Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.10.2003, Page 12

Víkurfréttir - 23.10.2003, Page 12
S teinþór Jónsson hótel-stjóri segir að sín uppá-haldsmynd sé Life is Beutiful þar sem Roberto Benigni fer með aðalhlutverk, en hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni. Hvað kvikmynd sástu síðast í bíó? Sá ævintýramyndina Pirates of the Caribbean með Johnny Depp í New York nýlega. Hver er uppáhaldskvikmyndin sem þú hefur séð? Ítalska mynd- in Life is Beutiful eftir Roberto Benigni er hrein snilld. Gríðar- lega sorgleg en um leið spreng- hlæileg mynd um afdrif ítalskrar fjölskyldu í seinni heimstyrjöld- inni. Hver finnst þér vera besti leik- ari/leikkona sem nú er á lífi? Anthony Hopkins og Mel Gib- son eru bestu leikararnir og Jamie Lee Curtis besta leikkon- an. Hvað ferðu oft í bíó á mánuði? Ég er mikill bíómaður og hef far- ið reglulega í kvikmyndahús frá unglingsaldri með konunni og góðum vinum. Að meðaltali 1 - 2 sinnum í mánuði en mér finnst þó færri góðar myndir vera í boði nú en fyrir nokkrum árum. Kannski er það aldurinn? Hvaða spólu leigðirðu þér síð- ast? Charlotte Gray heitir hún eftir aðalpersónunni og fjallar um Frakkland árið 1942 þegar landið var hernumið af nasistum. Charlotte þessi gerist leyniþjón- ustumaður og gengur til liðs við frönsku andspyrnuhreyfinguna. Er einhver kvikmynd sem þú átt eftir að sjá, en langar mikið til? Búin að sjá svo margar..... er Casablanca ekki mynd sem allir þyrftu að sjá? Hvern skorarðu á að svara þess- um spurningum í næsta blaði? Ég skora á góðan vin minn, Axel Jónsson veitingamann með meiru. Hann er bíó í sjálfu sér og samverustund með honum jafn- ast á við mjög góða kvikmynda- ferð. Skorað var á GuðbrandEinarsson síðast í bóka-orminum, en Bubbi eins og hann er jafnan kallaður les mikið og síðasta bók sem hann las heitir Hótel Kalifornía. Ertu mikill bókaormur? Það má segja það. Ég hef verið lesandi frá því að ég lærði að lesa hjá ömmu minni í sveitinni þegar ég var 6 ára. Bækur eru mitt svefnmeðal. Hvaða bækur ertu með á nátt- borðinu núna? Ég er að klára bók sem heitir Spútnik-ástin eftir japanskan höf- und sem heitir Haruki Murakami. Aðar bækur á nátt- borðinu hjá mér eru Konan í köflótta stólnum eftir í Þórunni Stefánsdóttur og bók um hag- stjórn á Íslandi frá 1930 til 1960 sem heitir Frá kreppu til viðreisn- ar. Hvaða bók lastu síðast? Síðasta bók sem ég las heitir Hótel Kalifornía og er eftir Stef- án Mána. Hver er þín uppáhaldsbók? Ætli ég nefni ekki Sjálfstætt fólk eftir Laxnes. Ég vil einnig nefna Ísabellu Allende sem einn af mínum uppáhaldshöfundum. Eru einhverjar bækur sem þú ætlar þér að lesa á næstunni? Hver næsta bók verður ræðst af framboði á bókasafninu í hvert sinn. Hvaða bókaorm skorarðu á næst? Ég skora á vinkonu mína, bóka- orminn Guðbjörgu (Bubbu) Þór- hallsdóttur. Mikill bíómaður Bækur eru mitt svefnmeðal Spólan í tækinu Bókaormurinn Umsjón: Jóhannes Kr. Kristjánsson • johannes@vf.is SPÓLAN Í TÆKINU OG BÓKAORMUR VIKUNNAR 12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! FRAMKVÆMDATILBOÐ - 2 FYRIR 1 Þú kaupir og sækir pizzu og hvítlauksbrauð. Þú færð aðra pizzu sömu stærðar frítt með. Þú greiðir fyrir dýrari pizzuna. Síminn er 421 4067 • Hafnargötu 30 Keflavík Marentza Poulsen, veit-ingakona og smur-brauðsjómfrú, verð- ur á næstunni í Keflavík með tvö námskeið. Fyrra nám- skeiðið sem hún heldur er smurbrauðsnámskeið og það seinna hvernig hægt sé að halda veislu á auðveldan og skemmtilegan hátt. Á nám- skeiðinu er farið yfir allt frá litla kvöldverðarboðinu upp í t.d. fermingarveislur, brúð- kaup og stórafmæli svo eitt- hvað sé nefnt. Einnig fer hún í saumana á öllu sem viðkem- ur jólaundirbúningnum og því hvernig fjölskyldan getur notið aðventunnar án streitu og kvíða. Hvað er það sem þú kennir helst á þessu námskeiði? Ég fer nokkuð nákvæmlega í allt sem heitir undirbúningur og skipulag á veislum, stórum sem smáum. Þar má helst nefna magnáætlun veitinga, samsetn- ingar matseðils og val á víni. Skreytingar á litlum og stórum borðum og reyni þar að ýta undir sköpunargleði og það að nýta það sem til er í fjölskyld- unni, t.d. að blanda saman gömlu og nýju, litaval og fleira í þeim dúr. Ég sýni borðdekking- ar og servéttubrot, tala um blómaskreytingar og þá fer ég inn á hvernig blanda má saman blómum og grænmeti eða ávöxtum í skreytingum. Það er afar mikilvægt að ná að skipu- leggja veislur vel fyrir fram svo að t.d. fermingarveislunnar sé hægt að njóta til fulls. Það er allt of algengt að fólk sé gjör- samlega á haus dagana fyrir veisluna og sé svo alveg upp- gefið á sjálfan fermingardag- inn, en það er einmitt svo mikil- vægt að fjölskyldan sé úthvíld þann dag og geti notið hans með fermingarbarninu. Einnig skiptir máli þegar maður er með gesti heima hjá sér að bera rétt fram og hella rétt í glösin. Þá er einnig mikilvægt að kunna að vera gestur. Þannig fer ég aðeins inn á siði og venj- ur þessu tengt. Jólin og aðvent- an er sá tími sem er á næsta leyti og fer ég því að sjálfsögðu inn á allt sem því tengist, skreytingar, undirbúning o.fl. Mér finnst mjög mikilvægt að fólk reyni að vera snemma í undirbúningi jólanna og gangi heldur ekki of langt í þrifunum, standsetningunum og smáköku- sortunum heldur reyni að njóta alls þess skemmtilega sem að- ventan býður upp á. Ertu búin að vera lengi með þessi námskeið? Já, ég er búin að vera með þau í 10 ár og eru þau alltaf jafn vin- sæl. Það koma alltaf nýjar og yngri konur, og auðvitað líka menn því þetta er ekki síður fyrir þá. Tímarnir hafa jú breyst og er samvinna hjóna í þessum efnum orðin algeng. Ég reyni svo að fylgjast með nýjungum á þessu sviði og koma alltaf með eitthvað nýtt, því það kemur alveg fyrir að ég sé sama fólkið oftar en einu sinni. En þú ert ekki að koma hing- að á Suðurnesin í fyrsta skip- ti? Nei aldeilis ekki! Ég hef verið hér með fullbókuð smurbrauðs- námskeið og hef útskrifað nokkrar smurbrauðsjómfrúrnar þarna suðurfrá. Einnig hef ég áður verið með námskeið af þessu tagi á Suðurnesjunum. Mér finnst afskaplega gaman að koma þangað og þykir vænt um að vera kölluð til svona aft- ur og aftur. Alltaf er tekið jafn vel á móti mér. Nú í október og nóvember kem ég aftur og held þessi námskeið hjá Miðstöð sí- menntunar á Suðurnesjum. Kanntu að njóta jólanna? - spennandi námskeið á vegum Miðstöðvar símenntunar VF 43. tbl. 2003 hbb 22.10.2003 12:54 Page 12

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.