Morgunblaðið - 06.06.2017, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 06.06.2017, Qupperneq 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017 HLEYPTU TÁNUMÚT! sandalar í miklu úrvali Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú vilt vita hvernig hlutirnir virka og þess vegna átt þú ýmsu ólokið. Þú berð skarðan hlut frá borði í einhverju tilliti. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er ekki oft sem menn mega láta letina ná tökum á sér. Ef þú átt erfitt með að láta undan og miðla málum, reyndu þá að halda aftur af þér og bíða betri tíma. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Fjölskyldan og heimilið eru í brennidepli hjá þér þessa dagana. Sestu niður, farðu í gegnum eignir og skuldir og settu þér svo áætlun til að fara eftir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Reyndu að hitta fólk sem er klárt, vinalegt og skemmtilegt. Ekki láta aðra segja þér fyrir verkum, þú átt að vera þinn eigin herra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Reyndu að finna einhvern sem kann að deila með þér reynslu þinni. Segðu einni manneskju eitthvað sem enginn ann- ar veit. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Réttu hjálparhönd en af kostgæfni og fyllilega meðvitað. Passaðu upp á að hvert orð, verk eða áætlun sem tengd eru þér, þóknist þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gengur allt á afturfótunum í dag? Það fer eftir því hvernig þú lítur á það. Varð- andi leynilegt áhugamál sem þú hefur ekki sinnt er núna rétti tíminn til þess að leggj- ast í rannsóknir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ekkert hallærislegt við tilfinningar, jafnvel þótt þér hafi verið kennt það. Þú kemur miklu í verk og nýtur góðs af styrk annarra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Dagurinn er óheppilegur til að lofa fjölskyldunni einhverju eða gera ráð- stafanir varðandi fasteignir. Komdu í veg fyrir rugl með því að segja hreint út hvað þig vantar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Sýndu fjölskyldunni þolinmæði í dag. Er ekki bara einfaldara að viðurkenna vanmátt sinn? Það er merki um styrk að viðurkenna veikleika. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Leggðu þig fram um að sýna öðrum umhyggju í dag. Velgengni annarra gæti komið sér vel fyrir þig um þessar mundir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hugur þinn verður síkvikur á næstu vikum. Upplýsingar sem hafa úrslitaþýð- ingu hjálpa þér til þess að leysa ráðgátu. Helgi R. Einarsson yrkir um„kaldhæðni“ en tekur fram að þetta eigi ekki við um sína stoð og styttu í lífinu: Ævin er undarleg saga, sem eftir á tekst ekki að laga. „Vertu trúr þinni trú og trygglyndu frú.“ (Hver hefur sinn djöful að draga.) Og síðan kemur að „uppgjör- inu“: Á sunnudag slitnaði strengur því saman þau eru’ ekki lengur. Ef hittir þú hann þennan háttprúða mann með glóðaraugu hann gengur. Það lá vel á vísnasmiðum á Boðnarmiði fyrir helgi. Hjálmar Freysteinsson gerði sér „Ánægju- efni“ að yrkisefni: Guðbrandur ánægður alltaf var með allt – nema rysjótt tíðarfar, kenjótta hesta, kvensama presta og fádæma þrjósku Þorgerðar. Áður hafði hann verið í öðrum hugleiðingum og flóknari: Vegtyllum sómamenn sæma er sæmandi á allan hátt, en ágæti dómara að dæma er dæmalaust vanþakklátt. Og Ármanni Þorgrímssyni leist ágæta vel á útlitið: Tækifærin aukast enn eflaust vex hér góðærið ætla sér nú okkar menn að einkavæða jafnréttið. Hallmundur Guðmundsson fann „þessa væmni“ í vísnabingnum sín- um: Hver dagur sem gefinn er gagnast vel ef gætir að lífsins þrautum, ræktar þitt hjarta og hugarþel og hyggur að förunautum. Ingólfur Ómar Ármannsson er samkvæmur sjálfum sér og slær á rómantíska strengi: Gullnum roða skarta ský í skini næturinnar. Dulræn fegurð dvelur í djúpi sálar minnar. En Helgi Ingólfsson er alveg laus við rómantíkina, – það er „fugla- söngur um sumarnótt“ sem heldur fyrir honum vöku: Nú helvítin ætti að handtaka. Þeir hindra minn svefn – ég er andvaka. Í miðnæturhúmi ég mjakast úr rúmi og mjólkurglas þigg – hér er sandkaka! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af trygglyndi, glóðarauga og einkavæddu jafnrétti Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG SAGÐI HENNI AÐ FYRR MYNDU HIMNARNIR HRYNJA EN AÐ ÉG FÆRI AÐ VASKA UPP.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að styðja útlitsbreytinguna! AF HVERJU ERU SNIGLAR SVONA HÆGFARA? LÚTUR, FAÐIR MINN TELUR ÞIG EKKI NÓGU KARLMANNLEGAN TIL AÐ GIFTAST MÉR! ÉG GÆTI BREYST! MÉR FINNST ÉG HAFA SÓLUNDAÐ ALLRI ÆVI MINNI. ...OG GÓÐUM SLATTA AF MINNI. HVERNIG? ÉG GÆTI LÆRT AÐ SYNGJA BARÍTÓN! VIÐ ERUM ÞAÐ EKKI! ÉG VEÐJA AÐ ÉG ER FLJÓT- ARI EN ÞÚ! ÉG TEK ÞVÍ! BYRJUM ÞÁ! VIÐBÚINN, TILBÚINN... NÚ! HEY! ÞETTA ER SVINDL! Víkverji er nýlega kominn heimeftir vel heppnaða ferð til Evr- ópu í góðra vina hópi. Alltaf er jafn yndisleg tilfinning að komast burtu frá amstri hversdagsins, fara í gegn- um tollinn í Leifsstöð, fá sér nokkra „miniatúra“ í nestið og setjast niður með samloku og einn ískaldan. x x x Hér áður var þetta nokkuð einföldathöfn, ekki um marga staði að ræða í Leifsstöð, en núna er búið að stækka flugstöðina svo mikið að Vík- verji fyllist valkvíða þegar velja á veitingastað eða bar fyrir brottför. Best væri líklega að vera fastagest- ur í hinni glæsilegu setustofu Ice- landair, Saga Lounge, en Víkverji er ekki svo fjáður að hann geti leyft sér þann munað í hverju flugi. x x x Víkverji ferðast þó töluvert meðIcelandair og hefur ekkert nema gott um það félag að segja. Af- þreying og þjónusta yfirleitt afbragð og sætin oftast þægileg og rúmgóð Víkverji hefur prófað hin svonefndu lágfargjaldaflugfélög en oftar en ekki orðið fyrir vonbrigðum. Sjálfir flugmiðarnir eru sagðir ódýrir en síðan er rukkað eftir það fyrir allt sem hreyfist. Núna flaug Víkverji með einu slíku félagi og getur ekki sagt að hann sé uppnuminn. Sætin voru þröng og lítið rými fyrir fætur, ekki hægt að halla sætisbakinu aftur, engin afþreying um borð, úr- val veitinga heldur dapurt og engin trygging fyrir því að hjón eða pör geti setið hlið við hlið í vélinni. Flug- liðarnir mega eiga það að þeir voru afskaplega þægilegir í viðmóti og vildu allt gera svo að flugið yrði sem þægilegast við þessar aðstæður. Þá fá flugstjórarnir hrós fyrir mjúka lendingu. En fleira var það nú ekki. x x x Eins gott og það er nú að fara fráLeifsstöð er heimkoman ekki jafn ánægjuleg. Þá er farið í gegnum einhverja dýrustu fríhöfn í heimi, sem Víkverji vonar að Costco-áhrifin eigi eftir að ná eitthvað til. En alltaf fylla Íslendingar körfurnar í þessari verslun, vel gíraðir eða glerþunnir. Það gæti þó átt eftir að breytast, þetta með körfurnar. vikverji@mbl.is Víkverji Ég leitaði Drottins, og hann svaraði mér, frelsaði mig frá öllu því er ég hræddist. (Sálmarnir 34:5)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.