Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2016, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 15.12.2016, Blaðsíða 26
26 fimmtudagur 15. desember 2016VÍKURFRÉTTIR Í skókassa á Vallargötu Guðni sleit barnsskónum í gamla bænum í Keflavík en hann bjó lengst af á Hafnargötunni. Hann fæddist á Vallargötu árið 1946 nokkuð fyrir áætlaðan tíma og segir hann blaða- manni frá því að honum hafi verið skellt í skókassa og ofan á ofn strax eftir fæðingu enda aðeins átta merkur að þyngd. Guðni er nýfluttur á Tóm- asarhaga í Vesturbænum í Reykjavík en þar í nágrenninu eru börnin og barnabörnin flest búsett. Þar náði hann í eiginkonu sína Magneu Erlu Ottesen í gamla daga. Guðni slær á létta strengi og segir að hann sé nú afi í fullu starfi, svona þegar hann losnar af ryksugunni. Hann á þrjú börn og barnabörnin eru orðin sjö. Þau búa öll í um 500 metra radíus frá Tómasar- haganum. „Ég á mjög góðar minningar af Hafn- argötunni í Keflavík. Þar var mikið af ungum drengjum sem höfðu mjög mikinn áhuga á íþróttum.“ Það er ekki ofsögum sagt að hæfileikarnir hafi verið miklir í Bítlabænum á þessum tíma en í tveimur næstu húsum við Guðna á Hafnargötunni urðu til sex landsliðsmenn í íþróttum ásamt Guðna sjálfum. Guðni segir mikinn áhuga skýra þessa framleiðslu af af- reksfólki í Keflavík á þeim árum þegar hann var að vaxa úr grasi. Þá hafi minna verið um að vera og krakkar voru mestmegnis bara í íþróttum. Guðni segist hafa fylgt eldri drengj- unum í hverfinu og fór með þeim á knattspyrnuæfingu þegar hann var sex eða sjö ára. Þá þekktust hverfislið í Keflavík sem oft og tíðum héldu mót sín á milli – og rígurinn var mikill. Fengu að spila á grasinu hans Óla í Krossinum Allur frítími var nýttur til þess að spila fótbolta. Í þá daga var leikið á malar- völlum og menn urðu oft ansi risp- aðir og blóðugir eftir æfingar og leiki. Guðni og nokkrir félagar af Hafnar- götunni voru þó sniðugir og gerðu sér stundum ferð til Njarðvíkur þar sem þeir báðu góðfúslega um leyfi frá Óla í Krossinum til þess að fá að spila á grasvellinum. „Af því að við vorum svo kurteisir að spyrja þá fengum við leyfi. Flestir sem stálust á völlinn voru reknir í burtu eins og skot. Þetta er eins og með Hljómana, hann gaf þeim einmitt leyfi á sínum tíma til þess að æfa í Krossinum,“ rifjar Guðni upp. Keflvíkingar eignuðust sína fyrstu Ís- landsmeistara í knattspyrnu í 4. flokki árið 1959 ásamt því að aðrir flokkar komust í úrslit sama ár. Guðni ásamt fleirum þar áttu eftir að mynda kjarna meistaraliða framtíðarinnar í Kefla- Guðni Kjartansson er fyrir löngu orðinn goðsögn í lifanda lífi á Suðurnesjum. Hann var lykilmaður og fyrirliði í gríðarlega sterku Keflavíkurliði sem landaði fjórum Íslandsmeistaratitlum á árunum 1964 til 1973 í fótbolta. Guðni var sömuleiðis kjölfesta hjá landsliðinu um árabil og honum hlotnaðist sá heiður fyrstum knattspyrnumanna að verða kjörinn Íþróttamaður ársins árið 1973. Líf hins sjötuga Guðna er litað af íþróttum en hann lét nýlega af störfum sem íþróttakennari eftir nánast hálfar aldar starf á þeim vettvangi í Njarðvíkurskóla og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann þjálfaði A-landslið karla ásamt því að hafa komið að nánast öllum landsliðum undir hatti KSÍ á rúmlega 30 ára ferli fyrir land og þjóð. GUÐNI KJARTANS GOÐSÖGNIN Elti börnin í Vesturbæinn: Guðni er nýfluttur á Tóm- asarhaga í Vesturbænum í Reykjavík en þar í nágrenn- inu eru börnin og barnabörnin flest búsett. Þar náði hann í eiginkonu sína Magneu Erlu Ottesen í gamla daga. Hann á þrjú börn og barnabörnin eru orðin sjö. Þau búa öll í um 500 metra radíus frá Tómasarhaganum. Toppnum náð: Guðni íþróttamaður ársins 1973, fyrstur knattspyrnumanna. Frá leik ÍBK og ÍBV árið 1971. Gríðarlegur fjöldi áhorfenda í toppslag liðanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.