Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.2003, Page 16

Víkurfréttir - 20.11.2003, Page 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Hlutverk Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum er tvíþætt að sögn Guðjóns. „Annarsvegar samband sveitarstjórna sem gætir hags- muna og er samráðsvettvangur. Innan samtakanna hafa sveitar- stjórnirnar stillt saman strengi sína og farið fram með hags- munamál sín. Hinsvegar er sam- bandið nokkurskonar rekstrar- skrifstofa fyrir sameiginleg verk- efni sveitarfélaganna. Það er hinn veigamikli þátturinn í starfinu,“ segir Guðjón og nefnir umhverf- ismál sem dæmi. „Það hefur ver- ið mikill sviptingartími á sviði umhverfismála sem loksins sér fyrir endann á með nýrri sorp- brennslustöð, en það hefur verið eitt af stóru verkefnunum undan- farin ár. Við rekum einnig skrif- stofuhald fyrir heilbrigðiseftirlit- ið og Brunavarnir Suðurnesja. Hér koma einnig inn á borð ýmis sérverkefni sem við komum að, s.s. viðbyggingar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og bygging D-álmu HSS.“ Guðjón segir að sambandið hafi í gegnum tíðina beitt sér fyrir bættum samgöngum á Suður- nesjum og segir hann að breikk- un Reykjanesbrautar hafi verið efst í forgangsröð. „Maður verð- ur náttúrulega aldrei ánægður fyrr en búið er að breikka braut- ina alla. Maður er þokkalega sátt- ur, en það þarf að klára breikkun Reykjanesbrautarinnar.“ Guðjón segist vera ánægður með nýafstaðið afmælisþing Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesj- um sem fram fór í sal Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. „Þar var til umfjöllunar stórt mál sem hefur verið mikið inn á borðum sam- bandsins, málefni Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja en málefni tengd stofnuninni hafa verið í erfiðri stöðu. Við höfum reynt að leggja starfsmönnum stofnunar- innar lið í því að koma hlutunum þar í lag. Sveitarstjórnarmenn eru ánægðir með niðurstöðu starfshóps um málefni stofnunar- innar sem kynntar voru á þing- inu, þó það eigi eftir að sjá þá hluti komast í framkvæmd. Þarna eru komin drög að stefnumótun sem féll í góðan jarðveg. Við munum vinna að því að koma þessum stefnumótunartillögum varðandi stofnunina í fram- kvæmd, í samráði við stjórnend- ur.“ Að sögn Guðjóns hefur atvinnu- líf hér á Suðurnesjum oft verið brothætt. „Fyrir 10 árum síðan fórum við ofan í mikinn öldudal og þá brugðust sveitarstjórnar- menn við með því að stofna Eignarhaldsfélag Suðurnesja sem lengi var hér til húsa. Við fórum fyrst ofan í þennan öldudal og kannski fyrst upp úr honum aftur. Það má líka segja það að það hafi oft vofað yfir að það yrði samdráttur í umsvifum Varnar- liðsins eins og nú er að gerast.“ Guðjón segir að uppsagnir Varn- arliðsins á dögunum komi sér á óvart. „Það kemur mér sérstak- lega á óvart hve mörgum er sagt upp störfum. En við höfum heyrt um niðurskurð og með breyting- um á varnarmálum í Bandaríkj- unum förum við undir þá stefnu sem þar hefur verið mótuð. Það mátti svo sem búast við niður- skurði, en þetta er meira en búast mátti við í einu. Við þurfum að fylgjast vel með þessum málum í framtíðinni og hvernig við getum brugðist við.“ En hvaða augum lítur fram- kvæmdastjóri SSS á Suðurnes- in í atvinnulegu tilliti þegar horft er til framtíðar? Atvinnulífið hefur breyst mikið á þessum 15 árum sem ég hef starfað hér. Sjávarútvegur hefur dregist saman hjá mörgum fyrir- tækjum þó sum haldi sínu. Ég sé það fyrir mér að við verðum í vaxandi mæli í þjónustuhlut- verki. Við þurfum að sækja á hvað varðar ferðamál og þar spil- ar nálægðin við flugstöðina stórt hlutverk. Við þurfum að skjóta fleiri rótum undir atvinnulífið hér og þar sem við erum mjög stutt frá höfuðborgarsvæðinu þá aukast atvinnulegir möguleikar með bættum samgöngum. Við eigum að geta verið með fyrir- tæki hér sem þjóna innanlands- markaði, s.s. matvælafyrirtæki. Það er margt sem maður gæti sagt að ætti að geta þrifist hér. Hitaveita Suðurnesja er mjög stórt og mikilvægt fyrirtæki fyrir þetta svæði og uppbyggingin í Helguvík bíður einnig upp á mikla möguleika. Á Suðurnesj- um er mikið til af lausu húsnæði sem hefur losnað eftir að fisk- vinnsla dróst saman og það er gríðarlega mikilvægt að koma því í not. Ég held að við verðum að horfa á það að við eigum að geta byggt þetta upp og við þurf- um að gera það til að mæta sam- drætti á Varnarsvæðinu sem virð- ist vera óumflýjanlegur. Nú hafa um þrjátíu einstaklingar tekið þátt ínámskeiðinu „Frá hugmynd til framkvæmd-ar“. Námskeiðið er haldið af Sambandi sveit- arfélag á Suðurnesjum (SSS), í samstarfi við Spari- sjóðinn í Keflavík,Turn key solutions og Price Water- house Coopers. Markmið með námskeiðinu er að styðja og efla athafnafólk á Suðurnesjum. Námskeið- ið er jafnt miðað að atvinnurekendum sem og aðila er huga að stofnun fyrirtækis. Á námskeiðinu er farið yfir gerð viðskiptaáætlana, fjár- mögnun og stoðkerfi frumkvöðla. Þá kynna Sparisjóð- urinn í Keflavík og Turn key solution þjónustu sína. Í framhaldi af námskeiðinu geta þátttakendur leitað frekari stuðnings hjá aðilum er koma að námskeiðinu. Leið- beinendur á námskeiðinu eru viðskiptafræðingarnir Jón Þorsteins Jóhannsson ráðgjafi hjá PWC og Guðbjörg Jó- hannsdóttir atvinnuráðgjafi SSS. Þátttakendur eru mjög ánægðir með framkvæmdina og námskeiðið í heild sinni. Þetta höfðu þátttakendur m.a. um námskeiðið að segja: * Góðar upplýsingar fyrir frumkvöðla og lengra komna. * Ég fæ fræðslu um næsta skref. * Víðari þekking á hvernig hlutir ganga f.sig hvert er hægt að leita eftir þekkingu og fjármagni í frumkvöðla- starfi. * Vekur bjartsýni. * Upplýsingar mjög margþættar, góð og skilmerkileg svör við spurningum. SSS býður alla þá er reka nú þegar fyrirtæki eða huga að atvinnurekstri velkomna á næsta námskeið sem verður haldið á Víkinni þann 26. nóvember frá 16-19. ➤ G U Ð J Ó N G U Ð M U N D S S O N Á 1 5 Á R A Ð B A K I H J Á S S S „Ég hef kynnst gríðarlega mörgu fólki í starfi mínu hér og þetta hefur á margan hátt verið mjög skemmtilegur tími,“ segir Guðjón Guðmundsson hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesj- um en hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri samtakanna sl. 15 ár. Nýlega var haldið afmælisþing sambandsins en þau eru 25 ára. Guðjón segir að komið hafi upp átök innan sambandsins, en að samstarfið hafi yfirleitt verið mjög gott. „Menn hafa get- að rætt saman og leyst málin þannig. Það hefur mikil áhersla verið lögð á að ná sameiginlegri niðurstöðu þannig að allir fari sáttir frá borði.“ „FRÁ HUGMYND TIL FRAMKVÆMDAR“ Þurfum að skjóta fleiri rótum undir atvinnulífið - segir Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum í samtali við Víkurfréttir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 25 ára Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri SSS ásamt skrifstofufólki sínu, þeim Sigrúnu Sighvatsdóttur og Pálínu Gísladóttur. VF-mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri SSS. VF 47. tbl. 2003 #3 19.11.2003 15:29 Page 16

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.