Morgunblaðið - 06.06.2017, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.06.2017, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is amlegt ka nýmalað, en in h Kynntu þ r ura a v ar rv . um ér í kaffi. s ylki. ík V ðJ k él í Ei Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Margt óvænt gerðist í þessari för,og undantekningarlaust mér tilhinnar mestu ánægju. Sam-starfsmenn mínir, fararstjórar og leiðbeinendur reyndust svo skemmtilegir menn að mig hafði varla órað fyrir, að þeir ættu slíkt til, gagnfræðingarnir ungu með þeim beztu kostum, sem ungt fólk má prýða; gæddir fróðleiksfýsn, gamansemi og sam- vinnuþýðleika, og bílstjórar leiðangursins með þeim ágætum að betra varð ekki kosið.“ Þannig skrifaði Þóroddur Guðmundsson, kennari í Flensborgarskóla, í dagblaðið Tím- ann árið 1967 um ferð sem hann og fjórir kennarar fóru sama ár til Írlands með 63 gagnfræðinga og var það fyrsta untanlands- ferð á vegum skólans með nemendur. Ferða- sagan með fyrirsögninni „Hafnfirðingar á ferð um Írland“ birtist í tveimur hlutum og spannaði alls tólf blaðsíður í tveimur tölu- blöðum. Margt bar enda til tíðinda auk þess sem greinarhöfundur lýsti bæði landi og lýð og ýmsu því sem fyrir augu bar af mikilli ná- kvæmni, sögulegri þekkingu og frásagnar- gleði. Langlíf skemmtinefnd Þessi dyggðum prýddu ungmenni uxu úr grasi í Hafnarfirði, þar sem flest búa enn. Í lok síðasta mánaðar, hálfri öld síðar, fór stór hluti hópsins ásamt mökum, samtals 68 manns, til Írlands. Samvinnuþýðleikinn var samur við sig. „Og gamansemin og fróðleiks- fýsnin,“ segir Elías Jónasson, varaformaður skemmtinefndarnnar, brosandi. Nefndin hefur verið starfandi allar göt- ur frá því hópurinn sat saman á skólabekk í Flensborg og staðið fyrir ýmsum skemmt- unum og styttri ferðalögum innanlands í ár- anna rás. „Við vorum fimm strákar kosnir í skemmtinefndina á sínum tíma. Ég man að mömmu, sem var mikill verkalýðsforingi, þótti alveg ótækt að engin stelpa væri í hópnum,“ segir Elías. „Við héldum annnálaðar árshátíðir með flottum hljómsveitum, til dæmis Flowers sama ár og við útskrifuðumst, og unglingar hvaðanæva komu til að sækja skemmtanir okkar í Flensborg. Einnig voru í árgangnum liðtækir tónlistarmenn og söngelskt fólk, til dæmis stofnuðum við hljómsveitina Hamars- menn, sem kom fram á einni árshátíðinni. Svo rákum við sjoppu í skólanum og vorum nokkuð útsjónarsöm í fjáröflun fyrir ferð- ina.“ Ekki aðeins þótti ferðasagan forðum í frásögur færandi því nokkrum mánuðum eft- ir að bálkar Þórodds birtust í Tímanum, fjallaði Alþýðublaðið um komu tveggja írskra bílstjóra leiðangursins, Jims og Johns, hing- að til lands í boði nemendanna. Jim og John „Forsagan er sú að eftir að við í skemmtinefndinni höfðum gengið á milli ferðaskrifstofa í leit að ódýrustu ferðinni til útlanda, römbuðum við inn á eina þar sem tók á móti okkur afskaplega þjónustulunduð kona. Hún lofaði öllu fögru; ódýrri vikuferð til Írlands með morgunmat. Við tókum til- boðinu fagnandi og borguðum fyrir fram. Síðan kom á daginn að við vorum svikin um bæði morgunmat og hádegismat, ferðaskrif- stofan klikkaði á mörgu sem okkur hafði ver- ið lofað og við lentum í alls konar veseni. Strax á flugvellinum í Dublin kom í ljós að engir bílstjórar voru til í að keyra rúturnar sem áttu að fara með okkur í ferð okkar um landið. Þótt Jim og John ættu að vera í fríi, buðust þeir til að taka verkið að sér. Þeir reyndust okkur ómetanlegir og urðu miklir félagar okkar. Eftir heimkomuna fengum við endurgreitt frá ferðaskrifstofunni og ákváðum að nota peningana og bjóða þeim félögum hingað til lands,“ segir Elías. Blaðamenn Alþýðublaðsins komust á Sameinuð á Írlandi 50 árum síðar Frelsinu fagnandi fóru gagn- fræðingar frá Flensborgarskól- anum árið 1967 í vikulangt skólaferðalag til Írlands. Þeir komu víða við og þótt ferðaskrif- stofan þeirra stæði ekki sína plikt með tilheyrandi veseni, varð ferðin þeim ógleymanleg. Margt hafði breyst þegar þessi samheldnu skólasystkini lögðu land undir fót á eyjunni grænu hálfri öld síðar. Ferðin sú var ekki síðri en sú fyrri. Írlandsferðin hin síðari Ekki væsti um gömlu skólasystkinin úr Flensborgarskólanum í glæsilegum kastala í Dalkey þar sem þau gistu í Írlands- ferðinni hinni síðari. Dagskrá umhverfismatsdagsins árið 2017 er að þessu sinni helguð nýjum áskorunum og aðferðum á sviði um- hverfismats. Kl. 13-16.30 á morgun, miðvikudaginn 7. júní, verður haldið málþing í tilefni dagsins. Í fyrri hluta málþingsins verður fjallað um ýmsar nýjar áskoranir sem tengjast mati á umhverfisáhrifum, svo sem út frá nýlegum dómum og úrskurðum, alþjóðlegum markmiðum í loftslagsmálum, nýrri vistgerðar- flokkun íslenskrar náttúru og laga- umgjörð mats á umhverfisáhrifum. Í seinni hluta málþingsins munu síðan sérfræðingar sem koma að um- hverfismati úr ólíkum áttum deila hugleiðingum um hvernig nýjar áskoranir og aðferðir birtast í þeirra störfum tengt náttúruvernd, sam- ráði, línulögnum, vegagerð og fleira. Allir eru velkomnir, aðgangur ókeypis og hægt að skrá þátttöku á vefsíðu Norræna hússins, norraena- husid.is. Vefsíðan www.norraenahusid.is Málþing um nýjar áskoranir og aðferðir á sviði umhverfismats Morgunblaðið/Árni Sæberg Landið er fagurt og frítt Lítil stúlka sullar í læk undir fagurri hvönn. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.