkomu, og einkar vel lát-
inn, átti góða frásagnargáfu og
var ákveðinn í skoðunum, harður
sjálfstæðismaður lengst af, gagn-
rýninn á það sem honum þótti
mega fara betur, enda fjarri því
að vera nokkur jábróðir. Kjartan
var afar verkhagur maður, hvert
sem litið var: Til verka í landi, til
bústarfa og ekki sízt til sjó-
mennskunnar sem ég held að
hann hafi haft á mestar mætur.
Hann var farsæll bóndi á
kostajörð á svo margan hátt en
erfiðri einnig, alveg sér í lagi til
smalamennsku og þar átti hann
Kjartan ófá sporin í gegnum árin.
Hann var mikill fjölskyldu-
maður, dætur hans sem ég
kenndi voru elskar að föður sín-
um og gagnkvæm var væntum-
þykjan svo sannarlega.
Kjartan kveðjum við Hanna í
þökk fyrir gjöful samskipti, hann
var mætur og góður granni,
raungóður og hreinskiptinn og
bar alltaf með sér hressandi blæ,
þó oft væri erfiði hans mikið, þeg-
ar í raun var verið í mörgum hlut-
verkum, en örugglega hefur sær-
inn alltaf seitt hann, þennan
verkfúsa sómadreng.
Öllu hans fólki eru einlægar
samúðarkveðjur sendar. Þar fór
góður drengur og gegn á langri,
farsælli göngu um lifið. Blessuð
sé kær minning Kjartans.
Hanna og Helgi Seljan.
Kjartan Lárus
Pétursson