Fréttablaðið - 23.12.2017, Side 22

Fréttablaðið - 23.12.2017, Side 22
Íþróttamaður ársins Að venju eru þeir tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna kynntir til sög- unnar í dag, sem og þeir þrír sem flest atkvæði fengu í kjöri á þjálfara ársins og liði ársins. Aðeins tveir nýliðar komast á listann í ár en það eru knattspyrnu- maðurinn Jóhann Berg Guðmunds- son, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, og Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, sem keppir á Evrópumótaröðinni í golfi, og varð fyrst Íslendinga til að keppa á Opna bandaríska risamótinu. Engin kona oftar Árið sem er að líða var einstaklega gott íþróttaár enda náðist fram- úrskarandi árangur á heimsvísu í fjölda íþróttagreina. Það má því færa rök fyrir því að sjald- an hafi það verið erfiðara að komast í hóp tíu efstu en nú. Knattspyrna á flesta full- trúa á listanum að þessu sinni eða alls fjóra – þrjá lykilmenn úr íslenska landsliðinu sem tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni og Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrirliða kvennalandsliðsins. Sara Björk vann tvöfalt í Þýskalandi og var í lykilhlutverki með landsliðinu sem keppti á EM í árinu og skellti svo ógnarsterku liði Þýskalands á útivelli í haust. Sara Björk skráir nafn sitt í sögu- bækurnar á þessu ári því að engin kona hefur verið oftar á lista yfir tíu efstu í kjörinu. Sara Björk er á listanum í sjötta sinn en Hrafn- hildur Lúthersdóttir, Kristín Rós Hákonardóttir og Vala Flosadóttir koma næstar með fimm skipti. Gylfi í sjöunda sinn Þetta er fjórða árið í röð sem að fimm karlar og fimm konur eru á listanum. Þá er þetta þriðja árið í röð að jöfn skipti eru á milli íþróttamanna úr hópíþróttum og einstaklingsíþróttum. Fimmti hópíþróttamaðurinn er Guðjón Valur Sigurðsson sem er í níunda skipti á meðal tíu efstu en aðeins Ólafur Stefánsson (12 skipti), Geir Hallsteinsson og Kristján Arason (10 skipti hvor) hafa verið oftar í þessum hópi. Listinn er að stórum hluta settur saman af íþróttafólki sem er í sömu sporum og Guðjón Valur – að vera í hópi þeirra sem hafa verið oftar í hópi tíu efstu í kjörinu úr sinni íþróttagrein. Gylfi Þór Sigurðsson er í sjöunda sinn en aðeins Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guð- johnsen hafa verið oftar (10 skipti hvor). Hrafnhildur Lúthersdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Helgi Sveinsson eru í sömuleiðis í þessum hópi í sínum greinum. Hár meðalaldur Þetta endurspeglast einnig í því að aðeins fjórum sinnum hefur meðal- aldur íþróttamannanna sem kom- ast á tíu efstu í kjörinu verið hærri. Hann er 28,6 ár og var síðast hærri árið 2008. Þá er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem tveir íþróttamenn sem eru 38 ára eða eldri komast á listann en Guðjón Valur og Helgi Sveinsson eru báðir 38 ára. Samtök íþróttafréttamanna kjósa nú íþróttamann ársins í 62. sinn og þjálfara og lið ársins í fimmta sinn. Kjörinu verður lýst í Hörpu þann 28. desember í beinni útsendingu á RÚV. eirikur@frettabladid.is Handbolti Guðjón Valur sigurðsson 38 ára tilnefning 9 n Þýskur meistari með Rhein- Neckar Löwen og í hópi marka- hæstu leikmanna þýsku úrvals- deildarinnar. Íþróttir fatlaðra Helgi sveinsson 38 ára tilnefning 3 n Bætti heimsmetið í sínum fötlunarflokki og vann silfur á HM fatlaðra í London. Knattspyrna Gylfi þór sigurðsson 28 ára tilnefning 7 n Lykilmaður íslenska lands- liðsins. Lék með Swansea á fyrri hluta árs og var svo seldur til Everton fyrir metfé. Knattspyrna aron Einar Gunnarsson 28 ára tilnefning 3 n Fyrirliði íslenska landsliðsins sem komst á HM í Rússlandi og leikmaður Cardiff í ensku B-deildinni. Golf Valdís þóra Jónsdóttir 28 ára tilnefning 1 n Keppti á Evrópumótaröðinni í golfi og endurnýjaði þátttökurétt sinn á mótinu. Lék fyrst Íslend- inga á Opna bandaríska meistara- mótinu. Knattspyrna sara Björk Gunnarsdóttir 27 ára tilnefning 6 n Fyrirliði íslenska landsliðsins á EM í sumar. Varð tvöfaldur meistari með Wolfsburg. Knattspyrna Jóhann Berg Guðmundsson 27 ára tilnefning 1 n Lykilmaður íslenska lands- liðsins og leikmaður Burnley. Hefur gefið fimm stoðsendingar á núverandi tímabili. sund Hrafnhildur Lúthersdóttir 26 ára tilnefning 5 n Varð í tíunda sæti á HM í 50 m laug og í fimmta sæti á EM í 25 m laug, bæði í 50 m bringusundi. Golf ólafía þórunn Kristinsdóttir 25 ára tilnefning 2 n Keppti á LPGA-mótaröðinni í golfi og endurnýjaði þátttökurétt sinn fyrir næstu leiktíð. Lék á risa- móti í golfi fyrst Íslendinga. Frjálsíþróttir aníta Hinriksdóttir 21 árs tilnefning 4 n Vann brons á EM innanhúss og bætti ársgamalt met sitt í 800 m hlaupi. a-landslið karla n Tryggði sér þátt- tökurétt í lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í fyrsta sinn. Valur n Tvöfaldur meistari í handbolta karla 2016/17. Komst í und- anúrslit Áskorendakeppni Evrópu. þór/Ka n Íslandsmeistarí í fótbolta kvenna eftir að óvíst var um áfram- haldandi tilvist liðsins í vetur. 2 3 . d E s E m B E r 2 0 1 7 L a u G a r d a G u r22 s p o r t ∙ F r É t t a B L a ð i ð sport Reynslumikill hópur á sterku ári Árið 2017 var öflugt íþróttaár sem sést á lista tíu atkvæðamestu íþróttamann- anna í kjörinu á Íþróttamanni ársins, sem kynntur er í dag. Skiptin eru jöfn á milli kynja sem og á milli hóp- og einstaklingsíþróttamanna. Elísabet Gunnarsdóttir Kristianstad n Elísabet hefur starfað sem þjálfari sænska úrvalsdeildarfélags- ins Kristianstad undanfarin níu ár. Undir stjórn hennar hafnaði liðið í fimmta sæti deildarinnar. Elísabet var kjörin þjálfari ársins í deildinni á verðlauna- hátíð sænska knattspyrnu- sambandsins í haust. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari karla n Undir stjórn Heimis afrekaði íslenska landsliðið í knattspyrnu að vinna sinn riðil í undankeppni HM 2018 og tryggja sér um leið þátt- tökurétt í lokakeppni heimsmeist- arakeppni í fyrsta sinn í sögunni. Ísland varð um leið fámennasta þjóð heims sem kemst á HM í knattspyrnu. þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari noregs n Norska kvennalandsliðið í hand- bolta vann silfurverðlaun á HM í Þýskalandi, eftir naumt tap gegn Frakklandi í úrslitaleiknum. Þetta voru tíundu verðlaun Þóris á stór- mótum í handbolta en undir hans stjórn hafa Norð- menn aðeins einu sinni misst af verðlaunum á stórmóti. Þjálfari ársins Lið ársins 2 3 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 8 -8 C 5 4 1 E 9 8 -8 B 1 8 1 E 9 8 -8 9 D C 1 E 9 8 -8 8 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.