Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2016, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 15.12.2016, Blaðsíða 32
32 fimmtudagur 15. desember 2016VÍKURFRÉTTIR Eyþór Sæmundsson eythor@vf.is „Við höfðum áhuga á gömlu og vildum jafnvel gera upp. Ég kíkti á hús hjá einni sem var að gera upp gamalt bárujárnshús, en eftir þá heimsókn sagði ég við Bjarna að það yrði að vera gamalt/nýtt, þetta er svo rosaleg vinna,“ segir Særún og hlær. Þannig geti verið erfitt að móta gömul hús eftir sínu höfði og gera rýmin eins og hentar. Skipulagið getur verið þannig í svona gömlum, litlum húsum að erfitt er að aðlaga þau að nútíma kröfum að hennar mati. „Við vorum búin að frétta af þessari lóð sem hann Gummi Hjalta átti. Það var annar aðili sem sýndi þessu áhuga og ætlaði að setja bjálkahús á lóðina en það fékkst ekki samþykkt vegna þess að það féll ekki inn í umhverfið. Þann- ig að við ákváðum að kýla á þetta,“ segir Bjarni. Þau minnast þess bæði að svona gömul hús og gamli bærinn hafi ekki verið mjög vinsæl á þessum tíma, en þau keyptu lóðina árið 1998. Þó var þá að hefjast mikil uppbygging í gamla bænum og nýbúið að taka göturnar þar í gegn. Tekið alla leið Þau ákváðu að byggja frekar stórt hús en fyrst um sinn bjuggu þau í rúm- góðum bílskúr sem þau reistu á lóð- inni. „Við ákváðum að taka þetta bara alla leið. Við byggðum skúrinn fyrst á meðan við vorum að manna okkur upp í verkefnið sem lá fyrir,“ segir Bjarni og skellir upp úr. „Það tók ekk- ert á að búa í skúrnum. Mér fannst það mjög fínt,“ segir Særún. „Ég verð þó að segja að hún var orðin svolítið þreytt þarna síðasta árið og var farin að ýta á að klára húsið,“ bætir Bjarnir við og hlær. „Ég fór til mömmu í rúm fjögur ár að þvo þvottinn en það var ekki fyrr en síðasta árið í skúrnum að við vorum með þvottahúsið klárt,“ segir Særún. Þau voru tvö í kotinu á meðan þau bjuggu í skúrnum en nú eru þau fjögur sem búa í húsinu. Þau kunna ákaflega vel við sig í gamla bænum og vilja helst hvergi annars staðar vera. „Umhverfið er svo flott og það er stutt niður í bæ. Það er góð- ur andi í hverfinu og hér eru góðir nágrannar. Næðið er mjög mikið og það er varla að maður finni fyrir því þegar haldin er Ljósanótt,“ segir Sæ- rún en hátíðarsvæðið er rétt hundrað metrum frá húsinu. „Amma mín átti alltaf heima á Valla- götunni þar sem núna er Bernhard gistihús og fjölskylda mín er alin þar upp,“ segir Særún sem þannig teng- ist gamla bænum sterkum böndum. Bæði eru þau uppalin í Keflavík og muna vel eftir lífinu í gamla bænum sem krakkar. Frá því að byrjað var að byggja húsið þá tók það tvö og hálft ár að rísa. Þau ákváðu að flytja ekki inn fyrr en allt væri gjörsamlega klárt. Öll gólfefni og allir listar þurftu að vera á sínum stað, ekkert hálkák með það. Búið var að græja lóðina áður en þau fluttu inn en þeir hjá Nesprýði sáu um að bjarga því. Lóðin var þétt setin síðasta sumar þegar Jón Jónsson tróð þar upp á heimatónleikum á Ljósanótt. Þeir tónleikar þóttu einkar vel heppnaðir og stefna þau Bjarni og Særún á að vera með á næsta ári líka. „Mér finnst æðislegt að vera hérna og stutt í allt. Það yrði erfitt að fara. Hvaða hús myndi mig langa í ann- ars? Reyndar hefur mig alltaf langað í gamla bókasafnshúsið á Mánagötu,“ viðurkennir hún en það hús er mjög virðulegt og flott. Á meðan á framkvæmdum stóð þá breyttist margt eins og gengur og gerist og margar hugmyndir skjóta upp kollinum. Á tímabili söfnuðu þau meðal annars pottofnum sem áttu að prýða húsið. Horfið var frá þeirri hug- mynd og ákveðið að setja hita í gólfin. Til stóð að hafa veggina klædda með fulningum en að lokum var ákveðið að klæða með gifsi. Það eru ekki hvaða húsgögn sem er sem sæma sér í svona húsi, vanda þarf valið enda pæla þau mikið í því hvort hlutirnir passi inn í heildarmyndina. „Mér finnst gaman að blanda saman gömlu og nýju - bara það sem okkur finnst flott,“ segir Sæ- rún en þau eru ekki að sækjast í neinn sérstakan stíl. Þau fengu einu sinni bakþanka þegar sökkullinn af húsinu var kominn og ferlið farið af stað, enda ærið verkefni að ráðast í að byggja svona hús. Særún segist vera mjög fegin í dag að þau hafi haldið þessu til streitu enda vilji þau hvergi annars staðar vera og gott að vera í húsi þar sem allt er úthugsað af þeim sjálfum. Eftir alla þessa vinnu var rosalega góð tilfinning að sofa fyrstu nóttina í nýja húsinu. Það var mikill léttir og hálfgerð sigurtilfinning að sögn þeirra Bjarna og Særúnar. Þau Bjarni Stefánsson og Særún Guðjónsdóttir búa í glæsilegu húsi við Íshússtíg í gamla bænum í Keflavík. Húsið er gamalt nýtt en það var byggt á árunum 2003 til 2006. Á meðan húsið var í byggingu þá bjuggu skötuhjúin í bílskúr á lóðinni. Nú hafa synirnir Patrekur og Sindri bæst í hópinn og unir fjöl- skyldan sér vel í einkar notalegu húsi þar sem hvert smáatriði er úthugsað. NÝTT GAMALT GLÆSIHÚS Á ÍSHÚSSTÍG Stærð húss: 160 m2 og 50 m2 bílskúr. HEIMA HJÁ SUÐURNESJAFÓLKI: Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.