Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2006, Blaðsíða 14

Freyr - 01.09.2006, Blaðsíða 14
SAUÐFJÁRRÆKT Einkunnir sæðinga- stöðvahrútanna haustið 2006 Á hverju hausti hefur verið miðlað til sauðfjárbænda nýjustu niðurstöð- um um reynslu hrútastofnsins sem er á sæðingastöðvunum. Minnt er á það að þær tölulegu upplýsingar sem eru í sviga byggja á gögnum um afkvæmi í heimafélagi (þaðan sem hrúturinn kom á stöð) en hitt eru upplýsingar um afkvæmi tilkom- in við sæðingar. Þá eru uppiýsingar um sláturlömb undan hrútunum fyrir mörg ár. Upplýsingar um dætur eru hins vegar aðeins fyrir ær sem eru tilkomnar við sæðingar á árinu 2005. Þess vegna eru sumir yngstu hrútanna á stöð þar sem hér er aðeins um að ræða upplýsingar fyrir veturgamlar dætur. Upplýsingar um stöðvarhrútana eru í mörg- um tilvikum afar yfirgripsmiklar. Mikið er um að afkvæmafjöldi þeirra hafi löngu Loftræstikerfi fyrir gripahús ís — Sími 586 8327 -www.ismork.is Hylur 01-883 gaf áberandi jákvæð frávik í fallþunga lamba haustið 2005 sprengt mörk þeirra gömlu forrita sem halda utan um þessar upplýsingar skýrslu- haldsins, en það á við um sláturlömb hjá hrútum sem skráðir eru með 2.300 lömb og fyrir dætrahópana þegar fjöldi er skráður 901. í þessum tilvikum eru afkvæmahópar viðkomandi hrúts enn stærri. Hér skal ekki fjölyrt um einkunnir hrút- anna fyrir sláturlömb. Margoft hefur verið á það bent að hrútarnir á stöðvunum eru undantekningarlítið reyndir að því að gefa góðan vænleika lamba og eru nánast engin frávik frá því. Einnig eru fremur fá frávik þar sem hrútar gefa áberandi jákvæð frávik í fallþunga lamba. Haustið 2005 sýnast það öðrum fremur hafa verið Glópur 00-930, Hylur 01-883 og Ormur 03-933 sem gáfu nokkuð vænni lömb en hinir hrútarnir. Af eldri hrútum eru það öðrum fremur dætur Sjóðs 97-846 sem hafa skilað frábær- um afurðum haustið 2005. Þessi dætrahóp- ur er á mjög góðum aldri og útkoma hans hefur verið frábær, bæði hvað varðar frjó- semi og vænleika lamba. Af yngri hrútunum eru það Rektor 00-889, Tímon 00-901 og Ægir 01-916 sem sýna hvað mesta yfirburði hjá dætrum sínum, yfirburðir í frjósemi hjá þessum veturgömlu dætrum Ægis eru mjög miklir. Eini yngri hrúturinn sem alvarlega bregst vonum um frjósemi dætra er Frosti 02-913. Rétt er að nefna að flestar niðurstöður hníga orðið að því að dætur Læks 97-843 og sumra sona hans og sonarsona muni vera ær sem eru í slöku meðallagi varðandi vænleika lamba, þannig að stundum skortir ef til vill á mjólkurlagni þeirra. Þessu til viðbótar liggja fyrir umfangs- miklar niðurstöður um frjósemi dætra IEftir Jón Viðar Jónmundsson, Bændasamtökum íslands Dætur Langadals 01-931 sýna varla næga frjósemi. þessara hrúta úr vorupplýsingum sem komu til uppgjörs í sumar. Mest af þessu er í ágætu samræmi við fyrri reynslu. Þeir fáu hrútar, þar sem dætur höfðu ekki áður sýnt nægjanlega mikla frjósemi, virð- ast yfirleitt ekki ná að rétta sinn hlut. Hin- ir eru sem betur fer miklu fleiri sem þar státa að jákvæðum niðurstöðum. Þannig sýna dætur þeirra Rektors 00-889, Tímons 00-901 og Ægis 01-916 áfram yfirburði í frjósemi. Roði 00-921, Erpur 01-919, Eld- ar 01-922 og Lómur 02-923 vekja öðrum fremur athygli fyrir glæstar niðurstöður, af þeim hrútum sem nú eru að fást fyrstu upplýsingar frá um dætrahópa tilkomna við sæðingar (aðeins veturgamlar ær). Hins vegar sýna dætur þeirra Langadals 01-931 og Orms 02-933 varla næga frjó- semi og einnig hefði verið æskilegt að sjá aðeins fleiri lömb hjá dætrum Kulda 03-924. Nú er á lokastigi úrvinnsla á nýju kyn- bótamati fyrir frjósemi og mjólkurlagni ánna. Hér er um að ræða BLUP-mat. Ekk- ert vafamál er að með þeim niðurstöðum fáum við í hendur miklu ítarlegri og örugg- ari niðurstöður um þessa eiginleika en við höfum áður haft. Þetta skapar vonandi tækifæri til þess að leggja meiri áherslu á frjósemi og mjólkurlagni í ræktunarstarf- inu en verið hefur um árabil. Ljóst er að ræktunarárangur síðustu ára hvað varðar þessa eiginleika er minni en skyldi. Nýjar og betri niðurstöður úr kynbótamati eiga að geta skapað möguleika til að skerpa á þessum eiginleikum í ræktunarstarfinu. Hagkvæmni í rekstri fjárbúanna ræðst meira af þessum eiginleikum en nokkrum öðrum. 14 FREYR 09 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.