Morgunblaðið - 06.06.2017, Qupperneq 20
FRÉTTASKÝRING
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Ný skýrsla á vegumgreiningardeildarSjúkratrygginga Ís-lands er varðar umfang
þjónustu og greiðslur til veitenda
þjónustu í dagdvalarrýmum var
birt í síðustu viku. Fram kemur í
skýrslunni að í rammasamningi
sem Sjúkratryggingar Íslands
gerðu í fyrra um þjónustu á hjúkr-
unarheimilum var þjónusta á
dagdvöl undanskilin, það er því
enginn samningur í gildi um þá
þjónustu sem veitt er á dagdvöl. Í
skýrslunni kemur fram að mikil-
vægt sé að fara í ítarlega grein-
ingu á framboði og eftirspurn eftir
þjónustunni, ólíkum þörfum og
þjónustuþyngd notenda.
Helga Garðarsdóttir hjá
greiningardeild Sjúkratrygginga
Íslands segir að erfitt sé að semja
um þjónustu á dagdvalarstofn-
unum þegar ekki sé vitað hvaða
þjónustu eigi að veita. „Þegar við
gerðum samninginn við hjúkr-
unarheimilin á síðasta ári að und-
anskilinni dagdvölinni var í raun
ekki hægt að semja um þjónustuna
því við vitum ekki um hvað hún
snýst. Þetta hefur aldrei verið
greint, hvort fólk þurfi mikla eða
litla þjónustu, við bara vitum það
ekki,“ segir Helga og bætir við að
þetta sé bæði notendum og veit-
endum þjónustunnar til trafala.
Hún tekur fram að það sé af sem
áður var þegar erfitt var að ná
samningum við dagdvalarstofnanir.
„Áður var alltaf erfitt að ná samn-
ingum við dagdvalarstofnanir en í
dag eru þær tilbúnar að setjast að
samningaborðinu,“ segir Helga.
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, for-
maður Félags eldri borgara, segist
ekki vera sammála Helgu. „Fólk
er alveg upplýst um hvað það fær
og starfsmenn vita til hvers er
ætlast af þeim,“ segir Þórunn.
Hún segir dagdvalarheimilin vinna
kraftaverk, þar fái fólk bæði til-
breytingu og hvíld auk þess sem
heimilin taki við fólki frá spít-
alanum. „Þar sem ég þekki til er
verið að vinna kraftaverk, þetta
fær algjöra toppeinkunn frá mér.
Ég tel að þjónustulýsingin sé al-
veg nægilega skýr. Oft á tíðum tel
ég að þessi heimili séu að bjarga
fólki. Þau veita til að mynda fólki
hvíld sem þarf að sjá um veikan
maka, kannski 2-3 daga í viku,“
segir Þórunn.
Tóku nýlega við keflinu
Sjúkratryggingar Íslands tóku
nýlega við framkvæmd greiðslna
af Tryggingastofnun ríkisins og
segir Helga að þjónustan hafi aldr-
ei verið skoðuð áður. „Þegar við
tókum yfir greiðslurnar árið 2016
innleiddum við rafræn skil á gögn-
um sem dagdvalarstofnanirnar
höfðu áður alltaf sent í excel-
skjölum. Ég veit ekki hversu mikið
var skráð hjá Tryggingastofnun
þannig að þjónustan í dagdval-
arþjónustunni hefur ekki verið
skoðuð áður,“ segir Helga, sem
telur brýnt að gera samning um
þjónustuna.
Í dag er í gildi gömul kröfu-
lýsing en Velferðarráðuneytið er
að endurskoða kröfulýsinguna.
Helga telur að ráðast verði í ítar-
lega greiningu á þjónustunni. „Það
hefur aldrei verið neinn samningur
um þessa þjónustu, hún hefur bara
verið veitt af gjaldskrá. Það er
mjög óskýrt hvaða þjónustu á að
veita og hvaða búnaður á að vera
til staðar,“ segir Helga. Hún bætir
við að í skýrslunni sé verið að
skoða ýmis fleiri atriði, svo sem
endurskoðun á rýmaheimild og
lausn á löngum biðlistum eftir
rými á dagdvalarheimilum.
Engin þjónustulýsing
í dagdvalarrýmum
Morgunblaðið/Ómar
Dægradvöl Oft á tíðum veita dagdvalarheimili eldra fólki nauðsynlega
tilbreytingu eða hvíld frá skyldum og amstri daglegra athafna.
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sveitarfélöglandsinseru fyrst og
síðast hugsuð til
að sjá um sam-
eiginlega þjón-
ustu fyrir íbúana.
Sitji íbúar sveit-
arfélags uppi með fyrir-
svarsmenn sem telja að verk-
efni þess snúist um eitthvað
allt annað, og þá einkum það
að upphefja þá sjálfa, þá hafa
íbúarnir keypt köttinn í
sekknum.
Reykvíkingar sitja nú uppi
með slík kaup, því miður.
Undanfarin misseri hafa upp-
lýsingar sem borgarbúar hafa
fengið frá yfirstjórn borgar-
innar um fjárhag hennar ver-
ið algjörlega óboðlegar. Þær
koma jafnan seint og illa og
eru settar fram með þeim
hætti að erfitt er fyrir þraut-
þjálfaða menn að skilja. Þetta
er ekki hægt að skýra með
aumingjadómnum einum.
Þetta hlýtur að vera gert til
að venjulegir borgarar geti
ekki fengið rétta mynd af því
sem hefur verið að gerast.
Fullyrðingar sveiflast til og
frá, stundum eru rekstrar-
þættir borgarsjóðs settir sem
bland í poka með stofnunum
hennar og jafnvel samstarfs-
stofnunum í öðrum sveitar-
félögum og gumsið borið
saman við allt annað.
Eina ályktunin sem
borgarbúar geta dregið af
slíkri framgöngu er að æðstu
menn borgarinnar séu glóru-
litlir um raunverulegan
rekstur hennar. Rétt eins og
þeir gera sér ekki grein fyrir
markmiðunum með þeim
rekstri.
Það skín í gegn að þeir hafa
ekki skilning á frumþáttum
rekstursins og virðist raunar
sama um hann. Þetta er bölv-
að.
Við þetta bætist svo að
skattar sem sömu yfirvöld
leggja á borgarbúa eru hvar-
vetna í toppi. Þegar fast-
eignamat hækkar vegna þró-
unar á húsnæðismarkaði, sem
ekki má síst rekja til slóða-
háttar borgarinnar í lóða-
málum, lækka yfirvöldin ekki
álagningarstuðla á móti eins
og öll sanngirnissjónarmið
gera kröfu til. Kostnaðurinn
við þjónustu sveitarfélagsins
sveiflast ekki upp með fast-
eignamatinu.
Meðvitað er þrengt að svig-
rúmi borgarbúa og beinlínis
montað sig yfir því opin-
berlega að þeim sé gert sífellt
erfiðar að nota bifreiðina
sína, því að nauðsynlegt sé að
neyða þá í að nýta opinberar
samgöngur eða hjól til þess
að mörkuð stefna
meirihluta
borgarstjórnar
gangi upp. Eng-
inn leiðtoga borg-
arinnar gengst
hins vegar upp í
að tryggja að sú
grundvallarþjónusta sem
borginni er gert að sinna sé
innt af hendi með myndar-
legum hætti. Borgarstjórinn
virðist horfa á sjálfan sig í
spegli sem stjörnu á sviði al-
heimsstjórnmála sem um-
heiminum hafi láðst að upp-
götva. Þegar honum líkar
ekki ákvörðun forsetans í
Hvíta húsinu um bandarískar
skuldbindingar tilkynnir
hann rogginn að hann ætli að
láta lýsa tónlistarhúsið
Hörpu upp í grænu í tilefni
dagsins! Og hvað með það?
Það vakti hneykslun þegar
borgarfulltrúar í Reykjavík
og embættismenn undir leið-
sögn borgarstjórans fóru
hvorki meira né minna en
12(!) saman til Parísar til að
taka þátt í gleðskap þar. Þeir
vestra, sem ráðhúsmenn eru
svona uppteknir af, hefðu
þurft að senda 12.000 manns
til að dansa með. Borgar-
fulltrúar og fylgdarlið áttu
ekkert minnsta erindi til Par-
ísar annað en það að gera sér
dagamun á kostnað Reykvík-
inga. Borgarbúar taka hins
vegar eftir því að svæði eins
og Fjölskyldu- og húsdýra-
garðurinn í Laugardal, sem
stofnað var til af framsýni, og
borgarbúar hafa notið, eru
látin drabbast niður, eins og
svo grátlega margt í borg-
inni. Í fréttum gærdagsins
var sagt að leiktæki á leik-
völlum væru svo úr sér geng-
in að þau sköpuðu slysahættu
fyrir lítil börn. Er rétt að lýsa
leikvellina upp með rauðu í
tilefni fréttanna? Götur eru
holóttar og aðþrengdar, og
akreinar ekki lagðar sem
lengi hefur verið beðið eftir
af því að borgaryfirvöld eru í
herferð gegn bílnum! En
hvers vegna í ósköpunum að
láta fjölskyldugarðinn í
Laugardal og leiktæki
barnanna grotna niður og
eyða tíma sínum frá skyldu-
störfunum í að reyna að ná
sér niðri á Trump, með því að
beina grænum ljóskösturum
á Hörpuna?
Með því eru græningjarnir
í borgarstjórn að bregða ljós-
inu á sjálfa sig og ítreka að
þeir virðast ekki vita, hafa
ekki grænan grun um, af
hverju peningar eru sviðnir
út úr hartkeyrðum borgar-
búum til að greiða þessum
köppum sín ríflegu laun.
Fyrst þarf að ljúka
skyldustörfunum
og þá geta menn
farið í pólitískan
ljóskastaraleik}
Ekki grænan grun
E
rtu búin(n) að fara í Costco?“ Það
er sennilega sú spurning sem
heyrst hefur oftast síðustu tvær
vikurnar á Íslandi. Þetta ferlíki
sem lenti eins og geimskip í
Garðabænum dregur að sér forvitna og kaup-
þyrsta Íslendinga sem flykkjast þangað dag-
lega að berja augun dýrðina. Ég veit eiginlega
ekki hvað við töluðum um fyrir Costco, man
það einhver? Nú miðast tímatal Íslendinga við
fyrir og eftir Costco og fólk mun spyrja eftir
tíu ár, hvar varst þú þegar Costco opnaði?
Þetta nýja ameríska sameiningartákn okk-
ar hefur aldeilis hleypt samkennd og hlýju í
mannskapinn. Aldrei er nú nóg af því. Vin-
kona mín ein fór þangað strax á fyrsta degi og
sagðist hafa upplifað þjóðhátíðarstemningu og
fann samkenndartilfinningu sem hún hafði
aldrei fundið fyrr. Fólk gekk um í hamingjukasti og tal-
aði við ókunnuga: „Sjáið, sjáið, einn lítri af sjampói á
fimm hundruð! Hundrað snúðar á þúsund!“ Það fyllti
kerrurnar og allir elskuðu alla þennan dag.
Þessi sama vinkona fór aftur næstu sjö dagana og
kom með nýjar og ferskar sögur úr Costco daglega.
Svona fyrir okkur sem ekki enn hafa gengið til liðs við
Facebook-hópinn fræga. Sjö daga í röð sparaði hún
svakalega, eiginlega kom hún út í plús. Ég spurði hana
hvað hún væri eiginlega að kaupa þarna svona mikið?
„Bara alls konar!“, sagði hún með blik í auga. „Eins og
hvað?“, spurði ég, sem hafði þá aldrei farið. „Til dæmis
snorklgræjur!“ svaraði hún alsæl.
Já, hver þarf ekki snorklgræjur, það
vantar alveg á mitt heimili. Ég sé það núna!
Ég dreif mig loksins á laugardagsmorgun
í Gósenlandið. Ákvað að vera fyrst og mætti
korteri fyrir opnun. Ég hélt að allir hinir
væru að sofa út. En nei, ekki aldeilis. Það
biðu nokkur hundruð manns í biðröð með
risavöxnu kerrurnar sínar. Og ég fór aftast
í röðina og beið, dálítið spennt verð ég að
viðurkenna, eftir að komast inn. Fá að vera
með í samkenndinni, geta sagst hafa farið í
Costco. Mér var nefnilega farið að finnast
ég utanveltu í samfélagi mannanna.
Ég kom út með körfuna fulla af mat, fal-
legum og ferskum, en borgaði svona helm-
ingi meira en venjulega þegar ég versla inn.
Það var auðvitað af því að allar pakkningar
voru svo stórar, ég þurfti að kaupa 30 kjúk-
lingaleggi í stað sex, 3 kíló af nautahakki, hálft kíló af
engifer og hálft kíló af hvítlauk. Það munu allir á mínu
heimili anga af hvítlauk næstu vikurnar.
Ég neyddist svo til að halda matarboð þrjú kvöld í
röð, það komu til dæmis tólf manns í gær og sjö í fyrra-
dag. Því nóg er jú til eftir eina Costco-ferð. Þvílík
snilld. Þið sjáið þarna hvað Costco-áhrifin ná að gera,
þau sameina fjölskyldur og vini líka, þegar heim er
komið.
Svo hefur verið í fréttum að gíraffinn er seldur. Já,
ég verð að viðurkenna að ég keypti hann. Missti mig
aðeins. Hann bíður í smá stund í búðinni á meðan smið-
urinn sagar gat í þakið hjá mér. asdis@mbl.is
Ásdís
Ásgeirsdóttir
Pistill
Gíraffinn fær loks heimili
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Gísli Jafets-
son, fram-
kvæmdastjóri
Félags eldri
borgara, segist
hafa orðið var
við jákvæða
breytingu eftir
að Sjúkra-
tryggingar Ís-
lands tóku við af Trygginga-
stofnun ríkisins. Hann telur að
þrátt fyrir að breyting hafi átt
sér stað sé enn langt í land hvað
varðar þjónustu við eldri borgara
hér á landi. „Við erum ekki alltaf
að gagnrýna, við reynum að
gagnrýna til góðs. Við þurfum
alltaf að sækja allt í staðinn fyrir
að stofnanirnar hafi samband
við okkur og við bendum þeim á,
þannig er þetta gert erlendis, til
að mynda í Svíþjóð. Við þyrftum
þá ekki alltaf að standa í ein-
hverjum blaðaslag. Þetta á bæði
við um Félag eldri borgara sem
og einstaklinga,“ sagði Gísli.
Breyting til
betri vegar
FRAMKVÆMDASTJÓRI
FÉLAGS ELDRI BORGARA
Gísli Jafetsson