Freyr - 01.09.2006, Blaðsíða 21
verður í haust tekið í notkun milliloft sem
búið er að útbúa fyrir miðju fjóssins og upp
í mæni. Gömul bílalyfta er fyrir miðju sem
notuð verður til þess að lyfta vögnunum upp
á skörina. Brynjólfur áætlar að koma um 12-
15 vögnum fyrir með þessu lagi.
PLÁSS FYRIR 50 VAGNA OG FELLIHÝSI
Geymslan er tæpir 800 fermetrar saman-
lagt og er öll upphituð. Á efri hæðinni eru
nýtilegir fermetrar um 460 en í kjallaranum
eru þeir um 300. „Ætli ég komi ekki um 50
tækjum inn f húsin hjá mér eins og þau eru
í dag. Ég tek ekki húsbýla eða hjólhýsi því
húsin leyfa það ekki. Súlurnar gera okkur
svolítið erfitt fyrir og takmarka notin nokk-
uð. Kjallaragólfið var sömuleiðis ekki hann-
að fyrir þessi not og er því töluvert óslétt.
Til stendur að leggja hitalagnir í gólfið og
flota yfir."
REKSTRARHLIÐIN
Hvernig skyldi svo Brynjólfur fá dæmið til
þess að ganga upp? Getur borgað sig að
breyta nýlegu fjósi i geymsluhúsnæði?
„Vissulega kostaði byggingin sitt á sín-
um tíma en matið á henni var um 22 millj-
ónir þegar ég byggði. Útlagður kostnaður
við breytingarnar var ekki mjög mikill og
sjálfur sá ég um vinnuna. Rekstrarkostn-
aðurinn er hitunar- og rafmagnskostnað-
ur auk venjubundinna gjalda af húsnæði
sem þessu, fasteignagjöld, tryggingar og
viðhald."
Um tekjuhliðina er það að segja að gjald-
skráin er þrfskipt í geymslurekstrinum. Það
kostar 12.500 kr. m. vsk. að geyma tjald-
vagn í heilan vetur, 16.000 kr. fyrir minni
fellihýsin og 21.500 fyrir stærri fellihýsin
sem geta verið allt að 5 metra löng fyrir
utan beislið.
TRYGGINGAR
í Hlöðutúni eru hefðbundnar tryggingar
á sjálfum húsunum en eigendur tjaldvagn-
anna og fellihýsanna tryggja sjálfir sín tæki
gagnvart bruna, þjófnaði og skemmdum.
Sum tækin eru í kaskó en það er að sjálf-
sögðu í höndum eigandans, segir Brynjólf-
ur. f leigusamningnum sem Brynjólfur gerir
við leigutakana er sérstaklega tekið fram að
eigandinn tryggi tækin sjálfur.
ÖRYGGISKERFI
Brynjólfur setti upp öryggiskerfi í geymsluna
sem er með nokkrum skynjurum á víð og
dreif um húsið. Kerfið er allt í senn bruna-
varnarkerfi, þjófavarnarkerfi og vatnsviðvör-
unarkerfi. Einnig nema skynjararnir gasleka.
„Securitas setti kerfið upp en það er tengt í
fjóra síma sem fjölskyldan er með. Við fáum
þannig upplýsingar um hvort eitthvað sé að
í húsunum. Ég tel svona kerfi nauðsynlegt
því hér eru mikil verðmæti en útbúnaður-
inn kostaði um 180 þúsund krónur," segir
Brynjólfur.
Brynjólfur segir að það sé eitt sem hafa
verði sérstaklega í huga í geymslurýmum
eins og hann er með. „Maður hefur einna
mestar áhyggjur af músagangi því ef þær
komast inn og gera usla koma viðskiptavin-
irnir ekki aftur! Ég er með eiturkubba og
svo setti ég tvö borð úr 1x6 í vinkil við úti-
dyrnar sem mýsnar komast ekki yfir."
LOSUN OG LESTUN
Þegar húsin eru orðin full af vögnum getur
verið snúið að komast að þeim. Hvernig
skyldi Brynjólfur haga fyrirkomulagi varð-
andi losun og lestun? „Ég hef haft þetta
mjög frjálslegt. Menn koma þegar þeir vilja
og sækja þegar þeir vilja. Hins vegar getur
verið að ég taki upp á því að hafa ákveðinn
losunardag. Eigendurnir byrja jafnvel að
sækja vagna í apríl en flestir sækja þá um
miðjan maí. Á haustin koma menn svo í
september.
Brynjólfur hefur ekki auglýst mikið en seg-
ir að eftirspurnin sé næg. „Ég auglýsti fyrst
í Póstinum sem dreift er um allt Vesturland.
Þetta fréttist drjúgt og spurðist einnig út
um Netið að hér ( Hlöðutúni sé boðið upp á
þessa þjónustu."
Haughúsið var þvegið hátt og lágt. Ensím eyddu lyktinni
fljótt og síðan var allt málað í Ijósum lit.
Við húsgaflinn á geymslunni. Búið er að saga hurðargat á kjallarann og setja vandaða hurð.
Gamli Massey Ferguson hefur það hlutverk að trilla vögnunum inn og út úr húsunum.
FREYR 09 2006
21