Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2006, Síða 24

Freyr - 01.09.2006, Síða 24
NAUTGRIPARÆKT Lýsing í fjósum Eftir Carinu Jargensen og Jan Bragger Rasmussen, starfsmenn hjá Dansk Landbrugsrádgivning Lýsing í fjósum getur haft áhrif á nyt kúa auk þess sem rétt Ijósastýr- ing getur haft veruleg áhrif á raf- magnsreikninginn. Dönsk rannsókn hefur sýnt fram á að víða í fjósum er Ijósmagn undir viðmiðunarmörk- um þrátt fyrir að öll Ijós séu kveikt. Mælt er með því að Ijósmagn fari ekki undir 100 lúx ( fjósum (lúx er mælieining fyrir Ijós- magn og segir til um hversu mikil birta er á gefnu svæði. Eitt lúx er nokkurn veginn það Ijósmagn sem eitt kertaljós varpar á eins fermetra flöt í eins metra fjarlægð). Flestir minnka Ijós í fjósum á kvöldin og að nóttu til sem þýðir að jafnaði að kýrnar eru aðeins í 12 klukkustundir í birtu sem fer yfir 100 lúx. Það er mikilvægt að hægt sé að stjórna lýs- ingu í fjósum. Að degi til á Ijósstyrkurinn að vera yfir 100 lúx en að nóttu til, þegar myrk- ur er úti, á hann að vera 10 lúx. Út frá sparn- aðarsjónarmiði borgar það sig að stjórna Ijós- magni, og þar með orkunotkun, með því að nota rétta lýsingu hverju sinni. Rannsóknir hafa sýnt að kjöraðstæður í fjósum, þar sem eru mjólkurkýr, sé lýsing í 16-18 klukkutíma á dag en myrkur I 6-8 stundir. BAKGRUNNUR Margar rannsóknir hafa sýnt að gott Ijós í fjósum hefur jákvæð áhrif á dýravelferð og mjólkurframleiðsluna sjálfa. Nýlegar banda- rískar rannsóknir hafa leitt í Ijós daglega nytaraukningu upp á 2,5 kg af mjólk á hverja kú með því að lengja Ijóstímann úr 12 klst. I 16 klst. á sólarhring (Dahl, 2000). Við sömu aðstæður mátti einnig merkja betra heilbrigði I fjósinu. Samkvæmt Dahl (2001) á Ijósstyrkurinn að vera minnst 100 lúx í eins metra hæð svo hægt sé að mæla breytingar á nyt. Ef Ijóstíminn fer yfir 18 klst. koma fram neikvæðar afleiðingar fyr- ir mjólkurframleiðsluna. Kýrnar þurfa 6-8 tíma myrkur á sólarhring til þess að sýna jákvæð viðbrögð við Ijósi á daginn. Það er þó í lagi að hafa dauft Ijós að nóttu til svo menn geti athafnað sig í fjósinu en þá á Ijós- styrkurinn að vera undir 10 lúx. Með tilliti til þessarar rannsóknar er mælt með því að bjart sé hjá mjólkurkúm í um 16 klst. á sólarhring (yfir 100 lúx) og dempuð birta í um 8 klst. (undir 10 lúx) eða myrkur að nóttu til. Núverandi ráðgjöf byggir á að Ijósi í fjós- um sé stýrt með þrennum hætti; vinnuljós, Margar rannsóknir hafa sýnt að gott Ijós í fjósum hefur jákvæð áhrif á dýravelferð og mjólkurframleiðsluna sjálfa. lýsing svo menn geti athafnað sig og/eða næturlýsing. Það hefur þó verið alla vega hvernig Ijósi er stýrt og jafnvel stjórnast lýs- ingin af því hvernig fjósamaðurinn skilur við útihúsin hverju sinni! Oft má jafnvel sjá fulla lýsingu í fjósum að nóttu til sem er vitanlega bruðl á orku. (rannsókninni var ástandið kannað á 10 kúabúum í Danmörku og athugað hvort far- ið væri eftir ráðgjöf um val á lýsingu. Lúxtafla fyrir fjós - (DS-700:2005) Kenningin er sú að hægt sé að auka mjólkurfram- leiðslu og spara rafmagn með því að stýra Ijósmagni í fjósum. Fjóstegund Staður Lúx Básafjós Mjólkurkýr Fóðurgangur 50 Fóðurgangur, vinnuaðstaða 100 Flór 50 Flór/stétt, vinnuaðstaða 100 Kálfar Fóðurgangur 50 Flór 50 Lausagöngufjós Fóðursvæði 50 Hvíld 25 Hvíld, vinnuaðstaða 100 Biðstaða 50 Mjaltabás 200 Kálfastíur 50 Önnur hús Kálfastíur 50 Sjúkrastíur 100 Mjólkurhús Vélar og anddyri 50 Vélar og anddyri, vinnuaðstaða 100 Tankrými 200 24 FREYR 09 2006

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.