Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2016, Blaðsíða 43

Víkurfréttir - 15.12.2016, Blaðsíða 43
43fimmtudagur 15. desember 2016 VÍKURFRÉTTIR kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bol la k aff itá R f rá bý li í b ol la ka ff itá r f rá býli í boll a hátíðí bæ Það virðist mikið í gangi í hártískunni um þessar mundir ef marka má hár- greiðslumeistarann Evu Björk Sigfús- dóttur sem rekur hárgreiðsluna Hár- áttu við Hafnargötu í Reykjanesbæ. Hún fór yfir það helsta í tískunni núna fyrir jólin og á komandi misserum. Hjá ungum dömum er mikið um toppa og nokkuð djarfa liti á meðan strákarnir greiða aftur eða til hliðar og eru með snúð margir hverjir. „Að mínu mati er fólk farið að hugsa yfir höfuð betur um hárið á sér en áður. Nú höfum við tækifæri til að nota hreinni, náttúrulegri vörur og fjölbreyttar mótunarvörur. Alls kyns blásara og járn sem gefa okkur mögu- leika á að skarta fallegum lokkum án of mikillar fyrirhafnar. Ammoníaks-fríir litir hafa rutt sér til rúms og fólk vill upp til hópa hafa náttúrulegt fal- lega útlítandi hár sem auð- velt er að hrista og renna fingrunum í gegnum. Hár sem geislar af heilbrigði án geymslu og aukaefna. Fyrir þá sem fíla þurrara, gróf- ara útlit eru til alls kyns mótunarefni til að ná fram þeirri útkomu sem ósk- að er eftir. Að vissu leiti er pönk, diskó og rokk ríkjandi í tísku á klæðnaði og hári, frelsi til að túlka eigin stíl,“ segir Eva. Stuttir skornir toppar eru eldheitir Hjá dömunum er ég sjálf mikið að vinna með rótarskugga, náttúrulegar litasamsetningar og að ógleymdu „balayage“ sem lýsa og skyggja hárið í hinum ýmsu útfærslum. Skærir, djafir litir í hluta af hárinu eru heitir núna, einnig mjúkir jarðlitir, perluljóst, grá/öskutónar og strípur með náttúrulegu flæði. Dömur eru líka að taka áhættu og eru djarfar, stuttar, grófar klippingar, mjúkir látlausir toppar og stuttir skornir toppar eldheitir á komandi misserum, axlasíddin og aðeins síð- ara, mjúkar styttur, alls konar fléttur og undirklipping (undercut) sem þýðir í raun að hárið er klippt ótengt (disconnected). Litlar krullur, stórar krullur, krumpur og slétt og fallega blásið með flottri lyftingu, hreyfingu og jafnvel svolítið matt við sérstök tilefni. Auðvitað er sítt, fallegt hár líka frábært, með smá hreyfingu og lát- lausum topp sem hægt er að færa til eftir skapi allt frá hlið, miðju eða beint fram. Strákarnir pæla mikið í hárinu á sér Herrarnir eru fjölbreyttir og frá- bærir! Rolling stones, Jimi Hendrix og Bítlarnir eru áhrifavaldar um þessar mundir. Krullur eru mjög ríkjandi hjá herrum á næstu misserum og spái ég jafnvel mikilli aukningu í sjálfliðun (permanent). Beinir og jafnvel saxaðir toppar, „punk streetlook“ og vel rakað í „húðhverfu“ (skinfaid). Margir eru greiddir aftur eða til hliðar. Strákarnir pæla mikið í hárinu á sér og velja sér fleiri vörur en gömlu, góðu geltúpuna. Enn aðrir leita í létta náttúrulega, „laid back“ lúkkið. Aðrir halda því síðu og flétta eða gera snúð, jafnvel bæði sem er líka mjög skemmtilegt. hÁR Gleðilegt Hártískan yfir hátíðarnar samkvæmt Evu Björk Eva Björk er nýlega komin frá London þar sem hún skoðaði hvað er og verður í tísku í hárgreiðslum og klippingum. „Að mínu mati er fólk farið að hugsa yfir höfuð betur um hárið á sér en áður“ Eyþór Sæmundsson eythor@vf.is Auglýsing um endurskoðun á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2015-2030 Bæjarstjórn Reykjanesbæjar auglýsir hér með endurskoðað aðal- skipulag Reykjanesbæjar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrri auglýsing birt í Lögbirting, Víkurfréttum og á vef Reykjanes- bæjar 24. nóvember sl. er hér með ógild. Breytingar hafa verið gerðar á gögnum til samræmis við svæðisskipulag vegna vatnsverndar. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 og hjá Skipulagsstofnun frá og með 15. desember 2016 til 26. janúar 2017. Tillagan er einnig aðgengileg á heimasíðu Reykjanes- bæjar, www.reykjanesbaer.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögna. Frestur til að skila inn athuga- semdum er til 26. janúar 2017. Skila skal inn skriflegum athugasemd- um á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið adalskipulag@reykjanesbaer.is. Reykjanesbæ, 15. desember 2016. Skipulagsfulltrúi Suðurnesjamagasín á Hringbraut og vf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.