Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.2003, Qupperneq 22

Víkurfréttir - 20.11.2003, Qupperneq 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Kaffitár opnaði nýja kaffi-brennslu að Stapabraut7 í Njarðvík um síðustu helgi. Fjölmenni lagði leið sína í ný húsakynni, enda gestum og gangandi boðið að kynna sér starfsemi fyrirtækisins og bragða á framleiðsluvörum þess. Um 400 manns skrifuðu sig í gestabókina en Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs, sagði að gestirnir hefðu örugg- lega verið tvöfalt fleiri. Nýja húsnæðið er allt hið glæsi- legasta. Vinnslurýmið hefur auk- ist til muna, auk þess sem í nýja húsinu er bæði rekin kaffiverslun og opið kaffihús. Þá er góð að- staða til að taka á móti ferðahóp- um sem vilja kynna sér kaffi- brennsluna og fylgjast með fram- leiðsluferlinu. Hjá kaffibrennslu Kaffitárs starfa átján manns. Í brennslunni í Njarðvík er brennt og malað allt það kaffi sem kaffihús Kaffitárs á höfuðborgarsvæðinu selja, auk þess sem allt kaffibrauð kaffi- húsanna er bakað hjá Kaffitári í Njarðvík. Markaðshlutdeild Kaffitárs á kaffisölu í verslunum er um 10% hér á landi. Umsvif í kaffihúa- rekstri eru hins vegar mikil hjá Kaffitári en um 40% af veltu fyr- irtækisins kemur úr kaffihúsa- rekstri og er vaxandi. Vöxtur fyr- irtækisins hefur verið mikill síð- ustu árin. Kaffitár er 13 ára gam- alt fyritæki og það lætur nærri að vöxtur fyrirtækisins hafi verið um 30% á ári frá stofnun þess 1990. Í nýju kaffibrennslunni í Njarð- vík er rekin kaff iverslun og einnig skemmtilegt kaffihús sem opnar kl. 7:30 á morgnana og er opið til kl. 18:00 síðdegis. Kaffi- húsið er einnig opið á laugardög- um. Kaffið frá Kaffitári fer ekki bara á innanlandsmarkað, því kaffið á orðið aðdáendur víða um heim og Aðalheiður sagðist senda kaff- ið víða í áskrift. Aðallega eru það varnarliðsmenn sem hafa tekið ástfóstri við kaffið og fá það nú sent í áskrift heim til Bandaríkj- anna eða á herstöðvar víðsvegar um heiminn. Kaffitár fékk á dög- unum mikið hrós fyrir kaffið sitt á vefsíðu Boeing-flugvélaverk- smiðjanna. Boeing hefur verið á heimsyfirreið síðustu vikur með nýja Boeing 777 þotu. Flugvélin hefur haft viðkomu í þrettán þjóðlöndum. Fyrir hvern við- komustað hefur verið skifaður stuttur texti um land og þjóð og allir eiga textarnir það sammerkt að þeir eru almennir og nefna ekki fyrirtæki eða vörur á nafn. Hins vegar er undantekning þeg- ar kemur að Íslandi því þar er Kaffitár nefnt á nafn í þriðju línu og sagt eitthvað á þá leið að Keflavík sé heimabær eins besta kaffi í heimi, Kaffitárs, og að engin ferð til Íslands sé fullkom- uð nema að fá sér þetta frábæra kaffi. Textinn er á þessa leið: „Keflavik, just 40 minutes away from the capital of Reykjavik, is home to one of the world’s best coffees - Iceland’s prized Kaffit- ar. It has a rich flavour, well suit- ed to the climate and the people of this island, and no trip to Iceland is complete without tast- ing this exquisite northern elix- ir“. Meðfylgandi ljósmyndir voru teknar á opun húsi Kaffitárs í Njarðvík um síðustu helgi. ➤ K A F F I TÁ R Á N Ý J U M S TA Ð - Boeing segir Kaffitár það besta í heimi Glæsileg brennsla, kaffiverslun og kaffihús opna VF 47. tbl. 2003 #3 19.11.2003 15:16 Page 22

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.