Morgunblaðið - 06.06.2017, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Um 3000
þjónustufyrirtæki
eru á skrá hjá
finna.is
HVAR ER
NÆSTA
VERKSTÆÐI?
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ný 127 herbergja viðbygging hefur
verið tekin í notkun á CenterHotel
Miðgarði við Hlemm. Með þessari
viðbót er hótelið orðið eitt af stærstu
hótelum miðborgarinnar, með alls
170 herbergjum. Þetta er sjötta
CenterHotel í miðborginni.
Á Miðgarði verða tvær gerðir her-
bergja, sem heita enskum nöfnum,
standard og deluxe. Líkamsrækt og
spa verður í kjallara viðbygging-
arinnar, með heitum pottum og
gufu. Þar verður líka fundaraðstaða.
Hótelið var opnað sumarið 2015 á
Laugavegi 120. Nokkrum mánuðum
síðar hófust framkvæmdir við
stækkun hótelsins og er því verki nú
að ljúka. Á jarðhæð er veitinga-
staður, Jörgensen Kitchen & Bar,
sem var opnaður í febrúar í fyrra.
Sæti eru fyrir um 180 manns á
veitingastaðnum og er reiknað með
allt að 340 gestum í morgunmat.
Með nýbyggingunni tvöfaldast
starfsmannafjöldinn í 50 manns.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins má áætla að kostnaður við
stækkun hótelsins sé ekki undir
milljarði króna. Um hundrað manns
á vegum Mannverks unnu að fram-
kvæmdinni þegar mest var.
Gláma/Kím sá um hönnun en Ís-
landsbanki um fjármögnun.
Gamla húsið byggt fyrir 1967
Laugavegur 120 er áberandi hús í
miðborginni, skáhallt á móti
Hlemmi. Húsið var byggt árin 1967-
68 eftir teikningum Gunnars Hans-
sonar og Magnúsar Guðmunds-
sonar. Búnaðarbankinn var þar með
starfsemi og síðar Arion banki. Ytra
byrði hússins er óbreytt en innrétt-
ingar hafa breyst mikið. Sumt hefur
þó fengið að halda sér en í nýju hlut-
verki. Til dæmis er eðalvín geymt í
peningageymslum bankans.
Viðbyggingin er suður af gamla
húsinu og liggur meðfram Rauðar-
árstíg, Stórholti og Þverholti.
Milli gömlu byggingarinnar og
viðbyggingar er opið rými, eða port,
svonefndur Miðgarður, og dregur
hótelið nafn sitt af því. Ný móttaka
hefur verið opnuð á Rauðarárstíg.
Opið rými er milli móttöku og veit-
ingastaðar og bars á hótelinu.
Eva Silvernail, framkvæmdastjóri
rekstrarsviðs hjá CenterHotels, seg-
ir Glámu-Kím arkitekta hafa lagt
mikið upp úr því að viðbyggingin
félli vel inn í umhverfið. „Við erum
mjög sátt við útkomuna,“ segir Eva.
Gott aðgengi fyrir umferð
Hún segir aðgengi að hótelinu
mjög gott. Það séu engar þröngar
götur að fara um. Umferð gangi
greiðlega eftir nálægum götum.
Hún segir það hafa gengið furðu-
vel að byggja við hótel í rekstri.
„Það var samkomulag við verk-
taka um að vera ekki með hávaða-
framkvæmdir fyrr en eftir klukkan
10 á morgnana. Það er ákveðinn lúx-
us að vera með ferðamenn sem koma
til Íslands. Þeir eru mikið úti að
skoða náttúruna allan daginn. Þeir
eru sáttir svo lengi sem þeir fá frið
eftir að þeir koma heim á hótelið.“
CenterHotel Miðgarður stækkar
Ný 127 herbergja viðbygging hefur verið tekin í notkun á CenterHotel Miðgarði við Hlemm
Herbergin eru nú 170 Líkamsrækt og spa er meðal nýrrar þjónustu fyrir gesti í viðbyggingunni
Við Hlemm Nýr inngangur snýr að Rauðarárstíg.
Stílhreint Tvær gerðir herbergja eru á hótelinu, standard og deluxe.
Gæði Stefnt er að því að hótelið fái fjórar stjörnur.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hönnun Lagt er upp úr því að hótelið hafi mörg upplifunarrými fyrir gesti.
Melissa Munguia er hótelstjóri á
CenterHotel Miðgarði. Hún segir
gesti mjög ánægða með staðsetn-
ingu hótelsins.
„Þetta er að verða heitur staður í
miðbænum, nálægt öllu sem gestir
vilja skoða. Hér verða þeir ekki
fyrir ónæði vegna hávaða frá
skemmtistöðum og þess háttar. Það
er lítið sem ekkert næturlíf hér í
kring. Við bíðum líka spennt eftir
því að matarmarkaðurinn verði
opnaður á Hlemmi. Það á örugg-
lega eftir að skapa skemmtilega
stemningu á svæðinu,“ segir
Munguia og svarar því aðspurð að
stefnt sé að því að Miðgarður fái
úttekt sem fjögurra stjarna hótel.
„Það er mikið lagt upp úr þjón-
ustu við gesti. Við verðum með spa,
veitingastað, fundarsali, rúmgóða
móttöku og mörg upplifunarrými.
Ætlunin er að þetta hótel hafi allt í
boði og að gestir geti fengið hér
alla þjónustu sem þeir þurfa. Héðan
er einnig stutt að sækja í aðra þjón-
ustu og menningu,“ segir Munguia
um áherslur í þjónustunni.
Stutt fyrir gesti að
sækja menninguna
Morgunblaðið/RAX
Í rekstri Melissa Munguia og Eva Silvernail stýrðu uppbyggingunni.