Morgunblaðið - 06.06.2017, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.06.2017, Qupperneq 13
snoðir um fram- takið, smeygðu sér inn á skuggamynda- kvöld gagn- fræðinganna um haustið og tóku írsku bíl- stjórana tali. Heilsíða þar. Segir ekki meira af þeim félögum John og James, báð- ir voru látnir fyrir allmörgum árum þegar hópurinn fór í Írlandsferð sína númer tvö. Sú var að sögn Elíasar öllu betur skipulögð af hálfu ferðaskrifstofunnar en sú fyrri. „Enda er Kristín Einarsdóttir hjá Ireland Iceland Travel Hafnfirðingur,“ útskýrir hann. Músagangur og þriggja hæða kojur Fáu var saman að jafna í ferðunum tveimur. „Í útskriftarferðinni gistum við yf- irleitt á farfuglaheimilum, þar sem stundum var músagangur, og borðuðum eins ódýrt og hægt var. Einhverjir voru að rifja upp að- einu sinni gistum við strákarnir í þriggja hæða kojum á annarri hæð og stelpurnar á neðri hæðinni. Gat var á gólfinu og því var ekki að sökum að spyrja við lágum á gólfinu og kíktum á stelpurnar,“ segir Elías hlæj- andi. Spurður hvort þau skólasystkin hafi haft áfengi um hönd í ferðalaginu svarar hann: „Nei, það var stranglega bannað.“ En urðu einhver kærustupör til í ferðinni? „Ann- aðhvort í ferðinni eða að fólkið var farið að draga sig eitthvað saman áður. Innan út- skriftarárgangsins eru þrenn hjón og þau voru öll með í ferðinni núna.“ Elíasi er fátæktin sem víða blasti við bæði í Dublin og upp til sveita minnisstæð. Á einum sveitabænum, aðeins 40 km frá Dubl- in, undraðist hópurinn mjög að hjónin á bæn- um höfðu aldrei brugðið sér til höfuðborg- arinnar. „Unglingarnir í sveitinni sem við buðum á kvöldvöku til að hlusta með okkur á Bítlana og Stones af plötuspilara, báru líka með sér að vera fátækir,“ rifjar hann upp. Hann segir annað hafa verið uppi á ten- ingunum í ferðinni sem hópurinn er nýkom- inn úr. Ekki hafi verið annað að sjá en vel- megunin drypi af hverju strái í borgum sem og bæjum og sveitum. „Hótelið okkar var í glæsilegum kastala í Dalkey, smábæ rétt sunnan við Dublin. Allir voru afskaplega sáttir og sælir, enda var allt til alls og ferðin í heild algjör lúxus í þrjá daga. Við ferð- uðumst reyndar minna en í fyrri ferðinni, ut- an þess að við keyrðum, eins og þá, suð- urleiðina frá Dublin til Wicklow-sýslu þar sem við skoðuðum myllu frá 1725 í Avoca, síðan lá leiðin til Glendalough, en þar heim- sóttum við munkaklaustur frá 6. öld. Annars vorum við mest í Dublin og nágrenni.“ Partýið er ekki búið Hópurinn gerði sér far um að skoða allt það helsta sem borgin státar af. Ekkert hafði dregið úr fróðleiksfýsninni sem fyrrnefndur Þóroddur hafði rómað hópinn fyrir í skrifum sínum fyrir fimmtíu árum. „Við skoðuðum Guinness-safnið og fórum vitaskuld á eina þekktustu og þjóðlegustu krá borgarinnar, The Merry Ploughboys, þar sem írsk þjóð- lagatónlist og riverdans eru í hávegum höfð. Einhverjir gerðu sér ferð á merkjavöru- lagersölu í Kildere á laugardeginum áður en þeir dubbuðu sig upp fyrir árshátíðina á hót- elinu um kvöldið.“ Þótt ekki hafi verið boðið upp á sér- hönnuð skemmtiatriði segir Elías það hafa verið mál manna að hún hafi ekki verið síður skemmtileg en þær sem haldnar voru í Flensborgarskólanum í gamla daga. Maður er manns gaman eins og þar stendur. „Við erum öll miklir vinir, höfum haldið vel saman í öll þessi ár og þykir alltaf jafn- gaman að hittast. Þá er mikið faðmast og kysst.“ Gömlu skólafélagarnir, sem útskrifuðust úr Flensborgarskólanum fyrir hálfri öld, eru þegar búnir að skipuleggja næsta partý. Árið 1967 Gagnfræðingar Flensborgarskólans 1967 ásamt kennurum – og þeim Jim og John (5. og 6. í fremstu röð). Fjör Oft var glatt á hjalla í rútuferðunum og mikið sungið og trallað. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017 Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. | Eiðistorgi 17 | 170 Seltjarnarnesi | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100 Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi GO ásamt viðtölum við formann, framkvæmdastjóra, PGA kennara auk nokkurra kylfinga. Hringbraut næst á rásum 7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar í kvöld kl. 20.00 í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.00 í kvöld • Einn glæsilegasti golfvöllur landsins heimsóttur • 1200 félagsmenn ogmikil gróska í starfi klúbbsins • Glæsileg æfingaaðstaða, hjónagolf og kvennstarf hjá GO • Hvernig er að byrja í golfi á seinni hluta ævinnar? Heimsókn til Golfklúbbsins Odds

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.