Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2016, Blaðsíða 56

Víkurfréttir - 15.12.2016, Blaðsíða 56
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001 Mundi S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir Auglýsingasíminn er 421 0001 Sandgerðingar fá örugglega sund- maga eftir allar ókeypis sundferðirnar... REYKJANESBÆ Úrvalið af tölvu og fylgihlutum eru í OmnisHAFNARGATA 40 - S. 422 2200 Lenovo Yoga 310,1” 10” spjaldtölva 39.990,- ÞAÐ ERU ALLIR PARTUR AF OMNIS FJÖLSKYLDUNNI Ipad Air 2 32GB WiFi 66.990,- Lenovo IT Tab 3-7” 14.990,- Fartölvur frá aðeins 49.900,- Samsung snjalltæki frá 29.900,- HAFÐU ÞAÐ GOTT UM JÓLIN Blutooth hátalarar Gáfu 12.000 máltíðir af skóla- mat á ári til 5 ára ■Icelandair Cargo, Skóla- matur og Skötumessan afhentu í morgun Velferðarsjóði Suður- nesja 12.000 máltíðir af skóla- mat á ári til næstu fimm ára. Vel- ferðarsjóðurinn mun sjá um að úthluta máltíðunum. Frítt í sund í Sandgerði ■ - Námsgögn grunnskólanem- endum áfram að kostnaðarlausu. Frítt verður í sund fyrir Sandgerð- inga og sömuleiðis útlán úr bóka- safni bæjarins. Þetta er meðal nýjunga í fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar fyrir tímabilið 2017 til 2020 sem samþykkt hefur verið. Í fundargerð bæjarstjórnar segir að ríkt hafi góð samstaða innan hennar við vinnslu fjárhagsáætlunarinnar og að hún beri þess merki að mikil áhersla hafi verið lögð á að stuðla að fjölskylduvænu samfélagi. Námsgögn verða foreldrum nemenda grunnskólans áfram að kostnaðarlausu og fráveitugjald, sem er hluti af fasteignagjöldum, verður lækkað um 16 prósent. Áminntir vegna flugeldaskota ■ Lögreglunni á Suðurnesjum barst sl. föstudagskvöld tilkynning um að verið væri að skjóta upp flugeldum í Keflavík. Það stóð heima þegar mætt var á vettvang. Þeim sem að flug- eldaskotunum stóðu var bent á að þetta væri ekki leyfilegt á þessum árstíma og var þeim veitt áminning, enda um brot á lögum að ræða. Urðu þeir mjög skömmustulegir og lof- uðu að þetta kæmi ekki fyrir aftur. Lögregla bendir á að almenn notkun á skoteldum til er óheimil nema á tíma- bilinu 28. desember til 6. janúar, að báðum dögum meðtöldum. Nesfiskur kaupir Ný-Fisk ■ Samið hefur verið um kaup Nes- fisks í Garði á Ný-Fiski í Sandgerði, dótturfélagi Icelandic Group. Vöru- merkið „Icelandic Seafood“ fylgdi ekki með í kaupunum. Ný-Fiskur hefur sérhæft sig í sölu á ferskum sjávarafurðum. Stór hluti fram- leiðslunnar er fluttur til viðskipta- vina í Belgíu og víðar í Evrópu. Ný-Fiskur rekur vinnslu í Sand- gerði og gerir út línubátinn Von GK-113 í gegnum dótturfélag sitt, Útgerðarfélag Sandgerðis. Um 70 manns starfa hjá fyrirtækinu. Nesfiskur ehf. rekur frystingu, fersk- fiskvinnslu, saltfiskverkun, skreiða- og hausaþurrkun í Garði. Þá er fyrir- tækið með einn frystitogara, tvo ís- fisktogara, fjóra snurvoðarbáta og tvo línubáta. Í Sandgerði er fyrirtækið með frystingu og ferskfiskvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.