Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2006, Blaðsíða 20

Freyr - 01.09.2006, Blaðsíða 20
Hætti mjólkurframleiðslu og breytti fjósinu í geymslu fyrir tjaldvagna og fellihýsi Á bænum Hlöðutúni í Stafholts- tungum í Borgarfirði búa hjónin Sæunn Elfa Sverrisdóttir og Brynjólfur Guðmundsson ásamt fjórum börnum sínum. Fyrir rúmu ári tóku þau ákvörðun um að hætta kúabúskap, seldu bústofninn, greiðslumark og tæki og breyttu fjósinu í geymslu fyrir tjaldvagna og fellihýsi. Mörgum hefur eflaust brugðið í brún því fjósið í Hlöðutúni var ekki nema fimm ára gamalt og vel tækjum búið. „Það var ekki einföld ákvörðun að hætta kúabúskapnum. Aðalástæðan var sú að skuldsetningin var orðin helst til mikil til að búið skilaði ásættanlegri afkomu eftir uppbyggingu. Faðir minn og afi bjuggu báðir á þessari jörð svo hér hafa kynslóð- irnar alist upp við bústörfin. Við tókum fjósið í notkun í febrúar árið 2000 og vor- um með mjólkurframleiðslu í því í fimm ár. Kvótaverð hækkaði um tæpar 100 krónur á lítrann á meðan við byggðum og enn frekari hækkun sem kom í kjölfarið gerði okkur kleift að hætta og losa um skuldirnar. Við veltum því fyrir okkur hvað væri hægt að gera við húsin eftir að við hættum með kýrnar því eitthvað verður að nota húsin því það kostar sitt að eiga þau. Okkur fannst þrír möguleikar vera í stöðunni. ( fyrsta lagi að breyta þessu í geymslu fyrir tjaldvagna og fellihýsi, í öðru lagi að breyta húsinu i hesthús og leigja út aðstöðu þar eða í þriðja lagi að breyta því í gistirými. Sá síðasti hefði orðið mjög dýr svo það var ráðist I fyrsta kostinn." Geymslureksturinn er langt því frá svo umfangsmikill að hægt sé að lifa af honum einum og sér, segir Brynjólfur. Brynjólfur Guðmundsson, bóndi í Hlöðutúni, stendur í miðri geymslunni. Verið er að útbúa milliloft en gömul bílalyfta sér um að koma tjaldvögnunum upp á skörina. Hann sinnir ýmsum störfum og ekki kvart- ar hann undan verkefnaleysi þó kýrnar séu farnar. Auk þess að reka geymsluna starfar Brynjólfur við skólaakstur, viðhald á hitaveitunni og leðurviðgerðir. Einnig sér hann um tæki ræktunarsambandsins og þjónustar sumarbústaðabyggðirnar I kring. Hlöðutún á hlut I Norðuránni en að sögn Brynjólfs falla alltaf einhver störf í kringum veiðifélagið. Sæunn Elfa starfar utan búsins og er I fullu starfi við grunn- skólann á Varmalandi. BREYTINGAR Á FJÓSINU Breyta þurfti fjósinu að hluta til þess að geta hýst tjaldvagna og fellihýsi. Byrjað var á að rífa allt út sem tengdist kúnum og síðan voru húsin þvegin hátt og lágt. Haughúsið var tekið undir geymslu og þar þurfti að beita róttækum aðgerðum í þrifum. „Ég þreif hús- in vel með 200 bara dælu með hitaelementi sem gaf um 70-80 gráðna heitt vatn. Þetta var heilmikið verk en eftir spúlið setti ég ensím á veggina til þess að losna við lyktina. Efnið heitir Odorite og fæst hjá fyrirtækinu Kemi. Þetta gekk vel fyrir sig og lyktin hvarf furðufljótt. Eftir að rakinn var farinn málaði ég kjallarann og gólfbitana í Ijósum lit. Ég leigði mér málningarsprautu og síðan var allt sett í gang. Ætli það hafi ekki farið um 230 lítrar af málningu á þetta í heildina." Einnig sagaði Brynjólfur stórt hurðagat á kjallarann þar sem nú er vönduð hurð. Þá Fjósið í Hlöðutúni var tekið í notkun árið 2000 og breytt í tjaldvagnageymslu árið 2005. 20 FREYR 09 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.