Fréttablaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 22
Íþróttamaður ársins Að venju eru þeir tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna kynntir til sög- unnar í dag, sem og þeir þrír sem flest atkvæði fengu í kjöri á þjálfara ársins og liði ársins. Aðeins tveir nýliðar komast á listann í ár en það eru knattspyrnu- maðurinn Jóhann Berg Guðmunds- son, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, og Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, sem keppir á Evrópumótaröðinni í golfi, og varð fyrst Íslendinga til að keppa á Opna bandaríska risamótinu. Engin kona oftar Árið sem er að líða var einstaklega gott íþróttaár enda náðist fram- úrskarandi árangur á heimsvísu í fjölda íþróttagreina. Það má því færa rök fyrir því að sjald- an hafi það verið erfiðara að komast í hóp tíu efstu en nú. Knattspyrna á flesta full- trúa á listanum að þessu sinni eða alls fjóra – þrjá lykilmenn úr íslenska landsliðinu sem tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni og Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrirliða kvennalandsliðsins. Sara Björk vann tvöfalt í Þýskalandi og var í lykilhlutverki með landsliðinu sem keppti á EM í árinu og skellti svo ógnarsterku liði Þýskalands á útivelli í haust. Sara Björk skráir nafn sitt í sögu- bækurnar á þessu ári því að engin kona hefur verið oftar á lista yfir tíu efstu í kjörinu. Sara Björk er á listanum í sjötta sinn en Hrafn- hildur Lúthersdóttir, Kristín Rós Hákonardóttir og Vala Flosadóttir koma næstar með fimm skipti. Gylfi í sjöunda sinn Þetta er fjórða árið í röð sem að fimm karlar og fimm konur eru á listanum. Þá er þetta þriðja árið í röð að jöfn skipti eru á milli íþróttamanna úr hópíþróttum og einstaklingsíþróttum. Fimmti hópíþróttamaðurinn er Guðjón Valur Sigurðsson sem er í níunda skipti á meðal tíu efstu en aðeins Ólafur Stefánsson (12 skipti), Geir Hallsteinsson og Kristján Arason (10 skipti hvor) hafa verið oftar í þessum hópi. Listinn er að stórum hluta settur saman af íþróttafólki sem er í sömu sporum og Guðjón Valur – að vera í hópi þeirra sem hafa verið oftar í hópi tíu efstu í kjörinu úr sinni íþróttagrein. Gylfi Þór Sigurðsson er í sjöunda sinn en aðeins Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guð- johnsen hafa verið oftar (10 skipti hvor). Hrafnhildur Lúthersdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Helgi Sveinsson eru í sömuleiðis í þessum hópi í sínum greinum. Hár meðalaldur Þetta endurspeglast einnig í því að aðeins fjórum sinnum hefur meðal- aldur íþróttamannanna sem kom- ast á tíu efstu í kjörinu verið hærri. Hann er 28,6 ár og var síðast hærri árið 2008. Þá er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem tveir íþróttamenn sem eru 38 ára eða eldri komast á listann en Guðjón Valur og Helgi Sveinsson eru báðir 38 ára. Samtök íþróttafréttamanna kjósa nú íþróttamann ársins í 62. sinn og þjálfara og lið ársins í fimmta sinn. Kjörinu verður lýst í Hörpu þann 28. desember í beinni útsendingu á RÚV. eirikur@frettabladid.is Handbolti Guðjón Valur sigurðsson 38 ára tilnefning 9 n Þýskur meistari með Rhein- Neckar Löwen og í hópi marka- hæstu leikmanna þýsku úrvals- deildarinnar. Íþróttir fatlaðra Helgi sveinsson 38 ára tilnefning 3 n Bætti heimsmetið í sínum fötlunarflokki og vann silfur á HM fatlaðra í London. Knattspyrna Gylfi þór sigurðsson 28 ára tilnefning 7 n Lykilmaður íslenska lands- liðsins. Lék með Swansea á fyrri hluta árs og var svo seldur til Everton fyrir metfé. Knattspyrna aron Einar Gunnarsson 28 ára tilnefning 3 n Fyrirliði íslenska landsliðsins sem komst á HM í Rússlandi og leikmaður Cardiff í ensku B-deildinni. Golf Valdís þóra Jónsdóttir 28 ára tilnefning 1 n Keppti á Evrópumótaröðinni í golfi og endurnýjaði þátttökurétt sinn á mótinu. Lék fyrst Íslend- inga á Opna bandaríska meistara- mótinu. Knattspyrna sara Björk Gunnarsdóttir 27 ára tilnefning 6 n Fyrirliði íslenska landsliðsins á EM í sumar. Varð tvöfaldur meistari með Wolfsburg. Knattspyrna Jóhann Berg Guðmundsson 27 ára tilnefning 1 n Lykilmaður íslenska lands- liðsins og leikmaður Burnley. Hefur gefið fimm stoðsendingar á núverandi tímabili. sund Hrafnhildur Lúthersdóttir 26 ára tilnefning 5 n Varð í tíunda sæti á HM í 50 m laug og í fimmta sæti á EM í 25 m laug, bæði í 50 m bringusundi. Golf ólafía þórunn Kristinsdóttir 25 ára tilnefning 2 n Keppti á LPGA-mótaröðinni í golfi og endurnýjaði þátttökurétt sinn fyrir næstu leiktíð. Lék á risa- móti í golfi fyrst Íslendinga. Frjálsíþróttir aníta Hinriksdóttir 21 árs tilnefning 4 n Vann brons á EM innanhúss og bætti ársgamalt met sitt í 800 m hlaupi. a-landslið karla n Tryggði sér þátt- tökurétt í lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í fyrsta sinn. Valur n Tvöfaldur meistari í handbolta karla 2016/17. Komst í und- anúrslit Áskorendakeppni Evrópu. þór/Ka n Íslandsmeistarí í fótbolta kvenna eftir að óvíst var um áfram- haldandi tilvist liðsins í vetur. 2 3 . d E s E m B E r 2 0 1 7 L a u G a r d a G u r22 s p o r t ∙ F r É t t a B L a ð i ð sport Reynslumikill hópur á sterku ári Árið 2017 var öflugt íþróttaár sem sést á lista tíu atkvæðamestu íþróttamann- anna í kjörinu á Íþróttamanni ársins, sem kynntur er í dag. Skiptin eru jöfn á milli kynja sem og á milli hóp- og einstaklingsíþróttamanna. Elísabet Gunnarsdóttir Kristianstad n Elísabet hefur starfað sem þjálfari sænska úrvalsdeildarfélags- ins Kristianstad undanfarin níu ár. Undir stjórn hennar hafnaði liðið í fimmta sæti deildarinnar. Elísabet var kjörin þjálfari ársins í deildinni á verðlauna- hátíð sænska knattspyrnu- sambandsins í haust. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari karla n Undir stjórn Heimis afrekaði íslenska landsliðið í knattspyrnu að vinna sinn riðil í undankeppni HM 2018 og tryggja sér um leið þátt- tökurétt í lokakeppni heimsmeist- arakeppni í fyrsta sinn í sögunni. Ísland varð um leið fámennasta þjóð heims sem kemst á HM í knattspyrnu. þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari noregs n Norska kvennalandsliðið í hand- bolta vann silfurverðlaun á HM í Þýskalandi, eftir naumt tap gegn Frakklandi í úrslitaleiknum. Þetta voru tíundu verðlaun Þóris á stór- mótum í handbolta en undir hans stjórn hafa Norð- menn aðeins einu sinni misst af verðlaunum á stórmóti. Þjálfari ársins Lið ársins 2 3 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 8 -8 C 5 4 1 E 9 8 -8 B 1 8 1 E 9 8 -8 9 D C 1 E 9 8 -8 8 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.