Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.2003, Page 20

Víkurfréttir - 20.11.2003, Page 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! HLJÓÐNEMINN - SÖNGVAKEPPNI FS Í STAPA Í KVÖLD Arnar Dór sérstakur heiðursgestur í kvöld og syngur Idol-lagið! Söngkeppni FS,Hljóðneminn, verðurhaldinn í Stapa í kvöld, 20 nóvember. Keppnin, sem er forkeppni fyrir Söngkeppni framhaldsskólanna, byrjar kl.19:00 en húsið opnar kl.18:00.Aðgangseyrir er 500 kr. en ókeypis er inn fyrir 12 ára og yngri. Áætlað er að keppni ljúki um 22:00. Dómnefndina skipa Magnús Kjartansson, Díana Ívarsdóttir, Jón Marínó, Júlíus Guðmundsson og Kristín Magnúsdóttir, sem er handhafi Hljóðnemans frá því í fyrra. Sem sigurvegari keppninnar fékk Kristín þátttökurétt í aðalkepp- ninni sem sýnd var í sjónvarpinu. „Þetta gekk nú bara ágætlega hjá mér miðað við allt sem á undan gekk og þetta var mjög skemmti- leg lífsreynsla.“ Aðspurð sagði Kristín að hún væri ekki búin að kynna sér hverjir myndu koma fram á fimmtudaginn, en efaðist ekki um að gestir sem og kepp- endur myndu skemmta sér konunglega. „Þetta verður ör- ugglega alveg rosalega gaman. Þátttakendur í svona keppnum taka þessu nú misjafnlega alvar- lega, en það gerir hana bara skemmtilegri.“ Kynnar keppninnar eru Ásdís Reynisdóttir og Ari Ólafsson, en Arnar Dór Hannesson, verður heiðursgestur kvöldsins og mun syngja lagið sem hann hugðist syngja í Idol Stjörnuleit áður en honum var vísað úr keppni. Röð keppenda er sem hér segir: 1. Heiðrún Rós Þórðardóttir og Flóra Karitas Buenano - Footloose - Kenny Loggins 2. Marína Ósk Þórólfsdóttir - I will survive - Gloria Gaynor 3. Elín Lára Arnþórsdóttir - Knocking on heavens door - Bob Dylan 4. Ásta Eiríksdóttir - Foolish games - Jewel Klicher 5. Guðmundur Árni Þórðarson og Davíð Örn Hallgrímsson - Án þín - Sverrir Bergmann 6. Helgi Már Gíslason - Weezer - Say it ain´t so 7. Atli Annelsson og Ásgeir Aðalsteinsson og Guðlaugur Már Guðmundsson - My friends - Red Hot Chili Peppers 8. Sigurlaug Rúna Guðmundsdóttir - Án þín - Trúbrot 9. Sandra Þorsteinsdóttir og co. - Rocky Horror 10. Dísa Edwards - 500 miles - The Proclaimers 11. Davíð Örn Óskarsson - Halleluja - Jeff Buckley 12. Kristín Þóra Jökulsdóttir og María Rut Baldursdóttir - Ég verð að fá að skjóta þig - SSSól 13. Gíga Eyjólfsdóttir - Foolish games - Jewel Klicher 14. Gunnar Skjöldur Baldursson - Út á gólfið - Hemmi Gunn Hljómsveitin Safnaðarfundur eftir messu leikur undir í flestum lögum. Sveitina skipa Þorvaldur Halldórsson á trommur, Gunnar Ingi Guðmundsson á bassa og Gylfi Gunnar Gylfason Bergmann á gítar. Eftirtaldir aðilar styrkja keppnina: Lífstíll, Klippótek, Lyf og heilsa, Park, Mangó, Síminn, Sportbúð Óskars, Hekla, Georg V. Hannah, Frístund, Olsen Olsen Diner, ÓB Bensín, Hitaveita Suðurnesja, Snyrtistofa Huldu, Penninn Bókabúð, Reykjanesbær, Víkurfréttir, Blómaval, Húsasmiðjan, Pizza 67, Gallery Hringlist. Auglýsingasíminn er 421 0000 VF 47. tbl. 2003 #3 19.11.2003 15:27 Page 20

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.