Morgunblaðið - 06.06.2017, Síða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017
✝ Jóna MargrétJúlíusdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 2.
febrúar 1927. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Hraunbúðum 30.
maí 2017.
Jóna Margrét
var dóttir Júlíusar
Jónssonar múr-
arameistara, f. 31.
júlí 1895, d. 4. september 1978,
og Sigurveigar Björnsdóttur
saumakonu, f. 22. september
1891, d. 27. september 1934.
Bæði voru þau ættuð undan
Eyjafjöllum.
Jóna Margrét ólst upp í
stórum systkinahópi í Stafholti
í Vestmannaeyjum. Systkini
hennar eru Björn Júlíusson
barnalæknir, f. 1. október 1921,
d. 7. mars 1995, Helga S. Júl-
íusdóttir sjúkraliði, f. 26. júní
1923, Sigríður Ragna Júlíus-
dóttir saumakona, f. 28. janúar
1926, d. 25. júní 2008, Haf-
steinn Júlíusson múrarameist-
ari, f. 8. júní 1928, d. 15. febr-
úar 1990, Garðar Júlíusson
Gunnari Steini Ásgeirssyni,
Kristín Erna, f. 19. ágúst 1991,
og Þorleifur, f. 28. október
1992. Fyrir á Sigurlás dótturina
Kolbrúnu.
Tryggvi átti fyrir dótturina
Ásgerði, börn hennar eru
Gunnar Þór Sveinsson, f. 15.
maí 1967, og Áslaug Tóka
Gunnlaugsdóttir, f. 22. desem-
ber 1974. Synir hennar eru
Leiknir Logi, Víkingur Viðar
og Ásbjörn Úlfur.
Að loknu barnaskólaprófi í
Vestmannaeyjum hélt Jóna
Margrét til Reykjavíkur, þar
sem hún hóf störf í versluninni
Kron. Þaðan hélt hún vestur á
Ísafjörð, þar sem hún stundaði
nám við Húsmæðraskólann
Ósk. Þar kynntist hún Tryggva.
Að námi loknu lá leiðin aftur til
heimahaga hennar og hófu þau
búskap í Eyjum að Steinum við
Urðaveg 8. Hún vann við ýmis
verslunarstörf ásamt fisk-
vinnslustörfum. Starfsævina
endaði hún á Pósthúsinu, þar
sem hún starfaði um árabil.
Jóna starfaði meðal annars í
Galleríi Heimalist og seldi
vörur sínar þar. Þá var hún fé-
lagi í Sinawik, Kvenfélaginu
Líkn og Félagi eldri borgara í
Vestmannaeyjum.
Útför Jónu Margrétar fer
fram frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum í dag, 6. júní 2017,
og hefst athöfnin klukkan 11.
rafvirki, f. 10. nóv-
ember 1932, d. 26.
ágúst 1988, og Sig-
urveig Júlíusdóttir
húsmóðir, f. 27.
desember 1940.
Jóna Margrét
giftist 12. maí 1951
Tryggva Jónassyni,
f. 4. október 1929,
d. 17. október
2009. Dætur þeirra
eru 1) Sigurveig
Júlía, f. 29. október 1951, gift
Ólafi Tryggvasyni. Sonur Júlíu
og Sæmundar Hafsteinssonar
er Tryggvi Már, f. 26. apríl
1976, í sambúð með Arnbjörgu
Harðardóttur, saman eiga þau
Hrafntinnu. Fyrir á Arnbjörg
Birtu Lóu Styrmisdóttur. Dóttir
Júlíu og Ólafs er Þórhildur, f.
9. september 1990, í sambúð
með Jonathan R. Glenn. Fyrir á
Ólafur Tryggva Þór, Sigurð
Ómar og Lindu Björk.
2) Guðrún Karen, f. 19. júní
1958, gift Sigurlási Þorleifs-
syni. Börn þeirra eru Jóna
Heiða, f. 15. júní 1981, og á hún
soninn Ívan Tryggva, Sara, f.
19. ágúst 1985, í sambúð með
Elsku amma Jóna. Það er erf-
itt að festa minningarorð á blað
þrátt fyrir að við systkinin eigum
ógrynnin öll af góðum minning-
um um þig. Við eyddum mörgum
stundum á Hásteinsveginum hjá
þér og afa og sú tilfinning sem
bærist í brjósti okkar við tilhugs-
unina er hlý og góð. Alveg eins
og þú varst. Það var hins vegar
ekki nóg heldur vildir þú alltaf að
okkur væri líka hlýtt og liði vel.
Og heldur betur leið okkur vel í
fallegu peysunum sem þú hafðir
prjónað á okkur. Þú varst okkur
mikil fyrirmynd; hörkudugleg,
umburðarlynd, umhyggjusöm,
mikill húmoristi og áttir góð
samskipti við fólk án þess þó að
liggja á skoðun þinni.
Það er erfitt að sætta sig við
að það sé komið að kveðjustund
en við hugsum til allra góðu
minninganna með þakklæti. Við
huggum okkur við það að afi
Tryggvi hefur tekið á móti þér
nú þegar þú ert komin á betri
stað. Hvíldu í friði, elsku amma.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Jóna Heiða, Sara, Krist-
ín Erna og Þorleifur.
Nú skilja leiðir, elsku amma.
Eftir 41 gott ár saman á þessari
jörðu er það með trega en líka
þökkum sem ég kveð þig. Ég er
svo þakklátur fyrir að þú náðir
að halda upp á níutíu ára afmælið
þitt í febrúar. Þú hefur alla tíð
verið til staðar fyrir mig ef eitt-
hvað kom upp. Alltaf mátti leita
til þín og oftar en ekki bentir þú
mér á hvað betur mætti fara.
Það var því ánægjulegt að ná
að endurgjalda aðstoð þína að
einhverju leyti, nú í seinni tíð
með tíðum heimsóknum sem ég
hafði ekki síður gaman af en þú.
Fyrst á Hásteinsveginn, síðan í
Eyjahraunið og loks á Hraun-
búðir. Á Hásteinsveginum minn-
ist ég þeirrar tilhlökkunar að
koma úr skólanum í nýbakaðar
kleinur og ískalda mjólk.
Mér fannst líka sérlega gaman
að því að mér var trúað fyrir
ýmsum hlutum bæði af þér og
afa. Ég var náttúrlega eins og
heimalningur á Hásteinsvegin-
um.
Mér er það ávallt minnisstætt
þegar þið ákváðuð að nú skyldi
drepið í sígarettunni fyrir fullt og
allt. Ég var ekki síður ánægður
fyrir ykkar hönd og var ég settur
sem trúnaðarmaður ykkar í
landsátaki gegn tóbaksnotkun.
Nokkrum dögum síðar fékk ég
far með afa sem var að klára
vinnudaginn. Þá kveikti hann sér
í og lagði í leiðinni þunga áherslu
á það við mig – 10 ára drenginn –
að amma mætti alls ekki vita af
þessu uppátæki hans. Henni
kæmi þetta bara alls ekki við. Ég
lofaði.
Síðdegis daginn eftir var ég
einu sinni sem oftar á Hásteins-
veginum. Þá dregur amma fram
Viceroy-pakkann og kveikir sér í
og segir við mig í leiðinni að –
hann afi þinn megi alls ekki
frétta af þessu. Þetta ætti bara
að vera okkar á milli. Að sjálf-
sögðu hélt ég þann trúnað einnig,
en hafði mikið gaman af.
Í dag er ég þakklátur fyrir að
hafa náð að endurgjalda ömmu
að einhverju leyti allt sem hún
gerði fyrir mig. Það gerði ég á
síðustu árum með því einu að
heimsækja hana mjög reglulega
og aðstoða hana með lítilræði
eins og að versla inn og að út-
rétta. Fyrir það var amma
óskaplega þakklát.
Ég missti ekki einungis ömmu
mína, heldur líka góðan vin.
Elsku amma, nú ertu komin til
afa og ég veit að þér líður vel.
Takk fyrir allt og allt, elsku
amma.
Tryggvi Már.
Í dag kveðjum við þig, elsku-
lega Jóna okkar. Það er okkur
svo sárt. Það er erfitt fyrir okkur
að lýsa þeim tilfinningum sem
fara í gegnum hugann á þessum
tímamótum. Þú hefur reynst
okkur svo vel í lífinu. Kennt okk-
ur svo margt, gefið mörg ráð og
erum við mæðgur þér svo óend-
anlega þakklátar fyrir allt.
Jóna, þú varst yndisleg amma
og langamma. Við mæðgur er
heppnar að hafa fengið að kynn-
ast þér. Minningarnar eru marg-
ar og dýrmætar, elsku Jóna mín.
Þær munu lifa með okkur um
ókomna tíð. Minning þín er sem
ljós á vegi okkar.
Tárin fylla augu okkar er við
minnumst þín með þakklæti og
virðingu. Við kveðjum þig, elsku
Jóna mín, með kærleika og þakk-
læti fyrir allt.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Þínar,
Arnbjörg, Birta Lóa og
Hrafntinna.
Elsku amma mín. Nú þegar þú
hefur kvatt þennan heim langar
mig að þakka þér fyrir allar þær
yndislegu stundir sem við höfum
átt saman í gegnum tíðina. Ég
gleymi seint öllum þeim stundum
sem við krakkarnir eyddum á
Hásteinsveginum hjá ykkur afa.
Þið voruð alltaf til staðar fyrir
okkur og leituðum við mikið til
ykkar. Þá rifjast upp fjöldinn all-
ur af minningum frá öllum þeim
skiptum sem við krakkarnir
fengum að gista í ömmu- og afa-
koti og sást þú, elsku amma mín,
alltaf til þess að það færi vel um
ömmubörnin þín og að enginn
færi svangur í háttinn. Þau voru
ófá matarboðin og veislurnar
sem haldin voru á Hásteinsveg-
inum þar sem stórfjölskyldan
kom saman og má segja að þú og
afi hafið verið límið í hópnum. Þú
varst alltaf svo ljúf og góð, amma
mín. Takk fyrir þá hlýju og ást
sem þú hefur sýndir mér. Minn-
ing þín lifi.
Þórhildur Ólafsdóttir.
Jóna Margrét
Júlíusdóttir
Eiginmaður minn,
PÉTUR LÁRUSSON
bóndi,
Káranesi, Kjós,
lést 30. maí.
Útförin verður frá Reynivallakirkju miðvikudaginn 7. júní
klukkan 14.
Marta Finnsdóttir
Gula húsið að Ár-
túni 8 á Selfossi
geymir margar góð-
ar minningar og
þangað var alltaf gott að koma.
Eldhúsið var hjarta hússins enda
var það húsmóðirin, Steinunn Ást-
geirsdóttir, amma okkar, sem stóð
þar vaktina fram á seinasta dag.
Kaffitímarnir voru fjölmennir þar
sem stórfjölskyldan hittist í morg-
unkaffi hjá ömmu og var hring-
borðið í litla eldhúsinu iðulega þétt
setið. Allir voru ávallt velkomnir
og leið henni best með fólkið sitt í
kringum sig.
Amma hafði óbilandi þolinmæði
gagnvart okkur barnabörnunum
sem voru aldrei nokkurn tíma
óþæg að hennar mati og við fund-
um aldrei fyrir því að við trufluðum
hana. Hún hafði mjúkar hendur og
hlý faðmlög en skemmtilegast
fannst henni að gefa okkur að
borða. Hún hló mikið og tók sjálfa
sig ekki of hátíðlega. Við systurnar
vorum allar þrjár svo heppnar að fá
að búa í kjallaranum á Ártúni 8 á
framhaldsskólaárum okkar sem
var góður tími.
Amma var af þeirri kynslóð sem
þurfti að hafa fyrir hlutunum. Eftir
að börnin voru uppkomin og það
fór að róast heima fór hún að skúra
í bankanum og selja heimaprjón-
aðar lopapeysur í Eden í Hvera-
gerði. Aldrei var kvartað yfir mik-
illi vinnu eða líkamlegum kvillum.
Hún safnaði sér fyrir bíl og keypti
sér loksins Lödu 1200 sem oft var
Steinunn
Ástgeirsdóttir
✝ Steinunn Ást-geirsdóttir
fæddist 16. apríl
1925. Hún lést 21.
maí 2017.
Útför Stein-
unnar fór fram 30.
maí 2017.
notaður til að skutla
okkur í skólann eða
fenginn að láni til að
rúnta um bæinn.
Amma hugsaði vel
um heilsuna og var
mjög hraust bæði
andlega og líkam-
lega. Hún var sterk
félagslega og var í
góðu sambandi við
afkomendur sína, ná-
granna, vini og systk-
ini sín. Hún var mikil reglumann-
eskja, drakk ekki eða reykti og fór í
sund á morgnana. Sund var að
hennar mati lækning allra meina,
sama hvort var um að ræða bak-
verki eða blöðrubólgu. Hún hugs-
aði vel um útlitið og hafði afskap-
lega gaman af því að kaupa sér föt
og punta sig. Hún hafði þó lítinn
skilning á sumum af nýrri tísku-
bylgjunum, til dæmis þessum
skjóllitlu nærfötum hjá yngri kon-
um eða af hverju sumir ungir
drengir notuðu ekki belti í stað
þess að missa buxurnar niður fyrir
rass. Nema ef það voru einhverjir
úr fjölskyldunni því hennar fólk
hafði fáa galla.
Það má segja að amma var lím-
ið sem hélt fjölskyldunni saman,
en hún fylgdist alltaf vel með öllu
sem gerðist innan hennar enda
hafði hún mikinn áhuga á öllum
þáttum í lífi afkomenda sinna. Í
hennar tilfelli var hægt að segja að
hún uppskar það sem hún sáði og
átti 92 góð ár þar sem hún lifði við
góða heilsu, ást og umhyggju.
Hennar er sárt saknað.
Steinunn, Kolbrún og
Brynja Hrafnkelsdætur.
Allt hefur sín takmörk, þannig
er það með lífið líka. Oft göntuð-
umst við með það, ég og tengda-
mamma, að öruggt væri að við
lifðum það ekki af. Mig langar í ör-
fáum orðum að þakka tengdamóð-
ur minni, Steinunni Ástgeirsdótt-
ur, samfylgdina sl. 48 ár. Það
byrjaði þegar ég fór að venja kom-
ur mínar í Ártún 8. Ekki man ég
eftir að nokkurn skugga hafi borið
á okkar kynni, enda hafði Stein-
unn ótrúlegt jafnaðargeð. Hún
fylgdist jafnan vel með afkomend-
um sínum, elskaði þá og dáði. Ólöt
var hún að heimsækja börn og
barnabörn, innanlands og utan,
vera viðstödd helst alla viðburði
sem þau tóku þátt í. Margs er að
minnast sem ekki verður komið
fyrir hér í fátæklegum þakkarorð-
um. Eitt er það sem mér fannst
alltaf svolítið merkilegt, það var
hversu heilsuhraust hún hafði alla
tíð verið, aldrei orðið misdægurt.
Hún sagðist t.d. aldrei hafa fundið
til þreytu, sem verður að teljast
gott hjá manneskju sem var með
stórt heimili og um tíma með
slatta af kindum og hænum, sem
kallast í dag frístundabúskapur.
Við ræstingar starfaði hún um
langt árabil. Síðastliðin 30 ár
stundaði hún sundlaugina á hverj-
um morgni, sér til heilsubótar, og
síðustu ferðina þangað fór hún
nokkrum dögum fyrir andlát sitt.
Bíl átti Steinunn og naut þess að
skreppa austur að Syðri-Hömr-
um, með Heiðu systur sinni og líta
á æskuslóðirnar. Keyrði hún allt
þar til fyrir einu ári að hún ákvað
að nú væri nóg komið. Hennar
heitasta ósk var sú að þegar henn-
ar tími væri kominn þá vaknaði
hún ekki eftir nætursvefninn, og
þó henni yrði ekki alveg að ósk
sinn, þá má segja að nærri því fór
hún, því að eftir fimm daga sjúkra-
húslegu hafði hún fengið hvíldina.
Með þessum fátæklegu orðum vil
ég þakka öll þægilegheitin og
samveru á liðnum árum. Betri
tengdamömmu held ég að ekki sé
hægt að óska sér. Far þú í friði.
Þorsteinn Árnason.
Þá er hún fallin frá, elsku móð-
ursystir mín, hún Steinunn á Sel-
fossi eins og okkur var tamt að
nefna hana. Steinunn ólst upp með
foreldrum sínum og sex systkin-
um að Syðri-Hömrum í Ásahreppi
í Rangárvallasýslu. Hún var
fjórða í systkinaröðinni og er
Heiða sú eina eftirlifandi. Stein-
unn var einstaklega umhyggju-
söm, skemmtileg og dugleg kona.
Hún var gift Gesti og eignuðust
þau sex börn. Fjölskyldan bjó í
kjallaraíbúð að Ártúni 8 til fjölda
ára. Þætti mörgum það þröngt í
dag, en þar sem hjartarými er nóg
finnur enginn fyrir slíku. Steinunn
hafði gott skipulag á hlutunum og
með jákvæðu hugarfari og æðru-
leysi tókst henni að búa átta
manna fjölskyldu gott heimili í
þessum húsakynnum. Vel var tek-
ið á móti gestum, sem gistu jafnvel
yfir lengri tíma, alltaf var nægi-
legt pláss. Á þessum árum bjuggu
tengdaforeldrar hennar og mágur
á efri hæðinni og var Heiða systir
hennar ráðskona þar og bjó því
líka í húsinu ásamt syni sínum. Í
bernsku gisti ég oft í Ártúninu,
ýmist á efri eða neðri hæðinni, og
var ávallt velkomin til frændfólks-
ins. Það var mikið fjör og gaman
hjá okkur krökkunum og ómetan-
leg reynsla fyrir borgarbarnið að
fá að kynnast bústörfum, en Stein-
unn og Gestur voru með kindur og
hænur. Ég minnist líka góðra
stunda í kvöldkaffinu, þar sem
mikið var spjallað, hlegið og allir
skemmtu sér. Þegar ég hugsa til
baka finnst mér Steinunn alltaf
hafa verið til staðar í lífi mínu.
Hún var einstaklega skilningsrík,
hreinskilin, hlý og vönduð mann-
eskja sem gott var að leita til. Hún
kom í tvígang í heimsókn til okkar
til Noregs þegar við bjuggum þar,
sem mér þótti mjög vænt um. Ég
er þakklát fyrir að hafa átt elsku
Steinunni svona lengi að og mun
ætíð minnast hennar sem góðrar
móðursystur. Ég sendi börnum
hennar og afkomendum innilegar
samúðarkveðjur.
Arndís
Þorsteinsdóttir
Í dag kveðjum
við hann Jón afa
minn. Ég var um 5
ára gamall þegar
Jón kemur inn í líf
mitt. Ég man ekki eftir öðru en
hafa kallað hann afa minn. Hann
reyndist mér alltaf mjög vel og
eyddi ég mörgum stundum í
æsku hjá þeim á Boðaslóðinni.
Mér leið alltaf vel hjá þeim
ömmu og Jóni afa og var alltaf
dekrað vel við okkur krakkana
sem komum í heimsókn og alltaf
var horft á Stellu í orlofi sem ég
tel hafa verið eina ofnotuðustu
spólu á sínum tíma. Mér þótti
alltaf gaman að fara með þeim
ísrúnt á Lödunni hans afa og var
oftast stoppað bak við Fes hjá
Ísfélaginu og horft á lífið í og við
höfnina, enda var afi mikil báta-
kall. Oftast þegar maður kom við
þá var kallinn alltaf að, uppi á
þaki að dytta, að mála húsið eða
í fallega gróðurhúsinu þeirra
sem þeim þótti afar vænt um.
Húsið á Boðaslóðinni og garð-
Jón S. Þórðarson
✝ Jón SigurðssonÞórðarson
fæddist 17. júní ár-
ið 1921. Hann and-
aðist 7. maí 2017.
Útför Jóns fór
fram 27. maí 2017.
urinn var heill æv-
intýraheimur fyrir
ungan og öran
Eyjapeyja.
Vinátta okkar
jókst með árunum,
sérstaklega síðustu
árin hans. Ég
reyndi að koma sem
oftast í heimsókn til
þeirra á Sólhlíðinni
og síðar á Hraun-
búðir. Alltaf var
hann hress og kátur og þótti
okkur mjög gaman að spjalla
saman um lífið og tilveruna, allt-
af var hann að spyrja mig hve-
nær ferðu næst út Óli minn, þó
svo ég hafi kannski verið nýkom-
inn að utan. Þeim þótti voða
vænt um að fara utan og vildi
kallinn eflaust að ég væri dug-
legur að skoða heiminn.
Ég mun seint gleyma því þeg-
ar ég spurði þig elsku afi, hvað
væri lykillinn af því að verða
langlífur og með góða heilsu, það
stóð ekki á svarinu. Óli minn,
það er vera jákvæður og hress.
Eftir þessari visku ætla ég að
reyna að lifa, ég verð ævinlega
þakklátur fyrir vináttu okkar og
minning þín mun lifa með mér
um ókomna tíð. Góða ferð elsku
vinur, þangað til næst.
Ólafur Björgvin Jóhannesson