Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2006, Blaðsíða 28

Freyr - 01.09.2006, Blaðsíða 28
FISKIRÆKT Sjávardvöl laxins kortlögð Veiðimálastofnun hefur endur- heimt fimm laxa með rafeinda- merki eftir ársdvöl í hafinu IEftir Sigurð Má Einarsson og Sigurð Guðjónsson, Veiðimálastofnun Vorið 2005 var 300 laxaseiðum sem merkt voru með mælimerkjum sleppt í Kiðafellsá í Kjós. Seiðin voru sérstak- lega aiin vegna þessara rannsókna í eldisstöðinni á Laxeyri í Borgarfirði. Merkin eru ný smíð fyrirtækisins Stjörnu-Odda og ekki hafa áður verið búin til jafn smá og fullkomin merki. Fjórir þessara laxa komu aftur í Kiða- fellsá og einn til viðbótar í Elliðaárnar eftir rúmlega ársdvöl í sjó. Við skoðun á merkjunum kemur í Ijós að fjögur þeirra hafa skráð hita og dýpi laxins allan dvalartímann en eitt hætti því í janúar af ókunnum orsökum. Þetta er í fyrsta skipti í heiminum sem slíkar upplýsingar fást um sjávardvöl laxins. Með samanburði við umhverfisgögn sjávar má síðan segja með talsverðri vissu hvar laxinn heldur sig í hafinu á hverjum tíma og þá hvað kann að valda mismiklum afföllum hans. Þá sýna niðurstöðurnar að laxinn heldur sig að mestu í yfirborðslögum sjávar en tekur dýfur niður á meira dýpi og stundum mikið dýpi (dýpra en 500 m). Meira er um slíkar dýfur á seinni hluta sjávardvalarinnar og eru þær hugsan- lega tengdar rötun fisksins til baka á heimaslóð. NÁNAR UM VERKEFNIÐ Undanfarna áratugi hefur stærð laxastofna Atlantshafslaxins farið sífellt minnkandi. Ástæður eru margvíslegar, búsvæði er horf- ið, mengun, áhrif fiskeldis, aukin þéttbýlis- myndun o.fl. Þess utan hafa rannsóknir á laxveiðiám við Norður-Atlantshaf leitt í Ijós aukin afföll laxa á dvalartíma þeirra í sjónum, sérstaklega hjá stofnum í ám sunnarlega í Evrópu og í Norður-Ameríku. Á íslandi hefur ekki orðið vart við sambærilega minnkun í stofnstærð en tilfinnanleg fækkun hefur þó orðið hjá laxi sem dvelur 2 ár í sjó í veiðiám um allt land, en sá lax er mikilvægur bæði fyrir veiðina og hrygninguna í ánum. Þessi þróun hófst um miðjan síðasta áratug og enn sér ekki fyrir endann á þessari lægð. •r:y.v Þrír laxar með mælimerki endurheimtir 17. ágúst 2006. 28 FREYR 09 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.