Freyr - 01.09.2006, Blaðsíða 32
SAUÐFJÁRRÆKT
Starfsemi sauðfjár-
sæðingastöðvanna
árið 2005
IEftir Jón Viðar
Jónmundsson,
Bændasamtökum
íslands
Einn lykilþáttur við framkvæmd kyn-
bótastarfs í sauðfjárrækt hér á landi
er skipulögð og markviss dreifing á
besta erfðaefninu um allt land með
hnitmiðaðri notkun sauðfjársæð-
inga. Vegna þeirra hamla sem eru
á flutningi á lifandi fé á milli búa
og landsvæða er þessi starfsemi sér-
staklega mikilvæg.
Nú eru reknar tvær fastar sæðingastöðvar,
önnur á vegum Búnaðarsambands Suður-
lands í Laugardælum en hin á vegum Bún-
aðarsamtaka Vesturlands í nágrenni Borgar-
ness. Frá þessum stöðvum er sæði dreift til
fjárbúa um allt land. Til viðbótar notkunar
á fersku sæði, sem er enn aðalnotkunin,
hafa stöðvarnar síðustu þrjú árin staðið að
þróunarstarfi í sambandi við notkun á djúp-
frystu sæði.
ENDURNÝJUN Á HRÚTASTOFNI
Samfara miklum erfðaframförum í fjárstofn-
inum verður ör endurnýjun á hrútastofni
stöðvanna. Eftirtaldir hrútar voru felldir
eða drápust af ýmsum ástæðum á árinu
2005 (nánar um afdrif í hrútaskrá): Lækur
97-843, Boli 99-874, Glæsir 98-876, Eir
00-881, Blesi 98-884, Kúði 99-888, Dreitill
00-891, Seðill 01-902, Gári 02-904, Spakur
00-909, Snær 01-915, Ægir 01-916, Alad-
ín 00-917, Kóngur 02-920, Roði 00-921,
Trassi 99-925, Vestri 01-927 og Glópur
00-930.
Til endurnýjunar á hrútakosti stöðvanna
kom mikill hópur föngulegra gripa og voru
það eftirtaldir hrútar: Tumi 02-934 frá Mið-
dalsgröf, Móri 02-935 frá Heydalsá (fenginn
í Bræðrabrekku), Múkki 03-936 frá Kambi
(fenginn í Gautsdal), Kútur 03-937 frá Hey-
dalsá, Rússi 03-938 frá Stóra-Fjarðarhorni,
Tígull 04-939 frá Smáhömrum (forystuhrút-
ur), Lubbi 01-940 frá Breiðabólsstað, Virki
02-941 frá Hofsstöðum, Oddur 02-942 frá
Þóroddsstöðum, Kjalvar 02-943 frá Kjalvar-
arstöðum, Lási 02-944 frá Bergsstöðum,
Lundi 03-945 frá Bergsstöðum, Busi 03-
946 frá Bergsstöðum, Dregill 03-947 frá
Hagalandi, Mangó 03-948 frá Presthólum,
Fjarki 03-949 frá Dal (ferhyrndur), Gaddur
04-950 frá Hesti, Mfmir 04-951 frá Hesti
og Bramli 04-952 frá Hesti. Þess er vænst
að sem flestir þeirra eigi eftir að vinna til
mikilla afreka í ræktunarstarfi islensks sauð-
fjár á næstu árum. ítarlegar upplýsingar um
þessa kappa er að finna i veglegri hrútaskrá
stöðvanna.
YFIR 30 ÞÚSUND ÆR SÆDDAR
Meðan sæðingarnar stóðu yfir í fyrri hluta
desember var tíðarfar hagstætt starfseminni
um allt land og engin teljandi vandamál
sköpuðust í sambandi við dreifingu sæð-
isins. Þátttaka í starfseminni var meiri en
nokkru sinni. Þó að aukningin frá fyrra ári
teljist aðeins í hundruðum áa sem sæddar
voru þá nægði hún til að í fyrsta skipti voru
á einu ári sæddar yfir 30 þúsund ær á land-
inu. Með fersku sæði voru sæddar 14.923
ær frá stöðinni I Borgarnesi og 13.314 frá
stöðinni í Laugardælum. Alls voru sæddar
2.213 ær með djúpfrystu sæði sem kom
úr hrútum af báðum stöðvunum. Þannig
voru samtals sæddar 30.450 ær á landinu í
desember 2005. Engar tölulegar upplýsing-
ar liggja fyrir um árangur en það sem heyrst
hefur gefur vísbendingar um að hann hafi
í heild verið góður þó að eins og ætíð sé
hann verulega breytilegur á milli búa.
Ætíð er mikill breytileiki í notkun einstakra
hrúta þó að öll reynsla sýni og segi að hrúta-
stofn stöðvanna hefur á allra síðustu árum
orðið miklu samstæðari að gæðum. í dag
bjóða stöðvarnar mjög breitt úrval kostamik-
illa hrúta sem flestir eiga skilda mikla notk-
un. Til viðbótar vinsældum einstakra hrúta
þá hefur einnig áhrif að hrútarnir eru mjög
breytilegir sæðisgjafar. Einstaka hrútur fær
af þeirri ástæðu ekki meiri notkun en raun
ber vitni. Að þessu sinni var einn hrútur sem
alveg brást sem sæðisgjafi en það var Tumi
02-934 og eins brást Múkki 03-936 nær
alveg sem slíkur.
ÞÚSUND SKAMMTA MARKIÐ
Hrútarnir sem náðu þúsund skammta
markinu í útsendingu á fersku sæði frá
stöðinni í Borgarnesi voru þessir;
Gaddur 04-950 2022 skammtar
Lásl 02-944 1738 skammtar
Lundi 02-945 1667 skammtar
Rússi 03-938 1379 skammtar
Týr 02-929 1321 skammtr
Þokki 01-878 1234 skammtar
Ormur 02-933 1216 skammtar
Áll 00-868 1151 skammtar
Lóði 00-871 1050 skammtar
Langidalur 01-931 1016 skammtar
Á stöðinni í Laugardælum voru það hins
vegar eftirtaldir hrútar sem náðu þessu
marki;
Lómur 02-923 1635 skammtar
Hylur 01-883 1515 skammtar
Mímir 04-951 1360 skammtar
Mangó 03-948 1185 skammtar
Móri 02-935 1125 skammtar
Partur 99-914 1035 skammtar
32
FREYR 09 2006