Morgunblaðið - 06.06.2017, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017
Garðs Apótek Sogavegi við Réttarholtsveg
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is
Appótek: www.appotek.is
Einkarekið apótek í 60 ár
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Alveg einstök gæði
90
ÁR
HJÁ
1927-2017
DAGA
Um 1000 AE
þvottahús Íslend
LágmúLa 8 · sími 530 2800
allt land
FYRiR
R - 20-50% afslátt
G tæki tilbúi
i
.
EimiLiN í LaNDiNU
n
nn okkar u
u samninFra len
gjum í
tvo dag
a
Þriðjudagur 6. júní og Miðvikudagur 7. júní
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Farþegar Primera Air sitja ekki við
sama borð og farþegar íslenskra
flugfélaga þegar kemur að bótakröf-
um vegna mikillar seinkunar eða nið-
urfellingar flugs. Farþegum Ice-
landair og WOW air dugar að skila
bókunarnúmeri flugs í kröfum sínum
en Primera Air gerir kröfu um að
farþegar skili bókunarnúmeri auk
brottfararspjalds eða farangurs-
merkinga.
Í svari til flugfarþega Primera Air
sem hugðist sækja bætur kemur
fram að geti farþegi ekki sannað að
hann hafi innritað sig í flug, þ.e.a.s.
ekki sýnt brottfararspjald, eigi hann
ekki rétt á bótum. Þessar upplýsing-
ar koma einnig fram á heimasíðu fé-
lagsins.
Ekki kvartað fyrr
Hrafn Þorgeirsson, framkvæmda-
stjóri Primera Air, segir að ekki hafi
verið kvartað undan þessum skilyrð-
um fyrr. „Þetta er algengt að ég held
hjá mörgum flugrekendum enda
segir í reglugerðinni 261/2004 að
ákvæði 1. mgr. gildi með því skilyrði
að farþegi: a) hafi staðfesta far-
skráningu með því flugi sem um
ræðir, nema þegar flugi er aflýst skv.
5. gr., og hafi komið til innritunar –
eins og flugrekandi, ferðasali eða
viðurkenndur umboðsmaður mælir
fyrir um og á tilteknum tíma sem er
tilgreindur fyrir fram skriflega
(þ.m.t. með rafrænum hætti). Þetta
er einungis skv. reglugerð.“ Hrafn
bætir við: „Við erum ekki íslenskt
flugfélag og höfum ekki verið frá
2009. Að sjálfsögðu skoðum við mál-
in ævinlega og færum til annars
horfs ef þurfa þykir og þökkum allar
góðar ábendingar. En við munum
skoða allar breytingar út frá venjum
í Evrópu.“
Bætur án brottfararspjalda
Samkvæmt heimasíðu Icelandair
þurfa farþegar að skila skýrslu auk
þess að leggja fram flugnúmer, bók-
unarnúmer og flugmiðanúmer.
Svanhvít Friðriksdóttir, upplýs-
ingafulltrúi WOW air, segir félagið
gera þá kröfu að farþegar fylli út þar
til gerða skýrslu á heimasíðu félags-
ins þar sem flugnúmer og bókunar-
númer þurfi að koma fram. Ekki er
gerð krafa um brottfararspjald.
Ómar Sveinsson, fagstjóri neyt-
endamála hjá Samgöngustofu, segir
stofnunina bera ábyrgð á fram-
kvæmd reglugerðar EB nr. 261/2004
sem innleidd var hér á landi með
reglugerð nr. 1048/2012. Reglugerð-
in fjallar um réttindi farþega vegna
seinkunar á flugi, aflýsingar eða
neitunar á fari. Hún fjallar um
sameiginlegar reglur um skaðabæt-
ur og aðstoð til handa farþegum sem
neitað er um far, flugi er aflýst eða
mikil seinkun verður. ,,Krafa Pri-
mera um brottfararspjald byggir
ekki á neinum þekktum reglum, það
á að vera nægilegt í öllum tilfellum
að tiltaka nöfn og bókunarnúmer
þegar farið er fram á bætur,“ segir
Ómar og bendir á að fallist flugrek-
andinn ekki á að greiða bætur eigi
farþegi kost á því að senda formlega
kvörtun til Samgöngustofu.
Farþegum mismunað
Framvísun brottfararspjalda skilyrði bóta að mati Primera
Strangari kröfur gerðar en hjá Icelandair og WOW air
Morgunblaðið/ÞÖK
Sönnunarbyrði Farþegar verða að sýna fram á þeir hafi innritað sig í flug.
Ungir menn eru oftar einmana en konur í sama aldurs-
hópi, 18-24 ára, en þeir finna oft eða mjög oft fyrir ein-
manaleika í meiri mæli en konurnar. „Almennt í könn-
unum er einmanaleiki mestur hjá ungu fólki og eldri
fullorðnum, en þessi könnun sýnir bara unga fólkið,“
segir Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri geðræktar
hjá embætti Landlæknis, en bætir við að um netkönnun
hafi verið að ræða og alltaf sé sá möguleiki að ákveðnir
hópar séu síður með. Eins geti þessar tölur endur-
speglað mismunandi félagsþörf eftir aldri. Einmana-
leiki og einsemd sé ekki endilega sami hluturinn. Heilt
yfir er yngsta fullorðna fólkið oftar einmana en þeir
sem eldri eru skv. niðurstöðu könnunarinnar, en 18%
yngsta fullorðna fólksins finna oft eða mjög oft fyrir
einmanaleika á móti 6% í eldri aldurshópum. Þetta og
fleira kemur fram í nýjasta tölublaði Talnabrunns, sem
er fréttabréf landlæknis um heilbrigðisupplýsingar.
Innan skamms stendur til að senda út póstkönnun til að
kanna heilsu og líðan Íslendinga, en að sögn Sigrúnar
verður áhugavert að bera niðurstöðurnar saman við
niðurstöðu netkönnunarinnar. Póstkönnun var síðast
gerð árið 2012. Nánari upplýsingar er að finna í frétta-
bréfinu á vef Landlæknisembættisins, www.landlaekn-
ir.is. ernayr@mbl.is
Einmana ungir menn
Landlæknisembættið birtir upplýsingar um líðan fólks
Getty Images
Könnun Ungir menn eru oftar einmana en ungar konur.
„Við reynum að fylgjast með og fara
eftir ábendingum, það er partur af
okkar starfsemi,“ segir Tryggvi Ax-
elsson, forstjóri Neytendastofu,
varðandi duldar auglýsingar en
þeim hefur farið fjölgandi að hans
sögn.
Neytendastofa greindi frá því fyrr
í þessum mánuði að Krónan og 17
sortir hefðu notað duldar auglýs-
ingar í markaðssetningu í gegnum
áhrifavalda á samfélagsmiðlum.
„Við erum að vinna að því að
skýra þetta betur enda er þetta
frekar nýtt svæði sem við þurfum að
leggja meiri áherslu á.“ Neytenda-
stofa vinnur meðal annars með öðr-
um eftirlitsstofnunum á Norður-
löndunum við að gera betur grein
fyrir duldum auglýsingum á sam-
félagsmiðlum.
Að sögn Tryggva er Neytenda-
stofa að vinna að því að fræða og
kynna fyrir markaðinum að duldar
auglýsingar séu ólöglegar enda geta
þær verið villandi fyrir neytendur.
„Að skýra reglurnar er okkar helsta
áhersluatriði,“ segir Tryggvi.
Morgunblaðið ræddi einnig við
Línu Birgittu Camillu Sigurðar-
dóttur lífstílsbloggara, en hún er
með um 13 þúsund fylgjendur á
samfélagsmiðlinum Instagram.
„Ég fæ alveg endalaust af fyrir-
spurnum og fara þær allar í gegnum
umboðsmannaskrifstofuna sem ég
er hjá. Ég get síðan valið og hafnað,“
segir Lína Birgitta.
Lína segir að það sé mjög mis-
munandi hvað tilboðin hljóði upp á,
allt frá 20 þúsund upp í 100 þúsund
krónur. „Ef þú átt góðan fylgjenda-
hóp er vel hægt að lifa af þessu,“
segir Lína Birgitta.
Hún segist hafa bætt sig mikið í
því að dylja ekki auglýsingar og not-
ist hún þá annaðhvort við myllu-
merkið ad eða greini frá því að hún
sé í samstarfi við fyrirtækið. Að sögn
Línu Birgittu hefur aukin umræða
gert lífstílsbloggurum grein fyrir því
að merkja auglýsingar sínar.
urdur@mbl.is
Duldum auglýsing-
um fer fjölgandi
Lína Birgitta C.
Sigurðardóttir
Tryggvi
Axelsson
Neytendastofa bregst við stöðunni
Getty Images/iStockphoto
Óljóst Duldar auglýsingar geta
verið ruglandi fyrir neytendur.