Morgunblaðið - 06.06.2017, Page 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017
Guðrún Antonsdóttir
lögg. fasteignasali
Vantar allar stærðir og gerðir fasteigna á sölu.
Mjög mikil eftirspurn og lítið framboð.
Núna er tækifærið ef þú vilt selja.
Hringdu núna í 697 3629
og fáðu aðstoð við að selja
þína eign, hratt og vel.
Ertu í söluhugleiðingum?
Lágmúli 5, 108 Reykjavík | Sími 571 5800 | gudrun@garun.is | garun.is
SVIÐSLJÓS
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Sjö manns létu lífið í hryðjuverkunum í Lund-
únum á laugardagskvöld. Bíl var ekið á
óbreytta borgara á Lundúnarbrú áður en þrír
árásarmenn stukku úr bílnum og réðust að
fólki með hnífum. Árásarmennirnir voru
íklæddir gervi-sprengjuvestum og voru skotn-
ir til bana af lögreglu um átta mínútum eftir að
lögreglu barst fyrsta tilkynning vegna árásar-
innar. Óbreyttur borgari varð fyrir byssukúlu
lögreglusveita en er ekki í lífshættu.
Ríki íslams lýsti yfir ábyrgð á árásinni sem
er þriðja árásin í Bretlandi á skömmum tíma. Í
dag eru aðeins tvær vikur frá hryðjuverkunum
í Manchester.
Tólf voru handteknir í kjölfar árásarinnar en
þeim hafði öllum verið sleppt í gærkvöldi. 48
særðust í árásinni, þar af liggja 18 enn mjög
þungt haldnir.
Birtist í heimildarmynd um öfgamenn
Tveir árásarmannanna voru nafngreindir í
breskum miðlum í gær. Annar þeirra var
breskur ríkisborgari, fæddur í Pakistan og
kunnugur lögreglu. „Khuran Shaz ad Butt var
kunnugur lögreglu og MI5 [leyniþjónustu
Bretlands, innsk. blaðamanns]. Hins vegar er
ekkert í upplýsingum okkar sem bendir til þess
að árás hafi verið í undirbúningi og hafði rann-
sókn verið háttað í samræmi við það,“ hefur
AFP eftir bresku lögreglunni. Butt kom fyrir
sjónir í heimildarmyndinni „The Jihadis Next
Door“, sem myndi útleggjast sem „Jíhadarnir í
næsta húsi“ og var sýnd á Channel 4-sjón-
varpsstöðinni á síðasta ári. Í myndinni er
fjallað um breska öfgamenn. Hinn var af mar-
okkóskum og líbískum uppruna.
„Ég bið alla sem hafa upplýsingar um menn-
ina, ferðir þeirra dagana og klukkutímana fyrir
árásina, og staði sem þeir hafa reglulega heim-
sótt, að stíga fram,“ sagði Mark Rowley, yfir-
maður bresku hryðjuverkalögreglunnar, í yfir-
lýsingu. Eftir hrinu hryðjuverka í Bretlandi
hefur hryðjuverkalögregla landsins þurft að
svara fyrir það hvers vegna einstaklingum sem
séu á öfgalista lögreglu takist að fremja
hryðjuverk. Segir Rowley að á hverjum tíma
séu um 500 virkar rannsóknir í gangi, þar sem
um þrjúþúsund menn séu til rannsóknar. Alls
hafa um 20 þúsund manns verið til rannsóknar
á undanförnum árum hjá lögreglunni, sem hef-
ur komið í veg fyrir 18 árásir síðan 2013, þar af
fimm síðan árásin var gerð við Westminster-
brúna fyrir tveimur mánuðum.
Kosið til breska þingsins á fimmtudag
Kosið verður til breska þingsins á fimmtu-
dag og setja árásir undanfarinna daga og mán-
aða svip sinn á kosningabaráttuna. Verka-
mannaflokkurinn, með Jeremy Corbyn
fremstan í flokki, hefur gagnrýnt Theresu
May, forsætisráðherra landsins, harðlega
vegna niðurskurðar til löggæslu í ráðherratíð
hennar sem innanríkisráðherra. May hefur
hins vegar bent á að undir forystu hennar hafi
vopnuðum lögregluþjónum fjölgað, Lundúna-
lögregla kvarti ekki undan fjárlögum og fram-
lög til hryðjuverkalögreglu hafi verið aukin.
May fór mjög hörðum orðum um hryðjuverka-
menn eftir árásina. „Við getum ekki látið eins
og þetta geti haldið áfram,“ sagði May og bætti
við að „allt of mikið umburðarlyndi fyrir of-
stæki“ væri í Bretlandi.
Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, lenti í
orðaskiptum við Donald Trump Bandaríkja-
forseta í kjölfar árásarinnar, þar sem Trump
sagði viðbrögð Khans of mjúk. „Að minnsta
kosti sjö látnir og 48 særðir eftir hryðjuverk,
og borgarstjóri Lundúna segir enga ástæðu til
að óttast,“ sagði Trump á Twitter. Khan sagði
sumt fólk hreinlega nærast á sundrungu, en
slík sundrung fengi ekki að verða í borginni.
Innlendir og erlendir stjórnmálamenn tóku
upp hanskann fyrir Khan, þar á meðal Theresa
May og Bill de Blasio, borgarstjóri New York,
sem sagði að ummæli Trump hefðu verið „óvið-
unandi“.
Einn var þekktur öfgamaður
48
Bíla- og hnífaárás
LUNDÚNIR
Ekið yfir óbreytta
borgara á Lundúna-
brúnni og fólk stungið
3. júní 2017
Hið minnsta 7 látnir
Þrír árásarmenn
skotnir til bana
af lögreglu
Gæti farið
hækkandi
Stórar árásir í Bretlandi
7. júlí 2005
Sjálfsmorðssprengjur
Samhæfðar árásir
í miðborg Lundúna
- Þrjár sprengjur í neðan-
jarðarlestakerfi borgarinnar
- Ein sprengja í rútu
Bíla- og hnífaárás
Ekið yfir Lee Rigby, 25 ára
breskan hermann, og síðan
ráðist á hannmeð hnífum
og kjöthníf. Reynt að
hálshöggva fórnarlambið.
Sjálfsmorðssprengja
MANCHESTERLUNDÚNIRLUNDÚNIRLUNDÚNIR
Árás í troðfullri tónleikahöll.
Hátt hlutfall ungs fólks á
meðal tónleikagesta á
tónleikum Ariönu Grande.
Fjöldi látinna: 52
Fjöldi særðra: 700
Mohammad Sidique Khan
Shehzad Tanweer
Germaine Lindsay
Hasib Hussain
Létust allir í árásunum
22. maí 2013
1
Michael Adebolajo
Michael Adebowale
22. maí 2017
22
Salman Abedi, sagður
hafa látist á staðnum
af lögreglu
Ríki íslams hefur lýst
yfir ábyrgð á árásinni
22. mars 2017
Bílaárás
Bifreið ekið á fólk á
Westminster-brúnni nærri
breska þinginu. Lögreglu-
þjónn stunginn til bana.
5
50 116
Khalid Masood
Skotinn til bana af
lögreglu á vettvangi
Dæmdur í lífstíðarfangelsi
Dæmdur í að minnsta
kosti 45 ára fangelsi
Ríki íslams hefur lýst
yfir ábyrgð á árásinni
Sjö létust og hátt í 50 særðust í hryðjuverkunum í Lundúnum Þrír árásarmenn skotnir til bana
Trump gagnrýnir viðbrögð borgarstjóra Lundúna Þingkosningar í Bretlandi næsta fimmtudag
Fimm létu lífið í Orlando í Banda-
ríkjunum í gær þegar „úrillur“
fyrrverandi starfsmaður fyrir-
tækis, líkt og lögregla lýsir hon-
um, hóf skothríð í vöruhúsi.
Lögregla mætti á vettvang
tveimur mínútum eftir að árásar-
maðurinn, sem er á fimmtugsaldri,
hóf skothríðina, Lágu þá þrír
menn og ein kona í valnum.
Fimmta fórnarlambið var úrskurð-
að látið á sjúkrahúsi. Sjö manns
lifðu skotárásina af.
Árásarmaðurinn, John Robert
Neuman Jr., svipti sig að lokum
lífi. Hann er fyrrverandi hermað-
ur sem starfaði hjá fyrirtækinu en
var rekinn þaðan í apríl. Hann átti
að baki smáglæpi á borð við
vörslu fíkniefna og akstur undir
áhrifum. Þetta er haft eftir lög-
reglustjóra Orange-sýslu, Jerry
Demings. Hann segir að kallað
hafi verið eftir lögregluaðstoð
sumarið 2014 vegna vinnustað-
arofbeldis þar sem Neuman slóst
við samstarfsmann sinn.
ash@mbl.is
AFP
Skotárás Árásarmaðurinn var rekinn frá fyrirtækinu fyrr á þessu ári.
Myrti fimm á gamla
vinnustaðnum sínum