Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2016, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 15.12.2016, Blaðsíða 8
8 fimmtudagur 15. desember 2016VÍKURFRÉTTIR Sendum félagsmönnum og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. JÓLASVEINAR SPRELLA UM BÆINN Föstudaginn 16. des. kl. 15.00-17.00 Laugardaginn 17. des. kl. 15.00-17.00 Fimmtudaginn 22. des. kl. 15.00-17.00 Föstudaginn 23. des. kl. 15.00-17.00 og kl. 20:00 - 23:00 Stærstu styrktaraðilar jóladaga eru: OPNUNARTÍMI VERSLANA LAUGARDAGUR 17. DESEMBER KL. 10:00-18:00 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER KL. 13:00-18:00 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER KL. 10:00-22:00 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER KL. 10:00-22:00 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER KL. 10:00-22:00 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER KL. 10:00-22:00 FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER KL. 10:00-23:00 LAUGARDAGUR 24. DESEMBER KL. 10:00-12:00 VERSLUM HEIMA! -HAGUR Í HEIMABYGGÐ Systkinin í Vísi hf. í Grindavík hafa afhent Grindavíkurkirkju ágóða af sölu hljómdiska sem gefnir voru út í tilefni af 50 ára afmæli Vísis í fyrra. Afhending gjafarinnar fór formlega fram í gærkvöldi á jólatónleikum kórs Grindavíkurkirkju. Sjávarútvegsfyirtækið Vísir fagnaði 50 ára afmæli á síðasta ári. Afmælisárið hefur verið viðburðaríkt hjá fyrirtæk- inu, sem hófst með opnu húsi á sjó- mannadaginn sumarið 2015. Þá voru jafnframt haldnir afmælistónleikar og tveir hljómdiskar gefnir út. Annars vegar „Lögin hennar mömmu - Mar- grét Sighvatsdóttir“ og „Lögin hans pabba - Uppáhalds sjómannalög Páls H. Pálssonar.“ Diskurinn hefur meðal annars verið seldur og nú hefur ágóð- inn af sölunni verið afhentur Grinda- víkurkirkju. Upphæðina á að nota til viðgerðar á þaki kirkjunnar sem er farið að leka. Vísir hf. ætlar einnig að bæta verulega við fjárhæðina og í raun margfalda hana, til að standa straum af kostnaði við viðgerðina á þakinu. Margrét Sighvatsdóttir, móðir þeirra Vísissystkina, söng í kirkjukór Grinda- víkurkirkju í marga áratugi og nú eru þrjú af börnum hennar í kirkju- kórnum. Þau systkini bera því sterkar taugar til kirkjunnar. Ágóði af hljómdiska- sölu í viðgerðir á Grindavíkurkirkju Frá afhendingu gjafarinnar til Grindavíkurkirkju. VF-mynd: Hilmar Bragi Íbúum Voga fjölgað um 10% á tveimur árum ■ Í upphafi þessa árs var íbúafjöldinn í Sveitarfélaginu Vogum 1.148 ein- staklingar. Í dag búa þar 1.209 íbúar, sem þýðir að þeim hefur fjölgað um 61, eða um 5,3%. Sé litið til upphaf árs 2015 hefur íbúum Voga fjölgað um 107, eða um tæp 10% á þessum hartnær tveimur árum. „Það er áhugaverð staðreynd að þrátt fyrir þessa fjölgun er nánast óbreyttur fjöldi nemenda í grunnskólanum. Fram til þessa hefur hlutfall barna á grunn- skólaaldri verið talsvert hærra en landsmeðaltal, en nú virðist það vera að leita jafnvægis,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í vikulegu fréttabréfi sínu af Sveitarfélaginu Vogum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.