Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2006, Blaðsíða 12

Freyr - 01.09.2006, Blaðsíða 12
FÓÐRUN Átgeta og fóðurát | tll| NorFor 1 Norrænt fóðui - NorFor (5) Flvernig er fóðurát gripa áætlað í nýja fóðurmatskerfinu? Tafla 1. Þættir tengdir kúnni, fóðrinu og umhverfi / hirðingu sem eru með í NorFor fóðurátskerfinu Kýrin Fóðrið Fóðrunarháttur / fjósgerð Kúakyn Meltanleiki Básafjós / lausgöngufjós Mjaltaskeið, númer NDF Heilfóðrun / aðskilin fóðrun Staða á mjaltaskeiði Verkun Beit / innifóðrun (á húsi) (gerjun, sýrur og ammoníak) Lífþungi, skrokkþungi Nyt Þurrefnisát, kg/grip/ dag = K Z ÞEai * FSj Einn af grundvallarþáttum fóður- áætlanagerðar er að unnt sé að áætla fóðurát gripanna með við- unandi nákvæmni. Sú krafa hefur því verið gerð til nýja NorFor-fóður- matskerfisins að það geti reiknað (áætlað) fóðurátið hjá gripunum við mismunandi framleiðslu og á ólíkum afurðastigum með nægilega nákvæmum hætti. Útreikningur á fóðuráti þarf enn fremur að ná til mismunandi samsetningar fóðursins. Hluti af nýju NorFor-fóðurmatsað- ferðinni er sérstakt kerfi sem reiknar út fóðurátið ásamt fóðurgildi í dags- fóðrinu. Kerfið reiknar út átið á völdum fóðurtegundum sem mæta best reiknaðri átgetu gripsins og upp- fylla um leið best þarfir hans fyrir orku og AAT miðað við væntanlegt afurðastig eða nythæð. Fóðurátskerfið í NorFor er í grunn- atriðum sniðið eftir danskri aðferð sem byggist á því hvernig tiltekið fóður fyllir í vömb kýrinnar, m.ö.o. hve mikið rými það tekur. Þar með er veigamesti þátturinn, sem stýrir eða takmarkar fóðurát kýrinnar, rúmmál vambarinnar og hraði umsetningar. ÚTREIKNINGUR Á FÓÐURÁTI OG FYLLI FÓÐURS Til þess að geta reiknað þurrefnisát í kg á dag þurfa að liggja fyrir upplýsingar um svokallaðan fyllistuðul eða fylligildi hverrar fóðurtegundarífóðurskammtinum. Útreikn- ingur á fyllistuðli fóðurs byggist annars vegar á eiginleikum þess og hins vegar eiginleikum gripanna, einkum rými þeirra eða stærð. Hver og einn gripur hefur reikn- aða átgetu og hver fóðurtegund reiknaðan fyllistuðul fyrir mjólkurkýr og gripi ( vexti. Eftirfarandi formúla gefur reiknað gróffóður- át í kg þe. á dag, að því gefnu að gróffóður sé gefið eftir átlyst: Þar sem: K = átgeta kýrinnar ÞEai = hlutdeild hverrar fóðurtegundar í fóðurskammti FSj = fyllistuðull hverrar fóðurtegundar I töflu 1 má sjá til hvaða eiginleika eða þátta tekið er tillit til við skepnuna sjálfa, fóðrið og nánasta umhverfi við útreikning á fóðuráti f nýja NorFor-fóðurmatskerf- inu. Átgetan er reiknuð út fyrir hvern grip. Hún breytist með lífþunga gripsins, dags- nyt, fjölda mjaltaskeiða og stöðu á mjalta- skeiðinu. Sérstök leiðrétting er gerð fyrir áhrif af kúakyni, t.d. Jersey, en sú leiðrétt- ing tekur mið af stærð kynsins í hlutfalli við stærri kúakyn. Hins vegar er gengið út frá þvf að áhrif afurða/dagsnytar og mjaltaskeiðs á reiknaða átgetu hjá Jersey- kúm séu þau sömu og hjá stærri kúakynj- um en að átgetan í heild sé 83% þess sem er hjá stórum kúakynjum. Fóðurfyllin eða fylligildið fyrir allar tegund- ir kjarnfóðurs er sett jafnt og 0,22 í kg þurr- efnis. Við útreikning á væntanlegu fóðuráti er svokallað skiptigildi milli gróffóðurs og kjarnfóðurs sett til jafnaðar 0,45. Þetta merkir að um leið og kjarnfóðurskammtur- inn er aukinn um 1 kg minnkar gróffóðurát- ið að jafnaði um 0,45 kg þurrefnis. Fóðurfyllin eða fyllistuðullinn fyrir gróf- fóður er táknaður sem hlutfallsgildi og er reiknaður á grundvelli meltanleika og inni- halds af NDF (tréni) í fóðrinu. Enn fremur er fyllistuðullinn lagaður að umfangi gerjunar- innar þ.e. innihaldi lífrænna sýra og amm- oníaks í fóðrinu. Vothey sem inniheldur mikið af mjólkursýru og ammoníaki fær þannig hærri fyllistuðul og þar med lægra reiknað fóðurát. (töflu 2 eru sýnd fáein dæmi um reikn- aða fyllistuðla fyrir nokkrar tegundir gróffóð- urs. Fyllistuðullinn í grasi og votheyi hækkar með auknu þroskastigi grasanna og þar með verður reiknað fóðurét lægra. Norsk sýni af maísvotheyi reiknast að meðaltali með fyllistuðul 0,53 í kg þurrefnis. Meðaltal danskra maísvotheyssýna er 0,45. Mismun- inn má rekja til þess að í norsku sýnunum er Tafla 2. Dæmi um fyllistuðla (fylligildi) í gróffóðri Fóðurtegund Fylligildi í kg þurrefnis Vorbeit, ræktað land 0,443 Vallarfoxgras, viku fyrir byrjun skriðs 0,487 Vallarfoxgras, í byrjun skriðs 0,536 Vothey, slegið í byrjun skriðs, - mikið gerjað *) 0,571 Vothey, slegið 2 vikum eftir byrjun skriðs 0,614 Maísvothey, (norsk sýni) 0,532 Bygghálmur 0,831 *) Inniheldur mikið af lífrænum sýrum og ammoníaki) 12 FREYR 09 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.