Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2006, Blaðsíða 25

Freyr - 01.09.2006, Blaðsíða 25
NAUTGRIPARÆKT DANSKA RANNSÓKNIN Megintilgangur verkefnisins var að kort- leggja lýsingu í dönskum fjósum og kanna möguleikana á að auka mjólkurframleiðsl- una með því að stjórna lýsingunni markvisst. Einnig var markmiðið að minnka rafmagns- notkun með þvt að stjórna Ijósmagninu eða breyta uppsetningu Ijósgjafanna. NIÐURSTÖÐUR I flestum þeim fjósum sem skoðuð voru í rannsókninni var hægt að ná Ijósstyrk upp fyrir 100 lúx með dagsljósi. Þó eru nýrri fjós- in áberandi betri hvað þetta varðar en þar hleypa þakgluggar birtu inn auk þess sem gardínur á hliðum veita Ijósi inn í fjósin. Fyrri hluta vetrar er skammdegið slíkt að þarfir kúnna fyrir 16 tíma birtu eru ekki uppfylltar. Þá þarf að grípa til rafmagnslýsingar. Þrátt fyrir að öll Ijós séu kveikt er Ijósstyrkur í flestum fjósum of lítill til þess að ná 100 lúx þegar dagsbirtunnar nýtur ekki við. Flestir bændur minnka lýsinguna um kl. 18 og stilla þá á næturlýsingu. Það þýðir að kýrnar fá aðeins fulla birtu um 12 klst. á sólarhring. Efnahagsleg áhrif þess að auka lýsingu sem nær 100 lúx úr 12 tímum upp í 16 tíma eru vel merkjanleg samkvæmt niðurstöðunum. Þess vegna er ráðlegt að gefa Ijósstyrknum gaum og þeim tíma sem Ijósin eru kveikt. Næturlýsing var með þeim hætti í nær öllum fjósunum að slökkt var á flestum Ijós- um en önnur látin loga. Það gaf Ijósstyrk í kringum 10 lúx víðast hvar í fjósinu en þó ekki í námunda við Ijósgjafann, þar var Ijós- magnið of mikið. Betra er að dempa öll Ijós með Ijósdeyfi en að beita þessari aðferð. Skýrsla um rannsóknina á lýsingu í fjósum er komin út á vegum dönsku leiðbeininga- þjónustunnar, Dansk Landbrugsrádgivning. Hægt er að nálgast skýrsluna I heild sinni á vefsíðunni www.farmtest.dk Niðurstöður og ráðleggingar Gamlar fjósbyggingar • Þvoið eða strjúkið af lömpum minnst einu sinni á ári, t.d. í ágústmánuði þegar fer að skyggja. • Haldið fjósinu hreinu og málið í Ijósum litum. Þeir endurkasta meira Ijósi. • Hreinsið reglulega þakglugga og gegnsætt báruplast. • Með þvf að nota lampa með endurkasti bakvið peruna má auka Ijósmagnið þó nokkuð. • Setjið upp skynjara sem slökkva á rafmagnslýsingu þegar dagsljós er nægt. • Notið Ijósdeyfi á nóttunni. • Reynið að ná jafnri lýsinguí fjósinu. Nýbyggingar • Veljið lampa sem auðvelt er að þrífa. • Gerið mælingar á Ijósmagni og metið þarfir m.t.t. þeirra. • Veljið lampa með Ijósdeyfi. • Veljið perur sem endast lengi og nota minna rafmagn. Hefur þú áhuga á að kynna þér Ijósstyrkinn í þínu fjósi? Hjá helstu rafverslunum er hægt að kaupa mælitæki og þú getur framkvæmt mælinguna sjálf(ur). Hjá verslun- inni (skraft kostar vandaður lúxmælir 13.900 kr. Flestir rafvirkjar veita þessa þjónustu. Hafðu í huga að mælingar á að gera í 1 metra hæð svo hægt sé að bera niðurstöður saman við það sem ráðlagt er. FREYR 09 2006 25

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.