Freyr - 01.09.2006, Blaðsíða 19
Geymsluhúsnæði til sveita
Bændur breyta húsnæði í geymslur fyrir
tjaldvagna, fellihýsi, húsbíla og hjólhýsi
I
í
1
1
Gamalt fjós sem hefur staðið ónotað í nokkurn tíma. Þarna er hægt að breyta húsnæðinu í
geymslu með litlum tilkostnaði. Hiti er í húsunum og súlur ekki margar.
Víða til sveita er að finna útihús í
lítilli eða engri notkun. Á nokkrum
bæjum hafa bændur breytt útihús-
um í geymslur fyrir tjaldvagna og
fellihýsi. Þannig ná þeir að drýgja
tekjurnar og láta fasteignirnar skila
arði. Sumir hafa jafnvel aðstöðu
til þess að taka á móti húsbílum
og hjólhýsum sem gera kröfur um
mikla lofthæð. En í hverju felst
rekstur á geymsluhúsnæði úti á
landsbyggðinni? Er þetta raunhæf-
ur valkostur fyrir bændur til þess
að auka tekjur sínar? Freyr kannaði
málið og ræddi við nokkra aðila
sem standa í slíkum rekstri og lagði
mat á tjaldvagnaeign landsmanna.
UM 10.000 TJALDVAGNAR
OG FELLIHÝSI ERU TIL í LANDINU
fslendingar hafa verið duglegir að kaupa sér
hjólhýsi, tjaldvagna og fellihýsi undanfarin
ár. Hjá Umferðarstofu er haldið bókhald yfir
tengivagna sem þessa sem eru skráningar-
skyldir. Árið 2002 voru nýskráðirtjaldvagnar
517 en á árinu 2005 voru nýskráningarnar
alls 778. Heildarfjöldi tjaldvagna og fellihýsa
var 9.866 í lok árs 2005 svo gera má ráð
fyrir að talan sé komin yfir 10 þúsund.
Sprenging hefur orðið í hjólhýsaeign
á fslandi en árið 2002 voru aðeins 24
nýskráningar hjólhýsa en á síðasta ári voru
413 hjólhýsi nýskráð hjá Umferðarstofu. Alls
voru 1.290 hjólhýsi skráð á landinu í lok árs
2005 en þau voru aðeins 725 fyrir þremur
árum. Tölur yfir fjölda húsbíla eru nokkuð á
reiki. Fjöldi í félögum húsbílaeigenda segir
nokkuð en á Norðurlandi eru um 300 bílar
skráðir í félagsskap húsbílaeigenda. Talið er
að um 900 bílar séu skráðir í sambærilegum
félagsskap á höfuðborgarsvæðinu. Gera
má ráð fyrir nokkrum fjölda húsbílaeigenda
sem ekki eru skráðir í félögin og því ekki
óvarlegt að ætla að heildarfjöldi húsbíla á
landinu sé um 1.500.
Þó svo að um 60% tjaldvagna, hjól- og
fellihýsa séu skráð á höfuðborgarsvæðinu,
eða um 6.000, er eftir talsverðu að slægjast
fyrir geymsluaðila á landsbyggðinni. Á Norð-
urlandi eystra eru til að mynda rúmlega
1.000 tengivagnar, á Vesturlandi eru þeir
tæplega 600, á Suðurlandi tæplega 1.000
og á Austurlandi rúmlega 500.
VERÐ OG AÐSÓKN í GEYMSLUR
Freyr gerði óformlega könnun á verði
geymsluþjónustu. Ljóst er að verðið lækkar
eftir þvi sem fjær dregur höfuðborgarsvæð-
inu og öðrum þéttbýliskjörnum en verðið er
æði misjafnt. Algengast er að flokka þjón-
ustuna eftir stærð tjaldvagnanna og fellihýs-
anna. Þá eru húsbílar og hjólhýsi flokkaðir
sérstaklega enda stærri of fyrirferðarmeiri
tæki. Fljótt á litið er verðið frá 10 þúsund
krónum fyrir minnstu tjaldvagnana upp í
60 þúsund fyrir húsbíla og hjólhýsi. Einnig
eru brögð að því að fyrirtæki bjóði eigend-
um tjaldvagna, fellihýsa og hjólhýsa að láta
yfirfara græjurnar yfir veturinn. Þannig geta
eigendur gengið að tækjunum vísum í full-
komnu standi að vori.
Misjafnt er hvaða þjónustu geymslufyrir-
tækin bjóða upp á. Sum eru með köld hús
á meðan önnur bjóða upp á fulla kyndingu.
Eins er sums staðar tekið fram að þjófa- eða
brunavarnarkerfi sé til staðar.
Landeigandi nokkur ( nágrenni höfuð-
borgarinnar tjáði Frey að aðsóknin væri góð
og í fyrra hefði hann nærri því fyllt allar s(n-
ar geymslur sem væru í gömlu, óupphituðu,
600 fermetra refahúsi. Nær allir viðskiptavin-
ir fyrra árs kæmu aftur í ár svo ekki þyrfti
hann að leggja ( mikinn auglýsingakostnað.
Um verðlagninguna sagði landeigandinn að
hann skipti verðinu í fjóra flokka, en hann
tæki eingöngu tjaldvagna og fellihýsi. I
minnsta flokk féllu litlir tjaldvagnar og tæki
hann 10 þúsund fyrir þá fyrir veturinn, 12-
15 þúsund fyrir hefðbundna tjaldvagna og
lítil fellihýsi og loks 30 þúsund fyrir stærstu
gerðaf fellihýsum. Losun og lestun húsanna
fer fram á ákveðnum dögum á haustin og
vorin. Um hjólhýsin sagði hann að þau væru
viðkvæmari í meðhöndlun auk þess sem
þau þyrftu meiri lofthæð.
Hvar eru hjólhýsi, tjaldvagnar
og fellihýsi skráð?
Heimilisfang óþekkt
1%
Suður and
Austur and
vestfirðir
Vesturland
Suöurnes
Norðurland eystra
9%
Norðurland vestra
2%
Höfuðborgarsvæðið
60%
Heimild: Umferðarstofa, 2006
FREYR 09 2006