Freyr - 01.09.2006, Blaðsíða 30
SVÍNARÆKT
Svínarækt
Afurðir svína eru fyrst og fremst
kjöt en einnig slátur (hausar, lifur,
hjörtu, nýru og mör). Samkvæmt
gjaldstofni til búnaðargjalds fyrir
tekjuárið 2004 voru verðmæti svína-
afurða um 1.078 milljónir króna eða
5,4% af heildargjaldstofni.
Eldi grísa án gyltna hefur fest sig í sessi.
Af 3.645 gyltum eru grfsir undan a.m.k.
1.000 gyltum alltaf færðir frá og aldir upp
á öðrum stað en í upprunahjörð. Dæmi
eru einnig um að hluti eldri fráfærugrisa
á upprunahjörð sé seldur á önnur bú til
uppeldis. Þetta getur verið hagkvæmt
ef rými er meira fyrir gyltur en grísi á
búinu. Hönnun rekstrarfyrirkomulags hef-
ur einnig breyst á nokkrum búum þar
sem eldisrými hefur verið breytt í aðstöðu
fyrir gyltur. Kostur þess að ala upp grisi
á öðrum stað en í upprunahjörð er m.a.
öryggi m.t.t. sjúkdóma. Önnur sjónarmið
hafa einnig áhrif á þessa þróun, m.a.
landrými fyrir áburð. Tafla 2 sýnir fjölda
svínabúa, fjölda gyltna og meðalbústærð
2001-2005.
RÆKTUNARSTARF
Skýrsluhald er grunnurinn að skipulegu
ræktunarstarfi í svínarækt líkt og f öðrum
búgreinum. Meirihluti svínabænda notar
forritið AgroSoft WinSvin eða önnur for-
rit beint eða óbeint i ræktunarstarfinu,
en það gefur nákvæmar upplýsingar um
helstu rekstrarþætti búsins, vaxtarhraða
sláturgrísa, fóðurnotkun, fjölda fæddra
grisa i goti, fjölda fráfærðra grísa í hverju
goti, frjósemi gyltna o.fl.
Sem dæmi um framfarir í svínaræktinni
má nefna að vaxtarhraði eldisgrísa hefur
aukist verulega undanfarin ár og má sjá á
einstaka búum vaxtarhraða á bilinu 850-
950 g á dag frá 30 kg þyngd til slátrunar.
Þetta er sambærilegur árangur og meðal-
talsárangur hjá svínabændum í Danmörku
og Noregi. Frjósemi gyltna hefur einnig
aukist og eru dæmi um 24-26 fráfærða
grísi á hverja ársgyltu. Algengt er að hver
gylta skili 18-22 sláturgrísum á ári eða
1.350-1.650 kg af kjöti.
Svín voru flutt inn frá Noregi 17. des-
ember 2004. Eftir rúmlega þriggja mánaða
einangrunartíma ( Hrísey voru síðustu dýrin
afhent þaðan 30. mars 2005. Rúmlega
200 svínum var dreift á 13 svínabú.
Tafla 1. Nokkrar kennitölur svínabúa með gyltur og svínabúa með eldisgrísi.
Vorskoðun 2005.
Landið Landshlutar
Fjöldi s - sv V N A - SA
Gyltubú* 17 9 2 4 2
Eldisbú** 5 2 2 1 0
Samtals bú 22 11 4 5 2
Gyltur (vorskoðun) 3.645 2.454 607 563 21
Meðalstærð í gyltum 214,4 272,6 303,5 140,7 10,5
Geltir 92 57 17 14 4
Grísir 36.006 16.207 13.946 5.637 216
Landið
Stærð gyltubúa Alls 1 -50 51 - 100 101 - 200 201 - 680
Fjöldi 17 4 2 5 6
Stærð eldisbúa, fjöldi grísa Alls < 500 gr. 500 - 2000 gr. > 2000 gr.
Fjöldi 5 2 2 1
Gyltubú* = Gyltur og grísir Eldisbú** = Eingöngu grísir
Tafla 2. Fjöldi svínabúa og ásett svín
2001-2005 (bú einungis með grísi í svig-
um)
Ár Svínabú fjöldi Fjöldi gyltna Meðal bústærð gyltur
2001 31 4.561 147,1
2002 21 (+ 5) 3.945 187,8
2003 17 (+7) 3.964 233
2004 16 (+6) 3.553 231,2
2005 17 (+5) 3.645 214,4
Svínaræktarfélagið er áfram i samstarfi
við Norsvin International í Noregi og greið-
ir árgjald sem veitir félaginu sama rétt og
norskum svínabændum til kaupa á kynbóta-
dýrum.
Eftir viðræður við Norsvin International á
árinu ákvað fagráð S.F.I. að breyta um aðferð
við endurnýjun svína hér á landi. Samþykkt
var að hver og einn svínabóndi skyidi hafa
sinn landrasakjarna (LL-gyltur) sem viðhaldið
væri með sæðingum úr innfluttum göltum
frá Noregi. I þeim tilgangi verða í fyrstu flutt-
ar inn LL-gyltur og þeim dreift á svínabúin eft-
ir einangrunartíma í Hrísey. Þegar nægilega
margar gyltur hafa verið fluttar inn (10% af
heildarfjölda gyltna í landinu) lýkur innflutn-
ingi á þeim en við tekur innflutningur á LL-,
YY- og LD-göltum. Gert er ráð fyrir að þessi
innflutningur verði stöðugur eða helst tvisvar
sinnum á ári i þeim tilgangi
- að sæða LL-gyltur með LL-sæði svo við-
halda megi LL-stofni,
- að sæða LL-gyltur með YY-sæði svo fram-
leiða megi LY-gyltur
- að sæða LY-gyltur með LD-sæði svo fram-
leiða megi LYLD-eldisgrísi
30
FREYR 09 2006