Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.2003, Page 23

Víkurfréttir - 20.11.2003, Page 23
VÍKURFRÉTTIR I 47. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 20. NÓVEMBER 2003 I 23 Sýningin Betri bær opnarnk. laugardag í Kjarnaað Hafnargötu 57 í Keflavík. Það er Reykjanes- bær í samvinnu við Arkitekta- stofu Suðurnesja, Upplýsinga- miðstöð Reykjaness,Vegagerð- ina og samtökin Betri bæ, sem standa að sýningu á hönnun og hugmyndum að betri bæ í göngugötunni í Kjarna. Sýn- ingin hefst með formlegri opn- un laugardaginn 22. nóvember kl.14.00 og lýkur sunnudaginn 30. nóvember. Tilgangur sýningarinnar er hug- vekja um betri bæ en á sýning- unni verður settur upp hug- myndabanki þar sem allir eru hvattir til að koma með hug- myndir og leggja þar með sitt af mörkum í uppbyggingu bæjarins. Sýningin er mjög myndræn að sögn Bjarna Marteinssonar, arki- tekts. Breytingar á bæjarfélaginu verða sýndar með myndum fyrir og eftir breytingar. Þá verður framtíðarsýn bæjarins sett fram á myndrænan hátt. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Reykjanesbæ á undanförn- um misserum og má þar nefna endurbyggingu Hafnargötu, að- komu að bæjarfélaginu sem og uppfyllingu við Ægisgötu, end- urbætur á Gamla bænum og um- hverfi Duushúsa. Tvöföldun Reykjanesbrautar og tengingar bæjarins við hana skiptir höfuð- máli þegar til framtíðar er litið og síðast en ekki síst samband bæj- arbúa við allar þær náttúruperlur sem eru nánast í göngufæri. Ýmsar hugmyndir eru fylgifiskar slíkra framkvæmda, sumar er búið að ákveða en aðrar eru á hugmyndastigi. Sýningin gefur íbúum kost á að leggja inn sínar eigin hugmyndir og taka þátt í mótun síns bæjarfélags. Á myndum frá Vegagerðinni verða tengingar nýrrar tvöfaldrar Reykjanesbrautar við byggðina í Reykjanesbæ sýndar. Sýnt er á myndrænan hátt hvernig bærinn er að taka breytingum, allt frá því komið er að bænum við Innri Njarðvík og allt að DUUS-hús- um í Grófinni. Útivistarfólk ætti einnig að legg- ja leið sína á sýninguna því hægt verður að fá gefnar göngulýsing- ar á Reykjanesi, auk þess sem sýndar verða gamlar þjóðleiðir, auk styttri sem lengri göngu- leiða. Sýning um Betri bæ opnar um helgina ➤ K J A R N I - H A F N A R G Ö T U 5 7 Glæsilegt kaffihús hefur verið opnað á Fitjum. VF 47. tbl. 2003 #3 19.11.2003 15:14 Page 23

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.