Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.2006, Side 10

Freyr - 01.10.2006, Side 10
HROSSARÆKT Önnur í þessum flokki varð Þjóð IS2002256955 frá Skagaströnd (B: 8,01 H: 8,55 A: 8,34). Eigendur eru Sveinn Ingi Grímsson og Þorlákur Sveinsson en knapi var einnig Erlingur Erlingsson. Faðir Þjóðar er Orri frá Þúfu en móðir Sunna frá Akranesi. Þjóð er með þokkalegan bygging- ardóm þar sem hæst er 8,5 fyrir háls/herð- ar/bóga, bak/lend og hófa en lægst 7,0 fyrir réttleika og prúðleika. Þjóð hefur jafna og góða hæfileika, hæst fékk hún 9,0 fyrir vilja/geðslag og 8,5 fyrir tölt, brokk, skeið, fegurð í reið og hægt tölt. Engin einkunn er undir 8,0 sem er frábært hjá fjögurra vetra trippi. Þjóð frá Skagaströnd og Erlingur Erlingsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Þriðja í 4 vetra flokknum varð Pandra IS2002225211 frá Reykjavík (B: 7,84 H: 8,55 A: 8,27). Eigandi Pöndru er Lena Zie- linski og var hún einnig knapi. Faðir Pöndru er Kolfinnur frá Kjarnholtum I en móðir Perla frá Ölvaldsstöðum. Pandra er með sæmilegan byggingardóm þar sem hæst er 8,5 fyrir háls/herðar/bóga en lægst 6,5 fyrir prúðleika. Pandra er fluggeng á öllum gangi, hæst er 9,0 fyrir skeið og vilja/geðs- lag og 8,5 fyrir tölt og fegurð í reið, lægst er 7,5 fyrir fet og hægt stökk. Pandra frá Reykjavík og Lena Zielinski. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). AFKVÆMAHROSS Á landsmóti hestamanna fóru að venju fram umfangsmiklar sýningar afkvæmahrossa, afkvæmasýningarnar grundvallast á ákveðn- um lágmarksfjölda dæmdra afkvæma og stigafjölda í kynbótamati. STÓÐHESTAR MEÐ AFKVÆMUM - HEIÐURSVERÐLAUN IS1994158700 Keilir frá Miðsitju Litur: Bleikálóttur Ræktandi: Jóhann Þorsteinsson. Eigandi: Gunnar Andrés Jóhannsson. F: IS1974158602 Ófeigur frá Flugumýri M: IS1977257141 Krafla frá Sauðárkróki Kynbótamat aðaleinkunn 121 stig. Dæmd afkvæmi 83. Dómsorð: Keilir gefur hross í tæpu meðallagi að stærð. Höfuð er svipgott en merarskál lítil. Hálsinn er reistur, langur og grannur, herðar háar og bógar skásettir. Bakið er mjúkt og breitt, lend- in öflug. Bolurinn er sívalur og léttur, fótahæð mikil. Fótagerð og réttleiki er siðri og prúðleiki bágur en hófar góðir. Afkvæmin eru alhliða- geng með góðu tölti og skeiði en brokk oft lint. Þau eru viljug og þjál og fara afar vel. Keilirfrá Miðsitju (lengsttil vinstri) með afkvæmum sínum. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Keilir gefur háreista og hálsgranna alhliðagæðinga. Keilir hlýtur heiðurs- verðlaun fyrir afkvæmi og fyrsta sætið. IS1991157345 Hugi frá Hafsteinsstöðum Litur: Rauðblesóttur glófextur Ræktandi: Hildur Claessen. Eigendur: Sigurður Sigurðarson, Magnús Andrésson, Skafti Steinbjörnsson og Hildur Claessen. F: IS1968157460 Hrafn frá Holtsmúla M: IS1983257048 Sýn frá Hafsteinsstöðum Kynbótamat aðaleinkunn 120 stig. Dæmd afkvæmi 53. Dómsorð: Afkvæmi Huga eru fremur stór. Höfuð er skarpt en langt og frekar gróft, hálsinn reistur og langur en djúpur við háar herðar. Yfirlínan öflug, bolurinn langvaxinn en þrek- inn. Sinar eru öflugar en sinaskil lítil og aftur- fætur nágengir, hófar efnisþykkir. Prúðleiki er úrvalsgóður. Meirihluti afkvæmanna er klárhross með rúmu lyftingargóðu tölti og brokki en stundum skrefstuttu. Stökkið er ferðmikið og hátt, viljinn góður og afkvæm- in fara vel með góðum fótaburði. Hugi frá Hafsteinsstöðum (lengst til vinstri) með afkvæmum sínum. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Hugi gefur reisuleg, fasmikil og hágeng hross. Hugi hlýtur heiðursverð- laun fyrir afkvæmi og annað sætið. STÓÐHESTAR MEÐ AFKVÆMUM - 1. VERÐLAUN IS1997186183 Sær frá Bakkakoti Litur: Móálóttur Ræktandi: Ársæll Jónsson. Eigandi: Sær sf. F: IS1986186055 Orri frá Þúfu M: IS1983286036 Sæla frá Gerðum Kynbótamat aðaleinkunn 126 stig. Dæmd afkvæmi 23. Dómsorð: Sær gefur stór hross með skarpt og svipgott höfuð. Hálsinn er reistur og mjúkur en djúp- ur og herðar háar, bakið er mjúkt og lendin öflug en stutt. Afkvæmin eru langvaxin og fótahá. Fætur eru frekar grannir með öflug- ar sinar, réttleiki slakur, afturfætur nágengir og framfætur útskeifir, hófar góðir. Sær gefur taktgott og skrefmikið tölt og brokk Sær frá Bakkakoti (lengst til vinstri) með afkvæmum sínum. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). FREYR 10 2006

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.