Freyr - 01.10.2006, Page 3
EFNISYFIRLIT
4-13
■ KYNBÓTASÝNINGAR 2006
- Guðlaugur V. Antonsson
gerir kynbótasýningum
ársins 2006 skil í máli og
myndum.
16-19
■ ÍSLENSK NAUTGRIPARÆKT
Á 20. ÖLD
- NOKKRIR ÞÆTTIR
- Matthías Eggertsson og
Magnús B. Jónsson ræða
við Bjarna Arason fyrrv.
nautgriparæktarráðunaut.
20-21
■ ÞJÓÐGARÐUR
- EITT FORM
LANDNÝTINGAR
- Sigurlaug Gissurardóttir
ferðaþjónustubóndi
fjallar um nýja möguleika
í ferðaþjónustu og
rannsóknum sem tengjast
þjóðgörðum.
22-25
■ OPIÐ RÆKTARLAND OG
TAP NÆRINGAREFNA
- ÁHRIF VATNS OG VINDS
Á NÆRINGAREFNA-
BÚSKAPINN
- Það er staðreynd að
næringarefni skolast úr
jarðvegi sem oft eða
reglulega er unninn
26-28 I 30-31
■ SJÁLFVIRKAR MJALTIR ERU
MEIRA EN AÐ KOMA UPP
MJALTAÞJÓNI
- Þýdd grein um helstu
spurningar sem bóndi
stendur frammi fyrir þegar
um mjaltaþjóna er að ræða.
■ VANMETNAR TRJÁ-
TEGUNDIR IÍSLENSKRI
SKÓGRÆKT
- FYRRI HLUTI
- Þröstur Eysteinsson fjallar
um trjátegundir sem ástæða
er til að gefa gaum.
Kynbótasýningar 2006 - eftir Guðlaug V. Antonsson.........4
Etanólframleiðsla af íslenskum túnum - skref til sjálfbærrar
orkuframleiðslu
- eftir Sigurð Þór Guðmundsson...........................14
íslensk nautgriparaekt á 20. öld - nokkrir þættir
- Viðtal við Bjarna Arason fyrrv. nautgriparæktarráðunaut.16
Þjóðgarður - eitt form landnýtingar
- eftir Sigurlaugu Gissurardóttur........................20
Opið ræktarland og tap næringarefna
- Áhrif vatns og vinds á næringarefnabúskapinn - Eftir Árna
Snæbjörnsson, Ríkharð Brynjólfsson og Þorstein Guðmundsson ..22
Vanmetnar trjátegundir í íslenskri skógrækt - fyrri hluti
- eftir Þröst Eysteinsson....................................26
Islenska hestatorgið - eftir Örnu Björgu Bjarnadóttur.......29
Sjálfvirkar mjaltir eru meira en að koma upp mjaltaþjóni
- þýdd grein eftir Esu Manninen.............................30
Skýrsluhald í hrossarækt 2006 - eftir Guðlaug V. Antonsson ..32
Hrossarækt árið 2005 - upplýsingar um ræktunarstarf,
sölu, verðlag og afkomu greinarinnar.........................36
Markaðurinn
- verð á greiðslumarki og yfirlit yfir sölu
ýmissa búvara og kjötmarkað..................................38
FORMÁLI
Ekkert lát er á vinsældum íslenska hestsins bæði hér heima
og erlendis. Það er ánægjuleg þróun fyrir alla sem unnið
hafa hörðum höndum að íslenskri hrossarækt í áranna rás.
Fram kemur í grein hér í Frey að nú séu rúmlega 263 þúsund
hross frá a.m.k. 24 löndum skráð í alþjóðlega gagnagrunn-
inn Veraldar-Feng. Skráningum í grunninn fjölgar ört en á síð-
asta ári bættust við um 30 þúsund hross. Af þessum fjölda
eru um 150 þúsund skráð á lífi víðs vegar um heim. íslenskir
hestar eru þó mun fleiri en skráning gefur til kynna. T.d. er
talið að um 50 þúsund íslensk hross séu í Þýskalandi einu.
Hér á íslandi eru hross um 75 þúsund og fjórðungur stofns-
ins trippi og folöld. Ljóst er að íslenskir hrossaræktendur eru
í alþjóðlegri samkeppni í sínu fagi. Það er því fagnaðarefni
að sjá þegar aðilar innan íslenskrar hestamennsku vinna
saman að sameiginlegum markmiðum. Það sjáum við dæmi
um með stofnun „íslenska hestatorgsins" sem fjallað er um
í þessu blaði. Þar leiða hagsmunaaðilar saman hesta sína til
þess að tryggja að íslendingar haldi forystuhlutverki sínu í
ræktun og framgangi íslenska hestsins.
Það á vel við á miklum gróskutímum í kúabúskapnum að
benda lesendum á viðtal við Bjarna Arason, fyrrverandi naut-
griparæktarráðunaut, um íslenska nautgriparækt á 20. öld.
Bjarni hefur frá ýmsu að segja en árið 1960 þóttu kúabænd-
ur með 3.000 lítra meðalnyt í góðum málum að hans sögn
og 10 kýr (fjósi þótti grjótnóg! Ýmislegt hefur því breyst og
þeir bændur, sem velta fyrir sér kaupum á mjaltaþjónum eða
öðrum hámóðins græjum nú til dags, hafa aðra mælikvarða
en starfsbræður þeirra fyrir tæpum 50 árum. / TB
FREYFt- Búnaðarblað -102. árgangur- nr. 6,2006 • Útgefandi: Bændasamtök Islands • Ritstjóri: Tjörvi Bjarnason (ábm.) • Auglýsingar: Tjörvi Bjarnason • Prófarkalestur:
Oddbergur Eiríksson og Arnór Hauksson • Umbrot: Prentsnið - Ingvi Magnússon • Útlitshönnun: Blær Guðmundsdóttir • Aðsetur: Bændahöllinni v. Hagatorg -
Póstfang: Bændahöllinni v. Hagatorg, 107 Reykjavík • Ritstjóm, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bændahöllinni, Reykjavík, sími: S63-0300, bréfslmi: 562-3058
• Netfang FREYS: freyr@bondi.is • Netfang auglýsinga: freyr@bondi.is • Prentun: Isafoldarprentsmiðja, 2006 • Upplag: 2.800 eintök • Forslða: Ljósm. Odd Stefán.
FREYR 10 2006