Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2006, Blaðsíða 29

Freyr - 01.09.2006, Blaðsíða 29
FISKIRÆKT Það vantar tilfinnanlega þekkingu á far- leiðum og búsvæðum laxa í sjó sem skýrt getur þessa hnignun og er þessi þekkingar- skortur þröskuldur skynsamlegrar nýtingar á tegundinni. Alþjóðalaxverndarsamtökin (NASCO) hafa nú komið á fót sjávarrannsóknarráði í samvinnu við þau lönd sem hagsmuna eiga að gæta við verndun og nýtingu þeirrar auð- lindar sem laxastofnar við Atlantshafið eru. Ráðið hefur það að markmiði að stuðla að samvinnu landanna um rannsóknirá ástæð- um þessarar hnignunar og hvort unnt sé að vinna á einhvern hátt á móti þessari þróun. Aðaláherslan er á rannsóknir á sjávardvöl laxins. Verkefnið er afar fjárfrekt og kallar á fjármögnun umfram það sem löndin veita nú í rannsóknir á laxi. GÖNGUSEIÐI MERKT MEÐ MÆLIMERKJUM íslendingar vilja leggja sitt af mörkum til verkefnisins og hefur Veiðimálastofnun I samvinnu við hátæknifyrirtækið Stjörnu- Odda og fiskeldisstöðina Laxeyri í Borgar- firði merkt gönguseiði með síritandi mæli- merkjum. Mælimerkin skrá í sig dýpi og hitastig á ákveðnu tímabili og þannig má sjá við hvaða hitafar og dýpi laxinn heldur sig í sjónum. Eftir sjávardvöl í eitt eða tvö ár gengur laxinn aftur til heimkynna sinna og þá þarf að endurheimta merkið úr fiskinum. Með því að bera saman slíkar upplýsingar um hitafar og dýpi við yfirborðshitamæling- ar í sjó frá gervitunglum má kortleggja á hvaða hafsvæði laxinn heldur sig á mismun- andi tímum enda er laxinn uppsjávarfiskur. Mælimerkin eru ný framleiðsluafurð Stjörnu-Odda (DST micro) og sumarið 2005 voru svo smá merki í fyrsta sinn sett í laxa- gönguseiði. Fyrirtækið hefur þróað merkin m.a. í samvinnu við Veiðimálastofnun og er nú í fyrsta sinn unnt að merkja niðurgöngu- seiði laxa með slíkum merkjum. Unnt er að nota stór gönguseiði til merkinganna. Merking seiðanna er vandasöm. Notuð voru eldisseiði til merkinganna þar eð merk- in eru enn of stór fyrir þorra náttúrulegra seiða. Áður gerði Veiðimálastofnun viða- miklar tilraunir og rannsóknir til að finna heppilega aðferð við merkinguna en merkj- unum er komið fyrir í kviðarholi fisksins. Fyrstu rannsóknirnar fóru fram hjá fslands- laxi sem lagði til aðstöðu og seiði. Þar voru reyndar mismunandi merkingaraðferðir og meðferð á seiðunum. Niðurstöður þeirra rannsókna nýttust þegar seiðin í Kiðafellsá voru merkt snemma vors 2005 í Laxeyrar- stöðinni. Aðferðir við merkingu seiða hafa síðan verið endurbættar og voru þær notað- ar við merkingar 300 seiða sem sleppt var vorið 2006 í Kiðafellsá. Eins og éður sagði var 300 merktum seiðum sleppt í Kiðafellsá við sunnanverð- Fiskifræðingur við merkingar Innsetning mælimerkis í kviðarhol. mælimerktra laxaseiða. Gögn um dýpi (blár) og hita (rautt) úr mælimerki (DST-númer 244). Laxinum var sleppt sem seiði í Kiðafellsá í byrjun júní 2005 þá 17,8 sm og 63,5 g og kom til baka 64 sm og 2.316 g þann 17. ágúst 2006. an Hvalfjörð vorið 2005 og aftur vorið 2006. Veiðimálastofnun hefur ána á leigu meðan á verkefninu stendur. Vonir standa til að seiðum verði sleppt áfram í Kiða- fellsá en einnig er afar mikilvægt að end- urtaka rannsóknina norðanlands. Verkefnið er stærsta einstaka verkefnið sem Veiðimálastofnun hefur sett af stað og er áætlað að um 80 milljónir króna þurfi til að fjármagna verkefnið. Þeir Sigurður Már Einarsson og Sigurður Guð- jónsson stýra verkefninu en að því koma margir starfsmenn Veiðimálastofnunar. Alþingi hefur stutt verkefnið sérstaklega auk þess sem stofnunin hefur sett verk- efnið í forgang. FREYR 09 2006 29

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.