Morgunblaðið - 06.06.2017, Side 28

Morgunblaðið - 06.06.2017, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017 ✝ Stefán GeirJónsson fæddist á Húsavík 12. des- ember 1965. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Norðurlands á Húsavík 27. maí 2017. Foreldrar hans eru hjónin Jón Guð- laugsson, f. 2.1. 1945, og Hanna Stefánsdóttir, f. 20.6. 1948. Bræður Stefáns Geirs eru Unnar Björn Jónsson, f. 23.11. 1967, d. 9.3. 2015, og Guð- laugur Rúnar Jónsson, f. 17.2. 1981. 2001. 4) Elsa Dögg Stefáns- dóttir, f. 6.8. 2002. Stefán Geir ólst upp á Húsa- vík og gekk þar í barna- og gagnfræðaskóla. Hann æfði bæði fótbolta og skíði með íþróttafélaginu Völsungi, hann þótti mjög efnilegur á skíðum og fór margoft utan í æfinga- ferðir með landsliði Íslands á skíðum. Að loknum gagnfræða- skóla hóf Stefán Geir nám í bakaraiðn við Iðnskólann í Reykjavík og var á samning hjá Bakarameistaranum, þaðan lauk hann sveinsprófi 1987. Hann lauk námi frá Stýri- mannaskólanum á Dalvík 1993 og starfaði sem stýrimaður og skipstjóri upp frá því allt þar til illvígur sjúkdómur batt enda á starfsferil hans fyrir rétt rúmu ári. Útför Stefáns Geirs fór fram frá Húsavíkurkirkju í gær, 5. júní 2017. Stefán Geir kvæntist 2. sept- ember 1989 Dóru Fjólu Guðmunds- dóttur, f. 19.2. 1966, og eignuð- ust þau fjögur börn, þau eru: 1) Hanna Jóna Stef- ánsdóttir, f. 12.7. 1989, maki Sig- urður Jóhann Freygarðsson, f. 26.11. 1973, sonur þeirra er Stefán Leó, f. 31.3. 2017, dóttir Sigurðar er Elísabet Sól, f. 3.8. 2002. 2) Guðmundur Árni Stef- ánsson, f. 18.6. 1995. 3) Dreng- ur Stefánsson, f. andvana 14.7. Aldrei óraði mig fyrir því að ég myndi sitja og skrifa fátæk- leg minningarorð um elsku hjartans pabba minn svona snemma. Sársaukinn sem nístir í hjarta mínu er ólýsanlegur en ég veit af hverju hann stafar. Hann stafar af því að hafa fengið það dásamlega hlutskipti í lífinu að fá að vera dóttir hans og vera nú búin að missa hann. Pabbi var allt það sem pabbar eiga að vera, fyrirmynd í einu og öllu. Bestur. Pabbi varð afi fyrir rétt rúm- um tveimur mánuðum, þegar nafni hans og sólargeisli okkar fjölskyldunnar, Stefán Leó, fæddist. Pabbi hlakkaði mikið til að verða afi enda fyrirfinnst varla eins barngóður maður og pabbi var. Það er sárt að hugsa til þess að þeir nafnar fái ekki að kynnast betur í þessu lífi. Það veitir þó gleði í sorginni að þeir hafi fengið að kynnast og knúsast aðeins. Þakklæti er mér ofarlega í huga, þakklæti fyrir allt það góða sem við áttum. Mikið vildi ég samt óska þess að við hefð- um fengið að njóta lífsins með pabba um ókomin ár og ég veit að ég er ekki ein um þá ósk. Missir margra er mikill með brotthvarfi pabba. Elsku hjartans pabbi. Stolt dóttir þakkar fyrir allt saman. Þín, Hanna Jóna. Ég kynntist Stefáni Geir, föður unnustu minnar, haustið 2014. Það er óhætt að segja að það hafi verið mjög góð kynni sem vörðu þó allt, allt of stutt. Stefán var nefnilega magnaður maður. Þéttur og sterkur á velli, ákaflega duglegur, fylginn sér og glaðlyndur. Algjör nagli. Hvernig í ósköpunum getur þá staðið á því að ég sit hér og skrifa minningargrein um þennan rétt fimmtuga harðjaxl? Glioblastoma er ömurlegt óféti sem enginn maður hefur sigrast á enda dugði ekkert minna til að fella hann heldur en grimmasta heilaæxli sem til er. Því miður var það svo að þegar Stefán greindist með ófétið fyrir ári varð maður ekk- ert mjög áhyggjufullur, því ef einhver myndi sigrast á svona þá væri það einmitt Stefán, og lífið hélt áfram sinn vanagang. Stefán tók hluti alltaf alla leið. Þegar þurfti að gera eitt- hvað eða veita aðstoð voru hlut- irnir keyrðir í gang. Strax. Í gær helst. Það er ákaflega gott að hafa svoleiðis mann sér við hlið. Arsenal-stuðningsmaður af lífi og sál og þótti ákaflega gaman að benda mér á að það að halda með Wolves væri nú ekki sérlega vænlegt til árang- urs. Nýbúinn að byggja sér frí- stundahús í Aðaldal og þeystist um Víknafjöllin og Kotadal, sem honum fannst vera paradís á jörð, á vélsleðanum sínum í góðra vina hópi, yfirleitt með Guðmund son sinn sér við hlið. Hann var mikill fjölskyldu- maður og mjög mikill barna- kall, þess vegna er það þyngra en flest annað að sonur okkar Hönnu, dóttur hans, var búinn að missa afa sinn áður en hann náði tveggja mánaða aldri. Við erum þó ákaflega þakklát fyrir að Stefán Geir gat verið við- staddur skírn Stefáns Leós. En lengra nær þakklætið til örlag- anna ekki. Jonni og Hanna, for- eldrar Stefáns Geirs, vakna nú við það á morgnana að hafa misst tvö af þremur börnum sínum af völdum krabbameins, á tveimur árum. Dóra Fjóla hefur misst ástkæran eigin- mann til tæplega þrjátíu ára. Elsa Dögg, Guðmundur Árni og Hanna Jóna föður sinn. Klett- inn í lífi þeirra. Örlögin eru grimm og óútskýranleg. Ég er miður mín fyrir ykkar hönd. Kæri Stefán Geir. Þú varst magnaður maður og það var heiður að fá að kynnast þér. Sigurður Jóhann, Hálsi, Fnjóskadal. Það er laugardagur 27. maí, karrinn situr á þakbrúninni á Seli, sumarhúsi Dóru Fjólu og Stefáns Geirs, horfir yfir og ropar hátt, er að verja óðal sitt. Það heyrist í lóu, spóa og há- vaðasömum hrossagauk. Loftið ómar af fuglasöng og lífi. Aðal- dalshraunið orðið algrænt. Sumarið er á næstu grösum. En þá ber dimman skugga yfir. Það er rúmt ár síðan óboð- inn vágestur réðst inn á heimili Stefáns Geirs og hefur haldið honum og fjölskyldu hans í heljargreipum síðan. Og þrátt fyrir hetjulega baráttu þessa duglega drengs, sem háð hefur marga baráttu við Ægi konung og alltaf haft betur, varð hann nú að lúta í lægra haldi. Hvaða réttlæti er í þessu, hvernig stendur á því að maður á besta aldri, sem með réttu ætti ótal mörg gleðiár fram undan með fjölskyldu sinni, nýfæddum dóttursyni og nafna, í Selinu sem þau Dóra Fjóla hafa komið sér upp á undanförnum miss- erum, er kallaður á brott frá öllu þessu? Er ekki fjölskyldan búin að færa nægar fórnir á undanförnum árum í glímunni við þennan vágest sem oft hef- ur betur í þeirri grimmu bar- áttu? Þetta er svo sárt, svo óréttlátt, svo óskiljanlegt. Það eru aðeins rúm fjögur ár síðan leiðir mínar og þessa dug- mikla frænda míns lágu fyrst saman. Við höfðum báðir hug á að reisa sumarhús í Árbót. Það þróaðist síðan þannig að við ákváðum að byggja sams konar hús, töldum það yrði hagkvæmt fyrir báða. Í júní 2013 var haf- ist handa við að grafa grunn- ana. Áhugi Stefáns var mikill og hann vakinn og sofinn yfir allri framvindu og hélt mér upplýstum. Hann var útsjónar- samur, hugsaði fyrir öllu. Ræddum við skipulag, trjágróð- ur, pallaefni, rotþrær, varma- dælur, allt sem mátti verða til hagsbóta. Af pallinum á Seli varð að sjást út á Skjálfanda. Stefán sá um að setja upp skilti með nöfnum húsanna, Sel og Hlaðir, og kom fyrir kari með sandi til að dreifa í brekkuna niður að húsunum ef hált yrði. Góð vinátta þróaðist með okkur og varð Stefán tíður og vinsæll gestur, kom oft í kaffisopa og spjall eftir að hús risu. Fyrir utan að vera dugmikill skip- stjóri og stýrimaður á okkar aflahæstu skipum var hann mikill náttúruunnandi, útivist- armaður og veiðimaður og var gaman að heyra lýsingar og frásagnir af snjósleða- og veiði- ferðum eða spjalla við þennan ljúfa dreng um daginn og veg- inn. Síðasta heimsókn Stefáns Geirs í Hlaðir var í febrúar sl. Þá litu þau Dóra Fjóla hér við í kaffisopa og rætt var um fram- tíðina, fullur hugur á að sigra vágestinn. Er ég leit við hjá frænda mínum á sjúkrahúsinu á Húsavík sl. páska hafði hins vegar hallað undan fæti. Enn var þó rætt um ferðir í sveitina og samverustundir í sumar. En nú hefur Stefán orðið að lúta í lægra haldi þrátt fyrir hans sterka vilja til að sigra í þessari grimmu baráttu. Við Vigga söknum góðs vinar og samverustunda sem við töldum okkur eiga í vændum. Við send- um Dóru Fjólu, börnum og öllu frændfólki okkar, ættingjum hans og vinum innilegar sam- úðarkveðjur þótt þær séu létt- vægar og dugi skammt í þeirra miklu sorg. Þökkum ógleyman- legar samverustundir, minning um góðan dreng mun lifa með okkur öllum. Guðmundur Bjarnason. Elsku Stefán Geir. Yndislegi og góði frændi minn er fallinn frá í blóma lífs- ins. Mér finnst ég tóm, sorgin og eftirsjáin er mikil. Stefán Geir Jónsson var toppmaður í alla staði. Mikill Húsvíkingur og fjölskyldumað- ur, sjóari, bakari og skíðakóng- ur Húsavíkur. Við Stefán Geir erum ná- skyld, frændsystkini. Þrátt fyr- ir 16 ára aldursmun er ég mjög náin Stefáni Geir og hans fjöl- skyldu. Mín fyrsta minning af þér er um leið af þinni ynd- islegu kjarnakonu henni Dóru Fjólu. Ég man það eins og í gær þegar ég fékk að labba með Dóru Fjólu heim til ykkar í Höfðabrekkuna úr Sólbrekk- unni heima og ég fékk að keyra glæsilega Silver Cross-vagninn með frumburð ykkar, hana Hönnu Jónu, sofandi. Á öllum þessum tíma, frá því að ég átta ára labbandi grobbin frænka að keyra Silver Cross- vagninn, þar til nú hefur sam- bandið alltaf verið mjög gott og mikill samgangur. Ég hef pass- að öll ykkar yndislegu börn, þau Hönnu Jónu, Guðmund Árna og Elsu Dögg. Alltaf er kíkt á Hjarðarhólinn í heim- sóknum til Húsavíkur og Elsa Dögg einstök er kemur að því að hitta frænkur sínar og leika við þær og passa. Mikið áfall var þegar grein- ing um heilaæxli kom fyrir rétt rúmu ári. Fréttirnar voru mikið áfall fyrir alla fjölskylduna, ekki síst vegna þess að fyrir rétt rúmum tveimur árum féll bróðir hans Unnar Björn frá eftir áralangra baráttu við krabbamein. Óréttlætið finnst mér mikið og mikið lagt á sömu fjölskylduna. Lífið lék við ykkur, þið Dóra nýbúin að byggja ykkur falleg- an sumarbústað og þið orðin afi og amma, en þann 31. mars sl. kom gleðigjafinn Dalaprinsinn í heiminn sem fékk fallega nafnið Stefán Leó. Stelpurnar mínar tvær minn- ast þín með mikilli hlýju – „hvað segja frænkurnar mínar gott?“ heyrðist alltaf þegar þú hittir þær og alltaf varstu bros- andi. Glottandi sagðirðu við þær að krafla nú vel á rúðunum heima í Sólbrekkunni og í afa- bíl. Þegar þær fréttu af andláti þínu komu tár í augu og sú eldri sagði „en mamma, hann var svo góður við okkur alltaf,“ og „fær þá Stefán Leó aldrei að leika við afa sinn?“ Það er erfitt að svara svona spurningum frá átta og fimma ára stelpum. Erfitt verður að koma norð- ur á Húsavík, þar sem þér leið best, og fylgja þér þín hinstu spor, elsku frændi. Fyrir ári síðan komum við fjölskyldan síðast norður um hvítasunnuna í fermingu Elsu þinnar – ynd- isleg stelpa sem þú mátt vera stoltur af. Elsku Dóra Fjóla mín, Hanna Jóna, Siggi, Stefán Leó, Guðmundur Árni, Elsa Dögg, Hanna og Jonni, Rúnar og fjöl- skylda – sorg ykkar og missir er mikill – ég sendi mínar inni- legustu samúðarkveðjur til ykkar. Minning um góðan dreng lif- ir. Þín verður sárt saknað, elsku frændi. Þín frænka, Sigurbjörg Stefánsdóttir. Þegar um er að ræða uppá- haldsfrænkuna, Dóru Fjólu Guðmundsdóttur, er matið á mannsefni hennar strangt. Þeg- ar við fyrstu kynni af Stefáni Geir Jónssyni varð okkur ljóst hversu heppin frænka okkar var. Honum fylgdi athafna- kraftur, hlýja, hjálpsemi og gott skopskyn. Þau komu suður til Reykjavíkur um skeið, er Stefán Geir var að nema bak- araiðn, og tengdust við þeim þegar sterkum vináttuböndum, m.a. í heimboðum í Kópavog. Stefán Geir var mikill íþróttamaður í æsku og varð og einn fremsti unglingaskíða- meistari Íslands. Hann var kos- inn Íþróttamaður Húsavíkur fyrir skíðaafrek sín. Í lífinu sjálfu var Stefán Geir mikill framkvæmdamaður – honum datt eitthvað í hug og framkvæmdi það af mikilli elju, enda góður verkmaður, laginn við verklega vinnu, veiðiskap, trésmíðastörf og steypuvinnu – allt þetta og margt fleira lék honum í hendi. Þessir eðliseig- inleikar hans komu honum til góða í atvinnulífinu þegar hann þurfti vegna ofnæmis við bak- arastörf að skipta um starf og hóf sjósókn, fyrst sem háseti, síðan sem stýrimaður og feng- sæll aflaskipstjóri. Við komum norður til Húsa- víkur fyrir þremur árum í sum- arfrí og þar tóku þau Stefán Geir og Dóra Fjóla og börn þeirra, Elsa Dögg sem er yngst, Guðmundur Árni sem er næstyngstur og svo Hanna Jóna, ásamt móður Dóru Fjólu, Stefaníu Halldórsdóttur (nú látin), okkur af mikilli gestrisni. Þar var ekkert til sparað í heimboðum að Hjarðarhóli tutt- ugu og tvö, en þar á fjölskyldan heimili í bestu merkingu þess orðs. Þessi sumarferð ljómar í minningu okkar þegar við erum að kveðja heimilisföðurinn í síð- asta sinn. Hann sýndi tengdamóður sinni, Stefaníu, mikla umhyggju og bar hana á höndum sér í erf- iðum veikindum hennar. Stefán Geir lét aldrei staðar numið í framkvæmdadug og hóf þetta ljúfa sumar að byggja glæsilegan sumarbústað í ná- grenni Húsavíkur og vann þar þrekvirki. Hann var þykkur undir hönd og vasklegur í fram- göngu. Það fylgdi honum ætíð brot af björtu norðlensku vori. Við sendum norður okkar innilegustu samúðaróskir til ykkar allra, Dóru Fjólu, Elsu Daggar, Guðmundar Árna, Hönnu Jónu og einnig til ný- skírða afabarnsins, Stefáns Leós Sigurðssonar, sem og annarra aðstandenda. Það var lengi hefð um ára- mót á Húsavík að Stefán Geir og skíðakappar hans fóru í blysför á skíðum niður Húsa- víkurfjall og þótti fögur sjón. Þessi siður er nú aflagður en má taka upp aftur í minningu íþróttamannsins, heimilisföður- ins, sægarpsins og Húsvíkings- ins Stefáns Geirs Jónssonar. Þó að ekki verði af því munu Hús- víkingar, þeir sem til þekktu, ætíð á gamlárskvöldi sjá blys leiftra efst á Húsavíkurfjalli. Og hjarnið syngur. Jónhildur Halldórs- dóttir (Nóna) og Halldór Eiríkur S. Jónhildarson. Það er stutt í skólalok og sumarfríið handan við hornið. Við erum komin í útileiki við skólann, förum í snú-snú, hlaupum í skarð eða fallna spýtu, eltingaleiki og fótbolta- keppni. Áhyggjulaus æskan sem á allt lífið fram undan, er svo ósnertanleg og óhrædd við lífið og tilveruna. Minningarnar streyma fram þegar við í dag kveðjum kæran vin og skóla- félaga, Stefán Geir Jónsson, eftir stutt en illvíg veikindi. Hans tími átti að vera núna, börnin að vaxa úr grasi, afa- drengur og nafni nýfæddur. Seinni hálfleikur rétt að hefjast og við sáum hann fyrir okkur verða gamlan með Dóru Fjólu sinni, því þau hafa ætíð verið sem eitt. En það er ekki hægt að spyrja að leikslokum og hans tími er kominn, allt of stuttur. Árgangur ’́65 á Húsa- vík samanstendur af góðum hópi einstaklinga en við vorum rúmlega fimmtíu þegar mest var. Hluti okkar hefur alla tíð búið á Húsavík, en eins og gengur margir farið í burtu til náms eða vinnu og ekki snúið aftur heim á æskuslóðir. Stefán Geir er einn þeirra sem hélt tryggð sinni við bæinn og kom heim eftir nám sitt. Stefán og Dóra voru góðir grannar, hjálp- söm og liðleg. Stefán Geir var ljúfur, hnyttinn og góður skóla- bróðir sem breyttist aldrei. Stutt í brosið og léttan hlát- urinn en rökfastur og ákveðinn þegar við átti. Hann mátti ekki neitt illt sjá og var ávallt tilbú- inn að taka málstað þeirra sem minna máttu sín. Við bekkjar- félagarnir höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að koma reglu- lega saman á Húsavík og átt góðar stundir. Þá dugar ekki ein kvöldstund heldur tveggja daga dagskrá. Þar kom Stefán oftar en ekki að undirbúningi því honum fannst mikilvægt að við værum að hittast. Þá deil- um við minningum, skoðum gamlar myndir og rifjum upp ýmsar prakkarasögur því þær eigum við vissulega til en um- fram allt njótum samvista. Skólaferðalögin í Skjólbrekku, ógleymanleg skíðaferð í Hlíð- arfjall þar sem skíðamaðurinn Stefán naut sín vel, óteljandi leikþættir sem voru settir upp og hver man ekki diskókúluna í litla sal félagsheimilisins? Stef- án Geir var ótrúlega handsterk- ur og strákarnir rifja upp að hann lyfti meira en þeir í bekk- pressu hjá Villa í þrekinu. Þeir fundu einnig fyrir því í bolt- anum því hann var skotfastur með eindæmum. Markmiðið var að hittast á fimm ára fresti því það væri tilefnið. En svo átt- uðum við okkur á því að það á ekki að vera tilefni, tíminn er núna og hans ber að njóta. Síð- asta sumar var slíkt, án tilefnis ákváðum við að koma saman en frestuðum því þó um dag svo Stefán Geir gæti örugglega verið með því þá var læknis- meðferð í Reykjavík þegar haf- in. Hann mætti galvaskur að venju, sagðist reyndar ekki mega keyra en það væri í góðu lagi að skála við okkur. Svo hló hann eins og honum einum er lagið, röddin örlítið hrjúf en æðruleysi hans skein í gegn. Stefán Geir var falleg og góð sál og þeir sem nú taka á móti honum verða ríkari af mann- gæsku og góðmennsku. Og hann mun klárlega vinna alla í sjómanni. Elsku Dóra Fjóla og fjöl- skylda, ykkar missir er mikill. Megi minning um góðan dreng ávallt lifa. Fyrir hönd ’65, Jóna Matthíasdóttir. Stefán Geir Jónsson Ástkær eiginkona mín, móðir og stjúpmóðir, ÁSTA LILJA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Siglufirði, til heimilis að Vesturgötu 7, andaðist á lungnadeild Landspítalans 2. júní. Jarðarförin verður gerð frá Hallgrímskirkju mánudaginn 12. júní klukkan 13. Sigurður Jón Ólafsson Melkorka Sigurðardóttir Steinar Logi Sigurðsson Rósa Huld Sigurðardóttir Klara Dögg Sigurðardóttir Þökkum auðsýnda samúð við andlát eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, STEINGRÍMS DAVÍÐS STEINGRÍMSSONAR sem lést 10. maí 2017. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Veturliðadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.